Helgarpósturinn - 17.10.1994, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 17.10.1994, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1,994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 25 hirti hestana þeirra, föt og peninga ef einhverjir voru. Að lokum komst upp um hann með þeim hætti að systkin gistu á bænum og annað systkinið var drepið en hitt slapp að því er sagan segir. Það sönnuðust á hann níu morð, en fleiri bein fund- ust, svo þjóðsagan hefur eignað honum upp undir 18 morð. Um Skotta er ekkert vitað og ailt sem um hann er skrifað er túlkað með hugarfari aldarinnar. í árbókum skrifuðum nokkru eftir hans dag var nauðgun til dæmis ekki viður- kennd nema viðkomandi kven- maður væri eign einhvers fyrir- manns vegna þess að þá var verið að misbjóða þeim manni. Ólofaðri vinnukonu, eða konu sem var gift einhverjum ræfli, var ekki nauðgað þótt hún væri tekin óviljug. En þeg- ar maður er búinn að lesa sig í gegnum rósamálið fær maður til- fmningu um einhvern flækingsræf- il sem hugsanlega geldur þess að vera illa feðraður. Hann er ragur og ræfilslegur og sætir helst lagi þegar hann kemst að einhverjum smá- stelpum einum á bæ og nauðgar þeim og rænir úr búrinu. Merkilegt nokk, þá segja dómar ekkert frá honum en að lokum fær hann straff, þá orðinn fimmtugur. Maður skyldi ætla að þetta munstur hans ætti að hafa komið honum í klandur fyrr, en það eru ekki nokkrar heimildir um það. En svo er hann með skömmu millibili hýddur, eyrnaskorinn, hýddur aft- ur og hengdur fyrir rest.“ Að stofna fyrirtæki, mergsjúga það og steypa því i gjalaþrot Að sögn skáldsins á Skotti ekki síður samsvörun í samtímanum en Björn. „Hann er bara hin hliðin. Björn hefúr hugmyndir um framkvæmd- ir en Skotti hefur engar nema að nýta augnablikið. Þetta er eins og þegar menn stofna fyrirtæki, merg- sjúga það gjörsamlega og steypa því síðan í gjaldþrot og hafa allt á ein- hverjum nöfnum þannig að þeir hafa óskaplega greiða leið til und- ankomu. Þeir eru búnir að koma sér upp heilmiklum eignum sem ekki er hægt að ganga að. Fyrirtæk- ið er laust við alla ábyrgð. Ríkið missir skatttekjur og verður auk þess að greiða launþegunum kaup- ið sitt. Þetta er náttúrlega ákveðin tegund af „Take the money and run.“ Maðurinn bara svíður og brennur allt þar sem hann er, því hann þarf aldrei að koma þangað aftur heldur fer bara eitthvað ann- að. Svoleiðis að það má segja að Skotti representeri það. Það er ekkert í þessari bók sem er ekki sannleikanum samkvæmt. I henni er ekkert sem á upptökin í kollinum á mér. Ég er bara að skrifa skýrslu. Ef fólk sem les þessa bók segir að hún sé ekki sönn þá er það búið að blinda sig eða gjörsamlega búið að múrhúða allt í kringum sig þannig að það sér ekki nokkurn skapaðan hlut.“ ■ E í/j > E 0) 'O (L Margrét Örnólfsdóttir Sykurmoli stendur fyrir Stelpurokk- smiðjunni. „Auðvitað skiptir þó mestu máli að stelpurnar hafi eitthvað að gefa sjálfar." Stelpurokk undir stjórn Möggu Mola Konur vannýtt rokkauðlind Unglist er farin í loftið þriðja árið í röð. Alltaf eykst ijölbreytnin, segja þeir sem til þekkja og aðsóknin að sama skapi. Af öllum sólarmerkjum að dæma virðist listahátíð unga fólksins, sem er á vegum Hins húss- ins í samvinnu við menntaskóla- nema, búin að slíta barnsskónum. Á síðasta ári var til að mynda aðeins boðið upp á eina listsmiðju. 1 ár hins vegar eru þrjár í gangi; leik- smiðja sem allir viija komast í enda leiklistaráhugi með ólíkindum í landinu, sem sést kannski best á söngleikjahavaríi sumarsins, rokk- textamiðja undir leiðsögn þeirra dr. Gests Guðmundssonar og KK þar sem spurt verður hvort íslenskan sé sönghæf, og stelpurokksmiðja sem Margrét Örnólfsdóttir Sykurmoli hefur frjálsar hendur með og sér um frá Á til Ö. Eins og nafnið á síð- astnefndu smiðjunni gefur til kynna er markmiðið að reyna að leiðrétta misræmið í kynjasamsetn- ingu rokkgeirans áður en kæra berst til jafnréttisráðs. Aðgangur er, eðli málsins samkvæmt, bannaður ungum drengjum á öllum aldri. Það liggur því við að spyrja hvort kvenjólk sé vannýtt rokkauðlind? „Eg held nú að stelpurnar séu að færa sig upp á skaftið. Það hafa ver- ið starfandi nokkrar kvennarokk- sveitir í seinni tíð eins og Dúkkulís- urnar, Hljómsveit Jarþrúðar og Kolrassa krókríðandi, fyrir utan Grýlurnar á sínum tíma. En ég tel að stelpur eigi erfiðara með að komast í sömu bílskúrsaðstöðu og strákar. Þær vita hreinlega ekki hvernig þær eiga að snúa sér. Þær eru örugglega margar þarna úti sem klæjar í lófana yfir að komast í rokkhljómsveit." Nú hefur þú heilmikla reynslu sjálf, Sykurmolarnir og allt það, hverju œtlarþú að miðla? „Það er nú kannski ekki hægt að kenna fólki að búa til rokk, en það er hægt að stytta fólki leið. Auðvit- að skiptir þó mestu máli að stelp- urnar hafi eitthvað að gefa sjálfar.“ Ætlið þið kannski að stofna hljóm- sveit upp úrþessu öllu saman? „Það gæti vel verið, ef það kemur eitthvað af viti út úr þessu. Hver veit nema okkur verði boðið að skemmta einhvers staðar. Sjálf hef ég nú aldrei haft áhuga á að búa til kvennahljómsveit. Það er ekki í eðli mínu að flokka fólk eftir kynjum. Mig langar bara að vinna með hæfi- leikafólki. Engu að síður finnst mér verkefnið spennandi. Persónulega hefur mér alltaf fundist skemmtilegra að vinna í blönduðum hópum. I Sykurmol- unum vorum við öll í sömu súp- unni. Molarnir voru mikil jafnrétt- ishljómsveit, þar sem allir réðu öll- um og sjálfum sér að auki. Það eru mjög margar hljómsveitir byggðar eingöngu upp á einum til tveimur persónuleikum. Ekki hefði ég áhuga á að vera í hljómsveit þar sem ég væri bara einhvers konar undirleikari." Það fer hver að verða síðastur að skrá sig í stelpurokksmiðjuna, því í kvöld verður í fyrsta sinn farið ofan í saumana á efninu sem er þó að nokkru óljóst ennþá. Haldið verður svo áfram, án litlu drengjanna, á þriðjudag og fimmtudag. Listahátíð unga fólksins stendur fram á sunnudag. ■ Við erum öll Hemmar tókst upp að því marki að myndin er þokkalegasta skemmtun. Það er einfaldlega ekki nógu mikið í hana spunnið til þess að hún sé góð. Ég sá myndina með syni mínum tíu ára. Undir eðlilegum kringum- stæðum kæmi það í hans hlut að skrifa um hana en hann baðst und- an því þar sem myndin er bönnuð innan tólf ára. Nú ætla ég ekki að kvarta undan því að hafa þurft að berja þessar línur inn en ég verð engu að síður að lýsa undrun minni yfir því að það hafi verið lögbrot að skjóta honum fram hjá dyraverðin- um í Laugarásbíó. Ef The Mask er ekki fyrir tíu ára menn, sem geta staðið af sér tveggja tíma rifrildi um hvort sé skemmtilegra fréttir eða teiknimyndir, þá veit ég ekki fyrir hverja hún er. Hann hló alla vega rosaíega og tókst fyrir einhvern dularfullan sannfæringakraft að fá að fara á hana aftur daginn eítir. Og var byrjaður að leggja grunninn af því að fara aftur á hana þriðja dag- inn þegar ég sá í gegnum hann. Og þar sem hann er íjarverandi vegna löghlýðni sinnar vil ég upp- lýsa að hann hefði gefið The Mask fimm stjörnur. Gunnar Smári Egilsson Á TALI HIÁ HKMMA GUNN RÚV ★ Góðir gestir. Þá er Hemmi kominn í loftið fertugasta árið í röð. Alltaf jafn sprækur og í svaka stuði. Fyrsti þátturinn í nýju syrpunni var þeim síðasta í þarsíðustu syrpu líkur. Það er búið að draga einhver lummó pappaspjöld með frægu fólki inn í settið en annars er allt í heimi Hemmans við það sama. Smákrakkarnir röfla, gestir klappa og Hemmi tafsar á tuggunum. Það er bannað að tala illa um Hemma — og reyndar hallærislegt líka. Yf- irnáttúruleg fyrirbæri eru hafin yfir gagnrýni og illt umtal. Það yfir- náttúrulega er að þjóðin ætlar að nenna að hanga yfir Hemma til heimsendis og Hemmi ætlar að sitja sem fastast og þusa yfir þjóð- inni sem glápir, væntanlega af því að hún hefúr ekkert skemmtilegra að gera. Litlu börnin okkar. Þau eru ynd- isleg. A tali gengur flest út á stjórn- andann. Hann spilar skák og fót- bolta við viðmælendur sína og hin þreytta týpa, Bibba á Brávallagöt- unni, sem væntanlega á að vera fastur liður í vetur, talar um bú- kinn i Hemma og kynni sín af honum. Ekki það að Hemmi sé eg- óisti •—- síður en svo! Þjóðin er bara svo lengi búin að horfa á Hemma að hún er hætt að sjá mun á sjálfri sér og’Honum. Við erum öll Hem- mar og það kæmi mér ekki á óvart ef danski dávaldurinn, Frisenette kæmi upp um vel varðveitt leynd- armál almannavarna: Það er eng- inn Hemmi, heldur er spegli stillt upp fyrir framan sjónvarpslinsurn- ar þegar Á tali hefst. Þjóðin horfir þá ekki á Hemma heldur á sjálfa sig. Iikt og þjóðin fær þá stjórn- málamenn sem hún á skilið, fær „Það yfirnátt- úrulega er að þjóðin œtlar að nenna að hanga yfir Hemma til heimsendis“ hún yfir sig þá skemmtidagskrá sem hún á skilið. Blessaður öðlingurinn. Fyrsti þáttur vetrarins hefur vanalega verið með lífsmarki en þessi var grár og gugginn. það hefði mátt ljúga að mér að þetta væri endursýning. í raun hefur þessi þáttur verið dauður í mörg ár og fýrir þrjósku verið haldið gang- andi með blóðgjöf og rafstuðum. Mánudagur 17. október 17.00 Leiðarljós Guiding Light Bandarískur framhaldsþáttur 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Þytur í laufi (3:65) 18.25 Frægðardraumar 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Flauel 19.15 Dagsljós Banjóið fundið. 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 Vinir (4:7) Breskur gamanmyndaflokkur. Furður Veraldar (1:4) Bandarískur heimiidamynda- flokkur um helstu verkfræðiaf- rek mannkynssögunnar. 22.05 Leynifélagið (5:6) Franskur myndaflokkur 23:00 Ellefufréttir, Evrópu- boltinn og dagskrárlok 17:05 Nágrannar 17:30 Vesalingarnir 17:50 Ævintýraheimur Nintendo 18:15 Táningarnir í Hæðagarði 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn Þessi einstaka melónusteina- skafa fæst nú á glæsilegu kynn- ingarverði — aðeins kr. 2.999. 19:19 19:19 20:15 Eirikur 20:40 Matreiðslumeistarinn 21:20 Neyðarlínan 21:45 Ellen 22:15 Madonna — óritskoðað 23:10 Eldur í æðum Fires Within Rómantísk spennu- mynd um kúbanska flóttamenn ÍUSA. 00:35 Dagskrárlok Þriðjudagur 18. október 17:00 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Svona lærum við um fólk að störfum (3:5) 18.30 SPK(e) 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Eldhúsið 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.35 Staupasteinn (17:26) Kunningjar okkar drekka bjór. 21.05 Leiksoppurinn (1:3) Calling the Shots 22.00 Kjaramál Umræðuþáttur á vegum frétta- stofu. 23:00 Ellefufréttir og dagskrárlok 17:05 Nágrannar 17:30 Pétur Pan 17:50 Ævintýri Villa og Tedda 18:15 Ráðagóðir krakkar 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:15 Sjónarmið Stefáns Jóns 20:40 Visasport 21:15 Barnfóstran TheNanny 21:45 Þorpslöggan 22:35 Lög og regla 23:20 Lömbin þagna (e) 01:15 Dagskrárlok Miðvikudagur 19. október 17:00 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Hattaborg 18.15 Spæjaragoggar 18.30 Völundur 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Einn-X-tveir 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir, íþróttir og veður 20.40 í sannleika sagt Ekki með Ingó og Völu heldur með Sigriði Arnardóttir og Ævari Kjartanssyni. Vá! 21.35 Nýjasta tækni og vísindi 22.00 Saltbaróninn (12:13) 23:00 Ellefufréttir 23:15 Einn-X-tveir (e) 23:30 Dagskrárlok 17:05 Nágrannar 17:30 Litla hafmeyjan 17:55 Skrifað í skýin 18:15 Visasport 18:45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19:19 19:19 20:15 Eiríkur 20:40 Melrose Place 21:35 Stjóri (The Commish II) 22:25 Lífið er list Viðtalsþáttur Bjarna Hafþórs, „eins og honum einum er lagið". 22:50 Tíska 23:15Þrumugnýr Point Break Um þjófótt brim- brettagengi og Keanu Reeves. Fin mynd. 01:15 Dagskrárlok Það er stórundarlegt að það sé ekki löngu búið að taka hann úr sam- bandi. Það væri líknarmorð. En hvað veit ég? Ekki rassgat! Talið við fólkið í landinu. Gerið símakönnun á elliheimilunum. Þar býr þakklátt fólk, eins og Hemmi myndi eflaust segja sjálfur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.