Helgarpósturinn - 03.04.1996, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 03.04.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL1996 Kameljón íslenskra stjórnmála, Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaöur, hefur boðið sigfram til forseta. Sæmundur Guövinsson kynnti sérferil þessa um- deilda hæfileika- manns og leitaði álits samferðamanna á honum. Eiturskarpur framapotari Ollum sem þekkja til Ólafs Ragnars Grímssonar ber saman um að hann vilji hvergi nein hornkerling vera. Þegar hann var enn í gagnfræðaskóla stofnaði hann menningarsamtök íslenskrar æsku, sem barðist fyrir endurheimt handritanna. í Menntaskólanum í Reykjavík var hann atkvæðamikill í félagslífinu og var forseti Framtíðarinnar um skeið. Þegar skemmtistaðurinn Glaumbær brann 1970 stofnaði Ólafur Glaumbæjarhreyfinguna sem barðist fyrir því að Glaum- bær yrði endurreistur. Eftir að hann lauk BA-prófi í hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann f Manchester 1965 var hann um skeið umsjónarmaður þátta sem nefndust Þjóðlíf í Ríkisútvarpinu og vöktu þeir athygli og umtal. Veturinn 1970-1971, eftir doktors- próf frá Manchester, var hann umsjónarmaður umræðuþátta í Sjónvarpinu og gerði þá allt vit- laust er hann kallaði þjóðkunna embættismenn til og yfirheyrði þá harkalega í anda breskra sjón- varpsmanna. Þjóðin sat agndofa er Jóhannes Nordal og fleiri úr hópi hinna ósnertanlegu var spurður óvæginna spurninga og hvergi hlíft. Þetta var þó aðeins undanfari þess sem síðar varð, því á pólitískum ferli sínum hefur Ólafur sýnt að hann er harður málafylgjumaður sem sést ekki alltaf fyrir. Fæddur á ísafirdi Ólafur Ragnar er fæddur á ísafirði 14. maí 1943 og verður því 53 ára í næsta mánuði. Hann er einbirni, son- ur Svanhildar Ólafsdóttur Hjartar og Gríms Kristgeirssonar hárskera, sem bæði eru látin. Eiginkona Óiafs er Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, fram- kvæmdastjóri Póstmannafélags ís- lands og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Hún er nokkru eldri en Ólafur, fædd 14. ágúst 1934 og verður því 62 ára í sumar. Þau eiga tvíbura- dæturnar Guðrúnu Tinnu og Svan- hildi Döllu sem fæddar eru 1975. Ól- afur er doktor í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Manchester, var lektor og síðan prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. Þingmaður 1978 til 1983 og frá 1991. Ritstjóri Þjóðvilj- ans 1983 til 1985. Fjármálaráðherra 1988 til 1991. Formaður Alþýðu- bandalagsins 1987 til 1995. Ólafur var formaður og síðan forseti alþjóða- þingmannasamtakanna Parliament- arians for Global Action, var í skipu- lagsnefnd friðarátaks sex þjóðarleið- toga og sat þing Evrópuráðsins um fjögurra ára skeið, svo nokkuð sé nefnt. Hann hefur hlotið ýmsar viður- kenningar á erlendum vettvangi og skrifað mikið í erlend blöð og tímarit og haldið fjölda erinda erlendis um ís- lenska stjórnkerfið og afvopnunar- mál. Fór milli flokka Ólafur Ragnar gekk ungur til liðs við Framsóknarflokkinn og settist brátt í stjórn SUF, þar sem hann er sagður hafa haft öll völd þau ár sem hann sat í stjórninni. Hann varð síðan formað- ur í einhverri nefnd í flokknum sem ekki var ætlast til að Iéti mikið á sér bera, en fyrr en varði var þetta orðin ein valdamesta nefnd flokksins og menn hrukku upp við vondan draum. Svo fór að Ólafur yfirgaf Framsóknar- flokkinn og segja sumir að þar hafi ekki verið rúm fyrir bæði hann og Steingrím Hermannsson. Ólafur varð mjög umdeildur í Framsóknarflokkn- um en Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri Ttmans og þingmaður, sagði alltaf að Ólafur myndi lagast með aldrinum. Þetta átti bæði að vera skýring á því hvers vegna ekki væri hægt að hafa hann í flokknum og svo hitt að hann myndi eiga mikla framtíð fyrir sér í pólitík. Eftir skamma við- dvöl í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna gekk Ólafur í Alþýðu- bandalagið árið 1976 og var kominn í hóp þingmanna flokksins tveimur ár- um síðar. Hann varð formaður fram- kvæmdanefndar Alþýðubandalags- ins, sem strax varð valdamesta stofn- un flokksins, og síðan færðist valdið til eftir því hvar Ólafur var. Þegar Svavar Gestsson lét af formennsku 1987 bauð Ólafur sig fram, en hið svo- nefnda flokkseigendafélag barðist hart gegn kjöri hans. Ólafur hafði þó sigur og gegndi formennsku þar til síðastliðið haust. Um leið og hann af- henti eftirmanni sínum, Margréti Frí- mannsdóttur, formannsstólinn var eins og öllum pólitískum afskiptum hans væri lokið. Hann hefur varla opnað munninn um pólitík síðan og telja ýmsir það merki um að hann hafi löngu verið búinn að ákveða forseta- framboð. Gekk 68 metra Meðal nemenda Ólafs í Háskólanum var Jóhannes Kristjánsson skemmti- kraftur. Um Ólaf sem kennara sagði Jóhannes meðal annars: „Ólafur var í kennslu sem öðru afar skipulagður og setti efnið mjög skýrt fram á góðu íslensku máli og ég heyrði hann aldrei nota erlendar slettur. Skipulagið var slíkt að síðasta setningin í lok hvers þriggja mánaða námskeiðs var eins og í beinu fram- haldi af þeirri fyrstu í upphafi nám- skeiðsins og hann bætti þá við: „Eins og ég gat um í upphafi." Þegar fyrir- lestrar voru í Lögbergi þá fór hann alltaf út í frímínútum og gekk greitt fram og til baka sirka 68 metra, ég mældi það einu sinni. Ef ég þurfti að spjalla við hann í frímínútum gekk ég þetta með honum og var stundum orðinn mjög móður þegar hringt var inn,“ sagði Jóhannes. Alltaf nýjar leiðir Meðal náinna samverkamanna og stuðningsmanna Ólafs er Einar Karl Haraldsson, framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins. „Það sem gerir það skemmtilegt að vinna með Olafi er að hann sér alltaf nýjar leiðir út frá þeirri stöðu sem hann er í. Hann er mjög kröfuharður, en það er eins og hann vakni með nýja hugmynd á hverjum morgni," sagði Einar Karl. Hann sagðist alltaf fara með nýja framtíðaráætlun af fundi Ólafs, sem ekki væri að grafa sig niður í hið liðna. Einar sagði ðlaf taka gagnrýni vel og kvaðst vita um marga sem hefðu gagnrýnt hann harkalega en báðir þó haldið sínu. „Það er þetta breska uppeldi hans, sem var honum eiginlega fjötur um fót til að byrja með í pólitík. Hann var I öðrum stíl, þar sem menn þurfa ekki að taka það persónulega þótt menn flytji sitt mál með svolitlum oddi í,“ sagði Einar Karl. „Málstaður íslands væri vel tryggð- ur með Ólaf sem forseta og Guðrúnu „Hann er maður sem hefur varnarvegg í kringum sig. Hann hleypir manni aldrei að sér. Ég hef aldrei talað við hann um hans persónulegu mál né hann við mig um mín mál, eins og fólk sem vinn- ur saman gerir gjarnan. Öll hans pólitík snýst um hann sjálfan og hann er ekki hugsjónamaður. Hann er í núinu. Hann er einn af þeim sem ég treysti ekki yfir þveran þröskuld í pólitík. Hann reynir að notfæra sér allt í eigin þágu og er ósvífinn maður.“ sem forsetafrú. Það er vandi að taka við af Vigdísi og það fer enginn meðaljón í hennar spor. Ólafur ræður við að þróa embættið yfir í að verða alþjóðlegur talsmaður fyrir ísland og ísienska atvinnuvegi með kannski öðrum hætti en Vigdís," sagði Einar Karl meðal annars. Sundrar öllu og öllum Það kvað við annan tón hjá Hann- esi Hólmsteini Gissurarsyni dósent. Þegar hann var beðinn að lýsa Ólafi var hann ekki að spara stóru orðin: „Það gustar af Ólafi Ragnari Gríms- syni og enginn frýr honum dugnaðar, en meira er hann grunaður um ófyrir- leitni. Hann er maður sem hefur vað- ið áfram með offorsi og kveikt elda í kringum sig. Þeir sem næstir honum eru hafa ekki hænst að honum eftir því sem þeir hafa kynnst honum bet- ur heldur margir hverjir hrökklast frá. Hann hefur ausið svívirðingum yfir andstæðinga sína. Skemmst er að minnast þess þegar hann sagði um Þorstein Pálsson skömmu eftir að Þorsteinn hafði vikið úr stjórnaráð- inu, að „lengi gæti smátt smækkað“ í umræðum á þingi. Einnig má minna á þegar hann ásakaði forsætisráðherra um „skítlegt eðli“. Ólafur hefur sýnt að hann hefur ekki miklar hugsjónir. Ef til vill má taka saman hugsjónir hans í þremur orðum. Þessi orð eru: Ólafur Ragnar Grímsson," sagði Hannes Hólmsteinn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.