Helgarpósturinn - 17.10.1994, Blaðsíða 30
30
MORGUNPÓSTURINN SPORT
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 1994
England
Beardsley stal
sigrinum fyrir
Newcastíe
Markaregn á Ewood Park í Blackbum.
Englendingar hugleiða takmarkanir á breskum leikmönnum
Tvö efstu liðin í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu, Newcastle
og Blackburn, unnu bæði leiki sína
um helgina. Nottingham Forest er í
þriðja sæti en á leik til góða gegn
Wimbledon í dag og stig úr þeirri
viðureign kemur liðinu í annað
sætið. Everton er á botni deildar-
innar og hefur enn ekki unnið leik.
Liðið tapaði enn einum leiknum á
laugardag og í þetta skipti gegn Co-
ventry á heimavelli sínum, Stam-
ford Bridge.
Lengi vel leit út fyrir markalaust
jafntefli hjá Chrystal Palace og
Newcastle. Leikurinn var bragð-
daufur og verður vart talinn til
betri leikja umferðarinnar. Lið
Newcastle var langt frá sínu besta
og fékk Crystal Palace mun hættu-
legri færi í leiknum. Engu að síður
var það Newcastle sem hafði sigur í
leiknum með frábæru marki Peter
Beardsley aðeins 30 sekúndum
fyrir leikslok. Liðið hefur nú leikið
íjórtán leiki í röð á þessu tímabili
án þess að bíða ósigur. Blackburn
sigraði Liverpool 3:2 á heimavelli
sínum, Ewood Park. Markahrókur-
inn Robbie Fowler náði foryst-
unni fyrir Liverpool í fyrri hálfleik,
en þcir Mark Atkins og Chris Sut-
ton komu Blackburn í 2:1. John
Barnes jafnaði fyrir Liverpool en
það var síðan Sutton sem tryggði
heimaliðinu sigur, átján mínútum
fyrir leikslok. Það er óhætt að segja
að það sé farið að hitna undir Mike
Ólíkur uppruni Þessir fjórir félagar í Manchester United eru allir frá ólíkum löndum. Lengst til vinstri er
Úkraínumaðurinn Andrei Kanchelskis. Þá kemur Skotinn Brian McClair, Englendingurinn Paul Ince og síð-
astur Walesverjinn Ryan Giggs. Samkvæmt núgíldandi reglum telst Kanchelskis vera eini útlendingurinn.
„Myndi skaða enska boliann“
segirAlex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester Unrted.
Walker, stjóra Everton. Lið hans
hefur á að skipa úrvalsleikmönnum
og fáir áttu von á að þeir yrðu í
botnbaráttU;, Engu að síður hefur
liðinu vegnað afleitlega og hefur
aðeins fengið þrjú stig úr tíu viður-
eignum. A laugardag fengu þeir
Coventry i heimsókn og biðu lægri
hlut, 0:2. Dion Dublin og Roy We-
gerle skoruðu mörkin fyrir Coven-
try. Manchester United sigraði lið
West Ham með marki frá Eric
Cantona í lok fyrri hálfleiks.
Manchester City sótt QPR heim og
sigraði í leiknum þrátt fyrir að hafa
leikið tveimur leikmönnum færri
síðasta stundarfjórðunginn. Gary
Flitcroft og Paul Walsh náðu for-
ystunni fyrir gestina en Clive Wil-
son minnkaði muninn fyrir QPR.
Markvörður City, Andy Dibble,
var rekinn af leikvelli nítján mínút-
um fyrir leikslok fyrir að brjóta á
Les Ferdinand, sem var kominn
einn i gegn. Aðeins fimm mínútum
seinna fékk Richard Edghill að líta
rautt er hann fékk sína aðra áminn-
ingu. Þetta var fyrsti útisigur City á
tímabilinu. Aston Villa og Norwich
gerðu jafntefli, 1:1, og sömu úrslit
urðu í leik Leeds og Tottenham.
Teddy Sheringham náði foryst-
unni fyrir Tottenham í fyrri hálfleik
en Brian Deane jafnaði í þeim
seinni. Leicester sigraði Southamp-
ton á heimavelli sínum í miklum
markaleik. Þegar tvær mínútur
voru til leiksloka var staðan 4:1, Le-
icester í vil, en tvö mörk á lokamín-
útunni frá þeim lain Dowie og
Matthew Le Tissier löguðu stöð-
una fyrir Southampton. Á High-
bury tók Arsenal á móti Chelsea og
hafði betur. Dennis Wise kom
gestunum yfir en þeir lan Wright,
með tvö mörk, og Kevin Camp-
bell tryggðu Arsenal sigurinn.
í gærdag sigraði Sheffield Wed-
nesday síðan Ipswich með tveimur
mörkum gegn einu. ■
Forráðamenn enska knatt-
spyrnusambandsins eru að hugleiða
þann möguleika að taka upp reglur
Knattspyrnusambands Evrópu
(EUFA) um fjölda erlendra leik-
manna í hverju liði. Þetta er mikið
hitamál á Englandi þar eð welskir,
skoskir, írskir og norður írskir leik-
menn hafa hingað til ekki fallið
undir þennan flokk en það gæti nú
breyst.
Graham Kelly hjá enska knatt-
spyrnusambandinu sagði í blaða-
viðtali í gær að þessar hugmyndir
væru komnar upp á borðið hjá
sambandinu og enn væri ekkert úti-
lokað í þessum efnum.
„Við gerum það sem við getum til
að efla vöxt enskrar knattspyrnu og
enska landsliðsins. Ef þetta gerir
það að verkum að knattspyrnan
batnar, erum við fylgjandi þessu.“
En það eru ekki allir jafn hrifnir.
Alex Ferguson, framkvæmdastjóri
meistaranna í Manchester United,
sagði að þessar hugmyndir væru al-
gjörlega út í hött. „Þetta yrði gífur-
legt áfali fyrir lið eins og okkur sem
höfum verið að byggja upp ffábæra
leikmenn frá þessum svæðum. Þetta
kerfi myndi gera það að verkum að
fjölmargar frábærar stjörnur kæm-
ust ekki í fremstu röð. Hvar væri
enska knattspyrnan án manna eins
og Denis Law og George Best?“
Ferguson hefur enda næga
ástæðu til að vera áhyggjufullur. Lið
hans er sneisafullt af annað hvort
erlendum leikmönnum eða bresk-
um. Menn eins og Eric Cantona,
Peter Schmeichel, Ryan Giggs,
Mark Hughes, Brian McClair,
Dennis Irwin, Andrei Kanchelsk-
is og Roy Keane yrðu þá að falla
undir þessa reglu og aðeins mætti
nota þrjá þeirra í einu. Það gefur
auga leið að byggja þyrfti upp nýtt
lið.
Kelly sagði að málið væri enn á
umræðustigi og engar ákvarðanir
Alex Ferguson Er ekki hrifinn af
hugmyndum um að takmarka
fjölda breskra leikmanna í ensku
deildinni. Hann er enda stjóri
meistaranna sem hafa fjölda
slíkra manna innan sinna vé-
banda.
hefðu verið teknar og það yrði ekki
gert fyrr en í janúar.
• •
FJOLSKYLDUKVOLD
Á PIZZA HUT
Mánudags- og þriðjudagskvöld:
Hlaðborð með pizzum,
pasta, og salatbar.
a mann
12 ára og yngri, hálftverð.
41ut
Ert þú
með lánshæfa
hugmynd til eflingar
atvinnulífi ?
Við veitum
góðri hugmynd
brautargengi!
Við veitum fúslega nánari upplýsingar
um lán til atvinnuskapandi verkefna
í öllum greinum.
LANASJÓÐUR
VESTUR - NORÐURLANDA
RAUÐARÁRSTÍG 25 - PÓSTHÓLF 5410,125 REYKJAVÍK
SÍMI: (91) - 605400 FAX: (91) - 29044
Chns Sutton Dyrasti leik-
maður enskrar knattspyrnu
heldur enn áfram að hrella
markmennina og um helg-
ina gerði hann tvö mörk í
3:2 sigri Blackburn Rovers
á Liverpool. Sutton hefur
heldur betur fallið inn í
leiksksipulag Kenny Dagli-
esh hjá Blackburn og nálg-
ast nú óðum sæti í enska
landsliðinu.
m,