Helgarpósturinn - 17.07.1995, Blaðsíða 12
MEIRA MANNLIF
HRUTURINN
Ef þú verður akandi þarftu að
vara þig á bráðlyndi þínu. Þessi
vika verður hrútum sem eru f
viðskiptum happadrjúg. Eitt-
hvað sem þú hefur þurft að bíða með um tíma
verður í sjónmáli á föstudag. Helgin á eftir að
verða skemmtilegri en þú gerðir þérvon um.
NAUTIÐ
. Minnkandi áhrif frá Satúrnus
gera það að verkum að þú átt
betra með að skipuleggja þig en
að undanförnu. Um miðja vik-
una getur sú staða komið upp að þú standir á
krossgötum góðs og ills varðandi mál sem
snertir ástvin þinn. Þó að helgin verði í þínum
augum rósrauð, þá fer ekki hjá því að þú þurf-
ir að taka hlutina alvarlega.
TVÍBURINN
Þú þarft að vara þig á þeirri til-
hneigingu þinni að vera tvístíg-
andi í ákvarðanatöku. Afstaða
stjarnanna er góð fyrir tvíbura
sem eru á ferðalagi. Ef þú ert I
föstu sambandi verður maki þinn undrandi á
hvað þú ert rómantísk(ur). Líklegt er að um
helgina verið leitað til þín um ráðgjöf í máli
sem þú ættir að kunna skil á.
KRABBINN
Þú þarft að vara þig á villandi
upplýsingum og þér er ráðlagt
að staðfesta vissa hluti áður en
þú gengur endanlega frá þeim.
Haltu áfram að sýna ákveðni í
máli þar sem þú veist að þú hefur rétt fyrir
þér. Það er margt jákvætt að gerast í atvinnu-
málum þínum. Ef þú ert á lausu eru ævintýri I
námd.
LJÓNIÐ
Þér hentar vel að vinna aö mál-
um sem gera það að verkum að
tekið verður eftir þér. Farðu var-
lega í samskiptum þínum við
ráðamann við peningastofnun. Þetta verður
rómantísk helgi hjá flestum ykkar. Þú ert I
góðu formi en þarft að varast að vera með
áhyggjur. Sólin verður sterk í merkinu þínu
um helgina og mikil bjartsýni mun einkenna
Þíg-
MEYJAN
Þú hefur mikið að gera framan
af vikunni og ef þú ert á ferða-
lagi þarftu að vera viðbúin(n)
því að eitthvað tefji þig og
ferðaáætlun fari úr skorðum um tíma. En þú
þarft ekki að hafa áhyggjur því, þetta er ekkert
alvarlegt. Það verður heilmikið að gerast I
kringum þig um helgina og stjörnurnar verða
þér hagstæðar.
VOGIN
Vissir erfiðleikar virðast Vera að
baki og þér er óhætt að líta
björtum augum fram á veginn.
Þér er ráðlagt að skipuleggja
þig betur svo að þú komir meiru í verk en að
undanförnu. Venus er ráðandi í merkinu þínu
og það er mikil rómantík I kringum þig.
SPORÐDREKINN
Ef þú átt í einhverjum erfiðleik-
um finnurðu nýjar leiðirtil að
1 hlutirnir fari að ganga vel aftur.
Ef þú ert í föstu sambandi þá
máttu eiga von á skemmtilegri helgi. En ef þú
ert ein(n) og ert að vonast eftir því að hitta
spennandi persónu um helgina geturðu bókað
að það verður ekkert af því.
BOGMAÐURINN
Einhver persóna sem þú þekkir
eða vinnur með á í erfiðleikum
með sjálfa(n) sig og mun biðja
þig um aðstoð. Þú færð góðar
fréttir um miðja vikuna sem tengjast vinnu-
stað þínum. Aukin áhrif frá Júpiter gera það
að verkum að þú átt I vændum skemmtilega
helgi og hittir mikið af fólki.
STEINGEITIN
Forðastu að vera með áhyggjur
út af smámunum, en reyndu
heldur að nota orkuna I að koma
vissum hlutum í umhverfi þínu I
lag. Þegar líður á vikuna verða áhrif stjarn-
anna þér hagstæð og þú færð hvatningu til að
hefjast handa um aö gera ákveðnar breytingar
og umbætur á heimili þínu eða vinnustað. Þú
finnur fyrir auknu sjálfsöryggi um helgina.
VATNSBERINN
Góðar fréttir af fjármálunum
berast um miðja vikuna. En þér
er ráðlagt að skoða vel hug-
mynd sem þú fékkst fyrir
nokkru og laga hana til svo að hún verði not-
hæf. Um helgina verður eitthvað æsandi I
sambandi við rómantíkina en þér er rálagt að
halda ást og vináttu aðskildum.
FISKARNIR
Ekki verða allar ferðir farnar til
fjár og þú ættir að varast að
kenna öðrum um þó að áætlun
sem þú gerðir fari út um þúfur.
Þegar nálgast helgina fara áhrif frá tunglinu
minnkandi og þú verður rólegri og átt betra
með að taka réttar ákvarðanir. Þú átt á hættu
að lenda í orðasennu við persónu af gagn-
stæðu kyni.
Þau voru ýmis andlitin sem létu sjá sig á kynning-
arkvöldi Uxans á Astro fyrir komandi hátíð á Kirkju-
bæjarklaustri um næstu verslunarmannahelgi en
slegið var á létta strengi á sviði sem í salarkynnum
og skemmtu gestir sér hið besta...
Móa Júníus, betri helmingur Bong, ásamt vinkonu sinni Astu
eskimóadrottningu.
Og Emiliana Torrini,
einn þeirra tónlistar-
manna sem tekur lagið
á Kirkjubæjarklaustri
með frísklegt bros og
sólbrúnar kinnar.
Heiða litla í Unun, innskeif og prúð með lita
gleðina rokkandi framan á sér...
Harpa litla hugprúða í innilegum faðmlögum
við Henny Hermanns, framkvæmdastjóra
netcafé’s Síberíu.
Tískuparið úr Noi, Vala ásamt sínum ítalska eigin
manni, Claudio.
Vertarnir í poppbransanum, þeir Helgi Björns poppari við
hlið Baldvins Jónssonar útvarpseiganda.
DYRASTI
Ef heppnin er með þér vinnur þú Lundúnar-
ferð fyrir tvo með Emerald Air í sumar.
Það eina sem þú þarft að gera er að svara laufléttri spurningu og senda
svarið til Mánudagspóstsins, Vesturgötu 2. Rétt svör fara i pott sem
dregið verður úr þann 7. ágúst næstkomandi. Nafn vinningshafans verð-
ur birt í Mánudagspóstinum 8. ágúst.
Spurningin í dag er:
Hvað heitir fyrverandi kona Karls bretaprins?
[ Nafnið þitt:_____________
l Heimilisfang: ____________
] Póstnúmer:________________
I Setjið í umslag og skrifið utan á:
Símanúmer:______
Ferðahappdrætti
Mánudagspósturinn
Vesturgötu 2
101 Reykjavík
Morguti
rald AirY Posturifín