Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 7
GÍSLI ALFREÐSSON LEIKARI „Ég grilla mikið á sumrin, mest við sumarbústaðinn. Þar er grillið aðaleldunartækið. Ég á forláta gasgrill, sem er svo þægi- legt í notkun að þó ég hafi þarna líka gashellur, þá elda ég lang- mest á grillinu. Ég grilla allar sortir af mat á því, en held mikið upp á fisk, til dæmis lax, lúðu og saltfisk. Ég baka líka brauð og kökur á grillinu, það er lítill vandi. Það er sama hvort fjöldi fólks sé í mat í það og það skipt- ið eða ekki, grillið stendur fyrir sínu sem aðalmatreiðslutækið. Ég grilla jafnvel fyrir mig einan, ef þannig stendur á. En það er að sjálfsögðu skemmtilegast í hópi fjölskyldunnar og vina.“ ■ GUNNAR EYJÓLFSSON LEIKARI OG HESTA- IVIADUR MED MEIRU „Ég grilla mikið úti á hesta- ferðalögum. Við notum við slík tækifæri mikið þá aðferð að grilla í jörðu. Það er gert þannig, að fyrst er grafinn skurður í jörðina, síðan er sett grjót í botninn. Ofan á grjótið eru síðan sett grillkolin. Mikilvægt er að geyma torfið, efsta lagið af jarð- veginum þar sem jarðgrillið er grafið, svo að ganga megi frá staðnum alveg eins og komið var að honum, án þess að valda neinum spjöllum á náttúrunni. Þegar jarðgrilli er valinn staður er brýnt að þess sé gætt að það sé ekki nálægt mosa eða kjarri — og vatn á alltaf að vera til taks. Á grilli sem þessu er einfald- ast að grilla matinn pakkaðan inn í álpappír, beint á kolunum. En til þess að nýta grillið sem best er líka mjög gott að hafa grindur meðferðis, sem matur- inn er látinn í yfir grillið. Sjálfur held ég mikið upp á lokaða körfu, sem snýst á teini. í hana er hægt að láta til dæmis kjúk- lingavængi, lambakótilettur, humar, lcix eða annað. Að elda á þennan hátt er sér- staklega skemmtilegt þegar stór hópur er saman. En það tekur sinn tíma — það má reikna með svona tveimur tímum að minnsta kosti — skemmtilegum tímum.“ ■ MÓEIÐUR JÚNÍUSDÓTTIR söniGKoniA „Sumarið ‘93 gekk grill-æði yf- ir landið. Þá lá grilllykt yfir öllu, bókstaflega allir voru grillandi. Ég er hrædd um að ég hafi þá fengið of mikið af hinu góða. Og mér finnst lyktin af grillreyk ekki góð. Eyþór elskar hins vegar þessa lykt, hann er ennþá æstur í grillmat. Yfirleitt má segja, að það að grilla sé hlutverk sem karlar finna sig í. Að grilla kjöt á útigrilii er athöfn sem karlar taka alvarlega. Konurnar eftir- láta körlunum þetta hlutverk sem þeir finna sig svona vel í og láta sér sjálfar nægja að sjá um að baka kartöflurnar og steikja grænmetið." ■ ANDRI MÁR INGÓLFSSON HEIMSFERDAMAÐUR „Bestu aðstæður sem hugsast geta fyrir grill er að grilla á sjálf- gerðum hlóðum um miðja sum- arnótt einhvers staðar í ná- grenni við Þingvallavatn, svona um það bil þegar sólin fer að renna upp aftur og fer að glitta í dagrenningu. Þetta gerist helst annað hvort í góðra vina hópi eða fámennt og góðmennt; tví- mennt eða í félagi við hund og hest.“ ■ fyllingtt \cút'nan Með kút. Hliðarborð hliðarhella, borð að framan, efri grillgrind og grillsteinar. KLIKKAR EKKI VERÐSPRENGJA Af hverju ekki að koma beint til OLIS. Þú endar þar hvort sem er ef þú berð saman gasgrill og gasgrill. SNIÐUG HRAÐ- GRILL Á markaöinum má finna sniðug og einföld hraðgrill. Um er að ræða bakka með kolum, grind og öllu tilheyrandi. Hrað- grillin eru létt og einföld i notkun og henta því sér- lega vel í öll ferðalög, hvort sem ferðast er fót- gangandi, á hjólum, bílum eða öðrum farartækjum. Hraðgrillin fást í verslun- um OLÍS víðs vegar um landið. Brýnt er að benda á mikilvægi þess að fólk noti grillin rétt, þar sem því miður hefur borið nokkuð á gróðurskemmd- um sökum rangrar notk- unar. Hraðgrillum frá OllS fylgja nákvæmar íslenskar leiðbeiningar og er þær að finna á baki loksins. Það skal því ítrekað brýnt fyrir fólki að leiðbeining- unum sé fylgt, því þannig fyrirbyggjum við hugsan- leg óhöpp vegna kunn- áttuleysis í meðferð grill- anna. ■ ER GRILL- MATUR BRÁÐ- DREP- ANDI? Svarið er nei, það er hann ekki. En fyrir nokkr- um árum, þegar grillbylt- ingin stóð sem hæst, heyrðust þær raddir að krabbameinsvaldandi eit- urefni mynduðust í fitu kjöts þegar hún brynni við grillun. Þarværi um að ræða sömu eiturefni og væru í til dæmis sígarettu- reyk. Ekki skemmtilegt ef satt væri. En blessunar- lega er það svo, að einn maður þyrfti að borða nokkur tonn af grillmat á hverjum einasta degi í tugi ára ef það ætti að vera möguleiki fyrir hann að deyja vegna krabba- meinsvaldandi efna í grill- kjötinu (áður en hann næði því væri hann þó sennilega löngu dauður úr offitu en það er önnur saga). Grillmatur er góður en slíkt og annað eins át gæti enginn afrekað, sama hversu mikill mat- maðurviðkomandi væri. Svo grillum, etum ok ver- um glöð! ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.