Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 5
IFIMMT-BBWGUIFWq1 GRILL Er það kariahkitverk að 5 i m í (ri a* fyrir firaman grillið? f Nú njóta ) \ þeir sín! ) ^Hrátt kjöt?| ^ Grillkjöt! j ^ 7 m -íxi. Ásþór Ragnarsson, sálfræðing- ur í Borgarnesi, er kunnur fyrir sérfræðiþekkingu á hlutverki karla í samfélaginu. Við báðum Ásþór að svara spurningunni, hvort það að grilla væri karla- hlutverk og ef svo væri, hvaða ástæður kynnu að liggja fyrir því. Og: Hvaða áhrif hefur úti- grillið haft á fjölskyldulífið? „Það þarf ekki miklar kannanir til að komast að raun um það, að það eru karlarnir, sem sjá um að stjórna eldamennskunni þegar grillað er úti. Nærtækasta sál- fræðilega skýringin á þessu er sú að í fyrsta lagi dragi opni eld- urinn karlinn til sín; eldur er tákn hættu og það hefur ætíð verið hlutverk fjölskylduföður- ins að beita sér þar sem fjöl- skyldunni kann að stafa hætta. Hættulaus rafmagnseldavél vek- ur ekki sömu viðbrögð í undir- meðvitund karlsins. I öðru lagi er það hráa kjötið, sem með- höndlað er undir berum himni yfir opnum eldi þegar grillað er. Þetta hráa kjöt vekur upp frum- eðlið í karlmanninum: Hann ber hráa veiðibráðina heim í búið og steikir yfir eldi til að fæða fjöl- skyldu sína með. Hann er þarna að uppfylla táknrænt hlutverk „skaffarans". En það er eftirtektarvert að margir karlar sem hafa yndi af að grilia elda annars aldrei. Þeir koma ekki nálægt hinni hvers- dagslegu eldamennsku; hún er jafnan hlutverk konunnar. Ástæðan fyrir þessu kann að liggja í því að það er hátíðlegra að grilla: Grillveislur fara fram við bestu skilyrði á sumrin; karl- inn, sem stendur við grillið með fjölskylduna og vini í kring er í meira aðalhlutverki en þegar hversdagsmatur er borinn á borð inni á heimilinu. Hitt er þó líka rétt, að griliið hefur opnað mörgum körlum leið inn í mat- seldina: Þeir hafa tekið upp á því að elda líka sunnudagssteikina og jafnvel fært sig lengra inn á hið hefðbundna svið konunnar og eldað oftar. En það breytir því ekki að þegar karlmaðurinn tekur sér stöðu við útigrillið gegnir hann sígildu karlhlut- verki.“ ■ Gómsætar grilluppskriftir Okkur er sagt að þessi sósa sé alveg skelfilega góð með grilluðum fiski: 1 dós sýrður rjómi 1 peii þeyttur rjómi 3 matskeiðar súrmjólk sietta af sítrónusafa 1 matskeið púðursykur saxaðar döðiur Öllu hrært saman og sósan er klár. Einfalt og gott. HUIUAIUGSGUÁÐ lUAUTALUIUD í kryddblönduna þarf: 2 teskeiðar söxuð ferst steinselja 2 teskeiðar oregano 1/2 teskeið rósmarín 1/2 teskeið timian (blóðberg) 1 teskeið pressaður hvítlaukur 1 1/2 teskeið salt (eða eftir smekk) 1 1/2 teskeið svartur pipar (eða eftir smekk) 1 teskeið cayenne-pipar (eða eftir smekk) Blandið öllu vel saman í skál. Nuddið kryddblönduna inn í kjötið og látið standa við stofuhita í hálfa klukkustund. Meðan kjötið er að grillast berum við á það hun- angsblöndu. í hana þarf: 2 teskeiðar Dijon-sinnep 2 teskeiðar púðursykur 5 teskeiðar hunang Setjið í pott og hitið þangað tii púðursykurinn er bráðnaður. Stillið grillið á tiltölulega lágan hita, þá brennur síð- ur. Penslið grillgrindina með matarolíu og setjið kjöt- ið á griliið og grillið eftir smekk. Bakaðar kartöflur og hrásalat eru kjörið meðlæti. APRIKOSU- QG Sin|IUEP$GUAÐAR GRISAKOTILETTUR í marineringuna þarf: 1 bolla ferskar eða niðursoðnar apríkósur 1/2 bolli Dijon-sinnep 1/4 bolli hunang 1/4 bolli púðursykur 1/4 bolli eplacider Blandið öllu saman á pönnu og hitið við vægan hita þar til sykurinn er bráðnaður. Hrærið í af og til. Þetta gefur ykkur tvo bolla af marineringu og er nóg til að marinera kjöt fyrir um það bil fjóra. Eins og sjá má er minnsta mál að auka við uppskriftina, ef þarf. Leggið kjötið í marineringuna og hafið við stofuhita í tvær klukkustundir eða ísskáp í 6-8 tíma. Leyfið kjötinu að ná stofuhita áður en það er eldað. Gott er að snúa kjötinu nokkrum sinnum meðan það er að marinerast. Penslið grillgrindina með matarolíu. Takið kjötið úr marineringunni og setjið á grillið. Grillið kjötið eins lengi og þurfa þykir, berið marineringuna á það öðru hverju. Kartöflugratín, til dæmis, er kjörið með- læti. LAMBAKJÖT Á TEIIUI í laukmarineringu þarf: 3/4 bolli olía, helst extra-virgin 1 1/2 teskeið timian (blóðberg) 4 lárviðarlauf söxuð 3 bollar smátt saxaður laukur 3-4 hvítlauksgeirar smátt saxaðir 1/2 bolii sítrónusafi salt svartur pipar Tabasco-sósa Skerið lambakjötið í hæfilega bita og látið mariner- ast við stofuhita í 3 til 5 klukkustundir. Þræðið kjötið og grænmetið á teina. Til dæmis púrrulauk, papriku, tómata, sveppi og rauðan pipar. Setjið hverja grænmetistegund á sér tein. Penslið grillgrindina með matarolíu áður en þið setjið tein- ana á griilið. Penslið kjötið og grænmetið með marin- eringunni á meðan það grillast. Kjötið þarf heldur lengri tíma á grillinu en grænmetið. Hrísgrjón og agúrkusalat er kjörið meðlæti. Verði ykkur að góðu! Jónas Þór, kjötverkandi, gefur góð ráð um hráefniskaup. ”Eina reglu má nefna um það kjöt sem á boðstólum er á ís- landl. Framleiðsla á lamba- og svinakjöti er alveg til fyrir- myndar. Þar er um að ræða framleiðslu af óhemju jöfnum gæðum, sem eru vafalaust með þeim hæstu í heiminum. Oftar gerist það hins vegar, því mið- ur, að menn kaupi köttinn í sekknum þegar keypt er nauta- kjöt. Það helgast af því að fram- leiðsla nautakjöts hefur í gegn- um tíðina í flestum tilfellum verið aukabúgrein. Það eru tii framieiðendur, sem skila mjög góðu nautakjöti, en þeir eru því miður mun færri en hinir, sem skila framleiðslu, sem er ekki nógu jöfn og traust að gæðum. Til að auðvelda fólki valið, sem vill kaupa sér nautakjöt á grillið, vil ég nefna eftirfarandi atriði: Það er hægt að lesa í gæði kjötsins með því að skoða fit- una í því. Nautakjötsfita á að vera stinn, Ijós og falleg - ekki gul, iin og ljót. I fallegu, Ijós- rauðu nautakjöti á líka að vera hægt að sjá það sem kallað er innfita. Hún myndar fíngert mynstur í kjötvöðvann. Sjáist innfita, eru það ótvíræð merki um mjúka og bragðmikla steik. Þetta er því miður allt of sjald- gæft að sjá í íslensku nauta- kjöti. Auk ferfætlinganna er mjög gott að grilla fuglakjöt. Kjúk- lingurinn er mjög góður grillað- ur, best er að griila hann sund- urhlutaðan í stykkjum. Enn- fremur er sjófuglakjöt tilvalið á grillið; grillaðar svartfugla- bringur eru til dæmis lostæti. En auk kjöts er líka gott að grilla allt meðlæti, grænmeti, kartöflur og svo framvegis. Ennfremur má grilla ávexti í eft- irmat.” ■ Hvaðan er grillið upp- runnið? Samkvæmt Orðabók Menn- ingarsjóðs merkir orðið „grill“ ann- að hvort „rist til að steikja á, grilli“ eða „(málm)um- gjörð (krómhúð- uð) t.d. utan um ljósker framan á bifreið“. Þessa skýringu á merk- ingu orðsins grill má kalla allgamla, ef ekki nærri úr- elta. Þessi skýring bendir okkur þó á, að í sjálfu sér er orðið grill aðeins heiti á grindinni, ristinni, sem grill- matur er steiktur á. Upprunalega er orðið komið úr enskri tungu. En það orð, sem að minnsta kosti enskumælandi þjóðir nota yfir grill — í þeirri merkingu, sem við leggjum í það núna — er orðið barbecue (eða barbeque). Þetta orð er upprunnið úr gömlu indíána- máli og þýddi upprunalega við- arbretti eða tré- grind; þegar hvíti maðurinn í Amer- íku hóf að nota orðið var það not- að yfir járngrind, á hverri heil dýr (svín, kindur og fleiri) voru steikt yfir eldi úti í nátt- úrunni. Með þessu orði (eða styttingunni „Bar- B-Q“) lýsa nú Bandaríkjamenn (og fleiri ensku- mælandi þjóðir) annars vegar garðveislu, þar sem annað hvort heil dýr eða kjöt- sneiðar eru steikt- ar á grind (grilli) úti við. Hins vegar á orðið við kjöt það, sem steikt er á þennan hátt og framreitt er með sérstakri krydd- sósu („barbeque- sósu“=grillsósu). Grillmenningin á sem sagt rætur sínar að rekja ekki síst til indíána Ameríku og siða landnemanna sem stálu af þeim land- inu. íslendingar hafa löngum (að minnsta kosti á tuttugustu öld) leitað fyrirmynda hjá nefndum land- nemum og afkom- endum þeirra, svo að segja má að ís- lensk grillmenn- ing eigi sér sögu- lega stoð vestan- hafs. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.