Helgarpósturinn - 17.07.1995, Page 17

Helgarpósturinn - 17.07.1995, Page 17
iftWl MWNUJÐWGUR sxsáSSíK-. %&m&4»&»va-'v\\ . < IÞROTTIR Amfiríki ihika rinn Eric Wynalda skorar fyrir Banda- ríkjamenn í 3-0 sigri þeirra gegn Argentínu í riðlakeppninni. Kókimbia afram Uruguay og Kólumbía eru kom- in áfram í fjögurra liða úrslit Am- eríkubikarsins. Uruguay sigraði Bólivíu 2-1 í gærkvöldi eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Það voru Marcelo Otero og Daniel Fonseca sem gerðu mörk Uruguay en Oscar Sanches svaraði fyrir Ból- ivíu. Það þurfti hins vegar víta- spyrnukeppni í viðureign Kól- umbíu og Paraguay. Eftir venju- legan leiktíma var staðan 1-1 en það var Juan Carlos Villamayor sem skoraði fyrir Paraguay en Fredy Rincon svaraði fyrir Kól- umbíu. Ekki er framlengt í Amer- íkubikarnum og Kólumbía sigr- aði 5-4 í vítaspyrnukeppni. Það var hinn litríki Rene Higuita sem bjargaði sínum mönnum með því að verja síðustu spyrnuna. Hin liðin sem keppa um tvö laus sæti í fjögurra liða úrslitun- um er Brasilía og Argentína ann- ars vegar og Mexíkó og Banda- ríkin hins vegar en þeir leikir fara fram í dag. Argentína tefldi fram hálfgerðu varaliði á föstu- daginn í riðlakeppnninni og héldu að sigurinn væri vís. Bandaríkjamenn unnu hins veg- ar 3-0 sem varð til þess að Arg- entína þarf að mæta firnasterk- um Brasilíumönnum í átta liða úrslitunum í dag.B í gærkvöldi fóru fram þrír leikir í 1. deildinni. Efsta liðið, Akranes, fékk neðsta liðið, Val, í heimsókn og sigraði með einu marki gegn engu. Það var Stefán Þórðarson sem skoraði með skalla á 84. mín- útu. Hann ætlar sér greinilega ekki að detta út úr liðinu en flest- ir telja að hann víki sæti fyrir Bjarka Gunnlaugsson. KR sigraði Breiðablik á heima- velli sínum 2-1. Blikarnir voru sterkari í fyrri hálfleik en eina mark þeirra gerði Arnar Grétars- son á 3. mínútu leiksins. í síðari hálfleik voru KR hins vegar mun betri aðilinn. Mihajolo Bibercic skoraði strax eftir 20 sekúndna leik og Guðmundur Benediktsson skoraði svo á 87. mínútu og tryggði KR sigurinn. Þetta er ÍA 8 8 0 0 16-2 24 KR 8 5 0 3 10-8 15 Leiftur 7 4 0 3 13-10 12 Keflavík 6 3 2 1 6-3 11 ÍBV 8 3 1 4 18-11 10 Grindavík 8 3 1 4 12-12 10 Breiðablik 8 3 1 4 12-13 10 FH 7 2 0 5 11-18 6 Fram 6 1 2 3 4-12 5 Valur 8 1 1 6 6-19 4 KR-Breiðablik 2-1 Grindavik-ÍBV 1-0 ÍA-Vaiur 1-0 fyrsta deildarmark Guðmundar í sumar en hann er nú óðum að ná sér af meiðslunum og er að fær- ast í sitt fyrra form. Grindvíkingar sigruðu Eyjamenn á heimavelli sínum með einu marki gegn engu. Það var turninn í vörn Grindvík- inga, Milan Jankovic, sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 80. mínútu.B Valur tapaði ekki nemal-O Valsmenn gerðu góða ferð á Skagann í gærkvöldi. Þeir töp- uðu ekki nema 1-0 fyrir íslands- meistarakandídötunum. Eins og íþróttapressan hefur verið að ýja að var sæti Harðar Hilmarsson- ar orðið heitt, en svo skemmti- lega vill til að úrslitin í gær hljóta að vera Valsmönnum gleðiefni. Valsmenn virðast vera að sækja í sig veðrið og líkurnar á að Hörð- ur verði látinn fara hljóta að hafa minnkað til muna. Ekki datt nokkrum manni í hug að halda að Herði yrði sagt upp störfum fyrr en eftir leikinn gegn ÍA, sá leikur var tapaður hvort sem er. Það hefði ekki verið fýsilegt fyrir nýjan þjálfara að þurfa að spila við Skagann fyrsta leik. Þessi úr- slit breyta þó því ekki að Vals- menn eru í „djúpum skít“ eins og Hörður orðaði það svo skemmti- lega og eitthvað mikið verður að gerast eigi liðið ekki að falla. Pósturinn hefur eftir áreiðanleg- um heimildum að Valsmenn hafi verið á höttunum eftir Árna Gauti Arasyni landsliðsmarkverði U-21 árs liðsins. Gamla góða klisjan um að nóg sé eftir af mótinu dug- ir skammt, krafan um breytingar í brúnni verða æ háværari meðal stuðningsmanna Vals. ■ Ingi Björn er markahæstur ís- lenskra knattspyrnumanna frá upphafi. Það er spurning hvort hann tekur ekki bara fram skóna á ný, ekki virðist veita af. Hvernig gastu reddað okkur svona ódýrum sætum? Hvað áttu við? Þetta er bara venjulegt fargjald hjá Emerald Air. London 26.140 Belfast 21.140 öll gjöld innifalin i verði Sölustaðir: Ferðaskrifstofan Alis, slmi 565-2266 Ferðaþjónusta bænda, slmi 562-3640 Ferðaskrifstofan Ferðabær, slmi 562-3020 Ferðaskrifstofa Stúdenta, slmi 561 -5656 Ferðaskrifstofa Reykjavíkur, sími 562-1490 Norræna ferðaskrifstofan, slmi 562-6362 EMERALD AIR - lengra fyrir lægra verð Steffi Graf í SKATTRANNSÓKN Nýkrýndi Wimbledon- meistarinn, Steffi Graf, er nú til rannsóknar ásamt föður sínum Peter Graf vegna meintra skattsvika í heimalandi sínu, Þýskalandi. Lögreglan hefur tekið í sína vörslu skjöl sem tengjast mút- inu og voru geymd á heimili Grafí Bruehl. Lögreglan réðst til inn- göngu í besta löggu- myndastíl í dagrenningu. Talið er að rannsóknin muni taka langan tíma og að mánuðir muni líða áður en gefin verður út ákœra. Graf, sem talið er að hafi unnið sér inn 4,2 milljarða króna á ferli sínum sem tennisleikari, hefur ólíkt mörgum koll- egum sínum kosið að flytja ekki frá heima- landi sínu til einhvers annars lands þar sem skatthlutfallið er ekki eins hátt. ■ Monicu Seles EKKI HYGLAÐ Monica Seles, tennis- kona frá fyrrum Júgó- slavíu, nú bandarískur ríkisborgari, er að búa sig undir að hefja keppni að nýju. Seles hefur nú verið frá keppni í tvö ár eða allt frá því að geð- bilaður þýskur áhorf- andi stakk hana í bakið því honum þótti hún skyggja á Steffi Graf. Seles mun hefja keppni þann 29.júlí en þá leik- ur hún sýningarleik við Martinu Navratilovu. Þá er talið fullvíst að Seles . taki þátt í Opna banda- —£ ríska mótinu í haust. En þá byrja vandamálin. Navratilova, sem er for- maður samtaka tennis- leikara vill skipa Seles, ásamt Graf, efst á styrk- leikalistann fyrir mótið. Þetta segjast keppinaut- ar Seles ekki geta sœtt sig við og vilja að hún byrji bara á botninum að nýju. Navratilova mun hafa boðið Seles þetta sasti á listanum án þess að ráðfœra sig við aðra. Það errjóminn aftenn- ishonum sem nú hefur skipað sér í sveit, með þœrSteffi GrafogAr- antxa Sanchez Vicario í framlínunni, og mót- mœlt allri sérmeðferð á Seles. ■

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.