Helgarpósturinn - 02.11.1995, Side 15

Helgarpósturinn - 02.11.1995, Side 15
FIMMTUDAGUR 2. NÓVHMBER1995 Frank Sinatra er lifandi goðsögn: „þyngri“ en Empire State-byggingin, „tengdari“ en sí- amstvíburi og jafnþekktur og Frelsisstyttan! Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, vingaðist fyrir nokkrum árum við meistarann og Frank fór létt með að drekka pjakkinn undir borðið. í greininni hér á eftir segir hinn þrumu lostni Bono frá hinum heitu tilfinningum sem hann ber til „mannsins sem bókstaflega fann upp poppið“... Frank Sinatra: Bono og Frank á barnum: „Venjulega drekk ég óblandað JD, sem er alvöru viskí frá Tennessee, og hversvegna þurfti ég þá endilega að taka mig til þetta kvöld og klúðra öllu saman með því að panta bara engiferöl: „stelpudrykk"? Frank horfði á mig og eyrnalokkana mína tvo og í fyrsta skipti á lífsleiðinni fannst mér ég vera kvenlegur." lifandi sönnun þess að guð er kaþólskur Eg var og er ennþá þrumu lostinn — og sú stað- reynd hefur ekkert máðst með tímanum. Frank Sinatra færði mér að gjöf gegnheilt Cartier Pasha-gullúr með safír- um og áritun: „Til Bono, með kærum þökkum. Francis A. Sin- atra. Vatnshelt." Ég kem ekki til með að kom- ast yfir þetta dæmi í bráð. Frank líkar við mig. Andskot- inn hafi það, ég hef látið tím- ann líða í návist þessa manns, drukkið við barinn hans, snætt við matarborð hans og horft á bíómynd á heimili hans — i Mannsins eigin kvikmyndasal. Pældu í þessu, fífl. Að drekka „stelpudiykk" i návist Mannsins Venjulega drekk ég óbland- að Jack Daniel’s, sem er alvöru viskí frá Tennessee, og hvers- vegna í ósköpunum þurfti ég þá endilega að taka mig til þetta kvöid og klúðra öllu sam- an með því að panta „einn engiferöl": stelpudrykkl Frank horfði rannsakandi augum á mig og eyrnalokkana mína tvo og í fyrsta skipti á lífsleiðinni fannst mér ég vera kvenlegur. Ég drakk hratt til að bæta fyrir syndir mínar og svona til að gera illt ennþá verra bland- aði ég drykkina sjálfur. Meðan á borðhaldi stóð (mexíkóskur matur, ekki ítalsk- ur) drukkum við tekíla úr risa- stórum gullfiskaglösum. „Aldr- ei skaltu drekka úr neinu sem er stærra en höfuð þitt,“ hugs- aði ég meðan Frank ýtti nefinu að glasi sínu líktog það væri speglasalur. Siðar, þarsem ég lá sofandi á mjallhvítum sófa í kvikmynda- sal Franks og Barböru, lifði ég hroðalega martröð. Ég vaknaði uppvið bleytu: rakatilfinningu milli lappanna. Hmm. Draumar um Dean Martin viku fyrir æð- isgenginni skelfingu. Fyrsta hugsun: ég hef pissað á mig. Önnur: ekki segja nokkurri lif- andi sálu frá því. Þriðja: ekki hreyfa þig, þau sjá blettinn. Fjórða: gerðu neyðaráætlun — finndu útgönguleið. Og þannig sat ég í skömm minni í tuttugu mínútur meðan ég beið grafarþögull eftir að bíómyndin kláraðist og velti fyrir mér hvernig ég ætti að fara að því að útskýra þetta... þetta... þetta stórtap Irlands fyrir Ítalíu; þetta tákn um að það sem áður var munnlegt óhóf hefði nú þroskast og vax- ið uppí óræka sönnun þess að ég ætti ekki heima þarna/- hérna. Ég er böivað fífl. Ég er ferða- maður. Ég er kominn aftur í bælið mitt fjögurra ára gamall, ánþess að ég vissi hvernig ætti að gera mistök. Mamma, ég er búinn að pissa á mig. Aftur. Að vera í vímu af návist Franks Sinatra Ojæja, ég hafði ekki pissað á mig — ég hafði einfaldlega hellt niður drykknum mínum. Ég var dauðadrukkinn, í vímu af Manninum, ég var ört minnkandi skuggi sem sló vindhögg þarsem ég reyndi að feta í fótspor Franks, ég var illi- lega eldingu lostinn. „Og hvað svo, elskan mín, nú þegar þessu er lokið?“ Ég sneri aftur til hótelsins míns (beygðu til vinstri á Frank Sin- atra-breiðstræti). Ég myndi aldrei aftur drekka í félagsskap hins mikla manns. Mér yrði aldrei boðið það. Rangt, tvisv- ar. Athugist: ef þú ætlar að varpa einni, varpaðu þá einni stórri. Nafni, nafni til hengja uppá vegginn þinn. Fyrsti þáttur, desember 1993. U2 var nýkomin tilbaka frá Tókýó, höfuðborg Zoo TV. Þetta var allt um garð gengið. Mér leið dásamlega. Mér leið hörmulega. Það var búið að skrúfa fyrir sjónvarpið mitt. Jólin voru komin. Það beið mín pakki frá Frank, stór pakki. Ég opnaði hann. Málverk, málverk eftir Frank Sinatra og meðfylgjandi bréf: „Þú minntist á djassfíling- inn í þessu verki. í öllu falli heitir það Djass og okkur væri það ánægja ef þú þæðir það. Þín, Frank og Barbara.“ Jólasveinninn er til og hann er ítalskur Þetta fór að verða dáiítið heimskulegt. Jólasveinninn er til og hann er ítalskur í þokka- bót. (Ópera, Feilini, matur, vín, Positano, kynþokkafulla hliðin á trúnni, fótbolti, og núna glæsibragur og gjafmildi?) Þess er ætlast af hetjum að þær bregðist manni og reynist vera eitthvað minna en maður hélt, en hérna er ég í einum rembingshnút eftir þennan 78 ára gamla veitingahúsasöngv- ara og hans konunglegu fjöl- skyldu, frosinn af yfirþyrmandi þakklætistilfinningu, algjör ræfill í úthverfi Las Vegas með minn eigin Frank Sinatra, sem síðast sást í svefnherbergi hans á ystu mörkum eyðimerk- urinnar í Palm Springs. Málverkið er jafn geislandi orkuhlaðið og fíókið og titill þess og höfundur þess: lokaðir hringir er samtsem áður tvinn- ast saman, einsog bjórhringir á glasamottu, hringir með um- mál horns. Miles Davis, Buddy Rich, taktur, eyðimörkin — þau eru öllsömul þarna. Fljúgðu sjálfum þér til mánans! Frank hellir mig blindfulian á Grammy-hátíðinni Annar þáttur, 1. mars. Ég er ekki alkóhólisti, ég er írskur. Ég drekk ekki til að verða drukkinn, er það? Ég drekk af- því að mér líkar bragðið, er það ekki? Afhverju er ég þá dauðadrukkinn? Vegna þess að Frank var rétt að enda við að hella enn einum drykknum í glasið mitt. Það er ástæðan! Jack Daniel’s, í þetta skiptið óblandaður i hálfslítra glasi. Við erum staddir á Grammy- verðlaunahátíðinni og ég hef verið fenginn til að afhenda sjálfum meistaranum sérstaka viðurkenningu fyrir lífsferilinn. Ræða. Ég veit að ég er engan veginn hæfur til þess, en vita- skuld segi ég já. Og nú er ég í New York og svo hrikalega taugaveiklaður að ég er hálfheyrnarlaus og gjörsamlega ófær um að tala. Tveir valkostir: blöffaðu pakk- ið eða einbeittu þér að verk- efninu framundan. Ég geri hvort tveggja og enda uppi með hikstandi orðaflaumslof- ræðulíki með engum punktum eða kommum — það útaf fyrir sig gæti útskýrt hvaða tilfinn- ingar ég ber til mannsins sem bókstaflega fann upp poppið... Æi, einhver gamall náungi — Lincoln minmr mig... Hvað um það. Við erum staddir í búningsherbergi Franks Sinatra (persónulegri svítu framkvæmdastjóra stað- arins) þarsem almennt hjal er aldrei almennt hjal. Ég á í samræðum við Susan Reynolds (verndardýrling og sérlega aðstoðarkonu Franks) og Ali (eiginkonu mína). Paul McGuinnes (framkvæmda- stjóri U2) spyr Frank um merk- ið í barmi hans. „Þetta er franska Heiðursmerkið, æðsta viðurkenning sem borgara get- ur hlotnast. Forsetinn afhenti mér það.“ „Hver þeirra?" viil Paul fá að vita. „Æ, ég barasta veit það ekki. Einhver gamall náungi. Mig minnir að það hafi verið Lincoln." Svalur. Ægi- svalur. „Verður maður endilega að vera Bandaríkjamaður til að fá eitt svona?“ hugsa ég með sjálfum mér og er þegar farinn að finna lappirnar linast upp og breytast í brauð. Ræðulíkið sem ég flutti þetta kvöld fór ekki mjög víða, en Frank heyrði mál mitt og Frank fannst ég góður. Þannig að hér kemur stykkið: Frank er töffari töffar- anna, foringi foringjanna „Frank var aldrei gefið um rokkið. Og Frank er heldur ekki ýkja hrifinn af strákum með eyrnalokka, en hann er ekkert að nudda mér uppúr því og aukþess er tilfinningin gagn- kvæm. Liðið í rokkheiminum elskar Frank Sinatra því Frank Sinatra býr yfir þeim eiginleikum sem við vildum öll hafa: aðsóps- mikill og drjúgur með sig. Frank gerir mikið af því að vera drjúgur ánþess þó að vera montinn; hann er töffari — al- vöru töffari, þungavigtar- töffari. Frank er stjórnarfor- maður töffaranna. Rokkarar upptil hópa gefa sig útfyrir að vera töffarar, en þessi náungi, hann er töffari töffaranna; foringi foringjanna. Hann er Maðurinn. Hann er Stóri hvellur poppsins. Ég ætla ekkert að vera að angra hann: hvað með ykkur? Góða og vonda löggan í sama andardrættjnum Hver er hann annars: þessi maður er hver einasta sveiflu- borg í Bandaríkjunum vill eigna sér sem son? Þessi mál- ari sem býr útí eyðimörkinni? Þessi fyrsta flokks og „fyrstu töku“ leikari, þessi söngvari sem gerir aðra menn að skáld- um, þessi íðilsnjalli skylminga- meistari orðaleikjanna, þessi maður sem talar fyrir munn Bandaríkjanna... Maðurinn er snöggur til sem elding, óblandaður í fyrirsögn- unum og kemur fram einsog sá sem valdið hefur. Hann er perl- an; konungurinn sem spígspor- ar hnarreistur gegnum sorpið. Hljóðlátt hrós veitt í einrúmi. Frank er góða löggan og vonda löggan í einum og sama andar- drættinum. Þið þekkið sögu Franks því saga hans er ykkar eigin. Frank reigsar um einsog Bandaríkin: fullkomlega sjálfsöruggur — og gikkglaður. Frank í fararbroddi bvlt- ingarinnar: hann sjálfur Arið er 1945 og bandarísku riddaraliðssveitirnar eru að reyna að komast frá Evrópu, en þeim tekst það aldrei í raun og veru. Þær eru hluti af ann- arskonar innrásarliði: Útvarps- stöð bandaríska hersins er sendir út tónlist sem á eftir að afmynda hina stífu efrivör Eng- lands og umheimsins; varðar brautina í áttina til rokksins með djassi: Duke Ellington, stórsveit- irnar, Tommy Dorsey og alveg í broddi fylkingar sjálfur Frank Sinatra með rödd sína jafnsam- ankreppta og hnefa. Frank hef- ur upp raust sína í upphafi lag- línunnar en ekki upphafi takts- ins, hátt vomandi og yfir allt- saman hafinn ánþess þó að gera lítið úr laginu sjálfu held- ur vegsamar það. Klýfur laglín- una að hætti djassmeistaranna — einsog Miles Davis, skrúfar upp í rétta frasanum í rétta lag- inu, þarsem hann er á heima- velli, þarsem hann sleppir sjálfum sér lausum, þarsem hann opinberar sjálfan sig. Frank kemur til dyranna ein- sog hann er klæddur. Þar er ekkert fals að finna. Hann býð- ur þér að heimsækja sig, en þú ert alltaf meðvitaður um að til þess að geta sungið á þennan hátt þarf maður að hafa tapað nokkrum orustum. Til þess að þekkja viðkvæmar tilfinningar og rómantík líktog þessi mað- ur gerir þarf maður að hafa brostið hjarta. ætla ekkert vera að angra hann: hvað með ykkur? Fólk hefur haft það á orði að Frank hafi aldrei talað sig út við fjölmiðlana. Það vill fá að vita hvernig hann er og hvað sé á seyði í hugarskoti hans. En vitiði... Frank er þarna útí nóttinni oftar en flestir aðrir tónlistarmenn, seljandi sögu sína og komandi henni á fram- færi með tónlist sína sem mið- ilinn, nákvæmur i frásögn sinni gegnum lagavaiið, sögur úr einkalífinu í lögum á beinni rás til almennings, gjafmildur. Þetta er furðusmíð Frank Sinatra, hægra og vinstra heilahvelið ræðast varla við, hnefaleikari og málari, leikari og söngvari, elskhugi og faðir, vandræðagemlingur og sátta- semjari, hljómsveitarmaður og einfari, sigurvegarinn sem vill frekar sýna þér örin sín en verðlaunapeningana. Það getur vel verið að hann sé ljúfur sem lamb í höndum Barböru, en ég ætla ekkert að vera að angra hann: hvað með ykkur? Dömur mínar og herrar, er- uð þið tilbúin til þess að bjóða velkominn manninn sem er „þyngri“ en Empire State-bygg- ingin, betur „tengdur" en sí- amstvíburar, jafnþekktur og Frelsisstyttan og lifandi sönn- un þess að guð er kaþólskur? Gjörið svo vel að bjóða vel- kominn Konung New York- borgar: Francis. Albert. Sin- atra.“ - shh / Byggt á The Face

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.