Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Side 9

Frjáls verslun - 01.07.1959, Side 9
á íslandi. Við höfum ýmsum farartækjum á að skipa og hvert þeirra hefur lil síns ágætis nokkuð. Við eigum ski]>, flugvélar, hifreiðir, reiðhjól, hesta og það sem ungu kynslóðinni ætti ef til vill að vera mest um vert — tvo jafnfljóta. Ég persónulega myndi ráðleggja hverjum einum að reyna öll þessi farartæki — þó sízt reiðhjólin til langferða. Vegir á íslandi hafa enn ekki verið gerðir fyrir slík farartæki. Þess vegna er ekki hættu- laust að ferðast á reiðhjólum, en það sem verst er að hjólreiðamaðurinn verður í flestum tilfellum að vera einskonar rykgleypir — sorpílát fvrir óþrifn- aðinn sem þyrlast upp af vegunum í þurru veðri. Vissulega er gott að komast með skjótum hætti á ákvörðunarstað, eða á stað þaðan sem ferð á að hefjast, hvort sem til þess eru notuð skip, flugvél- ar eða bifreiðir. Oft skiptir það ekki máli hvort þessara farartækja er notað og jafnvel ákjósanlegt að skipta sem oftast um þau. A skipum kynnist maður strandlengju landsins hvað bezt og vissulega er hún þess virði að hún sé skoðuð. Úr flugvél fær maður allt aðra hugmynd um landið heldur en þegar ferðazt er á landi. Maður fær góða heildar- sýn yfir landið og afstöðu fjalla, byggða eða lands- hluta hvors til annars. Flug er jafnan góð kennslu- stund í landafræði ef landsýnar nýtur. Það eru raunar önnur ferðalög, jafnt á landi sem legi með ströndum fram, en þó á allt annan hátt. Eerðalög á hestum gefa þátttakandanum e. t. v. hvað mest yndi og ferðagleði. Þar samsálast ferða- maðurinn nýjum, áður ókunnum félaga og vini — þar sem hesturinn er. Samneyti við slíkan vin er andleg nautn. Hinu verður ekki neitað að ferðalög á hestum eru nokkuð bindandi, þar verður fyrst og ----------------------------------- PEYSU-SKYRTAN ,, S M A R T KESTON“ E R SPORTSKYRTAN í DAG H ERRADEILD Sími 1 2 3 4 5 Austurstræti

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.