Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1981, Qupperneq 11

Frjáls verslun - 01.12.1981, Qupperneq 11
Jónas Jónasson til Akureyrar Um nokkurt skeiö hefur Ríkisútvarpið starfrækt upptöku- og útsendingar- stúdíó á Akureyri og hafa þeir Morgunvökumenn og umsjónarmenn þáttarins Á vettvangi verið duglegastir við að nota sér þessa að- stöðu. Fram hafa komið óskir norðanmanna um að útvarpið setti á laggirnar fréttastofu nyrðra með föst- um starfsmanni. Þaö mál var sent til meðferðar sérstakrar nefndar, sem menntamála- ráðuneytið skipaði. Nefndin hefur komizt að þeirri niður- stöðu að vinna bæri að framkvæmd málsins í sam- ræmi við óskir Norðlendinga og mun nú ákveðið að starfsmaður útvarpsins verði með fast aðsetur á Akureyri. Það er hinn kunni útvarpsmaður Jónas Jónasson. sem valinn hefur verið til að hleypa þessari starfsemi af stokkunum. Samstarfsmenn Jónasar hjá Ríkisútvarpinu segja að hann hyggist skrifa nýja bók í kyrrðinni fyrir norðan. Harpa hf. byggir við Hverfisgötuna Harpa h.f. hyggst byggja fjögurra hæöa verzlunar-, skrifstofu- og iðnaðarhús á lóðinni Hverfisgötu 105. Húsið veröur fjórar hæðir, alls 12.617 rúmmetrar. Þá ætlar Böðvar Bjarnason sf. aö byggja verkstæðishús við Höfðabakka 3, tvær hæðir og kjallara, samtals 7426 rúmmetra. Við Furu- gerði 23 hyggst Gunnar Vernharðsson, Gróðarstöð- in Grænahlíð, byggja sölu- skála úr steini og timbri. Einnig hefur Innkaup h.f. ákveðið að byggja skrif- stofuhús við Skútuvog 13, tvær hæðir, 2690 rúmmetra. sua'.'.iisiiSSi SIÍLÍSESEBCBSB Hve margir hjá útvarpinu vinna ekki? Og úr því að minnzt er á Jónas Jónasson þá rifjast upp saga af hnyttnum til- svörum hans á fundi einum, sem hann mætti á fyrir all- nokkrum mánuðum, en þar voru málefni útvarpsins meðal annars til umræðu. Menn hlógu dátt yfir svari Jónasar, er hann var spurð- ur hve margir ynnu hjá út- varpinu. — Spyrjið heldur hvursu margir hjá útvarpinu vinna ekki, svaraði Jónas að bragði. Verða mótel byggð í Kópavogi? Stefnir Helgason í inn- flutningsfyrirtækinu Fal hf í Hamraborg í Kópavogi, er þessa dagana að hugleiða byggingu mótela á höfuð- borgarsvæðinu, en sem kunnugt er, er þessháttar gistirými ekki fyrir að fara hérlendis nema í smáum stíl og langt frá borginni eins og t.d. að Flúðum í Hruna- mannahreppi. Stefnir og fé- lagar hans hafa helst auga- stað á Kópavogi í þessu sambandi og hefur helst verið talað um að fá land úr Sæbólslandi eða Voga- tungulandi. Mál þetta er enn á undirbúningsstigi og um- fang framkvæmdanna því óljóst á þessu stigi Kvennaframboð hjá krötum og Framsókn Kvennaframboð við borg- arstjórnarkosningar, sem nú er í undirbúningi, hefur komið miklu róti á hugi for- svarsmanna þeirra flokka, sem umræddur kvennalisti getur helzt reynzt skeinu- hættur. Róttækar konur á vinstri væng stjórnmálanna eru í fararbroddi við undir- búning þessa framboðs, þó að eitt og eitt nafn kvenna úr öðrum stjórnmálahreyfing- um tengist því til að milda áferðina. Forystumenn Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks hafa sérstakar áhyggjur en Alþýðubanda- lagsmenn anda léttar og telja sig eiga örugga banda- menn í borgarstjórn af væntanlegum kvennalista. Hjá Framsókn er mikil áherzla lögð á að koma saman lista meö konum í efstu sætum. Steinunn Finnbogadóttir. sem áður hefur setið í borgarstjórn fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna, mun líkleg til að skipa efsta sæti og Svala Thorlacius, lögfræðingur er einnig nefnd í því sambandi. Þá er sennilegt að Gerður Steinþörsdóttir, varaborg- arfulltrúi og Sigrún Magnúsdóttir, formaður Félags Framsóknarkvenna i Reykjavík verði ofarlega á blaði. Hjá Alþýðuflokki eru þær Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Bryndís Schram nefndar í sambandi við 1. og 2. sæti á lista.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.