Alþýðublaðið - 20.02.1970, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.02.1970, Blaðsíða 9
' fcöstócíagíur 20. 3fe&rúár 1970 Ungu systurnar í hvíta húsinu Kannski eru þær „gamaldags", en Julie og Tricia hafa sínar skoðanir á hlutunum og eru óhræddar við að standa fasf við þær erft nákýagrnni sm^5ur sinnar tíg 'skípulagningafgáfd^föðunns. Efvir nokkra mánuði í litlu íbúðinni komust ungiijgiiónin að .• þeirri ,nið«S%töðu,Tað^jÍpað væri □ Hvíta húsið er ekki lengur hvílt. Nei, um það leikur rós- rauður bjarmi í seinni tíð. Svo segja að minnsta kosti margir tiifinningasamir Bandaríkja- menn. Og þessi rósrauði bjarmi stafar frá dætrum Nixons, Julie og Patricju eða Triciu eins og hún er oftast kölluð. Kannski var það ekki Nixon sjálfur sem vann forsetakosningarnir, held- ur fyrst og fremsí hinar ungu og töfrandi dætur hans. Og tengda- sonurinn David Eisenhower. Þau köstuðu sér öll út í barátt- una af ofurkappi og tókst að sannfæra fjölda kjósenda um, að jafnágætur og elskulegur fjöl- skyldufaðir og Nixon hlyti sömu leiðis að geta orðið góður lands faðir. Nixon-fjölkyldan er með af- brigðum samheldin og ástrík. Þar er ekki um að ræða neitt óbrúanlegí bil milli kynslóð- anna. Mejra að segia höfðu hjón in enga löngun til að fara í silfurbrúðkaupsferð nem.a dæt- urnar kæmu með. Juiie og Tricia eru vel uppaldar og ó- spilltar, kannski dálítið gamal- dags — ,.eins gamaldags og for- setinn sjálfur'*. stóð í einhverju blaðinu. „En það er ef til vill ekki óæskilegt að fara að end- urvekja einhverjar af hinum ’fornu dygðum' sem lengi hafa verið vanmetnar og fyrirlitnar“, var bætt við. VJTLAUS í ÁSTAR.SÖGUR Það þótii geysilega rómantískt þegar Julie Njxon giftist David Eisenhower og tengdi þannig enn trausíari böndum göm.lu vin ina er tarfað höfðu saman í Hvíta húsinu sem forseti og varaforseti. Julie og David höfðu verjð leikfélagar, en þau uppgötvuðu ekki fyrr en eftir mörg ár af nánum félagsskap, að ástin var komin í spifið. •■Það var dásamlegasta stund lífs míns“, játar Julie. „Ég er vitlaus í ástarsögur — ég hef lesið sö.guna um heríogahjón- in af Windsor óíeljandi sjnn- um“. Og þegar þeim var orðið Ijóst, að þau vildu vera annað og meira ert leikfélagar og góðir vinir, gátu þau ekki hugsað sér að bíða með brúðkaupið í tvö og hálft ár þangað til' bæði hefðu lokið háskólanámi. Þau ákváðu í samráði við fjöl- skyldur sínar að halda brúð- kaupið áður en Nixon flyttist í Hvfta húsið, sv'o að ekki yrði litið á það sem auglýsingabrask, og þau giftu sig rétt fyrir jólin í stað þess að bíða þangað til eftir nýár. Brúðargjöfunum rigndi yfir þau úr öllum áttum — m. a. rúmlega 100 matreiðslubókum! Og ókjörum af postulíni og silfrj, gleri, kristal og ryðfríu stáli. Þegar þau fluttu í litlu íbúðina sem þau tóku á leigu rétt hjá háskólanum, komst ekki nærri allt fyrir þar, svo að það varð að fara í geymslu. Julie harðneitaði að taka upp eina ejnustu gjöf nema hún hefði David sér við hlið, og hún skrifaði öll þakkarkortin með eigin hendi. Hún er sjálfstæð og viljasterk ung kona og hefur .yam't skemmtilegra $ búa í Hýftá- húsinu sem vérið hafði bernskuheimili Davids. Og Julie er svo mikil „dóttir föð- urs síns“, að hún kunni betur við sig sem næst honum. Hins vegar var hún ekki eins hrifin af nálægð hinna eilífu blaða- manna og ljósmyndara sem stundum fara í taugarnar á henni. TIL SIÐASTA BLÓÐDROPA Julie gengur aldrei í pínupils- um, og hún notar snyrtivörur af hófsemi. Hún segir sjálf, að móðir sín og systir séu miklu betur að sér um tízku en hún. Ekki hugsar hún mikið um lín- urnar og matarkúra, en helzt sam.í grönn. Hún hefur mjkinn áhuga á mannkynssögu, einkum að lesa um afrek frægra merk- iskvenna, og hún fæst við Ijós- myndun og kvikmyndagefð í frístundum sínum. Hún er dug- ieg húsmóðir, og hún hefur á- kveðnar skoðanir a hlutunum. ,,Hún tilbiður föður sinn og leikur fullkomlega hlutverk hinn ar blíðu og auðsveipu dóttur þeg ar hún telur það henta honum vel frammi fyrir áhorfendum“, segir gamall kunningi hennar. „En undir niðri er hún alveg eins harðsoðin og karlinn sjálf- ur. Ást hennar til hans er þó fullkomlega einlæg og engin uppgerð eða sýndarmennska. Eindrægni Nixon-fjölskyldunn- ar er hreint og beint ótrúleg — þau myndu berjast hvert fyrir annað til síðasta blóðdropa“. ENGIN ÖFUND Julie og Tricia eru innilegar vin konur, en gerólíkar að skap- lyndi. Tricia er dul og innhverf, og skoðanir hennar eru yfirleitt íhaldssamari en systurinnar. Báðar eru þær einstakir dýra- vinir og hafa alizt upp með hóp af gæludýrum af öllu tagi í kringum sig, og það varð þeim aldrei að ágreiningsefni þótt þær ættu hundana sína og kett- ina og hvað það nú allt var saman. Þær eru lausar við öf- und og afbrýðisemi hvor í garð annarrar. » Tricia er íhugul stúlka og húgsar sig alltaf vandlega um áður en hún lætur skoðanir sín ar í ljós. Julie er opinskárri og fljótfærari. Systurnar eru báðar ferskar og aðlaðandi stúlkur, en Tricia þykir fegurri. Hún er mjög eftirsótt, og hún er kát í hópi vina sinna. „Ég hef alltaf átt marga vini“, segir hún, ,.en ég hef ekki í hyggju að flana út í hjónaband nema ég sé alaerlega viss um, að ég elski manninn“. Hún hefur gaman af íþróttum og iðkar sund, reiðmennsku og siglingar af kappi. En undir niðri er hún alvörugefin og held ur fast við skoðanir sínar. Hún hefur megna andúð á kynþátta- misrétti og sýnir hana í verki. Og hún er á móti „andmæla- faraldri unga fólksins“. Henni finnst innantóm glamuryrði bera vott um ábyrgðarleysi og lítinn þroska. ..Það er enginn vandi að andmæla og skammast út í ríkjandi fyrirkomulag“, seg ir hún. „En. fólk verður þá 'að hafa einhverja hugmvnd um hvað það vill fá í staðinn“. Bæði Julie og Tricia eru ó- hræddar við að vera „gamal- dags“. Og eins og eitt blaðið skrifaði: „Það þarf miklu meira siðferðisþrek til að vera á eftjr tímanum en á undan". — Systur iar eru ákaflega samrýmdar, þótt ólíkar séu að skaplyndi. Báðar eiga þó sc.Tíeiginlegt að hafa innilega ást ádýrnm. Hév ri;u þær með hundana sína, Julie (t. v.) með „pocdle“ og Tricia me ð „Yorkkhire terrier‘‘. ÓTTARYNGVASON héroðsdómslögrriotSur MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLfÐ 1 • SlMI 21296

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.