Alþýðublaðið - 18.07.1970, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 18.07.1970, Qupperneq 14
14 Laugardagur 18. júlí 1970 Mlm MARTINSSÚM: 2. mamma hafði sofið heima hjá ömmu í frístundum sínum á kvöldin, eftir að hún kom heim úr verksmiðjunni. — Amma átti vefstólinn — og þess vegna varð mamma að fara til henmar, en oft grét ég yfir því að mega ekkj fara með henni. Amma átti heima alla leið úti á Vilbergen fyr- ir utan Norrköping, og ég var of lítil til þess að fara þangað, enda þótt ég væri nógu stór til þess að geta ver- ið ein heima í mybkrinu. En þarna voru líka ábreiðumar, splúnkunýjar og fínar. Og svo voru einiviðarhrislur í eldstónni. Fyrir öðrum enda gangsins, sem lá eftir endilöngu húsinu niðri, var sameiginlegt eld- hús fyrir þá íbúa hússins, sem bara höfðu eitt herbergi. Þar áttu þeir að matreiða handa sér, og mamma sagði að þar væri líka hægt áð báka, ef maður vildi. Og það er bara betra, sagði hún. Þá losnar maður við að sóða allt út inni hjá sér. En þeir, sem fyrir voru á búgarðinum, höfðu þegar fyr- ir löngu lagt eldhúsið undir sig. Mamma var „ný“ og þar að auki úr verksmiðju: „fa- brikkugálur“ hétu þær, sem unnu í verksmiðju á máli hinna eðalbornu, siðlátu og skírlífu bændakvenna, — og slíkar kvinnur gátu jú gott og pent mallað matinn inni hjá sér þar sem þær sváfu. Á kommóðunni stóðu nokkrar smámyndir. Þær voru frá henni ömmu, og til hennar hafði ég kornið nokkr- um sinnum frá því ég mundi fyrst eftir mér. Ég áttj ekki nándar nærri því eins erfitt með að kalSa ^ositurmóðluh stjúpa míns ömmu mína eins og að kalla stjúpa minn pabba. Svo voru hérna líka fallegir vasar, og í þá hafði mamma látið grafa nokkrar álfagreinar með mörgum kol- svörtum könglum á. Nú, næstum því fjörutíu árum síðar, standa þessir vasar liérna á hillu í stofunni minni, og það eru í þeim álfa greinar með mörgum, kol- svörtum könglum. Hún mamma fór afar vel með allt það, sem henni tilheyrði, og það kom henni líka vel, því að hún þurfti ekki svo sjald- an að flytja allt sitt stað úr stað. Vasarnir eru þegar orðnir eitthvað á annað hundrað ára gamlir, því hún amma hafði fengið þá hjá tengda- móður sinni og þá voru þeir -alls ekki nýir. Það eru að minnsta kosti komnar fimm kynslóðir, sem átt hafa þéssa vasa, og allir hafa eigend- urnir verið bláfátækir. Og svo sat ég allan síðari hluta dagsins á rúminu mínu og litaðist um í herberginu. Hér var ailt svo gerólíkt því, sem var heima hjá móður- systur minni, sem bara hafði eitt herbergi og mikið krakka arg og gamla karla i fæði, — mest skítugir ökumenn. — Og svo var alltaf svo mikill há- vaði og ólæti úti fyrir, hesta hnegg og hófadynur á stein- lagðri götunni, vagnskrölt og alls kyns ónæði, Mamma sat líka grafkyrr. Við fórum ekkert út. Ég sat á rúminu minu, rúminu sem ég átti sjálf og enginn ann- ar, ég, sem svo öft hafði or'ð- ið að liggja á gólfinu eða sofa í rúmi með öðrum. Og nú átti mamma alltaf að vera heima, inni í stofunni, svo að nú gæti ég fengið að tala við hana hvenær sem ég hefði frá einhverju að segja, — og það var oft. Aldrei hafði ég hfað annan eins eftirmiðdag. Þetta var nefnilega í fyrsta og síðasta skiptið, sem orðin „heimili“ og „móðir“ fengu hina réttu og upprunalegu merkingu í hugskoti minu og brenndu sig svo djúpt í vitund mína, að ég mun ekkj gleyma það- an í f-rá. Við drukkum kaffi okkar hvor á móti, annarri. Við vorum hátíðlegar og töl- uðumst ekki við. Mamma hafði ekki fengið nein ný bús- áhöld. Ég minnist þess að kaffikannan var úr bhkki og kostaði tuttugu og fimm aura. Um kvöldið kom hann stjúpi minn. Manama og ég höfðum átt heimili í hálfan dag. Ég hafði frá fyrstu tíð horn í síðu hans stjúpa míns, ein- faldlega vegna þess að hann níddi&t á mömmu minni og var vondur við hana og barði hana. Og svo eignaðist hún önnur líti'l börn, sem hann átti, og þess vegna gat mér heldur ekki þótt vænt um þau. En svo þegar þau dóu, — því ekkert þeirra hfði meira en eitt áv, — þá grét ég tímunum saman, og iðráð- ist þess að mér skyldi ékki hafa þótt vænt um þau. Dag nokkurn, þegar ég var orðin níu ára, sagðj ég við mömmu: Ég man eftir því, að einu sinni sart einhver með mig í keltunni, og hún var með rauð köflótta svuntu og fékk hindber og mjólk. Hvenær var það, ma'mma? Mamma skipti litum. — Hvað segirðu? Þú getur ekki munað það. Jú, víst. Það var stórt borð og blómsturpo'ttur með gulu, stóru blómi'; þ-að var næstum því eins og tré, það var svo stórt. Og það var eldstó með sprekum í og rétt hjá henni var stólpi, til þess að hægt væri að halda sér, þegar mað- ur var að bogra við eldinn. Manstu þá ekki hver það var, sem hélt á þér? Nei, það mundi ég ekki. Það var ég. Þetta var dag- inn, sem ég sótti þig til henn- ar ömmu þiinnar. Þú varst þá bara hálfs annars árs; tréð á borðinu, sem þú manst efti'r, var gamla stofublómið henn- ar mömmu, sem frægt var í allri sókninni. En það er næstum því óhugsandi, að þú skulir muna efth' þessu. Jú, ég man víst eftir þessu, fullyrti ég ákveðin. Ég man svo greinilega eftir þessu, og VERÐUM Framh. af bls. 16 — Við höfum það líka fram- yfir stóra dýragarða erlendis, hélt Jón áfram, að við getum látið sum dýrin ganga laus. Kiðl ingarnir -hafa vakið mikla at- 'hygli, og fólk hefur verið að taka myndir af börnunum með þá í fanginu. Svo höfum við l.íka hrafnsunga lausan, og hann er mjög gæfur. Það er alltaf eitthvað verið að gera í Saedýrasafninu, nú er verið að koma upp stórri gras- flöt með gangstígum og bekkj- um, til að -hressa upp á svæðið. Og nýlega kom nýtt búr, en það er ætlað fyrir nsesta andlitið í safninu. gaupu, sem Jón er nú að reyha að fá leyfi fyrir að flytja inn. Og í gær bættist nýtt andlit í eitt af fiskakerjun- um. það er sprelllifandi sand- hverfa, sem er óalgeng hér við land en nokkuð algeng í Norð- ursjó og víðar. Það var sjómað- ur sem gaf safninu fiskinn og meira en það; hann hringdi í Jón utan af sjó til. að tilkynna þessa væntanlegu gjöf. — Sjó- mennirnir eru mjög lifandi og áhugasamir við að úivega okkur fiska, sagði Jón að lokum, enda erum við búnir að koma upp öil- um þeim fiskategundum sem al- gengastar eru hér við Iand. ÞORRI. VERÐLAUN Framhald af bls. 1. stulka, Sólveig Birna Signróar- dóttir, sem aðstoðaði okkur við að draga út vinningsliafann. og sést hún hér á myndinni ásamt fra.mkvæmdastjóra og ritst.jóra biaðsins, Þóri Sæmundssyni og Kristjáni Bersa Ólafssyni Eins bg menn muna var briðji hluti getraunarinnar fólginn í því að bæta orði, sem vantaði inn í málshátt eða orðatiltæki. Var getraunin í 18 liðum, og fara setningarnar, sem um var spurt, réttar hér á eftir: 1. Enginn verður óbarinn biskup. 2. Bylur hæst í té.mri lunnu. 3. Margur hyggur mig sig. 5. Á skal að ósi stemma. 6. Hver veit nema Eyjólfur hressist 7. Margur verður af aurum api. 8. Kemst bótt hægt fari. 9. Að taka útlieyið ofan í löðuna. 10. Margur er knár þótt liann se smar. 11. Skamma stund verður hönd höggi fegin. 12_ Að reisa sér hurðarás um öxl. 13. Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin. 14. Það -er víðar guð en í Görðum. 15. Að skella við skoílaeyrum. 16. Að í'ljóta sofandi að feigðarósi. l'?! Á skal að ósi stesnma_ 18. Allt er gott ef cndirinn er góður. VIÐEY Framhald af bls. 1. 'liann bryggju-na f-rá Stá-lvik, þar se-m hann smíðaði har-a, til Við- eyljar. Er þ-ví aðstaða til lend- in-gar ,mjc-g góð, og sagði 'ltaf- steinn að bryggjan æ-tti að standast öll veðfjr yfir sumar- tím.ann miðað við þá revnsiu sem fékkst á hana í fyrrinótt, e-n þá gekk sem kunnugt er all- hvöss s.unnanátt yfir landið Viðey er hrein paradís í góðu v-eðri á -sumrin, bar ei' hægt að finna marga góða sólbaðstaði, og eyjan er mjög falleg. Þettn er iika kiörið tækifæri fyrir Reykjavíkurbúa til að flýja s'karkala borgarinnar um stund og iafnframt horfa á hana og um-livcrfi hennar frá óvanalegu sjónarhorni, Þá imá ekki gleyma því að Viðey er sagnfræðilega merkilegur staður, og þar eru merki-.legar byggingar, Viðe.vjar s-tofan c-g Viðeyjarkirkjan. Ver- ið er að gera Viðeyjarstofuna upp, endutrnýja bana bæði utan og innan, og væntanléga verð- ur hægt að skoða þetta merki- lega hús á næs-tunni. Á veguirt Hafrteins verður í Ey.j-unni mað- ur, sem ,er öllumn hnútum kunn- ■ugur, bæði sö-gu hennar og öðru en iafnframt verður hann þar 'sem vön'ður, því Halfstei-nn legg inr mikla áherzlu á að umgengn in um Viðey verði Reykvíking- uim til sóma, loksins þegar þeim ge-fst kcst’ur ó að sjá hana öðru vísi en út um stofugluggann bjá sér. — Tökum að okkur breytingar, viðgerðir og húsbyggingar. 1 Vönduð vinna Upplýsingar í síma 18892. Áskriflarsímimi er 14900

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.