Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1958, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.02.1958, Blaðsíða 2
Ávarpsorð fil iesenda Frjálsrar Yerzlunar Gunnar GuSjónsson, jorm. Verzlunarráðs Islands: Þegar nú „Frjáls Versl- un“ heíur göngu sína á ný eftir nokkurra ára hvíld, efa jeg ekki, að sá atburður ' sje gjörvallri verslunarstjettinni, sem og öðrum unnendum frjálsra þjóðfjelagshátta, jafn mikið gleðiefni og mjer. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að mikið hefir skort á, að versl- unarstjettin almennt hafi staðið eins þjett sam- an, og henni bæri, ef hún þekti sinn vitjunar- tíma. Innan hennar hafa bæði einstaklingar og hópar viljað róa einir á báti og í ýmsar áttir. Hún hefir ekki virst vilja eða geta gert sjer grein fyrir, að í þeirri hríð, sem að henni hefir verið gjörð á undanförnum árum af þeim fjand- samlegu öflum, sem ekki aðeins vilja hana feiga, heldur og alt frelsi borgaranna, er allur útúr- boruskapur heimska og skammsýni, sem auð- veldlega getur falið í sjer tortímingu hennar. Frelsi verslunarinnar varð því aðeins höndlað, að fyrir því væri barist, og áframhaldandi mun- um vjer ekki verða þess aðnjótandi, nema þeirri baráttu verði haldið áfram sleitulaust og enda- laust. f slíkri baráttu tjóar ekki að fylkingarnar riðlist. Stundargrið veitt sumum, vara í hæsta lagi meðan verið er að ráða niðurlögum annara. Með útkomu þessa fyrsta heftis hinnar endur- vöktu „Frjálsu Verslunar“, er það hins vegar von mín, að þáttaski) hafi orðið í viðhorfi versl- unarstjettarinnar til nauðsynjar sameiginlegra átaka fyrir því lífsviðhorfi, sem hið fyllsta versl- unar- og athafnafrelsi byggist á, þar sem að út- gáfu tímaritsins hafa skipað sjer öll samtök innan hinnar frjálsu verslunar í landinu, sem og iðnrekenda. Vonandi verður því tímaritið ekki aðeins sameiningartákn þessara aðilja, lield- ur og sá hlekkur, sem á eftir að tengja þá saman til varanlegs, trausts samstarfs. Flestum lesendum íslenskra blaða mun nú algjörlega vera farið að ofbjóða siðleysi mikils hluta hinnar pólitísku blaðamensku hjer á landi, og munu líta svo á, eins og raunar virðist nú vera komið á daginn, að almenningur ljái frekar eyra heiðarlegum og háttvísum málflutningi, en vísvitandi rangfærslum, rógi og tækifærissinn- uðum áróðri. Jeg óska „Frjálsri Verslun“ fararheilla, í full- vissu þess, að henni muni takast vel það þýð- ingarmikla hlutverk, að skýra málstað frjáls at- hafnalífs fyrir þjóðinni, og vera vígreif í barátt- unni fyrir því, sem vjer teljum best og rjettast. ==SSf== Guðmundur H. GarSarsson, jorm. Verzlunarmannajélags Reykjavíkur: Með útgáfu þessa heft- is af „Frjálsri Verzlun“, hefst nýtt tímabil í sögu ritsins. Við þessi tímamót er Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur sérstaklega ljúft að árna ritinu og út- gáfufélagi þess allra heilla , framtíðarbaráttunni fyr- ir frjálsu athafnalífi á ís- landi. Ritið „Frjáls Verzlun“ hóf göngu sína í upp- hafi ársins 1939 og var það gefið út af Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur til ársins 1955. Það ár var mikið umbrotaár í sögu félagsins og mark- aði tímamót í samskiptum vinnuveitenda og launþega, en til þess tima höfðu þeir aðilar báðir átt hlut að félaginu. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur varð að hreinu launþegafélagi á því ári. Við það áttu sér stað miklar breytingar á högum þess og höfðu þær m. a. áhrif á útgáfu „Frjálsrar Verzlunar“. Með tilliti til sögulegs uppruna ritsins og þess 2 FRJÁLSverzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.