Helgarpósturinn - 03.04.1996, Síða 7

Helgarpósturinn - 03.04.1996, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL1996 En gœti hann ekki engu að síður orðið heppilegur forseti? „Ég held að Ólafur Ragnar Gríms- son yrði ekki heppilegur forseti. For- seti Islands á að sameina þjóðina en ekki sundra henni. Hann hefur sundr- að öllu og öllum þar sem hann hefur komið nálægt og er mjög umdeildur maður. Hans stíll og hans starfsað- ferðir eru svipaðar þeim og Jónas Jónsson frá Hriflu beitti á sínum tíma. Sífelldar kröfur um rannsóknar- nefndir, sífelidar utandagskrárum- ræður, sífelldar árásir á einstaklinga. Slíkur maður á ekki vel heima á Bessastöðum. Þar þarf að vera mild- ur og ljúfur, velmenntaður maður sem komið getur virðulega fram inn- anlands sem utan. Það er athyglis- vert að Ólafur Ragnar skreytir sig mjög með vinum sínum erlendis. En hverjir eru þessir vinir? Þetta eru oft- ast menn sem hrökklast frá vegna spillingar eða ósvinnu í sínum stjórn- málastörfum. Nægir þar að nefna Ra- úl Alfonsín í Argentínu sem hrökkl- aðist frá við þúsund prósent verð- bólgu; Carlos Salinas de Gortari í Mexíkó sem nú er landflótta í Banda- ríkjunum; Andreas Papandreu í Grikklandi sem hlaut dóm fyrir spill- ingu. Einnig ýmsar valdafjölskyldur á Indlandi þar sem bilið á milli ríkra og fátækra er miklu breiðara en á Vest- urlöndum og þar sem skýra má auð- legð hinna ríku með fátækt hinna snauðu, ólíkt því sem gerist á Vestur- löndum," sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Alltaf umdeildur Þungaviktarmenn úr Sjálfstæðis- flokknum sem haft var samband við voru af einhverjum ástæðum tregir til að láta nokkuð hafa eftir sér um Ólaf Ragnar Grímsson í tilefni af framboði hans. En Matthías Bjarnason, fyrrver- andi þingmaður og ráðherra, hafði þetta að segja um Ólaf: „Ég hef þekkt hann mjög lengi og góða hliðin á honum er sú að hann er duglegur maður sem hefur brotist áfram og yfirleitt náð settu marki. Þegar menn yfirgefa flokk, svo ekki sé talað um fleiri flokka, eiga þeir oft ekki margra kosta völ í nýjum flokki. En þrátt fyrir andstöðu innan Alþýðu- bandalagsins sigraði hann og varð formaður svo lengi sem lög og reglur flokksins leyfa. Ólafur hefur alltaf ver- ið umdeildur og á marga andstæðinga en þeir eru líka margir sem eru hrifnir af honum. Hann var ekki lengi ráð- herra en fór með erfitt ráðuneyti sem er fjármálaráðuneytið. Þó deila megi um hvernig til hafi tekist held ég þó að það verði að segja að á margan hátt hafi hann skilað sínu hlutverki mjög sómasamlega. Hann er víða þekktur erlendis og hefur tekið þátt í alþjóðasamtökum, ekki síður utan Evrópu en innan, og komist þar til metorða. Ég efast ekkert um að hann muni skila forsetahlutverkinu vel. Hann er það vel gefinn að hann færi ekki út í neina tvísýnu í þeim efnum. Ólafur veit að samkvæmt stjórnar- skrá okkar er forsetaembættið valda- lítið og aðalvandamálið er þegar mynda þarf ríkisstjórn og gengur erf- iðlega. Þá hvílir mikil ábyrgð á for- seta,“ sagði Matthías Bjarnason. Hann bætti síðan við: „Þó að ég segi þetta er ég ekki að gefa yfirlýsingu um að ég ætli að styðja hann. En ef það kemur einhver fram sem mér er mjög í nöp við veit ég ekki nema ég kjósi þann mann. Ég hef nefnilega aldrei fengið forseta kosinn. Þeir sem ég hef kosið hafa alltaf fallið,“ sagði Matthías. Vel hæfur Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sagði að Ólafur Ragnar yrði mjög hæf- ur forseti. „Kostirnir eru þeir að hann fylgist mjög vel með utanríkismálum og hefur talsverð tengsl við erlenda stjórnmálamenn, sem mundi nýtast þjóðhöfðingja vel fyrir okkar hönd. Hann er mjög vel máli farinn á erlend- um tungumálum, að minnsta kosti á ensku og norrænum tungum, og kem- ur vel fyrir,“ sagði Siv. En hvað kemur til með að spilla fyrir honum? „Það gæti spillt fyrir honum hvað hann hefur verið áberandi í stjórn- málaumræðunni og stundum nei- kvætt. Ég er hins vegar ekki viss um að það spilli mikið fyrir honum. Það er svo, að þegar menn eru í stjórnmál- um þurfa þeir stundum að taka sárs- aukafullar ákvarðanir og segja mein- ingu sína hreint út. Það er því ekki hægt að finna stjórnmálaleiðtoga sem forsetaefni sem er óumdeildur. Ólafur hefur marga góða kosti og á sam- henta fjölskyldu. íslendingar væru því fullsæmdir af að fá hann sem forseta, en það má raunar einnig segja um hina frambjóðendurna," sagði Siv Friðleifsdóttir. Virtur í Asíu Þekkingu Ólafs Ragnars á málefnum Asíu og persónulegum tengslum hans við ýmsa ráðamenn þar hefur talsvert verið hampað. En er rétt að hann hafi eins góð sambönd í þessum heims- hluta og af er látið? Gunnar Scheving Thorsteinsson verkfræðingur, sem rekur verkfræðistofuna Feril, hefur verið að vinna að öflun verkefna í Ví- etnam. Hann var spurður hvort Ólaf- ur Ragnar hefði komið þar við sögu. „Ólafur Ragnar hefur verið okkur mjög hjálplegur þar og sýnt þessu mikinn áhuga. Hann hefur greinilega góð sambönd og þekkir marga í þessum heims- hluta og er mjög virtur þar, sérstaklega á Indlandi. Ólafur gerði okkur mikið gagn með því að koma með okkur á fyrsta fundinn sem við áttum með æðsta manni People’s committee í Ho Chi Minh í Ví- etnam vorið 1994. Það Iyfti fundinum upp á allt annað plan en ella. Sá fundur gekk af- ar vel og mjög mikilvægt að fá fund með þessum manni. Það hefði aldrei tekist nema fyrir tilstilli Ólafs Ragnars. Hann var staddur á Indlandi þegar þetta var en gerði það fyrir okkur að koma til Víetnam, sem er fimm til sex stunda flug, án þess að þiggja nokkra borgun. Þetta er eins og að biðja einhvern mann sem staddur er hér að koma til New York af því hann er hvort sem er í Evrópu! Mig minnir að hann hafi bara gist eina nótt áður en hann hélt aftur til Indlands. Ég held að Ólafur muni pluma sig mjög vel í for- setaslagnum,“ sagði Gunnar Scheving Thorsteinsson. Yfirburðamaður Jón Ormur Halldórsson, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands, hefur Iengi þekkt til forsetaframbjóðand- ans^ „Ólafur er yfirburðamaður á mörgum sviðum. Hann býr til snjallari áætlanir en aðrir menn. Gallinn við þetta í pólit- ík er sá að leikflétturnar hafa orðið flóknari en veruleikinn sjálfur. Hann hefur líka alltaf þegið stuðning manna án þess að telja sig bundinn af þvi að gefa eitthvað til baka. Það hef- ur pirrað samverkamenn hans og valdið honum erfiðleikum í pólitík, en kosturinn við þetta er sá að menn geta treyst því að Ólafur hampar ekki vinum sínum á kostnað annarra," sagði Jón Ormur. Hann sagði að Ólafur hefði nokkra mjög stóra kosti í emb- ætti forseta íslands. Jón Ormur taldi Ólaf besta frambjóðandann fyrir ís- lenskt viðskiptalíf og kvaðst eiga von á að hann fengi stuðning þaðan. Ann- ar kostur væri sá að Ólafur þekkti út í hörgul hvernig hlutirnir gengju raun- verulega fyrir sig á æðstu stöðum er- lendis og þekkti það örugglega betur en nokkur annar íslendingur. Hann kynni ekki bara að umgangast erlenda valdamenn heldur líka að koma hlut- unum áfram gagnvart slíkum mönn- um. „Ólafur er í senn heimsborgari og bundinn sínu landi sterkum tilfinning- um og skyldum," sagði Jón Ormur. Hann er refur Þingkonur Kvennalistans vilja ef- laust sjá konu áfram í embætti for- seta íslands. En Kristín Ástgeirsdótt- ir sér ýmsa góða kosti í Ólafi Ragnari. „Það er alveg ljóst að hann er vel menntaður og reyndur maður sem hefur mikið sinnt alþjóðamálum og hefur mikil alþjóðleg sambönd. Ég hef orðið vör við það þegar ég hef verið innan um þingmenn erlendis að hann er ótrúlega vel þekktur. Það er meðal annars fyrir það starf sem hann hefur unnið í friðarsamtökum þingmanna og víðar. Hann beitir sér yfirleitt hvar sem hann er. Ólafur er skarpur að greina aðstæður þótt mér hafi oft fundist viðbrögð hans vera röng. Hann hefur hvað eftir annað komið fram með tillögur um þjóð- stjórn og svoleiðis samkrull sem mér hefur fundist tóm della," sagði Krist- ín. „Hann er kaldur raunsæismaður í pólitík og ekki hlýr persónuleiki. Það er ýmislegt í fortíðinni sem varpar skugga á hann. Þá nefni ég sérstak- lega átökin við Bandalag háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna þegar hann sem fjármálaráðherra ógilti samninga við þá með bráðabirgða- lögum. Þetta var síðan dæmt ólöglegt og kostaði ríkið fleiri hundruð millj- ónir króna. Ólafur er bardagamaður og fylginn sér. Hann er auðvitað refur sem alltaf er að spá í spilin og kort- leggja þróunina framundan. En hvað sem því líður hefur hann ýmislegt í þetta starf og myndi gegna því með sóma,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir. þetta lengi. Hann hefur varla stigið í ræðustól Alþingis í allan vetur og hef- ur haldið sig til hlés. Hins vegar hefur hann verið úti um allan bæ, mætt á opnun allra málverkasýninga og mik- ið látið sjá sig. Einnig hefur hann ver- ið mikið erlendis, þar sem hann hefur notfært sér öll þessi sambönd sem hann hefur," sagði stjórnarandstöðu- þingmaður sem lengi hefur þekkt Ól- af. „Hann er maður sem hefur varnar- vegg í kringum sig: Hann hleypir manni aldrei að sér. Ég hef aldrei tal- að við hann um hans persónulegu mál né hann við mig um mín mál, eins og fólk sem vinnur saman gerir gjarn- an. Öll hans pólitík snýst um hann sjálfan og hann er ekki hugsjónamað- ur. Hann er í núinu. Hann er einn af þeim sem ég treysti ekki yfir þveran þröskuld í pólitík. Hann reynir að not- færa sér allt í eigin þágu og er ósvíf- lagsmálum. Fyrir nokkrum árum átt- um við nána samleið bæði í blaða- mennsku og pólitík og get ég vitnað um að þvert á það sem margir halda getur hann verið hrifnæmur og hress félagi. Það er til dæmis margra gjöf- ulla stunda með honum að minnast í samstarfi á Þjóðviljanum í þá daga. Auðvitað er hann ekki gallalaus frem- ur en önnur mannanna börn og þær stundir komu að manni þótti hann helst til breyskur," sagði Óskar. „í pólitíkinni var uppstokkun flokkakerfisins og sameining jafnað- armanna markmiðið þá eins og nú. Vissulega vorum við gömlu samherj- arnir hans Ólafs Ragnars, sem studd- um hann af miklu kappi til forystu í stjórnmálum, stundum óánægðir með pólitík hans. Okkur fannst meira að segja að hann hefði brugðist okk- ur. Töluverður hópur fólks sleit flokkslegar samvistir við hann og það varð vík milli vina. Sumir fóru í Alþýðuflokkinn, aðrir urðu utanflokka eða fóru í Þjóðvaka á leiðinni heim til Jafnaðarmanna- flokks íslands. Þrátt fyrir þetta eru mörg okkar sem urðum flokkspólitískt ósátt við Ólaf Ragnar Grímsson meðal einlæg- ustu stuðningsmanna hans nú í embætti forseta íslands. Segir það ekki mikla sögu um virðingu fólks og traust til hans? sagði Óskar ennfremur. „Ástæður þess að hann er einkar vel til þess fallinn að gegna embætti forseta íslands snúa að stöðu þjóðarinnar á al- þjóðavettvangi í framtíðinni. ís- land fer nú hraðstiga inn í hring- iðu mun nánari alþjóðlegra sam- skipta en við höfum áður kynnst. í gegnum þátttöku sína í alþjóðamálum hefur Ólafur Ragnar aflað sér einstæðrar reynslu og átt meðal annars samskipti við þjóðhöfðingja og stjórnmálaleiðtoga í öllum heimsálfum. Við lifum líka á tím- um þar sem reglusemi og heil- brigðir lífshættir skipta máli. Forseti þarf að búa yfir reisn og geta varið sóma þjóðarinnar inn á við og út á við. Ólafur Ragnar er heldur ekki úr hinum hefð- bundnu valdaættum og klíkum sem ráðið hafa íslandi síðustu áratugina. Það er því einnig hollt fyrir jafnvægið í þjóðfélaginu að maður með hans bakgrunn sitji í embætti forseta lýðveldisins,“ sagði Óskar Guðmundsson. „Sumir tóku fram að þeir gerðu skýran greinarmun á Ólafi Ragnari pólitík- usi og svo manninum sem persónu. Hann væri stundum ofstopamaður í pólitík en persónulega kynnu þeir vel við hann og hann væri mjög góður kostur sem forseti. Þó er eins og Ólafur Ragnar eigi ekki marga nána per- sónulega vini og hann virðist leggja mikið upp úr því að verja stopulum tóm- stundum með fjölskyldu sinni. Kappkostar að halda sér í góðu líkamlegu formi og.er bindindismaður á vín og tóbak.“ Ótrúlegt sjálfstraust Gunnar Helgi Kristinsson, dósent við Háskóla íslands, vann með Ólafi á sínum tíma við Háskólann og hann segist hafa hitt margt fólk í útlöndum sem kannast við Ólaf. „Hann er feikilega frambærilegur maður. Hefur ótrúlegt sjálfstraust og kemur vel fyrir hvar sem hann fer. Þar að auki er hann vel skipulagður, afskaplega duglegur og vel greindur. Hann hefur því verulega kosti, en ókosturinn er sá að hann veit vel af þessum kostum sínum. Ólafur á það líka til að fara offari og ég held að per- sónuleg samskipti séu kannski ekki hans sterkasta hlið,“ sagði Gunnar Helgi. Eigjnhagsmunaseggur „Ólafur er búinn að vera að plana inn maður. Enda ber ferill hans það með sér að hann hefur alltaf verið að leita að bestu kostunum fyrir sjálfan sig. Maður veit aldrei hvar maður hef- ur Ólaf Ragnar. Hins vegar ætti það ekki að skyggja á hann í embætti for- seta,“ sagði þessi þingmaður. Býr yfir reisn Meðal fyrrverandi samherja og samstarfsmanna Ólafs Ragnars í Al- þýðubandalaginu er Óskar Guð- mundsson blaðamaður. Hann styður framboð Ólafs. „Ólafur Ragnar er prýddur mörg- um góðum kostum. Hann getur verið eiturskarpur og skemmtilegur, hann er hugmyndaríkur og afar fylginn sér í stjórnmálum. Hann er auk þess gæddur analýtískri greind og nýtur yfirburðaþekkingar sinnar á þjóðfé- Hefur verulegt fylgi Auk þeirra sem að ofan eru nefndir var rætt við ýmsa aðra sem ekki vildu láta bera sig fyrir neinu. En það kom berlega fram hjá mörgum að þeim líst vel á framboð Ólafs til forseta og hann sækir greinilega fylgi víða. „Ég hafði eiginlega andstyggð á hon- um sem ófyrirleitnum pólitíkus. Svo kynntist ég honum gegnum starf mitt og þá fór mér að líka vel við hann,“ sagði háttsettur embættismaður í einu ráðuneyt- anna. Kona sem mikið hefur starfað innan Sjálfstæðisflokks- ins kvaðst hiklaust kjósa Ólaf: „Hann er sá yfirsendiherra sem við þurfum í þetta embætti og ég sé ekki annan betri,“ sagði þessi kona. Sumir tóku fram að þeir gerðu skýran greinarmun á Ólafi Ragnari pólitíkusi og svo manninum sem per- sónu. Hann væri stundum ofstopa- maður í pólitík en persónulega kynnu þeir vel við hann og hann væri mjög góður kostur sem forseti. Þó er eins og Ólafur Ragnar eigi ekki marga nána persónulega vini og hann virð- ist leggja mikið upp úr því að verja stopulum tómstundum með fjöl- skyldu sinni. Kappkostar að halda sér í góðu líkamlegu formi og er bind- indismaður á vín og tóbak. Sagt er að mesta drykkja sem sést hafi til hans hafi verið er hann á námsárunum á Bretlandi drakk einu sinni einn lítinn bjór á krá. Að endingu má vitna í ónefndan þingmann sem sagði: „Ég styð eindregið framboð Ólafs. Bæði af því hann er afar hæfur í emb- ættið og líka vegna þess að ég má ekki hugsa þá hugsun til enda hvað gerist ef hann tapar. Það væri ekkert gefið að hann færi aftur í Alþýðu- bandalagið. Hann mun vinna með fjölda fólks úr öllum flokkum í kosn- ingabaráttunni og ómögulegt að segja hvað það getur leitt til ef hann kemst ekki á Bessastaði."

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.