Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1958, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.02.1958, Blaðsíða 14
St. Lawrence-orkuverið mun ganga næst Grand Coulee-orkuverinu í Washington-ríki að stærð. Mikið vandamál hefur verið að samhæfa fram- kvæmdirnar við skipaskurðinn og virkjunina. Ekki má stífla fljótið, fyrr en skurðgröfurnar hafa lokið verki sínu, og þeir, sem vinna við skipaskurðinn, geta ekki breytt farvegi árinnar, fyrr en st.arfsmenn við orkuverið eru tilbúnir. Og loks má hvorugur aðilinn trufla umferðina um hinn gamla skipaskurð. Mest hafa 18.500 manns með 3.000 þunga- vinnuverkfæri unnið á sama tíma við bygginga- framkvæmdirnar. Miklar breytingar hafa orðið á landslagi við allar þessar framkvæmdir. A 16 km löngu svæði sunnan landamæranna, þar sem áður var graslendi, hafa risastórar skurðgröfur grafið skurð, sem er um það bil 150 m breiður og 8,5 m djúpur. Þetta er Long Sault-skipaskurð- urinn, en eftir honum komast skip fram hjá stíflunni við orkuverið mikla. Geysistórir skipastigar eru í byggingu, en þeir standast þó engan sarnanburð við hið risavaxna orkuver, sem er í byggingu á landamærunum (nálægt Massena, N. Y.), hvorki hvað snertir stærð né byggingarkostnað. I júní í sumar verður kornið fyrir fyrstu raf- hverflunum í orkuverinu. Verður þá einnig byrj- að að fjarlægja tvær bráðabirgðastíflur, en þær hafa gegnt því hlutverki að halda vatni frá aðalstíflunni meðan hún var í smíðum. Mun taka um sex mánuði að Ijúka því verki. Ekki er gert ráð fyrir að raforkuvinnslan verði komin í fullan gang fyrr en í desember 1959. Samtímis hefur verið unnið að öðrum fram- kvæmdum bæði ofar og neðar í ánni. Þannig hafa fjórir skipastigar verið byggðir nálægt Montreal, en Welland-skurðurinn (milli Ontario og Erie vatna) hefur verið dýpkaður og tveir kanadískir bæir færðir af svæði, sem lendir undir vatni. Auk þessa er það fleira, sem gera þarf, áður en stór hafskip geta siglt frá mynni St. Lawrence- árinnar til efri hluta vatnanna miklu og þar með alla leið til Duluth í Minnesota, en þessi vega- lengd er alls 3.800 km. Dýpka verður siglingaleiðina milli Erie og Huron vatna (nálægt bílaborginni Detroit) og eins á mörkum Michigan- og Efra-vatns, og milljónum dollara verður einnig að verja til hafnarbóta og mannvirkjagerðar í öllum hafnar- borgum við vötnin, en búizt er við að margar þeirra stækki verulega á næstu árum og ára- tugum. Hefur því jafnan verið spáð, að Chicago muni einhvern tíma verða stærri en New York, einkum vegna hinnar nýju siglingaleiðar. Bandaríkjaþing hefur samþykkt að veita 115 millj. dollara til dýpkunar á efri hlutum siglinga- leiðarinnar, og er vinna þegar hafin við þessar framkvæmdir. Áætlað er að þeim ljúki á árinu 1962. Það ár munu Bandaríkin hafa eignazt fjórðu „ströndina“, sem verður 13.280 km að lengd. Um 40 bandarískar hafnarborgir við vötnin miklu, auk margra kanadískra, eru farnar að búa sig undir hið nýja hlutverk og afla fjár til endurbóta og stækkunar á höfnum sínum. Meðfram St. Lawrence-ánni og vötnunum, bæði ICanada- og Bandaríkjamegin, ríkir mikil bjartsýni um að hinar stórkostlegu framkvæmd- ir séu upphaf að nýju og miklu framfaratíma- bili. Ástæða er til fyrir íslendinga að fylgjast með þróun þessara mála, því fljótt á litið virðist, sem St. Lawrence-skurðurinn muni færa Island nær hinum geysistóra markaði í miðríkjum Banda- ríkjanna. Flutningskostnaður frá austurströnd- inni er mikill og má ætla að hann gæti orðið töluvert lægri með íslenzkum skipum, einkum ef tækist að selja heila skipsfarma til borga við vötnin miklu. Bankastjórinn tók upp símann og aðstoðar- maður hans heyrði eftirfarandi: „Nei, nei, nei, já, nei, nei, nei.“ Að lokum bætti hann við síð- asta og ákveðnasta nei-inu og skellti á. Að- stoðarmaðurinn leit undrandi á bankastjórann og spurði: „Hvað meintir þú, þegar þú sagðir já við manninn? „Hann spurði hvort ég' heyrði til sín“. 14 FR.TÁLS VERZI.UN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.