Alþýðublaðið - 20.07.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.07.1969, Blaðsíða 3
Þorsteinn Erlingsson. manna“ þeirra tíma, snemma greina gott mannsefni, þar sem Þorsteinn var. Sagði 'hann þessum unga og efnilega „fóstursyni" sínum ógrynnin öll af þjóð- sögum og sögnum, sem hann síðar færði í letur, og kunnar urðu undir heitinu „Þjóðsögur Þorsteins Erlingsson- ar,“ auk þess sem hann hélt að svein inum íslendingasögum og öðru slíku andlegu hollmeti. „Það er almenn skoðun, sem ekki verður hróflað við hér, að Jón hafi skilið gáfur Þorsteins Erlingssonar fyrr en aðrir menn; og þó sumir telji, að séra Hannes Stephensen á Barkarstöð- um hafi gengizt fyrir því að Þorsteinn var sendur í Lærðaskólann, byggja aðrir að hlutur Jóns að þeirri ráðstöf un hafi verið drýgri," segir Bjarni Bene- diktsson frá Hofteigi í hinni ágætu bók sinni um Þorstein Erlingsson, og enn dvpra í árirrni tekur Sigurður próf- essor Nordal í ritgerð sinni um skáldið, sem prentuð er með heildarútgáfu rita hans frá árinu 1958. er hann fullyrðir, ,.að Jón muni öðrum fyrr hafa séð, hvað í Þorsteini bjó, hvatt hann til þess að yrkia og hleypa heimdraganum." En hver var svo Jón söðli? Frásöírn séra Árna Þórarinssonar. í II. bindi af ævisögu Arna prófasts Þórarirrssonar, „í sálarháska", sem Þór- bergur Þórðarson, rithöfundur, skrásetti og út kom í Reykjavík árið 1946, er eftirfarandi kafli helgaður Jóni söðla.: „Jón söðlasmiður, eða Jón söðli, eins og hann var almennt kallaður, átti heima í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. Hann var oft á ferð í Reykjavík. Þar kynntist ég honum á skólaárum mínum og hitti hannr mjög oft síðar. Hann taldi sig vera son Sæmundar í Eyvindarholti og bví hálfbróður Tómasar prests. Þessu var al- mennt trúað, og Jón þótti sverja sig í ætt Sæmundar í útliti. Jón var meira en meðalmaður á hæð, þrekvaxinn, breiður um herðar og karlmannlegur á velli. Hann var jarphærður og bláeygur, andlitið m'k- ilúðlegt, framkoma óbrotin og látlaus. Jón átti alltaf aðgang að heldri mönnum, fór heim til þeirra óboðinn, fleygði sér upp á sóffa og rabbaði við þá. Hann kom oft til Jóns rektors Þorkelssonar og talaði við hann um sögur og fornkvæði og ferð Flosa til brennunnar. Hann var afburða- fróður í íslendingasögum. Hann gerði sér stundum ferð heim til Magnúsar Steph- ensens, landshöfðingja, til þess að vita hvernig hnakknum hans liði, en það var meistaraverk, sem Jón hafði smfðað. Jón þúaði alla höfðingja og leit á þá sem jafningja sírra: Komdu sæll. Sæll vertu, Magnús. Hann var laus við feimni ,en þó ekki dónalegur, nema ef vera skyldi, að honum hætti við að gleyma, hvar hann spýtti. Hann brúkaði munntóbak. Hann átti til að spyrja, þegar hann kom f hús eða á bæi: „Hefurðu ekki bita? Láttu mig hafa kaffi og með því.“ Hann kom gjarnan óboðinn í veizlur og settist bá frammi við dyrastaf eins og Þorsteinn matqoggur. Jón mun aldrei hafa kvænzt og aldroi fengizt við búskap, en lagði stund á söðlasmíði, að minnsta kosti framan af ævinni. Hann var stundum fenginn fil að fara í ferðir og sagnir gengu um bað að honum hafi hætt við að vera nokkuð lengi f ferðalögum. Eitthvert haust var Jón sendur suðnr í Revkiavfk með tvo hesta f taumi. Segir fátt af ferðum hans. fyrr en hann kom að Sandhólaferiu á austurleið. Þá hafði tognað fskyggilega úr reisunni hiá Jóni. enda veizla orðið einhvers staðar á vegi hans. Ferðamenn lágu við Sandhólaferiu sakir fsskriðs. þegar Jón bar að. T sama mund frétti hann af veizlu á einhverjum bæ uppi með ánni. ,,Hvað eruð bið að liggja hér?“, snvr Jón. ..Því farið bið ekki unp að Króki?" Síðan kipDti hann böggun- um upp á drógarnar og hélt udp með ánm og náði f veizluna, en hinir komust vfir á Sandhólaferju. Þegar Jón var tilbúinn að halda áfram för sinni austur yfir Þiórsá hiá Króki, var bar einnig fsrek svo mikið. að ferðamenn lágu tepptir vestan árinnar. Þá berst Jóni pati af glaðningu á einhverium bæ lengra uppi með á og segir við ferðamenn ina: „Hvers vegna farið bið ekki udd á Nautavað?" Þeir sirrntu þvf engu, en Jðn lagði af stað með lest sfna eitthvað upD eftir. Jakaburður var einnig f ánni á Nautavaði, svo að Jón komst ekki yfir heldur. Þá brevtti hann Iftið eitt um horf, tók nú stefnu upp að Stóranúpi og baðst þar gistingar. Sagt var, að hann sæti þar nokkrar vikur með hesta og farangur. Jón sagði svo síðar, að bar hefði sér liðið bezt á ævirrni. Þetta var í sláturs- tfð. Jón hafði mönnum til gamans sögu Alþýðublaðið — Helgarblað 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.