Helgarpósturinn - 03.04.1996, Page 20
20
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL1996
Hugur og hjarta
Sense and
Sensibility
Sýnd í Stjörnubtói
Leikstjóri: flng Lee
Aðalhlutverk: Emma Thompson,
Kate Winslet, Alan Rickman, Hugh Grant
★ ★★
að sem aðskilur myndina
Sense and Sensibility frá
svipuðum „períódu“-myndum
(til dæmis úr smiðjum Mer-
chants og Ivorys, til að mynda
Room with a View 1985 og
Remains of the Day 1993) er
einlægnin og jákvæðnin í sögu
Jane Austin, sem Emma
Thompson byggir Óskarsverð-
launahandrit sitt á. Hér eru
rómantík og leikhæfileikar í
fyrirrúmi og umgjörð í formi
glæsilegra búninga, sviðs-
mynda og tónlistar skaðar
ekki þessa ágætu og hjarta-
vermandi kvikmynd.
Sagan gerist á 18. öld og seg-
ir frá Dashwood-konunum;
þremur systrum og móður
þeirra, sem neyðast til að flytj-
ast frá ættarsetrinu eftir að
heimilisfaðirinn iætur lífið og
arfleiðir son sinn að öllum
eignum. Þessi sonur er kvænt-
ur eiginhagsmunaherfu sem
lítinn hlýhug ber til kvenn-
anna og þurfa þær að flytja út
á land og bera sig þar eftir
björginni. Það reynist ekki
mjög erfitt, því þær eru sjarm-
erandi, myndarlegar og góðar
sálir sem ungum herramönn-
um er ljúft að aðstoða. Eldri
systurnar tvær eru mestu mát-
ar þótt lífsviðhorf þeirra séu
ólík. Sú eldri er leikin af Emmu
Woo veldur vonbrigðum í Hollywood
„Megingallann við Broken Arrow er ekki að finna í söguþræðinum eða
hjá leikurunum, heldur er það vöntunin á Woo-ismanum sem tekur
broddinn af myndinni og veldur því að þessi brotna ör flýgur ekki eins
langt og maður hefði viljað. Broken Arrow er aðeins skugginn af því
sem hún hefði getað orðið. Vonbrigði."
Broken Arrow
Sýnd í Regnboganum og Háskólabíói
Leikstjóri: Jolin Woo
Aðalhlutverk: John Travolta,
Christian Slater, Samantha Matliis
★ ★
Herþotuflugmaðurinn Vic
Deakins stelur tveimur
kjarnorkusprengjum þegar
hann, ásamt aðstoðarflug-
manni, er í æfingaflugi á nýj-
ustu „steaith“-sprengjuþot-
unni yfir einhverri eyðimörk-
inni í miðfylkjum Bandaríkj-
anna. Deakins lætur sprengj-
urnar falla (ótengdar) í átt að
jörðu þar sem samsærisfélag-
ar hans bíða eftir að taka á
móti þeim. Aðstoðarflugmað-
urinn er ekki á sömu bylgju-
lengd og Vic, enda ómeðvitað-
ur um aðdraganda illvirkisins.
Eftir að hafa loks áttað sig á
plottinu reynir aðstoðarflug-
maðurinn að stöðva Vic, sem
sér við honum og skýtur hon-
um upp og út úr þotunni með
dyggri hjálp neyðarkerfisins.
Aðstoðarflugmaðurinn lifir þó
morðtilraunina af og fram-
vinda myndarinnar eftir það
er fyrirsjáanleg; hasar á jörðu
niðri þar sem hetjan reynir að
koma í veg fyrir að skúrkunum
takist að fá vilja sínum fram-
gengt... að ógleymdrl sætu
kvenpersónunni sem hjálpar
hetjunni við þetta allt saman.
Söguþráður í myndum leik-
stjórans Johns Woo er nánast
aukaatriði og það er einnig til-
fellið með Broken Arrow. Aðal-
atriðin hjá þessum knáa Hong
Kong-búa eru ofbeldi og hasar,
sem hann hefur nánast gert að
listformi með myndum eins og
The Killer (1989) og Hard Boil-
ed (1992). Stílbragð Woos er
auðþekkjanlegt á „slow moti-
on“, yfirdrifnu magni af blóð-
slettum sem sprautast úr fórn-
arlömbum skotbardaga og
fjölda áhættuleikara sem kast-
ast til og frá í dauðateygjun-
um. Woo-stílnum hefur vaxið
fiskur um hrygg og þannig ver-
ið ættleiddur í „nýjabruminu"
frá Hollywood, eins og sést í
myndum Tarantinos (Reservo-
irDogs er grunsamlega lík fyrri
myndum Woos hvað byssu-
sveiflur og karlmennsku varð-
ar) og Rodriguez (í Desperado
hendast áhættuleikarar þvers
og kruss í ýktum skotbardög-
um). Ekki leið á löngu uns Woo
sjálfum var boðið til Holly-
wood til að spreyta sig á
bandarískri mynd (reyndar
með belgískum leikara í aðal-
hlutverki). Sú hét Hard Target
(1993) og er best að fara sem
fæstum orðum um verkið —
enda frekar misheppnað þótt
stílbragðið fyrrnefnda væri
fyrir hendi. Markaðsmenn
voru samt ánægðir með af-
raksturinn og Broken Arrow er
önnur myndin undir stjórn
Woos sem framleidd er vest-
anhafs.
Leikararnir eru ekki af verri
endanum. John Travolta, í
hlutverki Deakins, fer lauflétt
með að skapa sjarmerandi ill-
menni og er óneitanlega sá
svalasti í bransanum þessa
dagana. „Kemistrían" milli
Travolta og Christian Slater
(True Romance 1993, Interview
with the Vampire 1994 og Mur-
der in the First 1995), sem leik-
ur hetjuna, er góð — og
myndast vinalegt samkeppnis-
andrúmsloft meðan þeir reyna
að berja, skjóta og sprengja
hvor annan í tætlur. A sama
tíma hendist myndin áfram á
dæmigerðum Woo-hraða.
Málamyndakvenpersónan í
þessari karlrembulegu
spennumynd er í höndum leik-
konunnar Samönthu Mathis,
sem lék áður á móti Slater í
Pump Up The Volume (1990)
— og einnig til dæmis á móti
Richard E. Grant í væminni
Sarah í fyrra. Mathis fer með
hlutverk þjóðgarðsvarðar (í
eyðimörkinni...) sem kemur
hetjunni til hjálpar við og við
gegnum myndina. Mathis er
illa nýtt í frekar tilgangslausu
hlutverki, enda hálfpartinn of
hæfileikarík fyrir litla rullu í
svona hasarbræðingi.
Megingallann við Broken
Arrow er ekki að finna í sögu-
þræðinum (enda sígild og
skemmtileg formúla þar á
ferð) eða hjá leikurunum (sem
þurfa náttúrlega ekki að upp-
fylla mjög miklar kröfur), held-
ur er það vöntunin á Woo-ism-
anum sem tekur broddinn af
myndinni og veldur því, að
þessi brotna ör flýgur ekki
eins langt og maður hefði vilj-
að. Magn og stærðargráða
sprenginga og skotbardaga í
Broken Arrow er langt fyrir
neðan getu leikstjórans — ef
Hong Kong-myndir hans eru
skoðaðar til samanburðar —
og því er Broken Arrow aðeins
skugginn af því sem hún hefði
getað orðið. Vonbrigði.
- KDP
Imyndbandið
Monty Python - Life of Brian
Hágæða breskur háðshúmor
★★★★
ins og tryggum lesendum Helgar-
pöstsins er kunnugt hefur mynd-
bandarýnir undanfamar vikur veriö hel-
tekinn af breskum háöshúmorsmynd-
um, sem hann telur einhvern albesta
kvikmyndahúmor sem tll er. Síöustu vik-
ur hefur veriö fjallaö um Black Adder■
myndirnar og Mr. Bean. Nú er rööin
komin aö konungi bresks háös — þeim
félögum I Monty Python, sem hafa
stundum veriö nefndir vandraeöageml-
ingar bresks kvikmyndaiönaöar, enda
er þelm ekkert heilagt og meö elnstakri
kaldhæönl draga þeir konunga jafnt
sem trúarbrögö og aöra hellaga hluti
samfélagsins sundur og saman í háöl. I
hinni fornfrægu mynd Life ofBrian frá
árinu 1979 kveöur viö sama tón. Þeir
John Cleese og félagar segja sögu af
ungum einföldum mannl I Jerúsalem
fyrir 2000 árum sem veröur eins konar
auka-Jesús. Samtök gyöinga berjast
gegn yfirráðum Rómverja, sem þeir
saka um heimsvaldastefnu og er þelm
llkt viö nasista Hitlers og nota ávallt
kveöjuna „heil Sesar' um leiö og þeir
skella saman hælum. Þaö sem er eln-
mitt skemmtilegast viö þennan húmor
er fáránleikinn viö aö yfirfæra nútfma-
hluti og núttmaslangur yfir á þennan
foma tíma og blanda svo öllu saman í
þott sem er hristur f allar áttir þannlg
aö maður veit aldrel hvaö gerist næst.
Myndin hefst þar sem Brian og mamma
hans lauma sér á grýtlngu, sem viröist
vera mjög skemmtileg dægradvöl. Hún
trúir honum fyrír því aö hann sé hálf-
rómverskur. Hann verður brjálaöur og
sótbölvar Rómverjum fyrir aö hafa
nauögaö móOur sinni, en þaö fylgdi nú
ekki hennar sögu. Hann gengur þá í
þjóövaröllð gyöinga. sem minnlr mjög á
ungliöahreyflngar stjórnmálaflokkanna,
sem ræöa hlutina I hel frekar en taka á
þeim. Brian er síöan tekinn fastur af
Rómverjum en nær aö flýja. Á flóttanum
stekkur hann út um glugga og lendir á
syllu og Rómverjarnir æöa á eftir hon-
um. I sjálfheldu á syllunni meö fullt af
fólkl fyrir neöan bregöur hann sér I líki
kallsins á kassanum og tuöar nokkur
sundurlaus orö f lýölnn, sem aö sjálf-
sögöu heldur meö það sama aö þarna
sé Messías sjálfur komlnn. Brlan reynir
aö flýja af hólmi en allur skarinn eltir og
sífellt flölgar f hópnum. Aö lokum stopp-
ar Brian, reynir aö útskýra fyrir lýönum
aö hann sé ekki Messías og segir þeim
meö þjósti aö drulla sér f burtu. Lýöur-
inn sannfærist viö þetta um aö þarna
sé englnn annar en Messfas sjálfur, því
hver annar myndi neita því? Rómverjar
ná svo loks í skottlö á Brian, en hann
er þá oröinn svo mlkil súperstjarna aö
lýðurinn fer aö undirbúa byltingu.
Helgarpósturinn útnefnir Life of Brian
páskamyndlna f ár. - EBE
- ’N.
Thompson og er tákn skyn-
seminnar (hugur). Þessi skyn-
semi hefur samt í för með sér
angist hvað varðar ástina og á
hún erfitt með að tjá sig um
slík mál. Maðurinn sem hún
hefur augastað á og er leikinn
af Hugh Grant (alltaf eins)
reynist álíka bældur og eru
samskipti þeirra skemmtilega
þvinguð og vandræðaleg:
Emma og Hugh á heimavelli.
Yngri systirin er rómantísk
(hjarta) svo um munar og
neistar af Kate Winslet í þessu
ágæta hlutverki þar sem hún
fellur fyrir kolröngum manni
og lærir seint af mistökunum.
Alan Rickman leikur yfirveg-
aðan hefðarmann, sem reynist
þolinmóður biðill hennar með-
an hún hleypur í hinar ýmsu
gönur.
Sense and Sensibility er leik-
stýrt af Ang Lee, sem vakti
„Sense and Sensibility er dæmi-
gerður afrakstur áratugagamall-
ar hefðar í kvikmyndagerð
Breta; hefðar sem öðlast hefur
alþjóðlegar vinsældir á nýjan
leik, einkum vegna áhuga Kana
á „menningu". Þetta er falleg
og vönduð mynd með stórt
hjarta og heilan hug og vel þess
virði að kynna sér nánar ef
Emmu-óþol bíófarans hefur enn
ekki náð mjög háu stigi_“
mikla athygli fyrir mynd sína
The Wedding Banquet (1993).
Lee á heiður skilinn fyrir vinnu
sína við þessa mynd þó að mig
gruni að ungfrú Thompson
hafi spilað mikið inn í varð-
andi stjórnun og útkomu. Það
líður eflaust ekki á löngu þar
til hún tekur sér stöðu bak við
myndavélina með gjallarhorn
í hendi og stjórnar sinni
fyrstu mynd formlega.
Sense and Sensibility er
dæmigerður afrakstur ára-
tugagamallar hefðar í kvik-
myndagerð Breta; hefðar sem
öðlast hefur alþjóðlegar vin-
sældir á nýjan leik, einkum
vegna áhuga Kana á „menn-
ingu“ þar sem fágun og vand-
virkni er í fyrirrúmi. Myndin er
í raun svo slípuð að hún verð-
ur fulldauðhreinsuð fyrir vik-
ið. Virkar óraunveruleg og
fjarlæg á köflum þegar hún á
að vera innileg og einlæg.
Annað sem kemur í veg fyrir
að maður njóti myndarinnar
til fullnustu er hversu oft áður
Emma Thompson hefur leikið
sambærileg hlutverk. Áhorf-
endum reynist erfitt að trúa á
persónu hennar vegna allra
hinna persónanna sem hún
hefur túlkað í svipuðum mynd-
um: gamla, góða og ofurenska
„períódu-jómfrúin". Annað er
hægt að segja um Kate Wins-
let, sem er hreint stórkostleg í
hlutverki sínu og nær fullkom-
lega athygli og samúð áhorf-
andans (líkt og hún gerði í
Heavenly Creatures, 1994).
Aðrir leikarar eru góðir, enda
ekki von á öðru þegar úrvals-
lið Bretlandseyja leggur sam-
an krafta sína. Það hefði verið
þrautinni þyngra að klikka
þegar svo er í pottinn búið.
Sense and Sensibility er fal-
leg og vönduð mynd með stórt
hjarta og heilan hug og vel
þess virði að kynna sér nánar
ef Emmu-óþol bíófarans hefur
enn ekki náð mjög háu stigi...
- KDP
Heima er verst...
„Charles Durning stelur senunni, eins og svo oft áður, og er frábær í
hlutverki hins matgráðuga, kalkaða og elskulega föður þessarar ósam-
lyndu fjölskyldu. Einnig á Anne Bancroft stjörnuleik og á margt sameig-
inlegt með eðalvíni sem verður betra og betra eftir því sem það eldist.
Við skulum vona að slíkt hið sama verði hægt að segja um leikstjórnar-
hæfileika Jodie Foster og að þroskaferill hennar i þessu starfi verði
jafn ör og leikferillinn undanfarin 22 ár.“
Home For
The Holidays
Sýnd í Háskólabíói
Leikstjóri: Jodie Foster
Aðalhlutverk: Holly Hunter,
Robert Downey Jr„ Charles Durning,
Anne Bancroft
, ★★★
Iþessari grátbroslegu gaman-
mynd er fyrirbærið „fjöl-
skylda" sett undir smásjána og
kostir hennar og gallar skoðað-
ir og skýrðir fagmannlega af
leikstjóranum Jodie Foster.
Sjálf er hún Óskarsverðlaunuð
leikkona sem hefur sýnt hæfi-
leika sína bæði fyrir framan og
á bak við vélarnar (leikstýrði
Little Man Tate 1991). Foster er
óumdeilanlega í flokki áhrifa-
mesta fólks í Hollywood í dag
og hefur gnægð sambanda og
nýtur mikillar virðingar. Því er
engin furða hversu vel hvert
hlutverk er skipað í nýjustu
mynd hennar, Home For The
Holidays, og bæta samskipti
hinna litríku leikara á hvíta
tjaldinu upp ómerkilegt hand-
ritið.
Holly Hunter (grenjuskjóð-
an eftirminnilega í Broadcast
News 1987 og ástríðufulli
heyrnarleysinginn í Piano
1993) leikur konu sem neyðist
til að fara heim til foreldra
sinna til að vera yfir þakkar-
gjörðarhátíðina sama dag og
hún er rekin úr vinnunni. Tán-
ingsdóttir Hunter keyrir hana
á flugvöllinn og tjáir mömmu
að hún og kærastinn hafi
ákveðið að láta vaða með
vessaskipti. Það fyrsta sem
konugreyið sér svo þegar hún
er lent eru mamma hennar,
leikin af Anne Bancroft (The
Elephant 1980 og 84 Charing
Cross Road 1987), og pabbi,
leikinn af Charles Durning,
sem bíða spennt eftir að hitta
elstu og gáfuðustu dóttur sína.
Fjölskyldan hefur greinilega
vaxið sundur, því þegar allir
eru samankomnir yfir kalkún-
inum er erfitt að sjá nokkur
tengsl á milli meðlimanna. Son-
urinn, Robert Downey Jr.
(Chaplin 1993), er hommi sem
nýlega giftist ástmanni sínum
og hefur litla samúð með sið-
ferðisbömmerum foreldranna
eða systurinnar, Cynthiu Ste-
venson, sem er afturhaldssem-
in uppmáluð. Þessi íhaldssama
systir er gift þurrum banka-
manni, leiknum af Steven Gutt-
enberg (ef til vill loks heimtur
úr helju Police Academy-mynd-
anna), og eiga þau tvö leiðin-
leg börn. Aðrir gestir fjölskyld-
unnar eru frænkan, leikin af
Geraldine Chaplin, sem er ný-
aldargúrú-týpa og bálskotin í
heimilisföðurnum, og myndar-
legur vinur bróðurins, Dylan
McDermott, sem er ekki allur
þar sem hann er séður.
Ringulreið, stress og húmor
eru allsráðandi á þessari hátíð
og margir lausir endar hnýttir í
málefnum fjölskyldunnar. Sam-
ræður leikara eru á köflum
hraðar og er spunafnykur af
ýmsu — sérstaklega samleik
Roberts Downey Jr. og Holly
Hunter. Það er eins og þau séu
aðeins of meðvituð um hæfi-
leika sína og fyndni, sem hefur
neikvæð áhrif á annars góða
útkomu.
Charles Durning stelur sen-
unni, eins og svo oft áður, og
er frábær í hlutverki hins mat-
gráðuga, kalkaða og elskulega
föður þessarar ósamlyndu fjöl-
skyldu. Einnig á Anne Bancroft
stjörnuleik og á margt sameig-
inlegt með eðalvíni sem verður
betra og betra eftir því sem
það eldist. Við skulum vona að
slíkt hið sama verði hægt að
segja um leikstjórnarhæfileika
Jodie Foster — sem er nú með
tvær kvikmyndir í fullri lengd í
farteskinu — og að þroskaferill
hennar í þessu starfi verði jafn
ör og leikferillinn undanfarin
22 ár. - KDP