Alþýðublaðið - 07.11.1969, Blaðsíða 10
10 Alþýðublaðið 7. nóvember 1969
EFTIR FRANCES OG
RICHARD LOCKRIDGE
STÚLKANí
GULU
KÁPUNNI
voru fingraför Lorenar en reyndar mjög dauf. Það
yrði ekki erfitt fyrir verjandann að skýra, hverrrig
stæði á fingraförunum á glasinu:
Þegar maður skolar af glasi og setur það svo inn
í skáp koma á það fingraför. Afar einfalt mál.
Það væri betra ef við gætum .sannað að Loren
hafi hringt til Lathrops og beðið hann að kom’a við
hjá henrri til að sækja peningana hugsaði Stein með
sér.
Það hafði verið hringt til Lathrops um eittleytið.
Það hafði verið leitt í Ijós við ^iánari eftirgrenzlan.
Maðurinn, sem hafði svarað f símann niður í and-
dyrinu, þar serrr Lathrop bjó, hafði borið að það
hafði verið kona sem hringdi. Húrr hafði ekki sagt
til sín. Hann hafði aðeins heyrt Lathrop segja —
já, nokkrum sinnum, og að lokum — allt í lagi.
Þetta kynni að valda lögfræðingunum nokkurri um-
hugsun, en heldur ekki meira en það.
Steiir undraðist sjálfan sig.
Hvers vegna í fjandanum er ég að kvelja mig með
þessu, hugsaði hann.
Hún drap báða og flýði svo, og henni verður náð.
Hvers vegna fer ég ekki heim og fæ mér drykk.
Hann heyrði símann hringja, þegar hann var kom-
inn að dyrunum. Hann þreif húslyklana opnaði og
hljóp að sínranum. t f
Það var Saphiro.
— Sæll James, segir þú mér eitthvað nýtt?
— Það hugsa ég. Rétt eftir að þú fórst, hringdi
kjaliarameistari hr. Hartleys hingað. Hann heitir víst
Charles. Þessi Loren Hartley hafði beðið hann um að
láta okkur vita að hún væri stödd á bensínstöð við
Van Brunt torgið.
— Talaðir þú sjálfur við kjallarameistarann?
— Nei, Murphy tók á móti skilaboðunum. Ég
frétti þetta hjá honum.
Stein náði sér í sígarettu.
Undarlegt, hugsaði hann.
Fyrst flýr hún undan lögreglunni og svo hringir hún
til okkar. i
— Og hvað vildi hún fleira?
— Murphy kvaðst ekki hafa grætt mikið á því að
hlusta á stamið í kjallarameistaranum, en hann hélt
víst að Loren væri að elta einhvern.
— Álítur þú það sennilegt?
—• Ef til vill ætlar hún með þessu að beina at-
hygli okkar í aðra átt, sagði Shaphiro, — ég sendi
strax lögreglubíl á þessa bensínstöð til að rannsaka
málið. ,
— Og hvað?
— Stöðin var lokuð.
Stein kveikti í sígarettunni.
— Samt sem áður var stúlkan látin halda áfram
á þessari leið þegar lögreglan sá bílinn hennar. Halda
áfram óhindrað, sagði Stein og var ekki laust við
beiskju í röddinni.
— Ef til vill hefur hún tekið eftir að lögreglan
var að fylgjast með ferðum hennar, sagði Saphiro og
þess vegna farið í aðra átt, en ætlað að gabba okk-
ur með þessari upphringingu. Ef ég á að segja eins
og mér býr í brjósti, þá er þessi stúlka til alls vís.
Eftir samtalið blandaði Sfeín sér drykk. Hann setti
tvo ísmola í glasið og hristi það. ' ; "
Ef hún er í raun og veru að elta einhvern, þá er
það fólkið sem hefur framið tvö morð...
Annað hvort er stúlkan fífldjörf... eða hún hætt-
ir lífi sínu til að sannfæra okkur lóksins um sann-
leiksgildi orða sinna.
Og á sama augnabliki, sem Stein tók að dást að
hugrekki Lorenar lagði hann frá sér glasið, fór út úr
íbúðinni, settist inn í bílinn og ók af stað.
Ákvörðunarstaður háns var bensínstöðin við Van
Brunt-torgið og næsta umhverfi.
Vonandi er það ekki of seint, sagði hann og steig
fast á bensínið.
Loren Hartley hafði yfirgefið bensínstöðina fyrir
um það bil 20 mínútum. Þegar hún kom aftur út á
götuna sá hún Ijósgræna bílinn nokkur hundruð metra
fyrir framan sig.
Það var augsýnilegt að skötuhjúin í bílnum höfðu
fullan hug á að láta Loren fylgja sér eftir.
Nokkur andartök var Loren ákveðin í að hætta ekki
á neitt, aka aftur til bensínstöðvarinnar, bíða þar
eftir Peter eða lögreglunni. En þegar Ijósgræni bíll-
inn fór á stað með enn meiri hraða en áður byrjaði
Loren að elta hann.
Það skiptir ekki máli úr þessu, hugsaði hún.
Ég held að ég sé komin svo langt með að ráða gát-
una, að ég má bókstaflega ekki gefast upp núna.
Vegurinn var mjór og brattur.
Hann lá í bugðum upp úr dalnum, í áttina að skógi
vaxinni hæð. Við og við gat Loren eygt Hudson-fljótið
milli trjánna. Svo varð gatan enn brattari.
Hvergi gat að líta eitt einasta hús.
Fólkið, sem átti póstkassann neðst í hæðardrag.
inu hlaut að búa efst uppi.
Loren ók fyrir eina beygjuna enn.
Hún sá í endann á Ijósgræna bílnum á milli trjánna.
Það glampaði á bremsuljósin — og svo var bíllinn
I
I
I
I
I
I
I
I
I
!:
:
I
I
I
I
I
í
I
I
I
I
I
I
I
Smáauglýsingar
TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA
Látið fagmann annast vlðgerðir og viðihald á tráverJd
húseigna yðar, ásamt breytingum á nýýu og eldra
húsnæði. — Sími 41055.
VOLKSWAGENEIGENDUB!
Höfum fyrirliggjandl: Bretti — Hurðir — Vélarlok
— Geymsluloik á Voikswagen í allflestum lltum.
Skiptum á einum degi með dagsfyrirvaxa fyrir á-
kveðið verð. — Reynið viðsklptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25,
Símar 19099 og 20988.
NÝÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM
Tek að mér allar viðgerðir og klæðningar á
bólstruðum húsgögnum í heimhúsum. — Upp
lýsingar í síma 14213 kl. 12—1 og 7—8 á
kvöldin.
AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari.
PÍPULAGNIR
Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein
lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum.
Guðmundur Sigurðsson
Sími 18717
PÍPULAGNIR. — Skipti hitakerfum. Ný-
lagnir, viðgerðir, breytingar á vatnsleiðslum
og hitakerfum. Hitaveitutengingar. Þétti
heita og kalda krana. Geri við wc-kassa. —
-- Sími 71041. — Hiknar J. H. Lúthersson,
l pípulagningameistari.
if'"
f
£
r
I
É
T~
I
Jarðýtur - Traktorsgröfur
Höfum til lelgu litlar og stórar jarðýtur tmktorsgröf-
ur og bílkrana, til allra framkvæmda, Innan og utan
borgarlrmar.
Heimasímar 83882 — 33982.
Jarðvinnslan sf.
Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31980.
MATUR OG BENSlN
| allan sólarhringinn.
r VEITINGASKÁLlNNp Gelthálsl