Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.07.1959, Blaðsíða 15
legur. llitunartæki þurfa að vera af léttuslu gerð, og eldsneytið lielzt þannig að hvorki sé til mikilla þyngsla né óþrifnaðar. Dúnsvefnpokar eru æski- legir. Ef nesti er í ferðinni er áríðandi að bera ekki annað en fæðu sem hefur mikið næringargildi mið- að við þunga og helzt að hnitmiða þyngd fæðunn- er við þarfir manna og dagafjöldann, sem þarf að bera matinn. Vatnshelda kápu, létta þarf að hafa, hún getur oftast dugað lika sem tjaldbotn, nærföt og sokka til skipta, sárabindi, sárasmyrsl og plástra, þá ílát úr léttum málmi til að matast og drekka úr. Þá er upptalið það helzta, sem þarf til útilegu fyrir þá sem ekki hafa einhverjar séróskir. Bók, tafl, skriffæri eða einhver dægrastytting er æskileg í ferðalagið ef veður eða aðrar ástæður hamla úti- vist, en ekki er það nauðsynlegt. Hinsvegar er nál og endi, snærisspotti og hnífkuti í röð þess sjálf- sagða, sem til ferðalaga þarf. Eitt er það sem hver göngumaður verður vand- lega að gæta áður en lagt er af stað í íerðalag og það er fótaumbúnaður og þó einkum gönguskór. Þeir eru ótrúlega þýðingarmikið atriði í ferðum, og

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.