Helgarpósturinn - 17.07.1995, Side 6
FRETTIR
Útgefandi
Ritstjóri
Aðstoðarritstjóri
Framkvæmdastjóri
Auglýsingastjóri
Miðill hf.
Gunnar Smári Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Kristinn Albertsson
Kristinn Karlsson
Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu kr. 99.-
SKOÐANIR BLAÐSINS
Fyrirbyggjandi fundir?
■ ■ Það er ekki hægt að gagnrýna foreldra í
Fossvoginum fyrir að óttast um öryggi barna sinna.
Þeir hafa til þess ástæðu. Hins vegar er einkennilegt
hvernig þeir standa að svokallaðri foreldravakt. Búast
mætti við að þeir gengju skipulega um hverfið sitt og
litu eftir börnunum. Svo er hins vegar ekki. Það eina
sem vaktin gerir er að halda fundi um vandann. Það
verður að segjast eins og er að litlar líkur eru á að
þeim takist með þessu að leysa vandann. Þeir geta í
mesta lagi fundið huggun og öryggi hvert hjá öðru.
Börnin verða hins vegar ekki-öruggari.
Mikil trú á Benny Hinn
■ ■ Pósturinn hefur birt viðtöl við nokkra einstak-
linga í undanförnum blöðum sem þakka bandaríska
predikaranum Benny Hinn bót meina sinna. í fyrra
þegar hann kom hingað til lands fyllti hann Kapla-
krika í Hafnarfirði. Nú stendur til að hann haldi ekki
aðeins eina samkomu í Laugardalshöll heldur þrjár.
Það ættu því rúmlega tíu þúsund manns að geta séð
hann og heyrt. Og án efa mun stór hópur fólks fjöl-
menna í Höllina. Þrátt fyrir að ekki fari mikið fyrir
trúarhita Islendinga þá eru þeir ákaflega trúhneigðir
og helst á það sem ekki fellur að túlkun Þjóðkirkj-
unnar. Og það er dálítið einkennileg staða, sérstak-
lega í ljósi þess að svo til allir landsmenn eru í Þjóð-
kirkjunni. Ef þeir hins vegar leita trúar sinnar þá leita
þeir oftast alls staðar annars staðar en þessari sömu
kirkju.
Þjóðvegaræningjar
■ ■ Hér á opnunni má lesa frásögn af dálítið ein-
kennilegu fólki sem ferðast ruplandi og rænandi um
landið. Þetta par hefur verið stórtækt í ránum sínum
að ekki er annað hægt en að líkja þeim við banda-
rísku þjóðsagnapersónurnar Bonnie og Clyde. Þessi
frásögn hlýtur að verða þeim umhugsunarefni sem
hafa lifað í þeirri trú að íslendingar væru friðelskandi
og löghlýðnir. Sagan af þessu fólki og önnur dæmi úr
undirheimunum sýna að ef íslenskt samfélag hefur
einhvern tímann einkennst af þessum þáttum þá er
svo ekki lengur.
Freistandi kokkteill
■ ■ Þeir voru fáir sem fengu boðskort í franska
sendiráðið á bastilludaginn og gátu neitað sér um að
þiggja kokkteilinn. Það væri ekki í frásögur færandi
ef Frakkar væru ekki einmitt þessa dagana að
sprengja kjarnorkusprengjur í Kyrrahafi. Þeir sem
skáluðu fýrir franska ríkinu á föstudaginn geta velt
því fyrir sér hvaða hug þeir bæru til þeirra sem skálað
hefðu fyrir þeim sem stæðu fyrir kjarnorkutilraunum
í hafinu í kringum Island. Þá hefði þetta sama fólk án
efa æskt þess að fólk sýndi sér frekar samhug í verki
og mótmælti fremur en að hylla kjarnorkuhöfðingj-
ana.
Vesturgötu 2, 101 Reykjavík,
sími 552-2211 fax 552-2311
Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild:
552-4777 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing:
552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577
Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00
til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og
fimmtudaga
frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00,
aðra virka daga frá 9:00 til 17:00
Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 21:00 virka daga, nema
miðvikudaga, til 18:00, 12:00 til 16 á laugardögum og milli 12:00 og
18:00 á sunnudögum.
Enginn Hilmar í kveðjuveislu
Hilmar Sigurðsson grafískur
hönnuður og formaður Félags ís-
lenskra teiknara hefur nú selt
fimmtungspart sinn í auglýsinga-
og hönnunarstofunni Grafít sem
hann átti ásamt Finni Malm-
quist, Önnu Sigríði Guðmunds-
DÓTTUR, ÖNNU Svövu SVERRIS-
DÓTTUR Og HÖLLU HELGADÓTTUR.
Hinir fjórir keyptu hlut Hilmars
eftir mikil læti. Hart var deilt um
kaupverð og eftir árangurslausa
samninga voru lögfræðingar
látnir í málið. Salan endaði í full-
Hilmars
komnu ósætti með tilheyrandi
hurðaskellum en gengið var
formlega frá henni 30. júní og
Hilmar hætti samstundis á stof-
unni. Starfsmennirnir ákváðu þó
að halda Hilmari kveðjuhóf á
Austur-Indíafélaginu um síðustu
helgi. Þei_r skemmtu sér hið
besta en FÍilmar mætti ekki í eig-
in kveðjuveislu enda mun hann
afar ósáttur við söluverðið.
ALEIÐ TIL ÍTALÍU
Ástæðan fyrir því að Hilmar
vildi losa sig út úr samstarfinu er
sú að hann er á leið til Milano á
Ítalíu þar sem hann ætlar að „-
meika það“. Hann starfar nú að
eigin verkefnum hér heima en
samkvæmt heimildum blaðsins
fer hann út í byrjun september
og er þegar kominn með talsvert
af verkefnum ytra. Ástæða brott-
fararinnar er hins vegar sú að
hans heittelskaða Hrafnhildur
Stefánsdóttir er að fara í fjög-
urra ára nám í sviðsmyndahönn-
un í Mílanó. ■
Hilmar Sigurðsson seldi félögum
sínum í Grafít. Lögfræðingar sátu
sveittir og málið endaði með vin-
slitum og hurðaskellum.
(ristín A. Jónsdóttir og Arni Svav-
arsson með sautján þúsund undir-
skriftir.
Vilja ekki
borga af-
notagjöldin
Á föstudaginn var gengu full-
trúar samtakanna Frjálst val,
þau Kristín A. Jónsdóttir og Árni
Svavarsson, á fund Björns Bjarna-
sonar menntamálaráðherra og af-
hentu honum sautján þúsund
undirskriftir þeirra er vilja mót-
mæla skylduáskrift að Ríkisút-
varpinu.
í menntamálaráðherratíð Ólafs
G. Einarsonar höfðu samtökin ít-
rekað reynt að koma þessum
undirskriftum á framfæri en af
einhverjum ástæðum sá Ólafur
ekki ástæðu til að veita þeim við-
töku.
En nú hefur Björn undirskrift-
irnar undir höndum og ef marka
má yfirlýsingar hans má búast
við einhverjum tillögum af hans
hálfu sem ganga að einhverju
leyti til móts við hugmyndir
þessa fólks.
Fundahöld í þessum samtök-
um eru nokkuð tíð því opnir
stjórnarfundir er haldnir á
hverju mánudagskvöldi á veit-
ingastað formannsins í Grafar-
vogi. ■
Velti
stolnum bíl
Ungur, ölvaður ökumaður velti
stolnum bíl skammt frá Akureyri
aðfaranótt sunnudagsins. Piltur-
inn sem er grunaður um þjófnað-
inn er 23 ára gamall og er frá
Húsavík. Um kvöldið hafði hann
verið með félögum sínum á
dansleik í Freyvangi. Hann varð
viðskila við félaga sína og var
leitað að honum um nóttina.
Bílnum sem var stolið var 84 ár-
gerð af Galant og stóð í hlaðinu
með lyklunum í skammt frá Frey-
vangi. Bíllinn valt í Víkurskarði
eða Norðurlandsvegi um 700
metra frá Grenivíkurafleggjaran-
um. Bíllinn fannst 25 metra frá
veginum og er talinn ónýtur en
var mannlaus þegar hann fannst.
Strákurinn, sem talið er fullvíst
að hafi ekið bílnum, var handtek-
inn á heimili sínu á Húsavík. ■
Sigurjón Pétursson og Sigríður Hákonardóttir
Waage hafa ferðast um landið ogjifað hátt á hótelum
og brotist inn í fjölda fyrirtækja. I Íslensk-Ameríska
stálu þau 75 milljónum.
• Sigurjón Pétursson og Sigríður Hákonardóttir Waage voru
handtekin með mikið þýfi um síðustu helgi eftir fjölda innbrota á
Austurlandi. Stuttu áður höfðu þau stolið 75 milljónum af ís-
lensk-Ameríska verslunarfélaginu og gert víðreist um Norður-
land þar sem þau lifðu kóngalífi á hótelum án þess að borga
reikninga og keyrðu um a stoln
Þau eiga langan brotaferil að
baki enda langt leiddir fíkniefna-
neytendur sem nota sprautur og
hafa neytt heróíns erlendis.
Vegna ferilsins hafa þau nú feng-
ið viðurnefnið Bonnie og Clyde.
75 MILUÓNA STULDUR
Stærsta innbrot þeirra skötu-
hjúa er þegar þau brutust inn í
fslensk-Ameríska verslunarfé-
lagið þann 28. júní síðastliðinn.
Þar tóku þau rúmlega 70 millj-
ónir króna í alls kyns viðskipta-
ri bil.
skjölum og víxlum auk rúmlega
4 milijóna króna í ávísunum.
Ekki er þó líklegt að þau hefðu
getað nýtt sér þessi auðæfi enda
erfitt að koma jiví í verð. Fyrir-
tækið varð heldur ekki fyrir
þungum búsifjum því þetta er
allt .tölvukeyrt og því nákvæm-
lega vitað hverjir skuldararnir
voru og greiðslur héldu því
áfram að berast eins og ekkert
hefði í skorist. Hins vegar hefði
verið mjög dýrt að láta auglýsa
og ógilda alla þessa pappíra.
Fyrir utan þetta tóku þau ýmsa
muni og hluti í innbrotinu í ís-
lensk-Ameríska.
F0G VÍN Á AUSTURLANDI
Eftir innbrotið í Islensk-Amer-
íska lá leiðin út á land og nú
varð Austurland fyrir valinu. Á
Vopnafirði brutust þau inn í
fjögur fyrirtæki, skrifstofurnar
hjá Kaupfélagi Vopnafjarðar,
Bókhalds- og viðskiptaþjónustu
Kristjáns Magnússonar, verslun-
ina Kauptún og flugstöðina á
Vopnafirði. Þaðan tóku þau
nokkur ávísanahefti og samtals
75 þúsund krónur í peningum.
Einnig tóku þau ýmsan varning,
talsvert af geisladiskum, mat-
væli auk mikils magns af áfengi
og bjór sem þau komist yfir í
flugstöðinni. Þetta gerðist
fimmtudaginn 6. júlí.