Helgarpósturinn - 12.04.1995, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 12.04.1995, Qupperneq 9
ógnað af bílum nánast á hverjum einasta degi. Það er til dæmis mjög algengt, að stöðvunarlínur við gatnamót séu við gangbraut, en bílarnir fara alveg upp að gatnamótunum og stansa iðu- lega ofan á gangbrautinni. Sama sagan er þar sem umferðarljós eru bæði við og handan við gatnamót, þar aka bílarnir fram fyrir fyrstu ljósin, alveg að gatna- mótunum, þannig að bílstjórarn- ir sjá ekki ljósin sem eru við gatnamótin heldur eingöngu ljósin andspænis. Það nægir þeim, en þeir setja með þessu öryggi hjólandi og gangandi veg- farenda í stórhættu. Það hefur að vísu ýmislegt gerst á síðustu tveimur árum eða svo til batnað- ar fyrir aðstöðu hjólreiðamanna í Reykjavík, en enn er langt í land til að vel sé. Stórbót er til dæmis að lagningu stígs alla Ieið fyrir flugvöllinn og með ströndinni. Nú er hægt að velja um tvær til þrjár leiðir ofan úr Breiðholti og Árbæ, en Grafarvoginn vantar ennþá hjólreiðavegartengingu við miðbæinn. Lagning hans er orðin mjög brýnt verkefni. Nú stendur til að setja brú á Kringlumýrarbrautina og verð- ur þar með mögulegt að ferðast á reiðhjóli alla leið frá Seltjarn- arnesi upp í Heiðmörk án þess að neyðast til að fara um hættuleg gatnamót. Enn vant- ar stíga suður í Hafnarfjörð, en það stendur víst líka til bóta. Barátta okkar fyrir bættri aðstöðu tii hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu virð- ist því vera að skila ein- hverjum árangri núna.“ ■ ■ Póstfang klúbbsins er: íslenski fjallahjólaklúbburinn, Pósthólf 5193, 125 Reykjavík. Sími/Fax: 562 0099. Hjólieiðar reyna á Kýólið Þó að Mongoose fjallahjólin komi frá Kaliforníu hafa þau þegar sannað ágæti sitt við ís- lenskar aðstæður. Þau komust jafn áreynslulaust yfir Vatnajökul og þau renna lipurt niður Bankastræti dag hvern. Með því að eiga hjól slærð þú tvær flugur í einu höggi. Hjólreiðar gefa mjög góða alhliða líkamsþjálfun, jafnvel þótt hjólað sé eingöngu styttri vegalengdir, eins og til og frá vinnu. Auk þess veita hjólin fjölskyldu þinni ótal tækifæri til hressandi og uppbyggilegrar útiveru. Við hjá GÁP rekum stóra verslun ásamt fullkomnasta reiðhjólaverkstæði landsins og höld- um reglulega námskeið í viðhaldi og meðferð fjallahjóla. Við erum þekktir fyrir sveigjan- leika og iipurð í þjónustu. Okkar stefna er að verðið á hjólinu sé aldrei stærsta hindrun hjólreiðamannsins. varist fiallahjólalíkingar Kynntu þér málið. GA? PERFORMANCE BICYCLE8 ^ G. Á. Pétursson hf. Fjallahjólabúðin, Nútíðinni, Faxafeni 14, sími 68 55 80 m FJALLAHJOL EKKI B A R A Tll FJALLA ATBURÐA- ALMANAK ÍFHK1995 14.-17. apríl Óvissuferð um suðvestur- horn landsins, reynt að þefa upp vorilm. 1. maí Tökum þátt í hátíðarhöldum - dagsins og fylkjum liði á hjólum niður I bæ. 2. maí Myndasýning og almennar umræður í Þróttheimum kl. 20.00. 21. maí Hjólreiðadagurinn. Allir I há- tíðarskapi, hjólandi niður í Laugardal. 27. maí Brandur og byrjendurnir.Létt ferð um nágrenni Reykjavík- ur. 2. - 5. júní Hvítasunnuferð í Skorradal. Tjaldferð. 6, júní Myndasýning og námskeið í ferðamennsku á hjólum í Þróttheimum. 11. júní Brandur og byrjendurnir. Létt ferð niður að Reykjavík- urhöfn. 16.-18. júní Hjólað til Þingvalla og geng- ið þar á fjöll þann 17. júní. Tjaldferð. 23.- 25. júní Hjólað í miðnætursól um nágrenni Akureyrar. 30. júní - 2. júlí Skarðsheiðarferð. Hjóla- ganga á Skessuhorn. Tjald- ferð. 4. júli Myndasýning og almennar umræður í Þróttheimum kl. 20.00 7, - 9. júií Hagavatnsferð. Gist í tjaldi eða skála. 14. -16. júlí Hjólað um nágrenni Egils- staða. 23. júlí Brandur og byrjendurnir. Hjólað um nágrenni Reykja- víkur. 28. - 30. júlí Fjallahjólamót í Skorradal. Gist í tjaldi eða skála. I. ágúst Myndasýning og almennar umræður í Þróttheimum kl. 20.00. 4. - 7. ágúst Svaðilför víðs fjarri bílaum- ferð og skarkala helgarinn- ar. 18.- 20. ágúst Hlöðuvallaferð. Hálendisferð I nágrenni Reykjavíkur. Skálaferð. 27. ágúst Brandur og byrjendurnir. Hjólað um nágrenni Reykja- víkur. 5. sept. Myndasýning og almennar umræður í Þróttheimum kl. 20.00. 8, -10. sept. Fjallabaksferð. Hjólað frá Landmannalaugum um Krakatindsleið. Skálaf. 15. -17. sept. Óvissuferð. Reynt að slíta hár úr hala sumarsins sem er að kveðja. 22. -24. sept. Haustlitaferð út í óvissuna. Tækifæri Ijósmyndafíkla. 3. okt. Myndasýning og almennar umræður í Þróttheimum kl. 20.00. 20.-22. okt. Óvissuferð. 7. nóv. Aðalfundur. II. nóv. Uppskeruhátíð 1995. Klúbbmeðlimir eta ok drekka og verr glaðirr. 5. des. Myndasýning og almennar umræður í Þróttheimum kl. 20.00. 22. des. Sólstöðuhátíð. Fögnum rís- andi sól og horfum glað- beitt fram á nýtt hjólaár.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.