Frjáls verslun - 01.07.1959, Side 3
Þorsteinn Jósepsson, blaðamaður:
fi'ei’ÓQfQbb
Nýlega var ég á ferðalagi hér á landi og kom þá
eins og gerist, og gengur á ýmsa veitinga- og gisti-
staði. Barst það á nokkrum stöðum í tal hvernig
aðsókn væri á þessum stöðum yfir sumarið, þ. e.
á tírna sumarleyfa og ferðalaga.
Svarið var oftast nær hið sama. Það að nokkur
aðsókn væri iitlendra ferðamanna, en þeir íslenzku
væru að mestu leyti hættir að sjást, a. m. k. í lilut-
falli við það sem áður hafi verið. Ástæðan fyrir
þessu var talin sú, að íslendingar væru hættir að
ferðast um sitt eigið land, þeir færu til útlanda í
stað þess.
Og því er nú einu sinni þannig háttað, að íáár
þjóðir hafa meiri þörf fyrir að ferðast til útlanda
heldur en einmitt Islendingar. Þeir eru afskekktir
frá öðrum þjóðuin, búa við ólík skilyrði, og landið
sjálft og náttúra þess gjörólík því sem við sjáum
þegar við komum til annarra landa. Það er vissu-
lega mikils virði og menningaratriði að komast út
fyrir landsteinana og kynnast af eigin sjón og reynd
því sem aðrar þjóðir búa við, hvort heldur það
eru ytri skilyrði eða menningarverðmæti. Á slíkri
þckkingu vöxum við og ég fagna því af lieilum
luig að íslenzkur almenningur skuli hafa efni og
möguleika — auk vilja á því að ferðast til annarra
landa.
Með þessu er samt enganveginn sagt að manni
beri að forsmá sitt eigið land né láta kynni við það
sitja á hakanum, heldur þvert á móti. Aukin þekk-
ing — sama á hvaða sviði sem er, er jafnan til
góðs og flestir læra betur að meta einkenni, sér-
kenni og verðmæti síns eigin lands eftir að liafa
öðlazt möguleika á samanburði þess við önnur lönd.
Aldrei liefur mér þótt jafn vænt um ísland og eft-
ir að hafa ferðazt til útlanda. Ilafði aldrei lært
að meta kyrrð né óravíðáttur Sprengisands og
Ódáðahrauns fyrr en ég hafði búið langdvölum í
þys erlendra stórborga, sætti mig ekki við veðra-
ham og kuldahryssing á háfjöllum hér heima fyrr
en ég var hálfkafnaður úr sumarhitum langt suður
í löndum, mat ekki lækjarnið né urðarholt fyrr en
ég hafði sumar eftir sumar gengið um sléttur og
akurlönd þar sem hvergi sá stein og hvergi spratt
lind undan bakka.
Síðan lítur Island öðruvísi út í augum mínum
og skynjan. Ég fæ mig aldrei saddan á sérkenni-
leika þess og töfrum og finnst ég gæti ferðazt um
það óendanlega oft og lengi. Mér finnst meira að
segja að Island hafa meira að bjóða, búi yfir meiri
fjölbreytni, meiri töfrum og andstæðum en flest
önnur lönd, sem ég hefi ferðazt um. Það ber margt