Helgarpósturinn - 27.04.1995, Side 9

Helgarpósturinn - 27.04.1995, Side 9
FIMM'TWDWGUJR*2'7 I ij4u; AUGLÝSING CONWAY CRUSIER-innréttingin svíkur engan. CONWAY CRUSIER - mest selda fellihýsið síðastliðin þrjú ár. Combi Camb Family-fjölskylda nýtur náttúrufegurðarinnar í Ásbyrgi. ur. Það er vafalaust ein af ástæðunum fyrir vinsældum Combi Camp-vagnanna, að óþarft er að hæla tjaldið á þeim niður; þar af leiðandi er hægt að reisa Combi Camp-tjald svo til alls staðar — niðri á strönd, uppi við jökul eða þess vegna á malbiki, ef þess gerist þörf. Is- landerinn hefur það aftur á móti fram yfir Combi Campinn, að fortjaldið fylgir á honum, en þarf að kaupa sérstaklega á danska tjaldvagninn. Víkjum nú sögunni að felli- hýsunum. Mest selda fellihýsið á íslandi undanfarin þrjú ár (1992, 1993, 1994) er CONWAY CRUISER. Það er 4-6 manna fellihýsi, byggt á öflugum, gal- vaníseruðum heilgrindarundir- vagni, sem er prýddur sjálf- stæðri fjöðrun, sjálfvirkum hemlum og 13“ hjólbörðum. Conway Cruiser þykir henta ís- lenskum aðstæðum sérlega vel, þar sem hann er í fyrsta lagi byggður á traustum undirvagni með góða fjöðrun, og í öðru lagi vegna þess, að hann er með mjúkum toppi, sem gerir það af verkum, að hýsið er mjög auð- velt í uppsetningu og tekur á sig minni vind, en ef toppurinn væri harður. Fellihýsi eru milli- stig milli tjaldvagna og hjól- hýsa. Fellihýsi hafa upp á mun meiri þægindi að bjóða heldur en tjaldvagnar. Einkum á þetta við um Conway Cruiser, sem býður upp á sérstaklega smekk- legar innréttingar og ríkulegan búnað miðað við verð. Þessu fellihýsi fylgir eftirfarandi stað- albúnaður; Tvö tveggja manna svefnrými með dýnum, eldhús með vaski og rafmagnsdælu, tveggja hellna gaseldavél með grilli, hitaþolið plast á borðum, borðkrókur sem breyta má í tveggja manna rúm, rúmgóðir viðarskápar og skúffur, geymslurými undir sófum, gluggatjöíd, teppi á gólfum, spegill, nefhjól, varadekk, yfir- breiðsla, stoðlappir og geymslukassi á beisli. Listaverð á Conway Cruiser er 575.700 kr. stgr. Cruiser á sér lítið eitt minni bróður að nafni Country- man, sem býður fjórum persón- um upp á sambærileg jrægindi og lýst er hér að ofan. Country- man kostar 535.485 kr. stgr. Enn er þó ónefnt flaggskip Conway, sem er Conway CARD- INAL. Þetta íburðarmesta felli- hýsi Conway-flotans er búið enn glæsilegri innréttingu en minni bræðurnir og hörðum toppi. Verðið á Conway Cardin- al er 755.630 kr. stgr. NÝJuniGini Títan hf. hefur nú, fyrst allra fyrirtækja í Evrópu, hafið inn- flutning á bandarísku fellihýs- unum frá JAYCO, sem er sam- starfsaðili bresku CONWAY- verksmiðjanna (Conway-vagn- arnir eru framleiddir eftir einkaleyfum frá Jayco). Nú þegar er um breitt úrval JAYCO-fellihýsa að ræða: Þrjár grunn- línur og margar stærðir, fyrir fjórar til níu manneskjur. Öllum gerðum JAYCO-felli- hýsanna er sameiginlegt, að þau eru byggð á öflugum heil- grindarundirvagni með sjálf- stæða fjöðrun, sjálfvirkum vökvahemlum og 12“ hjólbörð- um. Þau eru með hörðum toppi og lokuðum lyftubúnaði, þ.e.a.s. lyftubúnaðurinn, sem hýsið er opnað með, er lokaður inni undir byrði hýsisins, þar sem hvorki veður og vindar né óhreinindi frá vegum og/eða vegleysum getur komist að búnaðinum. Grunngerðin heitir „EAGLE“ og býðst í þremur mismunandi lengdarútfærslum: 8, 10 og 12 feta. Boðið er upp á ýmsa mis- munandi valkosti við skipulag innra rýmisins, sem ætti að svara þörfum hvers og eins. Staðalbúnaðurinn, sem fylgir öllum EAGLE-fellihýsum, er eft- irfarandi: Tvö tveggja manna svefnrými með 4“ þykkum dýn- um, eldhús með vaski og vatns- dælu, 2-3 hellna gaseldavél sem nota má úti, kælibox, hita- þolið plast á borðum, borð- krókur sem breyta má í tveggja manna rúm, rúmgóðir skápar og skúffur, geymslurými undir sófum, gluggatjöld, dúkur á gólfum, nefhjól, og síðast en ekki síst varadekk með fest- ingu. Verðið á EAGLE er á milli 524.575 kr. og 653.490 kr. stgr. Næsta þægindaflokki fyrir of- an EAGLE er JAY, sem fylgir að auki því sem að ofan er talið: Fram- og afturhlutar ytra byrð- isins er rúnnaðra og rennilegra en á EAGLE, mótað úr ABS- plasti, auk þess fylgja miðstöð með thermostati og þriggja hellna gaseldavél. Setu- og bak- púðarnir á sætunum við borð- krókinn eru klæddir vynilefni á bakhliðinni, sem getur reynst afskaplega hentugt, þegar mað- ur vill til dæmis bregða sér inn til að fá sér kaffi, klæddur í veiðigallann. Þá er þægilegt að þurfa ekki að klæða sig úr til að hlífa áklæðinu: maður snýr bara púðunum við, sest og þurrkar svo bleytuna og óhreinindin af á eftir. JAYCO JAY fæst í þremur iengdarútfærslum, 10, 12 og 14 feta. Þær kosta á bilinu 652.145 kr. og 828.540 kr. stgr. Toppútgáfan af JAYCO-felli- hýsunum er svokölluð „DE- SIGNER- SERIES“, sem fæst í tveimur útfærslum, önnur heit- ir KING 6, 13 feta, og hin CARD- INAL, 15 feta. í þeim er að finna öll hugsanleg þægindi fyrir ferðalagið: Auk alls áður uppta- lins búnaðar býr KING 6 yfir 65 lítra vatnstanki, innbyggðu raf- kerfi með 110 volta inntaki o.fl. CARDINAL skartar þar að auki rafknúnum lyftubúnaði, heitu og köldu vatni með rafmagns- vatnsdælu, salerni og sturtu, rafgeymi, sólskyggni, og öllum innréttingum úr gegnheilli eik. CARDINAL er eina hýsið sem búið er tveimur öxlum og renn- ur þar af leiðandi á fjórum hjól- börðum af stærðinni 20,5- 8,0x10“. Þess má geta, að JAYCO KING 6 fellihýsi er nú einn aðalvinn- ingurinn í Bingó/Lottó á Stöð 2. Útbúið eins ríkulega og CARD- INAL kostar Bingó/Lottóvinn- ings-fellihýsið um l.lOO.þús. kr., en grunngerð KING 6 kostar 970.670 kr. stgr. Flaggskipið CARDINAL kostar 1.365.685 kr., sem er vissulega dágóð summa, en fyrir þessa peningá fást hámarksþægíndi, sem enginn verður svikinn af. ■ Nokkrir punktar um öryqqið Ad hverju ber ad huga þegar tengi- vagn er dreginn? Tjaldvagnar, fellihýsi og hjólhýsi eru allt saman vissar gerðir tengivagna, sem öllum er sameiginlegt að vera tengdir aftan í bíla með dráttarkúlu með dráttartengi, sem grípur yfir þessa kúlu. Þetta er ákaflega traustur búnaður — að því gefnu, að kúlan og tengið séu af sömu stærð. Það hefur valdið vandræðum, jafnvel óhöppum, að nota 50 mm tengi (Evrópustaðall) á 48 mm kúlu (Ameríkustað- all). Þessir 2 millimetrar, sem þarna ber á milli, gera gæfumuninn. Þess vegna er mikilvægt að gæta þess, að kúla og tengi séu af sömu stærð. Til allrar hamingju er Evrópustað- allinn orðinn alls ráðandi hér á landi, en enn eru þó til Ameríkustaðals-kúlur. Það ber því að ganga úr skugga um þetta atriði, áð- ur en lengra er haldið. Öryggistengi, sem trygg- ir að tengivagninn losni ekki algerlega frá, þó að kúlutengingin bregðist, er algerlega nauðsynlegur viðbótarbúnaður. Þetta er keðja eða stálvír, sem fest- ur er við vagninn og krækt er í dráttarbeisli bílsins. Rétt lengd á þessu örygg- istengi miðast við að það togi ekki í þó vagninn iendi þvers á bílinn. Því er ekki ætlað að draga eða toga, aðeins að halda vagninum aftan við drátt- arbílinn, ef illa fer fyrir tengibúnaðinum sjálfum. Fleiri mikilvæg atriði varðandi öryggisútbúnað tengivagna felast í tilskild- um hemla-, ljósa-, endur- varps- og aur- /steinkast- svarnarbúnaði. Miklu skiptir, að farið sé eftir fyrirmælum framleið- anda bílsins um það, hve mikinn þunga hann megi hafa J eftirdragi, annars vegar á tengivagni með hemlum og hins vegar án hemla. í þessu sambandi getur munurinn verið allt að hálfu tonni fyrir venju- legan fólksbíl. Hemlunar- geta aukahlassins hefur úrslitaþýðingu, miklu fremur er eiginleg toggeta dráttarbílsins. Það er fyrst og fremst hemlunargetan sem setur því skorður, hve þungan drátt er for- svaranlegt að hengja aftan í venjulega bifreið. Þessar upplýsingar standa að jafnaði í handbók viðkom- andi bifreiðar eða fást hjá umboðsaðila hennar hér- lendis. Tengivagn án tilskilins ljósabúnaðar er beinlínis hættulegur. Skylt er að hafa vagninn með aftur- ljósum, bremsuljósum og stefnuljósum, auk þess sem glitaugu (hvít að framan, rauð að aftan) þykja ekki síður mikilvæg. Aurbretti yfir hjólunum eru bráðnauðsynlegur búnaður; þau hamla grjót- og aurkasti frá hjólum vagnsins. En til þess að fyrirbyggja allar afleiðing- ar slíks kasts frá hjólum bílsins sjálfs er líka nauð- synlegt að byrgja það þar frá. Það vill henda, ef þennan búnað vantar, að grjót spýtist undan hjól- um bílsins, skjótist í ytra byrði tengivagnsins og endurkastist þaðan í dráttarbílinn og valdi hon- um skemmdum. Þetta er hægt að hindra með aur- brettum aftan við hjól bif- reiðarinnar og/eða með mjúku lagi utan á það byrði tengivagnsins, sem að bílnum snýr — þá end- urkastast grjótið ekki lengur í bílinn, heldur fell- ur skaðlaust niður. Með ofantalin atriði í heiðri höfð má forðast flest þau vandamál, sem upp kunna að koma í sam- bandi við öryggi og um- ferðarhæfni tengivagna í akstri á íslandi. Að lokum ber einungis að minna alla ökumenn á að fara ávallt gætilega í þjóðvegaum- ferðinni; sérstaklega krefst malarvegaakstur margháttaðrar aðgæslu. Sem dæmi má nefna hina varasömu lausamöi, sem mörgum hefur reynst ærið viðsjárverð, ekki síst ef tengivagn er með í för. Með aðgát og yfirvegun forðumst við slys. Góða ferð. ■

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.