Helgarpósturinn - 08.05.1995, Síða 16
ÍÞRÓTTIR
M rA' N 0 BWG UJ R*8
Hugur i Gri
Mikii eftirvænting er''í
Grindavík vegna íslands-
niótsins í fótbolta, en
Grindavík á í fyrsta sinn
lið í fyrstu deild. Talsverð
bjartsýni ríkir uni að lið-
inu gangi vel í keppninni.
Stuðningur bæjarbúa er
mikill og segja heima-
menn að Luka Kostic þjálf-
ari sé ekki bara að gera
góða hluti með liðið,
heldur hafi honum einnig
tekist að virkja bæjarbúa
til mikils stuðnings.
Luka ætlar ekki að spila
með í sumar. Þó er reikn-
að ineð að hann leiki ef
Luka Kostic
mikið iiggur við eða ef
leikmenn verða óheppnir
með meiðsii eða leik-
bönn.B
Langt Éan dryldðan hólst
• Félagslið hérlendis hafa lengi tíökaö að selja áfengi í einni eða
annarri mynd á kappleikjum sínum. Það skýtur því nokkuð
skökku við að menn innan íþróttahreyfingarinnar skuli vera að
býsnast yfir bjórsöluleyfinu á HM.
Ef til vill hefðu forystumenn
íþróttahreyfingarinnar átt að
taka fyrr á þessum málum, því
mörg íþróttafélög hafa náð sér í
aukapening með sölu á áfengum
drykkjum á kappleikjum. Dæmi
um þetta er þegar stuðnings-
mannaklúbbar koma saman fyrir
ieik og í hálfleik í félagsheimilun-
um, þar sem menn geta fengið
sér styrkjandi drykki og styrkt
félagið í leiðinni. íþróttafélög
sem selt hafa áfengi á kappleikj-
um eru til dæmis Valur, KR, ÍBV
og Breiðablik.
Ellert B. Schram, formaður ÍSÍ,
sagði aðspurður í samtali við
Póstinn að sér væri kunnugt um
að að áfengi hefði verið veitt til-
teknum lokuðum hópum í
tengslum við leiki, en að hann
vissi ekki til að áfengi væri selt
almennum áhorfendum. Ellert
sagði það skoðun sína og ISÍ að
allar áfengisveitingar í tengslum
við íþróttaleiki væru óviðeig-
andi.É
EllertB.
Schram
vissi af
klíku-
drykkj-
unni.
Sampras
KLÁR í SLAGINN
Hinn frábœrí tennisleik-
arí Pete Sampras er nú
óðum að ná sér eftir
ökklameiðsl og hefur til-
kynnt þátttöku í opna
þýska meistaramótinu
sem hefst í nœstu viku.
Sampras œtlar að kom-
ast í leikœfingu fyrir
opna franska meistara-
mótið sem hefst síðar í
mánuðinum. Nú erþví
orðið Ijóst að á mótinu í
Þýskalandi verða níu af
tíu stigaefstu tennisleik-
urum heims á meðal
þátttakendaM
RUGLAR ALLT
Fœra þarftvo leiki til á
komandi íslandsmóti í
knattspymu vegna þátt-
töku ÍBK í Toto-keppn-
inni. Leikirnir sem verða
fœrðir eru leikur Fram
og Keflavíkur, sem vera
átti 25.júní en verður
23.júlí, ogleikur Leift-
urs og Keflavíkur, sem
vera átti 16. júlí en verð-
ur leikinn 9. ágúst. And-
stœðingar Keflavíkur-
liðsins í Toto-keppninni
verða frá Austurríki,
Skotlandi og Frakk-
landiM
Ovíst um framtIo Helga hjá
Stuttgart.
Helgi úr gifsi
Helgi Sigurðsson, knatt-
spymumaður hjá Stuttg-
art, er að ná sér eftir
fótbrot. Hann er kominn
úr gifsi og á að geta ver-
ið farinn acI hlaupa eftir
tíu daga. Þjálfaraskipti
hafa orðið hjá félaginu
og óvíst um framtíð
Helga hjá þvíM
Rfitur Rarklftu fiinhvern tíma leitt lift
sitt til sigurs?
•Spennan í NBA-deildinni fer sívaxandi. Hver leikur sem leikinn
er táknar að styttri bið er í úrslitin sjálf og allir vilja sjá sína menn
og sín lið í úrslitunum. Líklega vilja flestir þó sjá Charles Barkl-
ey leika til úrslita með liði sínu Phoenix Suns. Fyrir tveimur árum
tapaði Suns fyrir Chicago í mjög skemmtilegum úrslitaleikjum
og margir bjuggust við liðinu tvíefldu; en meiðsli og almennt
áhugaleysi hafði þau áhrif að liðið náði ekki að komast í úrslitin.
Nú er hins vegar stóra spurningin hvort Charles Barkley nái að
næla sér í titil í vor, því flestir líta svo á að þetta sé hans síðasta
tækifæri.
Barkley kom inn í deildina ár-
ið 1984 og þótti þá ekki líklegur
til stórafreka enda lítill og þybb-
inn miðað við flesta aðra leik-
menn (192 sm og 130 kg). Raun-
in hefur hins vegar orðið sú að í
dag er hann einn besti leikmað-
ur deildarinnar og enginn efast
um hæfileika hans inni á vellin-
um. í gegnum tíðina hafa menn
þó gagnrýnt hann fyrir hegðan
hans utan leikvallar og spurt
þeirrar spurningar hvort hann
hafi þann persónuleika sem
nauðsynlegur er til að leiða lið
til sigurs. Þegar hann var í Phila-
delphia átti hann erfitt með að
sætta sig við slæmt gengi liðsins
og varð því algjör pest fyrir fé-
laga sína og forráðamenn liðs-
ins. Þegar honum var loksins
skipt til Phoenix tók ferill hans
fjörkipp og síðan þá hefur hann
náð sínum besta árangri.
Barkley er hraðlyginn og mik-
ill spaugfugl og fátt elskar hann
jafnmikið og að ljúga að blaða-
mönnum. Hann hefur það t.d.
fyrir reglu að ljúga um meiðsli
sín og segir alltaf að þau séu
mun alvarlegri en raunin er. Svo
að segja í hvert skipti sem hann
^missir úr leik vegna meiðsla
Barkley að segja dómara frá skoðunum sínum.
Erfið bakmeiðsli hafa háð Barkley.
Sjálfur segist hann vera betri í
golfi en körfubolta.
tekst honum að ljúga að ein-
hverjum blaðamanni að hann
þurfi að fara í uppskurð og ferill
hans sé á enda. Hann er einnig
gjarn á að vera óvarkár í orðum
þannig að oft skapast hin mestu
hneyksli vegna ummæla hans.
Eitt sinn sagði hann við blaða-
menn í Fíladelfíu: „Þetta var
svona leikur sem gerir það að
verkum að maður vill fara beint
heim og lemja konuna sína.“ Allt
varð vitlaust og þúsundir bréfa
bárust frá konum og kvenrétt-
indasamtökum. í vetur reyndi
franskur fréttamaður að ná tali
af Barkley eftir leik og Barkley
sagði yfir allan salinn: „Hver
fjandinn, það er nógu slæmt að
þeir skuli vera farnir að hleypa
kvenfólki hingað inn, nú hleypa
þeir inn útlendingum. Hvað
kemur næst?“ í vetur var hann
spurður hvort það skipti hann
miklu máli að vinna meistaratit-
ilinn nú í vor. Barkley svaraði:
„Ef við erum nógu góðir, þá
vinnum við. Ef við erum það
ekki, þá vinnum við ekki. Þetta
verður allt í lagi á hvorn veginn
sem er. Heimurinn verður ekki
betri staður og það leysir engin
vandamál [ef við vinnum]. Ég
held að sólin rísi aftur. Ekki
spurning; ég verð annaðhvort
fullur í allt sumar af fögnuði eða
fullur allt sumarið til að drekkja
sorgunum." Eins og skiljanlegt
er falla svona staðhæfingar ekki
vel að þeirri ímynd sem foreldr-
ar vilja að börnin taki sér til fyr-
irmyndar, enda hefur Barkley
alla tíð verið ötull við að lýsa
andúð sinni á hetjudýrkun.
Hann skilur ekkert í því að ungir
krakkar líti meira upp til karla
sem geta troðið flott og skorað
þriggja-stiga körfur en foreldra
sinna sem leggja hart að sér við
vinnu allan daginn.
Eitt af því sem Barkley hefur
um nokkurt skeið strítt blaða-
mönnum með er að hann ætli að
bjóða sig fram sem fylkisstjóri
Alabama. Þegar hann var spurð-
ur hvað hann ætlaði að gera
sem fylkisstjóri svaraði hann:
„Bara — æ leyfðu mér að vera í
friði. Ekki neyða mig til að hugsa
í dag.“
Eins og sést er Barkley langt
frá því að vera venjulegur
íþróttamaður. Hann segir það
sem hann hugsar og gerir
óspart grín af trúgirninni í fólki.
Það eru þó ekki bara yfirlýsing-
ar hans við blaðamenn sem hafa
valdið fjaðrafoki. Hann hefur oft-
ar en nokkur annar leikmaður
verið rekinn af velli (22 sinnum)
og fengið flestar tæknivillur sem
leikmaður hefur fengið í sögu
deildarinnar (223 í byrjun síð-
asta tímabils). Barkley hefur
lent í slagsmálum á skemmti-
stöðum og var í hitteðfyrra
kærður fyrir að nefbrjóta mann
á krá í Miiwaukee. Maðurinn
vildi komast að því hvort Barkl-
ey væri eins harður og hann gef-
ur sig út fyrir að vera og komst
að raun um hið sanna.
Fiestir eru þó sammála um að
gott sé að vera með Barkley í liði.
Hann á það til að vera með læti
þegar illa gengur en þegar liðið
hefur meðbyr eru fáir betri að
ýta undir hann en Sir Charles.ÉJ