Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1981, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.12.1981, Qupperneq 59
fjármyndunar og fjárfestingar en minni verðbólga og lægri nafn- vextir. Hver vill ekki að þetta séu orð að sönnu? Meiri framleiðsla eða verðbólga? Röksemdafærslan fyrir hag- stæðum áhrifum aðgerðanna stendur og fellur með því hvort skattalækkunin leiðir til aukinnar framleiöslu eöa meiri verðbólgu. Líkurnar fyrir framleiðsluaukningu eru áreiðanlega meiri í Bandaríkj- unum en í ríkjum sem háð eru miklum innflutningi. Þar myndi talsvert af aukinni eftirsþurn bein- ast að innfluttum vörum og þjón- ustu og þar með auka framleiðslu í öðrum löndum. í Bandaríkjunum er einnig hefð fyrir almennri hluta- fjáreign almennings. Síðast en ekki síst ríður á traustri stjórn efnahagsmála í þó nokkur ár, því að hvort tveggja er að það tekur tíma að auka afkastagetu og hætt er við að aukinn kaupmáttur leiði til verðhækkana og kauphækkana og þar með verðbólgu sem dragi úr framleiðsluaukningu. Er ekki ólíklegt að stjórn Reagans hafi m.a. tekið ólöglegu verkfalli flug- umferðarstjóra föstum tökum til að sýna hve ákveðin hún er í því að láta ekki spilla fyrir áhrifum að- gerðanna með óhóflegum kaup- kröfum. Þá er mikilvægt að fyrir- hugaður niðurskurður ríkisút- gjalda takist. Ella verður verulegur halli á fjárlögum, sem valda mun þenslu. Athyglisvert er að í fræði- legri útlistun fyrir þingmönnum er ekki minnst á útgjaldahliðina. Á áreiðanlega eftir að heyrast rama kvein víöa þegar seglin verða dregin saman á ýmsum sviðum fé- lagsmála og heilbrigðismála. Samkvæmt fræðunum er að öðru jöfnu unnt að auka fram- leiðslu og þar með fjölga vinnandi fólki án verðbólgu, þegar afkasta- geta er vannýtt. Á sama hátt er talið að skattalækkun leiði til verðbólgu, þegar ekki er unnt að sinna aukinni eftirspurn með meiri framleiðslu, þ.e. fleiri krónur keppa um sama magn og áöur. Þetta gildir einnig þótt í minna mæli sé þegar skattar og útgjöld eru lækkuð um sömu upphæð á fjárlögum (t.d. ef fjárlög eru halla- laus fyrir og eftir lækkun). Ástæð- an er sú að einstaklingar (og fyrir- tæki) eyða ekki öllu strax heldur spara hluta af því sem ella hefði farið í skatt og ríkið eytt strax. Peningamagn og vextir Til þess að dæmið gangi upp verður að sjá til þess að peninga- framboð verði í samræmi við framleiðslumarkmið. Því er stefnt aö því að draga úr peningamagni og reiknað með hærri veltuhraða peninga. Reyndar eru hagfræð- ingar komnir í hár saman út af því, hvort hinir háu vextir sem nú ríkja hamli gegn fjárfestingu og fram- leiðsluaukningu eða ekki. Sumum hefur jafnvel dottið í hug að fara aftur yfir á gullmyntfót, þ.e. að gulltryggja dollarann til þess að undirstrika styrkleika hans og hafa þannig áhrif á eftirvæntingar um stöðu hans í framtíðinni. Afnám hafta Ýmsir fylgismenn Reagans telja að hið oþinbera hafi á undanförn- um áratugum komið á alls konar dýru eftirliti með varningi og þjón- ustu, svo sem varðandi hollustu- hætti, mengunarvarnir og gæði. Hafi þetta valdið hinu opinbera og fyrirtækjunum kostnaðarauka, sem neytendur verða að greiða fyrir beint og óbeint. Með afnámi reglugerða á þessu sviði yrði eftir- litið fært í hendur neytenda sjálfra, sem sé heillavænlegast til lengdar. Skattvísitala Reiknaö hafði verið út að skatt- greiðslur almennings myndu auk- ast um 21% á næstu þremur árum vegna vaxandi verðbólgu, ef skattstigar voru óbreyttir. Þetta er vegna þess að Bandaríkjamenn hafa ekki beitt skattvísitölu á sama hátt og (slendingar, þ.e. að leið- rétta skattstiga, skattfrádrætti og skattafslætti fyrir verðbólgu ár- lega. Erum við á undan öðrum í þessum efnum. I sumum kennslu- bókum er rætt um þetta sem fræðilegan möguleika! Svíar t.d. fóru að beita skattvísitölu fyrir ein- ungis tveimur árum. í lokaumræðum í bandaríska þinginu var skotið inn ákvæði um að tekið skyldi tillit til verðlagsþró- unar við skattgreiðslur til ríkisins. Þetta kemur þó ekki til fram- kvæmda fyrr en 1985, þegar 25% skattalækkunin hefur runnið sitt skeiö. Hvernig fer? í því umróti sem verið hefur í heiminum síðan um 1968 hafa hagfræðingar orðið að hugsa upp á nýtt. Nú kemur allt í einu maður sem beitir gömlum aðferðum í nýj- um heimi. Árangurinn fer mikið eftir því hvort honum verður treyst til þess að standa við orö sín og gefa ekki eftir fyrir öllum þrýstihópunum. Leikir sem lærðir um allan heim bíða spenntir eftir því að sjá hvernig fer. Elsti forsetinn hefur sett höfuð sitt að veði fyrir áhrifum sem taka langan tíma að koma í Ijós.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.