Helgarpósturinn - 12.04.1995, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 12.04.1995, Qupperneq 6
FJALLA- HJÓLIÐ & ÍSLENSKAN Hér að neðan má lesa íslensk heiti á öllum hlutum fjallahjólsins. A. SÆTIS- BÚIUAÐUR: 1. Hnakkur 2. Sætisstoð B. GÍRAKERFI: 1. Gírskiptar 2. Gírvírar 3. Gírvírabarkar 4. Framsporskiptir 5. Aftursporskiptir C. GRHUD: I.SIá 2. Stýristoð 3. Undirpípa 4. Sætispípa 5. Sætisgaffall 6. Keðjugaffall D. AFL- FÆRSLUKERFI: 1. Sveifarleguhús 2. Sveifaröxull 3. Sveifarlegur 4. Sveifar 5. Pedalar 6. Tannhjól að framan 7. Tannhjól að aftan 8. Keðja E. BREMSU- KERR: 1. Bremsuklossar 2. Bremsuarmar 3. Bremsubarkar 4. Bremsuvírar 5. Handbremsur F. STÝRI- KERFH9: Ágríp af söp hjélreiðaj áJsJajndi Spjallað við Óskar D. Ólafsson, sagnfræðing og fjallahjólafrömuð. Á íslandi hefur orðið mikil bylt- ing í notkun reiðhjóla eftir að „innreið" fjallahjólanna hófst í kringum 1988. Hjólreiðar eiga sér þó miklu lengri sögu hér; fyrsta reiðhjólið var flutt til landsins ár- ið 1890, þegar hjólreiðar höfðu tíðkast á meginlandi Evrópu í nokkra áratugi. Hjólið var fyrsti „nútíma“- farkosturinn sem þann- ig hóf að breyta samgöngum á ís- landi, en allt fram að því — og reyndar þó nokkuð fram á þessa öid — fóru þær fram með sama hætti og á miðöldum, þar sem hesturinn var alltaf „þarfasti þjónninn". Bifreiðin, eða „blikk- beljan“, var mun seinni til að öðl- ast þann sess í samgöngum lands- ins sem hún hefur nú. Óskar Dýrleifur Ólafsson lauk ný- lega við ritun prófritgerðar í sagn- fræði við Háskóla Islands, sem fjallar um sögu hjólreiða á íslandi. pósturinn fann hann að máli og bað hann að segja okkur stuttlega frá þessari merku sögu. „Fyrsta hjólið sem hjólað var á um götur Reykjavíkur var ekki bú- ið neinum gúmmídekkjum. Það var í eigu Guðmundar Finnbogason- ar faktors, en sá sem hjólaði var Knud Zimsen, þá ungur námsmað- ur og síðar borgarstjóri. Knud Zimsen átti síðan eftir að koma meira við sögu hjólreiða, en hann var aðalhvatamaðurinn að stofn- un framfarafélagsins „Hjólmanna- félags Reykjavíkur“ árið 1896. Meðlimir félagsins voru framsýnir og framfarasinnaðir frammámenn í bænum, sem sáu í hjólhestinum — eins og reiðhjólið var jafnan kallað á þeim dögum — nýtt sam- göngutæki sem framtíð væri í: það var ódýrt, hljóðlátt, auðvelt í meðförum og gaf notanda sínum tækifæri til hollrar hreyfingar. Einn þessarra manna var Guð- mundur Björnsson héraðslæknir, síðar landlæknir, sem vitjaði sjúk- linga í Hafnarfirði á reiðhjóli. Eitt helsta takmark félagsins var að vinna að framgangi hjólhestsins á íslandi. Nokkrir erlendir menn mörk- uðu spor í upphafssögu hjól- reiða á íslandi. Arið 1896 hjólaði franskur sjóliði fyrstur manna til Þingvalla frá Reykjavík. Ferðin tók hann um 7 klukkustundir — aðra leiðina. Á þessum tíma var sama sem enginn vegur á stór- um hluta leiðarinnar og að sjálf- sögðu var hjólhesturinn gíra- laus, ólíkt fjallahjólum nútímans. Smám saman þróaðist félags- starfið í kringum hjólreiðarnar; til dæmis var fyrsta hjólreiða- keppnin haldin á Landakotstúni 1898, menn tóku sig saman og mynduðu ferðafélög sem fóru í lautarferðir upp í Heiðmörk og víðar. Sífellt fleiri borgarbúar nýttu sér hjólið sem samgöngu- tæki. í upphafi voru það karlar, sem hjóluðu, en strcix um alda- mótin voru konur farnar að hjóla líka. Það var reyndar hluti af hinni nývöknuðu kvenréttinda- baráttu, að konur fengju að nýta sér hjólhestinn og ekki síst klæð- ast fatnaði, sem hentaði til hjól- reiða. Á þennan hátt áttu hjól- reiðar sinn þátt í styttingu pils- anna, sköpun buxnapilsins og því, að konum læðist að klæðast buxum ekki síður en körlum. Á tíma fyrri heimsstyrjaldar hafði hjólhesturinn náð mikilli útbreiðslu og hjólreiðamenn settu mjög svip á bæinn á árun- um milli stríða. Hjólið vann sér styrkan sess, sérstaklega í borg- arlífinu. Hjólreiðafélag Reykja- víkur var stofnað 1924, sem hélt uppi virkri starfsemi. í þessu sambandi hafði stétt sendi- sveina einnig mikið að segja. Öll helstu fyrirtæki landsins nýttu sér þjónustu þeirra. Þeir voru allir hjólandi og höfðu með sér þrjú fjölmenn stéttarfélög á tíma- bili, sem háðu af krafti kjarabar- áttu fyrir sendisveina innan ASÍ. Þetta voru hápólitísk félög — til dæmis voru hörðustu kommún- istar borgarinnar í einu sendi- sveinafélaginu. Eftir seinni heimsstyrjöld dett- Kona á reiðhjóli árið 1925 og ur svo þessi hagnýta notkun reiðhjólsins niður; vélhjól og þó fyrst og fremst bílarnir verða allsráðandi. Börn og unglingar hjóla að vísu áfram, en það upp- hefst mikil lægð í hjólamenning- unni (fullorðinna), sem helst allt fram undir 1978. Meðal annars sem afleiðing olíukreppunnar á áttunda áratugnum „uppgötva" menn reiðhjólið á ný sem skyn- samlegan farkost. 1979 eru tollar felldir niður af reiðhjólum. Það varð til þess að salan margfald- aðist á reiðhjólum. Hún náði há- marki 1981, þegar 25.000 reið- hjól seldust á einu ári. Salan dal- aði aftur eftir þetta, en þar sem ekki hefur tíðkast að gera kann- anir á högum hjólreiðamanna liggja ástæðurnar ekki svo Ijósar fyrir. Hjólreiðafélag Reykjavíkur var endurvakið árið 1980, sem jók stemmninguna fyrir aukna notkun reiðhjólsins. Síðan gerist það um 1988, að fyrstu fjallahjólin líta dagsins ljós á íslandi. Á þessum sjö ár- um, sem síðan eru Iiðin, hefur hjólreiðakúltúrinn verið í stöð- ugri sókn og notkun reiðhjólsins stóraukist. Sífellt fleiri einstak- lingar velja (fjalla-)hjólið sem hluta af lífsstíl sínum. Fjallahjól- in hafa svo til eignast markað- inn. Notkunin — og tilheyrandi verslun — einblínir nú fyrst og fremst á að komast allt, allan ársins hring: núna fást nagladekk, hanskahlífar, gore- tex föt frá hvirfli til ilja < skíðagleraugu fyrir versta veðrið. Með tilkomu fjallahjólanna og tilheyr- andi aukabúnaðar er orðið mögulegt að nota hjólið nánast allan árs- ins hring. Hópur þeirra, sem það gera, stækkar ört. íslenski fjallahjóla- klúbburinn (IFHK) var stofnaður 1989 og má nú segja að hann sé orðinn öflugasta hagsmunafélag hjólreiðamanna. Hjólreiðafélag Reykjavíkur hefur hins vegar þróast yfir í að vera eins konar íþóttafélag hjólreiðamanna. Fjallahjólaklúbburinn hefur átt drjúgan þátt í þeim umbótum sem náðst hafa í hagsmunamál- um hjólreiðamanna. Til dæmis eru borgaryfirvöld í Reykjavík byrjuð að taka meira tillit til hjól- Hjólaviðgerðir. andi umferðar, sem er stórt skref í rétta átt, þótt enn sé mik- ið verk óunnið til að fá tekið tillit til hjólreiðamanna við byggingu samgöngumannvirkja, að ekki sé minnst á þá hugarfarsbreytingu, sem íslenskir bílstjórar þyrftu að ganga í gegn um til að auka ör- yggi hjólreiðafólks í umferð- inni.“B Huad kostar „ahiöru" fiallahióV? Flestir byrjendur í fjallahjóla- dygði ekki gripur sem fengist búið 18 gíra skiptingu til að kom- um í þeim verðflokki. Þau skipta fagverslunum^ Tegundarmerl Flestir byrjendur í fjallahjóla- hugleiðingum sem hyggjast kaupa sér hjól standa fyrst frammi fyrir þeirri spurningu: Hvað kostar hjól fyrir mig, sem dugar mér til minna þarfa? „Það fer að miklu leyti eftir notkunargildi, en alvöru hjól byrj- ar á verðbilinu 25-28.000, með öðrum orðum, „aivöru hjól“ er farið að nálgast 30.000 krónur. Þar með er þó ekki átt við hjól fyr- ir mann sem ætlar að keppa á því eða leggjast í ferðalög og hjóla 10.000 km. á ári. í slíku tilfelli dygði ekki gripur sem fengist ódýrar en á u.þ.b. 60.000 kr. En það sem ber að varast er að tryggt sé að hjólið sem er verið að kaupa sé að megninu til úr létt- málmi, og sé alla vega átján gíra. Átján gíra kerfi er í raun ekkert einfaldara en 21 gíra, því þessi tvö kerfi eru að grunni til þau sömu; munurinn er eingöngu sá, að í 18 gíra kerfinu er lengra á milli tannhjólanna, sem orsakar aðeins meira slit, meiri þörf á stillingum og þar af leiðandi meiri kostnað. En auðvitað nægir hjól © gíra skiptingu 1 ast í venjulega styttri túra út fyrir borgarmalbikið. En það sem ber að varast fyrst og fremst, þegar val á hjóli í neðri verðflokknum er athugað, er eftirfarandi: Lítum fyrst á málið í sögulegu sam- hengi. Þegar fyrsta hjóla-“æðið“ varð hérna í kring um 1980 vissi almenningur afskaplega lítið um hjól - hjól var bara hjól. Þetta leiddi meðal annars til þess að söluaðilarnir fóru út í verðstríð og buðu fólki hjól í stórum stíl af lakari gæðaflokki. Þar af leiðandi entist hjólhestakostur sá, sem landsmenn fjárfestu í á þessum tíma í svo ríkum mæli, entist ekki lengi. Eftir hálfs árs notkun voru þessi hjól farin að ryðga og bila og enduðu flest í geymslum og bílskúrum þar sem þau gleymd- ust bara. ÞJÓÐIIU MISJ5T1 ÁHUG- AIUIU A HJOLREIDUM Af þessu drógu söluaðil- arnir þann lærdóm, að þegar fjallahjólin birtust og lofuðu góðu um söluhorfur á íslandi, bundust þeir samtök- um um að bjóða ekki upp á hjól undir vissum lájgmarks- gæðum. A þeim tíma trúði því enn varla nokkur, að það myndu finnast kaupendur að reið- hjólum sem kostuðu 50-60.000 kr., sem þó raunin hefur orðið á. Það sélst fjöldinn allur af fjallahjól- í þeim verðflölclci. Þau skipta raunar nokkrum þúsundum núna, sem þegar eru á götunum. Það sem ber að varast sérstak- lega núna eru hjól sem síður henta íslenskri veðráttu. Þegar farið er að flytja inn hjól með handbremsum að aftan og fram- an og stálgjörðum, þá er hætt- unni boðið heim. Hemlunarvirkn- in í rigningu er nánast engin. Það má spyrja hvaða sérfræðing í heiminum að því. Prófanir sýna, að meira að segja í löndum sem búa við mun hagstæðara (heit- ara og þurrara) loftslag, eru reið- hjól svona búin hreinlega hættu- Ieg sökum skorts á hemlunar- hæfni í bleytu. Annað mikiivægt atriði fyrir íslenskar aðstæður er að allar legur séu þéttar. Á ódýr- ustu hjólunum eru stálnöf með opnum legum, sem drulla og bleyta eiga greiðan aðgang að. Þetta ber sérstaklega að varast. Ég leyfi mér meira að segja að fullyrða, að á öllum þeim hjólum, sem boðin eru ný á undir 20.000- kallinum, að þau séu hreinlega ekki nothæf við íslenskar að- stæður. Á sólríku sumri, þar sem ekki kemur dropi úr lofti á meðan á viðrun hjólhestsins stendur, gæti slíkt hjól sloppið. En sá sem ekki varar sig á þessu, lendir í því að þurfa að borga viðgerðar- kostnað upp á 7-8000 kr. strax fyrsta árið. Fyrir utan það að all- ur búnaður hjólsins er það hrár, að hann bæði virkar ekki eins vel og á ögn dýrari hjólum og hættir til að ryðga. Það er líka munur á þeim hfól- um, sem seld eru í reiðhjóla- fagverslunum. Tegundarmerki léttmálmsblöndunnar, sem not- uð er í flest þeirra, er viss trygg- ing. Merkið er stansað í stellið. Sumir framleiðendur hafa ekki nema lítinn hluta hjólsins byggð- an úr áli, t.d. bara hnakkpípuna. Þetta sést hins vegar ef grannt er skoðað. Athuga ber, að kaupa ekki köttinn í sekknum. Þegar fólk er í hjólkaupahug- leiðingun á það ekki að hika við að spyrja að öllu sem því dettur í hug í sambandi við þetta. Hvað er í drifkerfinu, hvaða álgjarðir eru notaðar, o.s.frv. - er þetta eitthvað sem hægt er að treysta, hefur verslunin reynslu af þess- um hlutum, því álgjarðir eru líka misjafnar. Kaupandinn á að gera þá kröfu til sölumannsins að hann viti nákvæmlega hvað hann sé að selja og ekki síst að fá á hreint hvort ekki fylgi ókeypis upphersluþjónusta, því ef hún ekki er innifalin, sem ætti að vera sjálfsagt en fylgir samt ekki alltaf - bara hún kostar þá í hvert sinn 1500-1600 kr. Það er mjög vafasamur sparn- aður að kaupa hjól, sem er herslumuninum ódýrari en hjól með áreiðanlegum búnaði, því munurinn er fljótur að verða að engu í hærri rekstrarkostnaði ódýrara hjólsins, auk þess sem öryggið er nátengt gæðunum. Áð endingu má benda á til dæmis um það, hvað „alvöru hjól“ er góð fjárfesting, að eitt slíkt handa kröfuhörðum, stálp- uðum strák kostar varla meira en varadekkið í jeppann hjá pabb- ánum...“ ■ 1. Stýri 2. Stýrisstoð 3. Gaffall 4. Stýrislegur 5. Höldur G. HJÓL: 1. Dekk 2. Slanga 3. Slönguventill 4. Gjarðarhringur 5. Teinar 6. Nöf 7. Öxull

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.