Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1994, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.07.1994, Blaðsíða 42
100 STÆRSTU arða hagnaður gefur 1,3% hlutfall af veltu. Það er ámóta útkoma og Þjóð- hagsstofnun birti nýlega úr sinni könnun sem náði til afkomu og rekst- urs 786 fyrirtækja. I þeirri könnun nam hreinn hagnaður af reglulegri starfsemi fyrirtækjanna um 1,1% af tekjum þeirra árið 1993 borið saman við -0,2% árið 1992. Þar munaði mestu um bætta afkomu banka og sparisjóða á síðasta ári. MEÐALLAUN HÆKKA Víkjum þá að starfsmanna- og launamálum í fyrirtækjunum. Þar kemur athyglisverð niðurstaða í ljós. Af 100 stærstu fyrirtækjunum gáfu 79 þeirra upp meðallaun. Miðað er við meðallaun á hvert ársverk en fleiri en einn starfsmaður getur verið á bak við það ef um hlutastarf er að ræða. Samanlagður fjöldi ársverka hjá fyrirtækj- unum var 25.833 ársverk eða um 20% af vinnumar- kaðnum. MEÐALLAUN FYRIRTÆKIS 164 ÞÚSUND Á MÁNUÐI Af þeim 79 fyrirtækjum á meðal 100 stærstu, sem gáfu upp meðallaun sín, greiddi hvert þeirra að jafnaði um 1.963 þúsund í meðaUaun á síðasta ári eða um 164 þús- und krónur á mánuði og er það um 3,8% hækkun frá því síðast er hvert fyrirtæki greiddi að meðaltali um 157 þúsund á mánuði. Athugið að launatengd gjöld eru ekki innifalin í þessari upphæð. Þess skal getið að þótt svo vilji til að 79 fyrirtæki hafi einnig gefið upp meðallaun í fyrra er ekki alveg um nákvæmlega sömu fyrirtækin að ræða vegna breytinga á röðun topp-100 listans. MEÐALLAUN 26 ÞÚSUND MANNS UM147 ÞÚSUND Á MÁNUÐI Ekki fara saman greidd meðallaun hvers fyrirtækis og samanlögð með- allaun allra hinna 25.833 starfsmanna (ársverka) fyrirtækjanna. Meðallaun er mjög mishá á milli fyrirtækja. Fyrirtæki, sem greiða há laun og hafa hlutfallslega fáa starfsmenn, hífa meðaltalið upp. Meðallaun hvers starfsmanns (árs- verks) reynast í könnuninni núna um 1.750 þúsund á ári eða um 147 þúsund á mánuði. Það er hækkun um 4,3% þar sem þau voru síðast um 1.697 þúsund á ári og um 141 þúsund á mán- uði. í sérúrtaki 73 fyrirtækja á meðal 100 stærstu fyrirtækjanna, sem gefa upp meðallaun bæði árin, fæst mjög keimlík niðurstaða. Hækkun meðal- launa hvers fyrirtækis á milli ára er þó aðeins minni eða um 2,4%. ÁRSVERKUM FJÖLGAÐI 75 fyrirtæki á meðal þeirra 100 stærstu gefa um fjölda ársverka og breytingar á milli ára. Ársverkum fjölgar hjá 32 fyrirtækjum, fækkar hjá 33 og eru óbreytt hjá 10 fyrirtækjum. í heildina var fjölgunin um 125 ársverk hjá þessum 75 fyrirtækjum. Það er vísbending um að hjólin hafi snúist hraðar í atvinnuk'finu á síðasta ári mið- að við árið 1992. Afar fróðlegt er að skoða nánar þau 33 fyrirtæki af 75, sem gefa upp breytingar, á ársverkum á milli ára. I tólf þeirra, eða rúmlega þriðjungi, fóru heildarlaunin, þrátt fyrir færri starfsmenn, engu að síður upp. Með öðrum orðum; þessi fyrirtæki fækk- uðu starfsmönnum en heildarlauna- greiðslur hækkuðu. FÆRRISTARFSMENN - HÆRRI MEÐALLAUN í 27 þeirra fyrirtækja, sem fækk- uðu starfsmönnum á síðasta ári, hækkuðu meðallaun þeirra starfs- manna sem eftir voru. Það er vís- bending um að meira mæddi á þeim og að þeir hafi fengið greitt fyrir að taka á sig viðbótarverkefni. MEÐALLAUNAGREIÐSLUR 471 FYRIRTÆKIS170 ÞÚSUND Á STARFSMANN Á MÁNUÐI í fyrsta skipti í sautján ára sögu könnunar Frjálsrar verslunar eru starfsmannamál og heildar- laun allra fyrirtækja, sem taka þátt í könnuninni, skoð- uð. Að þessu sinni sendu 545 fyrirtæki upplýsingar inn til blaðsins. Af þeim gaf 471 upp meðaUaun. Niðurstaðan er að meðllaun hvers þessa 471 fyrirtækis voru um 2.036 þúsund á ári eða um 170 þús- und á mánuði. Þetta er hærri tala en þegar meðallaun 100 stærstu fyrirtækjanna voru aðeins skoðuð en þar voru þau um 164 þúsund á mánuði. Þetta gæti verið vísbending um að greidd séu hærri laun í smærri fyrirtækjum en stór- um. MEÐALLAUN 53 ÞÚSUND STARFSMANNA UM144 ÞÚSUND Á MÁNUÐI í því 471 fyrirtæki, sem gaf upp meðallaun, voru heildarlaun 91,9 milljarðar króna og starfsmenn (árs- verk) 53.249 eða um 41% af öllum vinnumarkaðnum. Með öðrum orð- um; meðallaun hvers starfsmanns í öllum þessum fyrirtækjum voru 1.725 þúsund á ári eða um 144 þúsund á mánuði. Þegar á heildina er litið gefur rekst- ur fyrirtækjanna árið 1993, sam- kvæmt könnuninni, ótvírætt vísbend- ingu um að hjól atvinnulífsins séu farin að snúast ívið hraðar — og vonandi verður þar framhald á. Víkjum þá að starfsmannamálum. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.