Skólavarðan - 01.11.1984, Blaðsíða 2

Skólavarðan - 01.11.1984, Blaðsíða 2
Bókasaln Menntaskólans við Sund. í haust hófu 83o nemendur nám við Menntaskólann við Sund; kennarar og starfsfólk við skólann er um 7o, svo safninu er ætlað að þ.jóna um 9oo not- endum. í árslok 1979 fékkst heimild fyrir \ stöðu bóka- varðar við skólann og var það jafnframt fyrsta bóka- varðarstaðan við almennan framhaldsskóla hér á landi sem heimild fékkst fyrir. Nú er þessi staða orðin full staða. Auk bókavarðar hafa nemendur úr skól- anum unnið á safninu að vetrinum og nemur vinna þeirra um hálfu stöðugildi. Ennfremur hefur af og til verið ráðið fólk að sumrinu til aðstoðar við að gera safnkostinn aðgengilegan notendum. Safnið hefur yfir 14o m húsnæði að ráða og er vinnuaðstaða fyrir 5o manns. Bókakosturinn er um 7.5oo bindi og um 13o tímarit berast safninu reglu- lega. Opnunartími safnsins er frá kl. 9-17 á starfs- tíma skólans. Skipulagning og uppbygging safnkosts er nú vel á veg komin. En fram að þessu hefur orka og tími bókavarðar að mestu farið í þau störf og því miður nokkuð á kostnað þjónustu við notendur og ennfremur hefur of lítill tími gefist til að hafa frumkvæði að samvinnu við kennara. Undanfarin ár hefur sá háttur verið hafður á að bókasafnið hefur verið lokað fyrstu vikuna í upp- hafi hvers skólaárs, vegna safnkynningar fyrir nem- endur í 1. bekk. Nú þegar er þessi kennsla í safn- notkun farin að skila sér í því að nemendur hafa annað viðhorf til safnsins en áður. ganga betur um það, eru betur sjálfbjarga í notkun þess og eru sér betur meðvitaðir um möguleika þess og takmarkanir. Því miður er starfsemi Bókasafns Menntaskólans við Sund mjög þröngur stakkur búinn miðað við þann notendafjölda sem því er ætlað að veita þjónustu. En óneitanlega er ánægjulegt að sjá hvað safninu 'Tffermtafltilínn < né

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.