Helgarpósturinn - 17.07.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 17.07.1995, Blaðsíða 11
UTLOND Frakkar Vilja ekki banna betlara Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð hefur verið í Frakk- landi er meirihluti frönsku þjóð- arinnar andvígur reglum sem settar hafa verið í mörgum borg- um landsins og banna mönnum að betla. AIls 55 prósent að- spurðra segjast andvígir bann- inu en 42 prósent eru því fylgj- andi. 6 prósent sögðust stund- um gefa betlurum peninga en tuttugu prósent segjast aldrei gefa neitt. Þessar nýju reglur hafa vakið miklar deilur meðal þjóðarinnar. Þeir sem eru þeim fylgjandi benda á að opinberir aðilar reki umfangsmikla og dýra félagslega þjónustu og að ágeng betlistarf- semi eigi engan rétt á sér. And- stæðingar bannsins benda á móti á að margir falli gegnum þetta sama net enda sé það gisið. ■ Hugh Grant hefur nú beint þeirri ósk til fjölmiðla að þeir hætti að fjalla um viðskipti hans og gleðikonunnar Divine Brown. Grant er nú á mikilli yfirreið um sjónvarpsheiminn, en hann er að kynna nýjustu mynd sína, Níu mánuði. Grant vísar því á bug að hann sé „fallinn" maður. Hann neitar einnig sögusögnum þess efnis að hann hafi farið með meðleikara sínum úr Níu mánuð- um, Tom Arnold, á pöbbarölt að kíkja á nektardansmeyjar. Forstjóri BBC í Bretlandi, John Birt segist harma umfjöllun stöðvarinnar um málefni Grants. Birt segir fjölmiðla hafa gengið alltof langt og nefnir sér- staklega aðgangshörku við Grant og unnustu hans, Liz Hurl- ey, þegar þau hittust í sumar- húsi sínu eftir hrösun Grants í Los Angeles. „Ég harma að við skyldum taka myndir af þeim með aðdráttarlinsum þar sem þau sátu í eigin' bakgarði, ég harma að við skyldum opinbera heimilisfang þeirra og ég harma þá áherslu sem við lögðum á mál þeirra og ég veit að það eru margir í blaðamannastétt sam- mála mér í þessum efn- um,“ segir Birt, en lofar hins vegar að BBC- menn læri af mistökunum. ■ Hugh Grant er búinn aö fá nóg af umfjöllun um sjálfan sig. Italskur dómari handtekinn - mafíu- forinqi ákærour fyrir morö ttalskur dómari Giacomo Foti hefur nú verið fangelsaður fyrir spillingu og eftirlátssemi við ma- fíuna. Foti hafði sleppt 28 með- limum mafíunnar lausum á grundvelli tæknilegs atriðis. Hann gaf sig sjálfur fram við lög- reglu þegar hann frétti að gefin hefði verið út handtökuskipun hans. En Goti er ekki sá eini sem var handtekinn vegna þessa máls því Raffaele Barcella, sem er fangelsisstjóri í bænum Reggio Calabria, hlaut sömu meðferð en hann er sakaður um víðtæka greiðasemi, gegn greiðslu í reiðufé við þá meðlimi mafíunn- ar sem gista geymslur hans. Annar ítalskur dómari hefur ákveðið að draga mafíuforingj- ann Salvatore Riina til ábyrgðar vegna morðs sem framið var ár- ið 1988. Talið er að Riina hafi lagt á ráðin um morðið á saksóknar- anum Antonio Setta, en hann barðist ötuliega gegn starfsemi mafíunnar. Auk Riina eru tveir aðrir mafíuforingjar ákærðir fyr- ir morðið á Setta. ■ Átján kafna úr hita í flutningabíl Átján Sri Lanka-búar fundust látnir úr hita í flutningabíl í Ung- verjalandi á laugardag. 19 aðrir farþegar úr bílnum hafa verið handteknir. Fólkið segist hafa greitt 55 þúsund krónur fyrir flutning til Þýskalands. Þriggja manna úr hópnum er nú leitað auk þess sem lögreglan vill hafa tal af þremur rúmenskum bíl- stjórum flutningabílsins. Þeir átj- án sem létust voru í tengivagni en hinir voru í bílnum sjálfum. Lögreglunni hafði borist kvört- un vegna flutningabílsins, en honum hafði verið lagt í útjaðri borgarinnar Gyor í vesturhluta Ungverjalands. Bíllinn þótti lykta illa og að honum safnaðist flugnager. Búist er við að eftirlif- andi farþegar bílsins verði send- ir til síns heima. ■ • Umfang tryggingasvika í Evrópu er nú talið mælast í hundruð- um milljarða króna. Viðhorf almennings til tryggingasvika valda tryggingafélögum höfuðverk. í Bretlandi áætla menn að sextíu milljarðar króna hafa verið sviknar út úrtryggingafélögun á síð- asta ári. Frakkinn Michael Dandonneau keypti sér átta líftryggingar. Síð- an fann hann umrenning og myrti. Líki flækingsins kom hann fyrir í bíl sínum, ýtti bíln- um niður í gjá og kveikti í hon- um. Þegar bíllinn fannst var lík flakkarans óþekkjanlegt. Dand- onneau ætlaði síðan með dyggri aðstoð kærustunnar að njóta tryggingafjárins í Karabíska haf- inu. En lið fyrrum lögreglu- manna sem vinna fyrir Samtök trggingafélaga gegn svikum, Alfa, kom upp um kauða og hann fékk tíu ára fangelsisdóm fyirr morðið á flakkaranum. Þessi saga er aðeins eitt dæmi af mörgum í þeirri plágu trygg- ingasvika sem nú virðist herja á álfuna alla og valda stórhækkun á iðgjöldum. Samband breskra tryggingafélaga áætlar að falsk- ar kröfur á meðlimi sambands- ins hafi numið um sextíu millj- örðum króna á síðasta ári og hækkuðu iðgjöld sín um fjögur prósent. SAGÐIST VÍRA HUNDRAÐ PROSENT ORYRKI — VARÐ SIÐAN ALHEILBRIGÐUR FYRIR KRAFTAVERK Á Spáni er ástandið síst betra. Þar hafa svikadeild iögreglunn- ar og tryggingafélögin nú hafið samstarf og berjast sameigin- lega gegn sívaxandi trygginga- svikum. Spánverjar áætla að allt að tíu prósent allra tekna trygg- ingafélaganna séu greidd út vegna falskra krafna. Áður voru ekki mörg tryggingasvik upplýst á Spáni en nú er barist gegn þeim á kerfisbundinn hátt. Kröfur vegna umferðaró- happa eru algengar og dæmi um kröfur vegna óhappa sem hrein- lega hafa aldrei átt sér stað. Einn kröfuhafa fékk fullar bæt- ur vegna 100 prósent örorku, fór síðan í pílagrímsferð til Lo- urdes nokkrum mánuðum síðar og sneri heim alheilbrigður. Þetta vakti að sjálfsögðu grun- semdir og mál hans var tekið til rannsóknar. UNGUfÓLKI FINNST ALLT í LAGI AÐ SVIKJA TRYGGINGAFELOGIN Viðhorf almennings til trygg- ingasvika er ekki beint uppörv- andi. Fjórði hver Þjóðverji sér ekkert athugavert við þau, sam- kvæmt skoðanakönnun. Og það sem veldur tryggingafélögunum hvað mestum áhyggjum er sú staðreynd að eftir því sem fólk er yngra virðist það vera kæru- lausara í þessum efnum og framtíðarsýnin því ekki glæsileg fyrir félögin. Þátttakendur í áð- urnefndri skoðanakönnun voru meðal annars spurðir um við- horf sitt til þess að segja að hlutir, sem voru löngu horfnir áður en til hugsanlegs innbrots kemur, hafi verið stolið í því inn- broti. Fimmtíu prósent að- spurðra í aldurshópnum 16 til 26 ára fannst það í góðu lagi. í Bretlandi setti maður einn eigin dauða á svið en fannst síð- an í holu sem hann hafði grafið undir gólfið í svefnhergbergi sínu. Hann átti rétt á fimmtán milljóna króna líftryggingu en var nú í staðinn dæmdur til að dúsa í fangelsi í fjögur ár auk þess sem eiginkona hans og fað- ir fengu eins árs fangelsi. í Frakklandi eru tryggingasvik með svipuðum hætti og í öðrum Evrópulöndum, en þeir eru þó nokkuð iðnir á einu sérstöku sviði tryggingasvika. Margir franskir læknar virðast viljugir að gefa fólki vottorð vegna veik- inda eða slysa sem eiga sér litla eða enga stoð í raunveruleikan- um, eftir því sem talsmenn Alfa segja. ■ Leeson berst FYRIR LÍFI SÍNU í FJÖLMIÐLUM Breski bankamadurinn, Nick Leeson, sem fyrr á þessu ári var sakaður um að hafa steypt einni öflug- ustu bankasamsteypu Bretaveldis i gjaldþrot með svimandi áhœttufjár- festingum í Mið- Asíu, berst nú fyrir lífi sínu í breskum fjölmiðlum. Bankinn, sem beið hvorki meira né minna en 1,4 billjóna sterlingspunda fjárþrot í febrúar féll í hendur þýskra fjárfestiað- ita og mun tjánið sem Lee- son varð valdur að, óbœt- anlegt. Leeson á nú yfír höfði sér þungan fangelsisdóm og vilja dómstólar í Singa- pore fella dóm í málinu en þar í landi á Leeson yfír höfði sér eina tólfákœru- liði verði dœmt í málinu þar. Leeson, sem nýverið skrifaði breskum fjölmiðl- um örvœntingarfullt bón- arbréfog lesið var upp af grátklökkri konu hans fyr- ir milljónum sjónvarps- áhorfenda, segirþarað réttarhöld í Kína yrðu sýndarleikur einn og til þess eins gerð að staðfesta myndrœna aftöku hans. Hefur Leeson boðið bresk- um dómstólum að fallast á eina fjóra ákœruliði og jafnvel fleiri, verði mál hans tekið fyrir í eigin heimalandi en það er um helmingur þeirra ákœru- atriða sem hann verður dreginn til saka fyrir í Singapore þar sem hann starfaði áður hjá Barings- banka með fýrrgreindum afleiðingum. Leeson hefur alla tið haldið því fram að þátttaka hans og hlutdeild í gjaldþrotinu hafí einung- is verið smánarleg og hafí hann verið peð í mun stœrra tafli sem nú hafí verið fleygt í úlfagryfjuna. Vtan ákœru um ólöglega ráðstöfun fjármuna bank- ans, hefur Leeson einnig verið sakaður um glœfra- starfsemi og sviksamlegar ákvarðanatökur. Leeson berstþó enn og neitar staðfastlega sakargiftum. Bresk yfirvöld eru þó treg til og hafa enn ekki gefið jákvœtt svar um framsal LeesonsM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.