Helgarpósturinn - 08.05.1995, Side 8

Helgarpósturinn - 08.05.1995, Side 8
FRETTIR Ivl'A'N (!) ÐWGiy R*8 Lögfræöingurinn Haraldur Jónasson, formaður Félags íslenskra hugvitsmanna fáránlegar hugmyndir Brotnaði a baðum on hannaði Dað með dyrum •„Hugvitsmenn hafa verið álitnir geggjaðir eða í besta falli sérvitringar," segir Haraldur Jónasson, formaður Félags íslenskra hugvitsmanna. „Við vilj- um breyta þessari ímynd og koma íslensku hugviti á framfæri þannig að það sé til gagnsemi fyrir þjóðfé- lagið. Hingað til hafa þó ekki margir sýnt því áhuga nema þá einstaka heiðursmenn." Haraldur, sem er lög- fræðingur að mennt, seg- ir að brýn nauðsyn kalli oft á bestu hugmyndirn- ar, en hann vinnur nú að því að þróa hugmynd sem hann fékk þegar hann brotnaði á báðum öxlum og vantaði þá til- finnanlega baðkar sem hann gæti notað þrátt fyr- ir þessa fötlun. „Það eru ekki til nema rándýr sjúkraböð til að mæta þessu, sem er skrítið mið- að við hvað margir eiga í þessum erfiðleikum, bæði aldraðir, slasaðir, hreyfihamlaðir og offitu- sjúklingar," segir Harald- ur. Hann ákvað að bæta úr þörfinni og hannaði baðkar með dyrum sem viðkomandi gengur inn í og lokar á eftir sér. Það hljóta að fylgja því ýmis óþægindi að þurfa að sitja í baðinu bæði meðan rennur í það og eins þeg- ar rennur niður úr því aft- ur, en Haraldur segir að það mál sé hægt að leysa með því að víkka frá- rennslis- og aðrennslis- lagnir. „Svo getur maður bara setið með hand- klæði yfir öxlunum og beðið eftir að baðið fyll- ist.“ En það er ýmislegt ann- c„Hugvitsmenn eru ekki geggjaðir sérvitringar.“ að á prjónunum hjá Har- aldi, tií dæmis varnar- vopn. „Ég er að hanna vopn sem drepur ekki, heldur stuggar hættunni burt, og fórnarlambið getur mætt til vinnu dag- inn eftir eins og ekkert hafi í skorist. Það er at- hyglisvert að í löndum eins og Bandaríkjunum, þar sem byssueign er jafnmikil og raun ber vitni og aðallega hugsuð til sjálfsvarnar, er ekkert vopn aðgengilegt fyrir al- menning nema það sem drepur. Þetta gæti verið öryggistæki fyrir þá sem finnst þeir ofsóttir eða minni máttar án þess að það hefði ömurlegar af- Íeiðingar eins og manns- lát í för með sér.“ Að lok- um sagði Haraldur að snjöllustu hugmyndirnar væru oftast sáraeinfaldar og jafnvel hlægilega aug- ljósar í fyrstu. Þegar slíkt kæmi upp þá vissi hug- vitsmaðurinn að hann væri dottinn niður á eitt- hvað gott.B Höskuldur Höskuldsson með minnsta geisladisk sem komiö hefur út hér- lendis. Þvermálið er aðeins 7,5 sm. hljómsveitum þegar vel liggur á mér en er ekki með neina stjörnudrauma.“B •„Það er alltaf gaman að vera fyrstur í einhverju," segir Höskuld- ur Höskuldsson, kynningarfulltrúi hjá Spori. Nýverið gaf hann út fyrstu smáskífuna sem kemur út í formi geisladisks á íslandi. „Ég fékk þessa flugu í höfuðið og gerði diskinn í tilefni af þrí- tugsafmælinu mínu 20 apríl. Eg er að toppa þá poppara sem gáfu út 25 ára afmælisplöt- ur á síðasta ári,“ segir Höskuld- ur, en tekur fram að hann sé bara að grínast svo hann særi nú engan af goðsagnapoppurum þjóðarinnar á. Á diskinum syngur Höskuldur lagið Lóa litla á Brú, sem Haukur Morthens gerði ódauðlegt á sín- um tíma, en upprunalega er lag- ið komið frá Elvis Presley og hét Why Don’t You Wear Ring Aro- und Your Neck í ensku útgáf- unni. Lagið er einnig í „instru- mental" gerð á diski Höskuldar og getur því hver sem er spreytt sig á að syngja það, en Máni Svavarsson endurútsetti lagið. Aðspurður um hvort eigi að fylgja skífunni eftir með ein- hverjum hætti segir Höskuldur að svo sé ekki. „Ég ætla að hætta á toppnum. Þetta er fyrst og fremst til gam- ans gert og húmorinn er í þessu frá A til Ö. Ég hef tekið lagið með en þeir hafa orðið uppvísir að svipuðum árásum áður. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið er víst ósköp iítið hægt að gera í málinu," segir hún. „Manni finnst voðalega skrítið, þegar börn gera svona, að foreldrarnir skuli ekki ráða betur við þau. Maður hugsar bara með hryllingi til þess hvernig þetta gæti orðið þegar þeir verða unglingar. Þetta hefur haft þau áhrif á mig að ég er miklu hræddari um strákinn. Ef hann er eitthvað lengur úti en hann segist ætla að vera þá hef ég meiri áhyggjur af honum en áður.“ Þuríður segir erfitt að benda á einhverja ákveðna lausn í mál- um af þessu tagi en telur æski- legt að opinberir aðilar grípi inn í og sendi viðkomandi ofbeidis- seggi til sálfræðingsH sönnuð í málinu. „Það eru tveir drengir grunað- ir um að hafa verið hér að verki Guðjón Þór Magnússon 9 ára og Þuríður Pét- ursdóttur móðir hans. Tveir drengir réðust á Guðjón og börðu hann með spýtu með þeim atleiðingum að hann handleggsbrotnaði og hlaut heilahristing. •„Eg missti eina tönn, en það var allt í lagi því það var barna- tönn. Nokkrar aðrar tennur losnuðu en núna eru þær orðnar fastar aftur," segir Guöjón Þór Magnússon, 9 ára. í marsmánuði réöust tveir drengir á hann og börðu með spýtu fyrir utan versl- unarmiðstöðina í Hólagarði í Breiðholti með þeim afleiðingum að hann hann hlaut ýmiskonar áverka og heilahristing. „Vinstri handleggurinn brotn- aði, en núna er ég laus úr gifsinu og bara með teygjubindi,” segir Guðjón, en hann var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. „Ég veit ekki hverjir strákarnir eru sem réðust á mig en ég held að þeir eigi heima í Fellunum. Ég hef ekki séð þá aftur og hræðist ekkert að vera einn úti á daginn en passa mig á að vera kominn heim snemma á kvöldin.“ Aðdragandinn að árásinni var sá að Guðjón átti leið í Hólagarð í Breiðholti, þar sem hann hitti tvo pilta sem hann hafði aldrei séð áður. Eftir stutt orðaskipti fóru þeir að rífast og annar piltanna tók upp spýtu og barði Guðjón með henni. Hann lagði á flótta en piltamir eltu hann og létu höggin dynja á honum. Guðjóni tókst við illan leik að komast inn á mynd- bandaleigu og lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þuríður Pétursdóttir, móðir Guðjóns, kærði árásina, en henni er ekki kunnugt um að sekt hafi verið c „Manni finnst voðalega skrítið, þegar börn gera svona, að foreldrarn- ir skuli ekki ráða betur við þau. Maður hugsar bara með hryllingi til þess hvernig þetta gæti orðið þegar þeir verða unglingar.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.