Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Page 5

Frjáls verslun - 01.07.1959, Page 5
til. Svipur landsins er óvenju margbrotinn, tilbreyt- ingin óendanleg, andstæðurnar miklar, litirnir marg- ir og skrautlegir og loks það, að loftið er óvenju- lega tært. Af þeim ástæðum nýtur maður fegurðar- innar betur hér heldur en í öðrum löndum, þar sem hún annars er sambærilega mikil. En hvert á þá að ferðast og hvernig á að ferð- ast? l’essari spurningu hlýtur að skjóta fram í luiga hvers þess einstaklings, sein ákveðið hefur að leggja land undir fót í fyrsta skipti tii þess að skoða Is- land. Það er ekki að ófyrirsynju að fólk spyrji, því það er engan veginn sama hvert ferðazt er, og ennþá síður hvernig maður ferðast. Ef ég ætti að gefa einhverja bendingu eða ráð- leggingu óreyndum ferðamanni myndi ég leggja honum það höfuð-heilræði að velja sér stað eða landsvæði þar sem helzt eru líkur fyrir góðu veðri. Fólk kann að brosa að slíku heilræði, og marg- ur segja að útilokað sé að fara eftir jiví, þar sem veðráttan sé hið breytilegasta fyrirbæri á íslandi og duttlungafyllsta, þannig að oft séu mörg veður suma dagana og í önnur skipti breytist það dag frá degi. Þetta er að sumu leyti satt, en engan- veginn einhlítt. Mér finnst ég hafi talsvert aðra persónulega reynslu á sumarferðalögum mínum undanfarin ár, þannig að oft gangi til ákveðinnar EKKI ER RÁÐ, NEM A í TÍMA SÉ TEKIÐ NAUST S í m a r : Gestir 17759 Skrifst. 17758

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.