Helgarpósturinn - 27.04.1995, Page 16

Helgarpósturinn - 27.04.1995, Page 16
\ ^ \ X V &FIMM-TODHBCimnF A lífsleiðinni lendum við oft í aðstæðum sem eru okkur algjörlega framandi en krefjast þess að við bregðumst við þeim á réttan hátt. Nokkrir sérfræðingar í því að leysa vandann á einstökum sviðum leggja iesendum hér lið. Hvemig fer madur ad því að fara á fætur klukkan sex á hverjum morgni? Leifur Hauksson, morgunhani á Rás 2: „Þetta er ekki vandamál fyrir fólk sem á ung börn því það er i með sjálfvirkar vekjaraklukkur sem ekki þarf að trekkja upp. i Annars gildir eftirfarandi: Vekjaraklukka, svart kaffi og að ] hreyfa sig hratt. Það er mín aðferð og hún hefur gengið upp í | tæp sjö ár. En mér var einu sinni kennt það ráð að ef maður i væri hægur til og augun þung ætti maður að smeygja vísi- fingri undir augnlokin og strjúka yfir sjáöldrin. Sjálfum myndi mér aldrei detta í hug að nota það ráð.“ ■ Jón Baldvin Hannibalsson, MÆLSKASTUR PÓLITÍKUSA: \ „Mér sýnist að vinsælasta aðferðin hjá \]j stjórnmálamönnum sem kæra sig ekki um að x svara spurningu sé að svara því sem þeir halda \ að viðmælandinn vilji heyra og geti sætt sig við. Sumir sem gera þetta að list eða tómstundastarfi sýnast einatt ákaflega hissa á umræðuefninu. Þeir gæta þess ennfremur að svar þeirra styggi engan og sé mátulega skoðanalaust. Þetta heitir að vera landsföðurlegur. í Gamla testamentinu er kennt að heimilisfaðirinn sé strangur þannig að það er nútímahugmynd, trúlega byggð á misskilningi, að landsföðurveldið eigi að vera milt og helst náttúrulaust." ■ mmmtmmmmmmmmmmmmmm Edda Björgvinsdóttir leikkona: „í leikhúsinu hefur verið höfð í hávegum hin gamla, góða, j|| klassíska páfagauksaðferð. Maður endurtekur hverja línu í sí- / fellu og þegar línurnar eru orðnar óþægilega margar þá er Jgájj óhætt að sleppa framan af romsunni því upphafið er orðið ^Pl límt inn í heilabúið. Öðru hvoru staldrar maður svo við og fer ý■. J með alla romsuna. Menn veigra sér oft við að nota þessa að- ferð og reyna frekar að finna ýmsar ástæður til að læra texta á einhvern allt annan hátt, bíða til dæmis eftir að textinn sí- ist inn í höfuðið. Sú bið er yfirleitt árangurslaus. Páfagauksaðferðin er að vísu leiðinleg en það er hægt að læra eftir henni á mjög ^ stuttum tíma, bæði í leikhúsi og ■ heima. Hún er einnig fín leikfimi fyr- W ir heilann." ■ Hrafn Jökulsson, ráðagóður ritstjóri: „Það er mjög einfalt: Með því að vinna mest sjálfur, með verðskulduðu skjalli til þeirra sem maður vill fá í vinnu og með því að láta fólk sjálft fá þá hug- mynd að vinna fyrir mann. Hið síðastnefnda er \ vitaskuld mesta kúnstin en þegar það tekst þá finnst fólki að það hafi sjálft og að eigin frum- kvæði fengið þá snjallræðishugmynd að koma til manns í vinnu. Aðferðin við að halda fólki í ; vinnu er sú að vera ekki með strangan höfundarrétt á góðum hugmyndum sínum heldur leyfa fólki að halda að það hafi átt þær því fólki þykir vænst um hugdettur sem það telur sínar eigin, finnst þær snjallastar og er tilbúið að Íeggja ýmislegt á sig til að þær komist í framkvæmd.“ ■ Heiðar Jónsson, ^ snyrtilegastur karlmanna: E?1 „Það eru vitaskuld til margs konar aðferðir. Sú sem gildir á flestum kúltúrstöðum og er líklega sú áhrifaríkasta ^felst í því að bjóða konunni eitthvað; út að borða, í leikhús, á bar og svo framvegis. Þetta kunna fæstir ísienskir karlmenn og það er til marks um skrælingjahátt okkar að þegar konu er boðið j eitthvað þá er litið svo á að búið sé að borga fyrir næturgreið- ann. Þetta viðhorf gerir íslenskum karlmönnum óhægt að nálg- ast fagra konu. íslenska reglan er að drekka sig blindfullan og áreita blessaða konuna kynferðislega. Ég er samt ekki að tala gegn kynferðis- legri áreitni því kynferðisleg áreitni sem stunduð er á réttan hátt er af hinu góða. Það sér hver maður að kona sem er aldrei áreitt kynferðis- lega hlýtur að vera grautfúl." ■ í Steinn Ármann Magnússon, J GRÍNARI AF GUÐS NÁÐ: 'Æ „Til að segja brandara sem er fynd- á inn þá þurfa menn að gera sterkan f greinarmun á því hvað eru aðalatriði og PT aukaatriði. Ef menn gera sér grein fyrir & því þá klúðra þeir varla brandaranum. ; En mönnum hættir oft til að fara út í l' málalengingar og um leið er voðinn vís. £ Þá þreytist hlustandinn og fer að hugsa um eitthvað annað. Ef sá sem segir brand- arann Eiríkur Jónsson, hörkuspyrill á Stöð 2: „Lykilatriðið er að spyrja einu sinni, stara síðan á við- 11 komandi og þegja. í flestum tilvikum dugar það. Annað ráð 1 er að spyrja margra spurninga í einu á eftir upphafsspurn- ingunni. Það ruglar viðmælandann og hann svarar venju- V lega einhverri spurninganna. Þá segir maður að maður ^ hafi ekki verið að spyrja þessarar spurningar og kemur aftur með upphaflegu spurninguna. Þriðja MW aðferðin er að koma manninum á óvart með því að taka óvenju sterkt til orða. í staðinn fyrir að spyrja: W „Hvers vegna viltu fara í stjórn með Sjálfstæðisflokkn- um?“ spyr maður: „Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?“ Þegar þannig er spurt hitnar mönnum í hamsi og þá eru þeir mjög líklegir til að svara. Það er líka aðferð að hafa spurninguna svo Æk vitlausa að hún gangi fram af viðmælandanum. Þá slys- / #1 ast hann kannski til að svara henni.“B er mjög hæfileikaríkur þá er ekki i verra að hann leiki atburðarásina að hluta 1J til, en ef hann hefur ekki mikla hæfileika til þess þá ætti hann að sleppa því. Það á aldrei að segja brandara sem manni þykir ekki sjálf- , um fyndinn því maður verður vitaskuld að trúa á það sem maður er að gera. Annars vil ég vara leikmenn við því að segja brandara í miklum mæli, heldur láta okkur fagmennina um það.“ ■

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.