Helgarpósturinn - 17.07.1995, Qupperneq 2
Hvao segir tdda
Björgvinsdóttir ieikkona um
mótmæli veana kvennaráðstefnunnar
„Hver afstöðumyndun er viröingarverö og kost^þrek"
„Reyndar hef ég sjálf ekki kom-
ið mér í þá stöðu að taka afstöðu
með eða á móti fyrirhugaðri
kvennaráðstefnu í Kína þar sem
ég hef verið önnum kafin' að und-
anförnu við að koma út menning-
arhandbók nokkurri sem ber
undirtitilinn Leikur og list. Það
verkefni hefur fangað mig alger-
Iega að undanförnu og héfur Kína
af þeim sökum verið mér jafnvel
fjarlægara en nokkru sinni fyrr.
Ég hef af þeim sökum hvorki
tekið afgerandi afstöðu með eða
á móti málefninu, en finnst þó að
á þessum málum séu alltaf tvær
hliðar. Spurningin er alltaf sú þó,
hvort eigi að snúa baki við mál-
efninu og mótmæla á þann hátt-
inn eða hvort fara eigi beina leið
inn að miðju og ráðast á garðinn
þaðan frá. Ég er persónulega afar
rugluð og get af þeim sökum ekki
gert upp við mig hvort ég ætti að
fara eða ekki, skyti sú spurning
upp kollinum í mínu lífi.
Þó hef ég skilning á afstöðu
beggja þessara hópa og styð fyrst
og fremst alla þá sem þora að
taka afstöðu til þessa máls í
hverja áttina sem hún kann að
vera. Það eitt að taka afstöðu
krefst hugrekkis þar sem slíkt
krefst skoðanamyndunar sem
getur svo aftur reynt á fyrir ein-
staklinginn fyrir opnum dyrum.
Slíkt þor er virðingarvert og það
styð ég heils hugar.“H
fékk lögbannskröfunni á hnekkt
Leynsiausi m eiuu *
Æ Sonurinn sem er skráður eigandi sést ekki.
Valur Magnússon opnaði
Óðal á fimmtudaginn í
skugga lögbannskröfu Þórar-
ins Ragnarssonar og félaga á
Kaffi Reykjavík. Þegar þeir
keyptu Kaffi Reykjavík af Vali
á 140 milljónir króna í vetur
var ákvæði í samningnum
þess efnis að Valur mætti
-ekki opna kaffihús eða sam-
bærilegan rekstur næstu
þrjú árin. Þrátt fyrir það var
lögbannskröfunni hafnað
enda er sonur Vals, Magnús
Freyr Valsson, skráður eig-
andi staðarins. Jóhann Jó-
hannsson, veitingastjóri Óð-
als, sagði við Póstinn að Val-
ur væri einungis ráðgjafi og
kæmi „hvergi nálægt rekstri
Óðals“. Þrátt fyrir það hefur
Valur alla tíð verið talsmað-
ur staðarins og stýrt öllum
framkvæmdum en Magnús
Freyr hefur lítið sem ekkert
sést á staðnum.
Það er hins vegar athyglis-
vert að Óðal hefur ekki enn
fengið brunaleyfi. Þess
vegna hafa þeir einungis
Ieyfi fyrir 250 gesti en þeir
vildu leyfi fyrir 350. Þá ætiar
Valur Magnússon skráði son-
inn fyrir rekstrinum og lög-
bannskröfunni var hnekkt.
Valur að byggja gylltar
tveggja metra langar svalir
Austurvallarmegin en enn
hefur nauðsynlegt bygging-
arleyfi ekki verið veitt.B
✓^pað er dálítið^v
'svakalegt að Bonnie og
Clyde skuli aka ruplandi
og rænandi um
þjóðvegina. S
Já, maður var
eiginlega öruggari
þegar þau héldu
v sér í bíó.
Ólafur G. Einarsson
varkærðurtif
boðsmanns Alþin
fyrra fyrir að fresta
stöðuveitingu í skóla-
stjórastöðu við Gru'nn-
skólann í Stvkkis-
rottakennari tekinn fram yfir kennara
með mastersgráðu í skðlastjórnun
Sorska strandgœslan
kom togaranum Má frá
Ólafsvík til hjálpar við
Honningsvag og hélt
Márþegar af stað í
Smuguna. Kafarar úr
norska varðskipinu Nor-
den skáru net úr skrúfu
togarans.
í dag hefst herœfíng
Bandaríkjamanna hér á
landi. 40 herþotur og B-
1 og B-15 sprengjuflug-
vélar taka þátt í œfíng-
unni. Þœr munu fljúga í
500 til 1500 metra hœð
á um 800 kílómetra
hraða.
Willy Claes, aðalfram-
kvœmdastjóri NATO,
kemur í opinbera heim-
sókn á miðvikudag.
Samtökin Frjálst val af-
henti Birni Bjarnasyni
menntamálaráðherra
undirskriftalista með 17
þúsund nöfnum sem
mótmœla skylduáskrift
aðRÚV.
Kurt Wolfensberger,
framkvœmdastjóri ál-
sviðs Alusuisse, sagði að
endanieg ákvörðun um
stœkkun álversins lœgi
fyrir í lok ágúst og taldi
að af stœkkuninni yrði.
Bjórneysla hefur aukist
á þessu ári og er hún öll
falin í meiri innflutn-
ingi. Hlutur íslensku öl-
gerðanna er nú 60 pró-
sent en var 70 prósent á
sama tíma í fyrra.
13 kíló af œðadúni að
andvirði 400 þúsund
krónur var stolið að
Miðhúsum í Reykhóla-
sveit.
LÍÚ krefst þess að út-
gerðarmenn fái lengri
frest til að uppfylla
reglugerðarskyldu um
sleppibúnað björgunar-
báta
Ólafía Hrönn Jónsdóttir hefur
stefnt Hótel Sögu og Ríó tríó.
Ólafía Hrönn
stefnir Hótel Sögu
og Ríó tríó
Lolla stefnir
Hótel Sögu
Leikkonan Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir hefur stefnt Hótel Sögu og
krefst skaðabóta vegna fyrir-
varalauss brottreksturs. Ólafía
var ráðin til að koma fram með
Ríó tríó í sögu sveitarinnar.
Frumsýning var 18. febrúar en
eftir tvær sýningar var Lolla beð-
in um að hætta. Það gerði hún
vitaskuld samstundis enda var
traustið farið við það eitt að
biðja hana um að fara. Stefnan
byggist á því að hennar nafn hafi
verið notað til að auglýsa upp
skemmtidagskrána enda hafi
verið búið að selja miða á sýn-
inguna langt fram á vorið.
„Þetta er fyrst og fremst
prinsippatriði að láta þá ekki
koma svona fram við mig. Mér
finnst þetta ferlega lúalegt af
þeim,“ segir Ólafía Hrönn. Hún
segir að ekkert hafi verið rætt
við sig til þess að komast að
samkomulagi og því hafi þetta
verið eina leiðin. Hún vill ekki
gefa upp hvað það er sem hún
fer fram á en segir það „sann-
gjarnt". Hún segir mjög leiðinlegt
að þetta skyldi fara svona en það
gangi ekki að nafn hennar sé not-
að svona í auglýsingaskyni. ■
• Kristinn Breið-
fjörð Guðmundsson
þótti vænlegri kostur
þegar skólastjóra-
| staðan var auglýst í
fyrra. Ráðherra
ákvað hinsvegarað
fresta stöðuveiting-
unni og þegar stað-
an var auglýst aftur
var Kristinn veginn
og léttvægur fund-
j inn. Gunnar Svan-
laugsson íþrótta-
kennari var skipaður
skólastjóri. „Það er
| tvímælalaust hagur
þeirra sem hafa
j veitingavaldið að
hafa óskýrar reglur
j því að þannig geta
menn komist hjá því
að taka tillittil
menntunar og starfs-
reynslu þeirra sem
sækja um auglýstar
stöður,“ sagði Krist- (
inn í samtali við
PÓSTINN.
Þetta VAR LÍKA
í FRÉTTUIVI
r
hala veitingavalif ð
Gunnar Svanlaugsson var nýlega skipaður skólastjóri Grunn-
skólans í Stykkishólmi en hann hefur veriö aðstoðarskólastjóri
þar um hríð og var settur skólameistari þar á síðasta ári. Tveir
sóttu um stöðuna en Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson hlaut
ekki náð fyrir augum skólanefndarinnar þrátt fyrir að hafa miklu
meiri menntun, en hann er Kennaraskólagenginn með masters-
próf í skólastjórnun. Pað hefur verið gagnrýnt að ekki sé nægi-
legt tillit tekið til menntunar umsækjanda um skólastjórastöður
en engar skýrar reglur eru til um þessa hluti.
í fyrra þegar staðan var aug-
lýst sóttu þessir sömu menn um
en þá stóð meirihluti skóla-
nefndar á bak við Kristin. Þáver-
andi menntamálaráðherra, Ólaf-
ur G. Einarsson, frestaði stöðu-
veitingunni á þeim forsendum
að skólanefndin gæti talist ólög-
leg vegna kosningar um samein-
ingu Stykkishólms við Heiga-
felissveitina. Kristinn kærði
þessa ákvörðun á sínum tíma til
umboðsmanns Alþingis þar sem
málið er enn í athugun og niður-
stöðu þaðan fer að vænta. í
samtaii við PÓSTINN sagði Krist-
|Jrin að ef þannig færi að álit um-
boðsmanns yrði honum í hag,
þá færi málið fyrir dómstóia.
Eftir að menntamáiaráðherra
hafði ákveðið að fresta ráðning-
unni var Gunnar Svanlaugsson
íþróttakennari settur skóla-
meistari til bráðabirgða um eins
árs skeið. Þegar staðan var aug-
lýst aftur núna mælti skóla-
nefndin með Gunnari og
menntamálaráðherra skipaði
hann skólameistara.
ÓÁNÆGJA 0G ÓSAMSTAÐA
Kristinn Breiðfjörð Guð-
mundsson hafði hins vegar
einnig sótt um skólastjórastöðu
við Grunnskólann á ísafirði þar
sem hann var einn þriggja um-
sækjanda og hafði meirihluta
skólanefndar á bak við sig og
mun hann hefja þar störf á
næsta ári.
„Það eru margar hliðar á
hverju máli og ég hef sætt mig
við hvernig málið fór í Stykkis-
hólmi. En þau eru að gera upp
sín mál í Hólminum og mér hef-
ur heyrst að það sé óánægja
meðal minnihlutans í skóla-
nefnd. Fyrir stéttina í heild er þó
erfitt að kyngja því að það önn-
ur sjónarmið en fagleg vegi
þyngra á metunum.
Menntun er vegin og léttvæg
fundin og það liggur því beinast
við að álykta sem svo að við
ættum ekki að vera að ieggja á
okkur svona langt nám og mikla
vinnu.
En það er tvímælalaust hagur
þeirra sem hafa veitingavaldið
að hafa óskýrar reglur því að
þannig geta menn komist hjá
því að taka tillit til menntunar
og starfsreynslu þeirra sem
sækja um auglýstar stöður." ■