Helgarpósturinn - 17.07.1995, Side 19
FRETTIR
%
-skýrslur
• Það var sumarið 1976 um miðjan júlí klukkan tvö að nóttu að
kona ein vaknaði við að ókunnugur maður var kominn í svefn-
herbergi hennar á annarri hæð hússins. Maðurinn stóð fyrir
framan skáp sem var við norðurvegg herbergisins. Hann snéri
frá henni að skápnum og var að horfa á barnaleikföng sem voru
bak við gler í tveimur efstu hillum skápsins.
Konan bjó ein með börnum ar á buxunum voru í styttra lagi
sínum sem voru á aldrinum sjö
til sextán ára í húsi sem þá var í
útjaðri Reykjavíkur. Ekkert hús
var á móti hinum megin götunn-
ar sem var götuslóði heim að
nokkrum húsum. Var þetta hús
úti á enda og þar tók við óbyggt
iand. Konunni var eðlilega mjög
brugðið og óttaðist hún að mað-
urinn væri búinn að gera börn-
um hennar mein. Lítii stofa að-
skildi herbergi hennar frá her-
bergjum barnanna.
Um stund stóð maðurinn við
skápinn og sá konan vei hnakka-
svip og bakhluta hans. Á þess-
um árstíma er náttbjart og því
gat konan virt vel fyrir sér vaxt-
arlag og kiæðaburð mannsins.
Hún telur að hann hafi verið á
að giska um eða rétt innan við
þrítugt, grannur, yfir meðallagi
Íiár, ijósskolhærður. Hann var
klæddur í gráan tvíddjakka og
brúnar terlínbuxur. Hann var
með dökka skó á fótum, í
skjannahvítum sokkum sem
krupuðust við skóna. Skálmarn-
og sýndist konunni maðurinn
ekki vera neinn skartmaður í
klæðaburði en þokkaiegur til
fara.
ÞÓTTIST SOFA
Kona þessi var atvinnurek-
andi og á meðan maðurinn var
að virða fyrir sér skápinn varð
konunni hugsað tii peningatösk-
unnar sinnar, en í henni var
nokkuð af peningum eða inn-
koma dagsins eftir hádegi. Hún
hafði þess vegna sett töskuna
undir dýnuna í rúminu sínu.
Nokkuð verðmætur bíll stóð í
innkeyrslunni og hefur hann ef
til vill átt þátt í áhuga mannsins
fyrir heimilinu.
Konan sá ekki vel framan í
manninn en sýndist hann vera
fölleitur. Hún þorði ekki annað
en næstum því loka augunum
svo það liti út sem hún svæfi en
hún sá þó móta fyrir umhverf-
inu. Maðurinn gekk út að glugg-
anum og var ekki að sjá neina
styggð á honum. Hann fór síðan
c Hún vaknaði um
miðja nóttvið það
að ókunnur maður
varaðskoðasig um
ísvefnherberginu
hennar. Maðurinn
var rólegur en leit-
aði einhvers.
hring um herbergið og var létt-
stígur. En þegar hann hafði
skoðað herbergið um stund fór
hann fram og stuttu síðar heyrði
konan útidyrahurðinni skellt í
lás. Hún beið þá ekki boðanna
og snaraðist fram úr rúminu, út
að glugganum sem vissi í áttina
að götuslóða sem lá fram með
húsinu út á aðalgötuna. Mann-
inn sá hún hlaupa hálfboginn út
á götuna og í hvarf við nálæg
hús.
LEIT BAR EKKIÁRANGUR
Konan gætti að börnunum en
ekki var að sjá að þau hefðu orð-
ið gestsins vör, þau steinsváfu.
Hún fór því næst að huga að því
hvar maðurinn hefði farið inn í
húsið. Rúður í framdyrum og
bakdyrum voru heilar og engin
sjáanieg merki um innbrot við
fyrstu sýn. Við bakdyrnar var
hins vegar opinn gluggi sem
maðurinn hefði geta komist inn
um án þess að valda skemmd-
um. Það dróst í nokkrar mínútur
að konan hefði samband við lög-
reglu og má vera að ef hún hefði
strax leitað aðstoðar við að
finna manninn hefði hann náðst.
En öll eftirgrennslan lögreglu
eftir manni sem svaraði þessari
lýsingu bar ekki árangur.
í fyrstu var talið að maðurinn
hefði ekki tekið neitt, en um
morguninn kvartaði yngsta dótt-
irin yfir því að hennar peningar,
sem voru í skál á borðinu í her-
berginu um kvöldið, væru horfn-
ir. Ekki leið nema vika til hálfur
mánuður þar til mannsins varð
aftur vart í húsinu. Það var einn-
ig um nótt en líklega um klukkan
þrjú. Þá sá hann kona sem var
gestkomandi og svaf í herbergi
barnsins sem tapaði peningun-
um við fyrri næturheimsókn
mannsins.
ÓVENJULEGA GRÁAUGU
Konan vaknaði við að maður
laut yfir hana í rúminu og taldi
hún sig sjá inn í óvenjulega grá
augu. Maðurinn sagði ekki orð
þegar hann sá að konan var
vöknuð en snérist á hæl og
hljóp niður stigann og út á göt-
una. Eins og í fyrra skiptið slapp
hann án þess að lögregiari næði
að berja hann augum. í þetta
skipti fór hann inn um svaladyr
á efri hæð og til þess að komast
að krækjunum á hurðinni hafði
hann notað járntein á efri
krækjuna og sett hann inn um
opinn giugga sem var of lítill til
að hann gæti sjáifur skriðið inn
um hann.
Neðri krækjuna spennti hann
frá. En eftir fyrri heimsókn
mannsins hafði glugganum við
dyrnar út í garð verið læst sem
og öllum gluggum neðri hæðar
hússins.
Ekki hafði maðurinn neitt upp
úr krafsinu í þessari ferð og
varð ekki vart við hann framar í
húsinu. Síðar um sumarið fréttu
húsráðendur af manni sem víða
hafði farið um borgina í nætur-
heimsóknir og gekk síðar undir
nafninu Náttfari.
Lýsingu ber þó að mörgu leyti
ekki saman við iýsingu á þess-
um eina og sanna Náttfara. ■
Ungir þvotta-
menn hasla
sér völl í
gluggaþvotti
• Ungir gluggaþvottamenn lögðu leið sína á ritstjórn Póstsins en
þeir voru að kynna þjónustu sína. „Við gerðum samning við ýmis
fyrirtæki," sögðu strákarnir hressir.
„Við höfum gert þetta í tvo
mánuði og tökum hundraðkall á
gluggann. Við erum með þriggja
metra framlengingu á skaftinu og
getum því þvegið stóra glugga.“
Þeir Sverrir Þór Gunnarsson tíu ára
og Magnús Örn Magnússon sem er
tólf ára gamall kvöddu þvínæst
vegna þess að þeir eru ekki „góð-
ir í orðurn" eins og þeir sögðu
þótt við vonum að þeir séu þeim
mun betri í gluggaþvotti. En þeir
mæta harðnandi samkeppni.
„Aðrir strákar eru stundum af-
brýðisamir og reyna að vera eins
og við en þeir hafa ekki jafn góð
efni. Þeir eru stundum að hóta að
lemja okkur ef við hættum ekki.
Þetta er hörkubisniss en við er-
um svo eyðslusamir og eyðum
öilu jafnóðum í Nonnabita eða tí-
volíið. Við erum líka búnir að fara
tvisvar í Sirkusinn." ■
# E VO’STIK
TJÖRUBÖND
Rakaþolin sjálflímandi
tjörubönd til viðgerða
é.
ÁRVÍK
ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295
nmg
Nokkrir i'búar I Þingholtunum
hugsa Guojóni Friðrikssyni
ÞEGJANDI ÞÖRFINA.
Horft inn uivi
■n
ÞINGHOLTUNUM
Fyrir skömmu kom út
bókin Indœla Reykjavík
eftir Guðjón Friðriksson
sagnfrœðing. Þar eru les-
endur leiddir um borgina
og sagt frá því helsta sem
fyrir augu ber, hvaða
frœgðarmenni bjuggu
hvar og hvaða arkitekt
teiknaði húsin. Athygli
þeirra er meðal annars
vakin á skreytingum fyrir
ofan glugga ogjafnvel
trjánum í garðinum. Á
einum stað í Þingholtun-
um skrifar Guðjón jafn-
vel: „Þegar við göngum
niður eftir aftur skulum
við gœgjast aðeins yfir
háan skíðgarð sem um-
lykur garðinn... “ Um-
rœddur skíðgarður er
mannhœðarhár svo
nokkuð þarf að hafa fyr-
ir því að gœgjast yfir
hann. Ef íbúar húsanna
verða varir við að
ókunnugt fólk sé að
horfa upp í gluggana hjá
þeim, eða séjafnvel farið
að stika um garðana,
gœti skýringanna verið
að leita í bók GuðjónsM
Kolfinna heldur áfram með
Fisk án reiðhjóls.
Kolfinna
wmsEsm
FRÉTTUNUM
Kolfínna Baldvinsdóttir,
sem undanfarna mánuði
hefur starfað sem frétta-
þulur í 19:19, fréttaþœtti
Stöðvar2, kveðurnú
fréttaþyrsta sjónvarps-
áhorfendur þegar hausta
tekur og farfuglarnir
fljúga aftandi brott. Kol-
fínna hefur þó ekki yfír-
gefíð stöðina að fullu og
öllu, þar sem tískuþátt-
urinn Fiskur án reiðhjóls
sem ornaði íslendingum
síðasta vetur mun taka
til við göngu sína á ný nú
í haust. Það gefur af
þeim sökum auga leið,
hvert stúlkan muni
leggja leið sína í fjöl-
miðlaheiminum með
lœkkandi sól, eða beina
leið inn að nálarauga
tískuheimsins á ný.