Helgarpósturinn - 12.04.1995, Side 8
FJALLAHJÓL
IvllÐvl KflU ÐWG0 FW2
ÚTBÚNAÐ-
ARLISTAR
DAGSFEROIR
Fjallahjólið og nauðsyn-
legir aukahlutir
- Fjallahjól með a.m.k. 10
gírum
•Ljós að framan og aftan
•Brúsafesting
•Vatnsbrúsi sem passar í
brúsafestingu
Aðrir aukahlutir
•Bögglaberi að aftan
•Taska eða töskur sem
auðvelt er að festa á
bögglaberann
•Hnakktaska
•Táklemmur með ólum
Fatnaður
•Skór með stífan botn og
úr sterku efni
•Vind®og vatnsheldar
buxur
•Vind®og vatnsheldur
jakki
•Hanskar eða grifflur
með grip í lófanum
•Ullarvettlingar
•Vettlingahlífar
•Hjálmur
•Nærbolur
•Treyja eða skyrta
•Nærbuxur, stuttar eða
síðar
•Buxur, síðar og stuttar
•Sokkar
•Þunn lambhúshetta eða
eyrnaband
Æskilegur búnaður
•Matur
•Léttur skyndihjálparbún-
aður
•Hitabrúsi
•Áttaviti
•Kort af ferðasvæði
•Hnífur
•Vír
•Snæri
•Sólvörn
Nauðsynleg verkfæri
•Pumpa
•Bætur
•Dekkjaþvingur
•Keðjuþvinga
Æskileg verkfæri
•Sexkantar, 2-6 mm
•Fastir lyklar 8 og 10
mm og aðrir sem passa
fyrir hjólið
•Flatt skrúfjárn
•Stjörnuskrúfjárn
•Vírklippur
•Keðjuhaldari
•Keðjuolía
Æskilegir varahlutir
•Slanga
•Bremsuvír
•Gírvír
•Bremsupúðar
•Boltar og rær sem passa
2-3DAGA
Ýmis búnaður
•Tjald
•Tjalddýna
•Svefnpoki
•Prímus
•Eldfæri
•Pottar og pönnur
•Matur
•Hnífur
•Mataráhöld
•Vatnsbrúsi sem passar i
festingar
•Hitabrúsi
•Áttaviti
•Kort af ferðasvæði
•Vír
•Snæri
•Nál og tvinni
•Sólvörn
•Léttur skyndihjálparbún-
aður
•Ennisljós
•Merkjabyssa
•Ferðaútvarp
Marinó Freyr Sigurjonsson i hjolreiðakeppm i Heiðmórk.
Keppnishjólreiðar á íslandi
Kannsld verðum
m
kanrodá
við getum engu
umpaðspáðS
fyrr ena
Marinó Freyr Sigurjónsson pumpaður um keppnishjólreiðar.
Hvenœr byrjuðu menn að œfa
hjðlkappreiðar á íslandi?
„Það hefur verið svona upp úr
1980. Síðan fjallahjólin komu
hafa verið haldnar nokkrar
keppnir, sem fyrst voru skipu-
lagðar af íslenska fjallahjóla-
klúbbnum (ÍFHK) og Erninum.
Keppnishald er nú komið að
mestu á könnu Hjólreiðafélags
Reykjavíkur — það var talin
ástæða til að halda skipulagn-
ingu keppna og ferðalaga aðskil-
inni. Nú fara á hverju sumri fram
nokkrar keppnir í fjallahjólreið-
um. Það eru 30-40 manns sem
taka þátt í þeim, svo þetta er
töluverður fjöldi orðinn, sem
keppir.“
Æfa menn stíft?
„Ég held ég megi fullyrða, að
hér sé mjög góður efniviður til
staðar í hjólreiðum. En það er
erfitt að æfa eitthvað af viti
hérna á íslandi - sumrin eru það
stutt. Á veturna verðum við að
láta okkur nægja að æfa okkur
inni á þar til gerðu æfingatæki,
sem er eiginlega bara sérstakur
standur fyrir götuhjól, sem þú
situr þá á og æfir jóig. Núna er
reyndar stórt verkefni í gangi í
götuhjólreiðunum. í júní næst-
komandi fara Smáþjóðaleikarnir
fram í Lúxemburg. Nú ætla ís-
lendingar í fyrsta sinn að senda
landslið í hjólreiðakeppnina þar.
Þetta verður fyrsta „alvöru“-
hjólreiðakeppnin sem íslending-
ar eiga opinbera fulltrúa sína í.
Það verður fjögurra manna lið
sem fer.“
Eru það sömu menn, sem æfa
fyrir keppnir í fjalla- og götuhjól-
reiðum?
„Já, þetta eru allt sömu menn.
Þeir eru jafnvígir á hvort
tveggja."
En hver er munurinn á þessum
tveimur keppnisgreinum?
„í fjallahjólreiðunum er það
fyrst og fremst tækni og þol sem
á reynir. Tæknin sem maður þarf
að kunna til að keppa á götuhjóli
er minni; aftur á móti eru farnar
lengri vegalengdir á götuhjólun-
um.
Ef menn vilja stefna á að taka
þátt í keppni eins og Tour de
France eða Giro d’Italia, hvað
þurfamenn þá að gera? Hefur ein-
hver Íslendingur reynt það?
„Það er náttúrlega draumur
sérhvers metnaðarfulls kapp-
hjólreiðamanns að komast í
keppni eins og Tour de France,
en það er ansi fjarlægur draum-
ur. Það eru bara atvinnumenn
sem komast í svona keppnir. Sá
íslendingur sem ég held ég geti
fullyrt að hafi náð lengst okkar er
Pálmar Kristmundsson, sem æfði
lengi í Danmörku. Hann þjálfaði
okkur hérna síðasta sumar. í
Danmörku er kapphjólreiða-
mönnum skipt í klassa, einhvers
konar deildir, eftir styrkleika: A,
B, C og byrjendur. Pálmar komst
upp í B-klassann, en til þess að
geta gerst atvinnumaður og þar
með komast í lið sem keppir í To-
ur de France þarf maður að hafa
náð toppklassa sem áhugamaður
fyrst. Það var því langur vegur
eftir.“
En hvar standa íslenskir kapp-
hjólreiðamenn í alþjóðlegum
samanburði?
„Við vitum það ekki. Keppnin á
smáþjóðaleikunum í sumar verð-
ur fyrsta tækifærið til að komast
að raun um það. Kannski verðum
við síðastir, kannski fremstir, við
getum engu um það spáð fyrr en
á reynir. Nokkrir okkar hafa að
vísu prófað að taka þátt í áhuga-
mannakeppnum í Danmörku til
dæmis og keppt þá í C-klassan-
um. Þeir sem hafa reynt það hafa
verið svona eitthvað fyrir ofan
miðju. Einar Jóhannsson hefur
náð verðlaunasæti — hann getur
talist sterkasti hjólreiðamaður
okkar í dag.“
En hvernig gengur að fjár-
magna keppnishjðlreiðar hér á ís-
landi? Fást styrktaraðilar auðveld-
lega?
„Það hefur gengið bærilega.
Samkeppnin milli innflytjend-
anna hjálpar okkur náttúrlega til
þess.“
Að lokum: Hvað eru margir að
æfa fyrir landsliðið sem œtlar til
Lúxemborgar? Ert þú þar á með-
al?
„Það eru alla vega 6 manns að
æfa fyrir þetta núna. Ingþór
Hrafnkelsson til dæmis, sem hefur
til þess betri aðstöðu í Noregi,
þar sem hann er við nám. Hvort
ég er að æfa mig fyrir þetta veit
ég ekki. Kannski. Við sjáum til.“ ■
íslenski fjallahjólaklúbburinn
*áwmm w m
- r, i m i m y
íhnad
Kynning á starfsemi klúbbsins
og spjall við formann hans.
íslenski fjallahjólaklúbburinn
var stofnaður í Þjóðgarðinum í
Skaftafelli 5. júlí 1989, einu ári
eftir að fjallahjól voru orðið fáan-
leg hér í almennum reiðhjóla-
verslunum. Upphaflega heyrðist
ekki mikið frá klúbbnum og má
segja að aðallega hafi aðeins
borið á honum í gestabókum
þeirra svæða sem Magnús Bergs-
son og Gísli Haraldsson, frum-
kvöðlarnir að stofun klúbbsins,
fóru um á fjallahjólaferðum sín-
um um landið. Merki klúbbsins
var nú komið á stimpla og notað
af þeim félögum líkt og hundur
merkir sér stað: „Hér kom ég“.
Þetta varð til þess að ýmsir fóru
að taka eftir stimplinum og sýna
því áhuga að ganga í klúbbinn.
Ekki var það algengt að íslend-
ingar hjóluðu um landið á þess-
um tíma, og lentu þeir fáu, sem
það gerðu, oft í spaugilegum
uppákomum, eins og þegar
menn voru afgreiddir á erlendu
tungumáli á tjaldsvæðum eða í
verslunum.
Stórt vandamál klúbbsins við
að koma málefnum sínum á
framfæri á þessum tíma, var að
almenningur var sokkinn í bull-
andi einkabílavæðingu eftir
„þjóðarsáttar“-lækkun tolla á bíl-
um árið 1986. Ekki auðveldaði
þetta ástand baráttu klúbbmeð-
lima fyrir því að bæta stöðu reið-
hjólsins í umferðinni gagnvart
bílnum.
Það gerðist síðan þann 27. apr-
íl 1991, að boðað var til almenns
fundar, þar sem línur voru lagð-
ar í starfsemi klúbbsins. Fólk var
kosið í nefndir og klúbbnum
skipt í ferðadeild, sem sér um
ferðamál, keppniskeild,
sem sér um
keppnishald, og umhverfisdeild,
sem sér um umhverfis- og skipu-
lagsmál. Þegar hér var komið
sögu, voru klúbbfélagar um 100
talsins. Síðan þá hefur þeim
fjölgað hægt og sígandi, eftir því
sem starfsemin hefur aukist.
Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR)
sér nú um starfsemi keppnis-
deildarinnar. HFR er nú aðili að
ÍBR og vinnur að því að efla hjól-
reiðar sem íþrótt, bæði innan
götu- og fjallahjólagreinarinnar.
FERÐA- OG
UMHVERFISMAL
Þar sem keppnishald er nú að-
allega á könnu HFR beinist nú-
verandi starfsemi ÍFHK í ríkari
mæli að ferða- og umhverfismál-
um. Fyrsta þriðjudag hvers mán-
aðar eru haldnir félagsfundir í
Þróttheimum með myndasýning-
um, námskeiðum og almennu
spjalli. Gefið er út fréttabréfið
„Hjólhesturinn" nokkrum sinn-
um á ári, þar sem hægt er að
finna fræðsluefni, ferðasögur og
fréttir. Núverandi félagafjöldi er
rúmlega 300 manns. Meginhluti
starfseminnar fer auðvitað fram
á sumrin, með ýmsum uppákom-
um og ferðum sem flestir geta
tekið þátt í — jafnvel þeir sem
ekki eiga fjallahjól. Vetrarmán-
uðirnir eru vel nýttir til að viða
að sér efni um um-
hverfis- og skipu-
lagsmál í þágu
hjólreiðamanna
og koma því til
skila til opin-
berra aðila.
ÍFHK er í sam-
-+