Skólavarðan - 01.11.1984, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.11.1984, Blaðsíða 4
RÁÐSTEFNA UM MALEFNI SKÓLASAFNA. 28. sept. s.l. var haldin ráðstefna um málefni skólasafna í Reykjavík, á vegum Kennarafélags Reykja víkur, Felags skólasafnvarða og Skólavörðunnar. Fulltrúi okkar í undirbúningsnefnd var Halldóra Kristbergsdóttir, Ölduselsskóla. Ráðstefna þessi var haldin vegna komu Gunnars Jacobsen frá danska kennaraháskólanum, sem talaði um "nýjungar" í starfsemi skólasafna. Ráðstefnpstjórar voru þær Elín ólafsdóttir og Sigrdn Klara Hannesdóttir. Jónas B. Jónsson, fyrrum fræðslustjóri hélt bæði skemmtilegt og froðlegt erindi um upphaf að skóla- söfnum í Reykjavík, á fyrstu árum almennra barna- skóla og rakti síðan feril þessara safna. Fram kom í erindi Jónasar, að líklega hafi Aðalsteinn Sig- raundsson í Austurbæjarskólanum, verið fyrstur til að koma upp bekkjarbókasafni í Reykjavík. Síðan rakti Jónas þátt Borgarbókasafns í þróun skólasafna í Reykjavik og að lokum þátt Sigrdnar Klöru í stofnun Skólasafnamiðstöðvar Reykjavíkur. Mjög góður rómur var gerður að erindi Jónasar, og var skorað á hann að koma því sem fyrst á prent. Markds Qrn Antonsson, formaður fræðsluráðs Reykj víkur talaði um stefnumotun í málefnum skólasafna í borginni. Hann sagði það samhljóða álit borgarfull- trda að hlu skuli að skólasöfnum og uppbygginu þeirra, enda fer Reykjavík á undan með góðu fordæmi, þar sem Skólasafnamiðstöð er. Hulda Ásgrímsdóttir, forstöðumaður Skólasafna- miðstöðvar talaði um starfsemi hennar og rakti þróun þeirra mála. í máli hennar kom fram að frá 1973 er allt efni, sem til safnanna er keypt, miðskráð. Að loknu kaffihlói var erindi Gunnars Jacobsen. Gunnar leggur, eins og mörgum er kunnugt, megin- áherslu á að skólasafnvörður só kennari, en þannig er það í Danmörku, annars verði hann svo utanveltu í skolastarfinu, að Gunnar segir hann vera "outcast" í Danmörku skilar safnvörðurinn 22 tímum á viku á safninu og síðan 5 tíraum í almennri kennslu. Ekki er vitað hvaða kennslugrein er heppilegast að skóla-

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.