Helgarpósturinn - 03.04.1996, Qupperneq 23
IVUÐVIKUDAGUR 3. APRÍL1996
23
■: ■
Þóra Kristín Asgeirsdóttir veltir fyrir sér hvort hann hafi verið alvondur þessi Júdas Iskaríot — eða hvort hann hafi ef til
vill átt sér einhverjar málsbætur... í því skyni spjallaði hún við þrjá áhugamenn um Biblíuna: Gunnar Þorsteinsson í
Krossinum, Davíð Þór Jónsson guðfræðinema og séra Pétur Þorsteinsson.
Oscar Wilde segir í frægu kvæði að allir myrði yndið sitt, bleyðurnar geri
það með kossi en vaskir menn með stáli. Það er mikið til í því, þó að
guðfræðingar myndu eflaust ekki vilja samþykkja það í þessu
samhengi og taka undir að um ástríðumorð hafi verið að ræða.
framseldi Jesúm. Það vill eng-
inn vera ljóti kallinn, en hann
verður samt sem áður að vera
til. Júdas var nauðsynlegur svo
spádómurinn um Krist gæti
orðið að veruleika. Hann var í
þessu vanþakkláta hlutverki.
Júdas gerði þá yfirbót sem hon-
um fannst við hæfi og stytti sér
aldur. Það var ekki búið að
stofna kristna kirkju svo að
hann gat ekki leitað þangað.
Iðrun án yfirbótar er í sjálfu sér
tómt píp.“
„Þegar Júdas sneri sér til
prestanna og vildi skila pening-
unum sögðu þeir honum að
stinga þeim upp í rassgatið á
sér, en að sjálfsögðu átti Júdas
fyrirgefningu Guðs vísa ef hann
hefði snúið sér til hans og
breytt lífi sínu til hins betra,“
sagði séra Pétur Þorsteinsson.
„Hann fór hins vegar öðruvísi
að hlutunum eins og við vitum.
Það er ekki kirkjunnar að fyrir-
gefa Júdasi. Það er aðeins á
valdi Guðs. Mér finnst þó líklegt
að við getum hitt hann í himna-
ríki og rætt við hann þessi mál í
eilífðinni ef við kærum okkur
um, því að engin synd er svo
stór að fyrirgefning Drottins sé
ekki vís nema sú að hafna tilvist
Jesú Krists.“
Hver var hann þessi Júdas?
Núna um páskana þegar Jes-
ús verður krossfestur í
huga okkar í nær tvöþúsund-
asta sinn — og mun aftur upp
rísa líkt og hann hefur gert jafn-
oft — er ekki úr vegi að rifja
upp sögu Júdasar Ískaríot,
mannsins sem sveik Jesúm
upphaflega í hendurnar á
æðstuprestum og varðforingj-
um. Hrösunargjarni postulinn
er aldrei nefndur nema sem
fulltrúi hins illa, en þrátt fyrir
það minnir hann um margt á
villuráfandi, æsingagjarnan nú-
tímamanninn og margar bók-
menntahetjur (eða andhetjur)
vorra tíma. Eiginlega finnst mér
Júdas um margt vera eins og
poppstjcuna og sá af postulun-
um (þeir voru nú reyndar
margir hverjir ansi sofandalegir
í samanburði við Jesúm) sem
því miður á hvað mest sameig-
inlegt með alþýðu manna. Og
óumdeild er iðrun Júdasar og
angist þegar hann áttar sig á
ódæði sínu gagnvart Guði og
hengir sig í tré, eftir að hafa
beðið æðstuprestana að taka
við mútufénu aftur en fengið
synjun. „Hann keypti reit fyrir
laun ódæðisins," segir í Postula-
sögunni. „Steyptist á höfuðið og
brast í sundur í miðju, svo að
iðrin féllu út.“
Til þess
bleyðan velur koss...
Eftir á að hyggja finnst mér
einna ógeðfelldast en um leið
athyglisverðast við sögu Júdas-
ar að hann skyldi velja kossinn
til að svíkja Jesúm. Oscar Wil-
de segir í frægu kvæði að allir
myrði yndið sitt, bleyðurnar
geri það með kossi en vaskir
menn með stáli. Það er svolítið
til í því, þótt guðfræðingar
myndu eflaust ekki vilja sam-
þykkja það í þessu samhengi og
taka undir að um ástríðumorð
hafi verið að ræða.
Þegar ég var lítil var bekkur-
inn látinn teikna myndir úr Bibl-
íusögunum og ég valdi að teikna
mynd af Júdasi þar sem hann
var að hengja sig í eplatré —
kennaranum til hrellingar. Ein-
hvern veginn hefur þessi mynd
alltaf komið upp í hugann þegar
ég heyri minnst á Júdas síðan:
eplatré, reipið og silfurpening-
arnir liggjandi á jörðinni. í huga
mér hengdi Júdas sig í eplatré
og þetta hefur allt runnið sam-
an við aðra sögu og er orðið
skilningstré góðs og ills.
Kannski á það fyrir okkur öllum
að Iiggja að hanga í skilningstré
góðs og ills í einhverjum tákn-
rænum skilningi. Við erum
nefnilega, líkt og Júdas, ákaf-
Iega hégómleg og umfram allt
mannleg.
Hafði rænu
á að hengja sig
En fyrir hvað stendur Júdas í
hugum fólks? Er hann maður-
inn sem seldi eilífðina fyrir þrjá-
tíu silfurpeninga? Eða er hann
tákn hins veiklynda sem í
augnabliksæði lætur undan
hinu illa en iðrast beisklega:
svo beiskiega að hann getur
ekki lifað við afbrot sitt? „Hann
hafði rænu á að hengja sig,“
segir Gunnar Þorsteinsson í
Krossinum um manneskjuna
Júdas og örlög hennar. „Hann
var heldur ekki valinn án verð-
Ieika í hóp postulanna. Hann
var einn af nánustu samstarfs-
mönnum Drottins á jörðinni og
til þess hefur hann þurft að
vera ansi merkileg manneskja.
En Júdas sá sér leik á borði að
hafa af því veraldlegan ávinn-
ing. Þetta var plott frá upphafi
til enda. Júdas var vondur mað-
ur sem hefur á sér illa mynd í
Ijósi sögunnar. Hann hafði
pyngjuna að leiðarljósi, en
hagsmunir Guðs og Mammons
fara aldrei saman. Júdas ætlaði
að öðlast vinsældir og auð sem
fylgismaður Drottins, en vopn
kristninnar er auðmýkt. Hann
ætlaðist ekki til að Jesús yrði
krossfestur heldur hélt að
Drottinn myndi leysa úr erfið-
um kringumstæðum og þar
með væri komið enn eitt undrið
til að skrá á spjöld sögunnar.“
Helgar
tilgangurinn meðalið?
„Við sjáum Júdas aftur og aft-
ur í mannlegu eðli, bæði utan
kirkna og innan þeirra,“ segir
Gunnar Þorsteinsson. „Það síð-
astnefnda birtist ekki síst í dag í
valdabrölti innan kirkjunnar
þar sem menn setja eigin ver-
aldlega hagsmuni ofar boðorði
Drottins. Sumir þeirra myndu
ekki veigra sér við að kross-
festa Krist aftur ef slíkt gæti
orðið þeim sjálfum til hags-
bóta.“
„Fordæmi Júdasar birtist
hvarvetna þar sem menn lifa
eftir þeirri kenningu að tilgang-
urinn helgi meðalið,“ segir Dav-
íð Þór Jónsson guðfræðinemi.
„En auðvitað er það alröng
kenning, vegna þess að allt sem
þú áorkar mótast af þeim að-
ferðum sem þú beitir við að
koma því í gegn. Það má meira
að segja halda því fram að for-
dæmi Júdasar birtist í Krabba-
meinsfélaginu og þeim raka-
lausa óhróðri og fordómum í
garð reykingafólks sem þar er
haldið á loft vegna þess að
reykingar eru óhollar."
Kossinn
var adferð Júdasar
„Kossinn sjálfur er ævaforn
og táknræn trúarathöfn," segir
Davíð Þór. „Þú kyssir það sem
þú dáir, þráir að líkjast, eða til-
biður í einhverjum skilningi.
Þegar talað er um Júdasarkoss-
inn er litið á hann sem hinn au-
virðilegasta af kossum. Þetta er
aðferðin sem Júdas notaði og
kannski sú eina sem var fær.
Það má segja sem svo, að hugs-
anlega valdi Júdas þessa aðferð
sökum þess að hann dáði
Jesúm og vildi tileinka sér eigin-
leika hans. Enda ól hann
kannski þá von í brjósti að Jes-
ús yrði frelsaður og það yrði til
þess að myndaðist sterk bylt-
ingarhreyfing."
Aðspurður sagðist séra Pét-
ur Þorsteinsson ekki hugsa
dæmið sem svo að um ástríðu-
morð væri að ræða þrátt fyrir
að óumdeilanlega hefði Júdas
valið kossinn til að koma upp
um Jesúm.
„Menn tortíma kannski í
hefndarskyni því sem þeir
elska ef þeim finnst þeim vera
hafnað. En í þessu tilviki var
Jesús til staðar fyrir Júdas eins
og hina lærisveinana. Með
kosssinum komst hann í meira
návígi við Jesúm en ef hann
hefði valið að kasta á hann
kveðju, eða kannski hefur hon-
um bara fundist þetta dálítið
duló.“ Aðspurður hvort Júdas
hafi þá tekið það svona nærri
sér að Jesús var ekki meiri bylt-
ingarmaður á veraldlega vísu í
baráttunni gegn Rómverjum
segir Pétur: „Það er mjög hugs-
anlegt. Það kemur mjög oft
fram að Júdas hafði yfirsýn yfir
fjárreiður lærisveinanna og
hann hefur eflaust staðið næst
Mammoni og þráð hól og vel-
gengni fyrir sjálfan sig. En Júd-
as gagnrýndi þó til dæmis þeg-
ar bersyndug kona smurði
Jesúm með dýrum smyrslum
og sagði nær að gefa peningana
fátækum. Þar hefur Júdas nokk-
uð til síns máls samkvæmt
þeim skilningi sem hann hafði á
eðli Jesú, því hann skildi ekki
að Jesús var konungur, hinn
smurði, í táknrænum skilningi.
En spádómar Gamla testa-
mentsins hefðu heldur ekki
gengið í uppfyllingu nema
vegna þess að Júdas var verk-
færi Drottins til að fullkomna
verkið svo að Jesús gæti dáið
fyrir syndir mannanna."
Iðrun án
yfirbótar er tómt píp
„Ef sagan af iðrun Júdasar er
sönn þá finn ég mikið til með
honum sem manneskju," segir
Davíð Þór Jónsson. „Kannski er
Júdas sá af postulunum sem
einna helst höfðar til sam-
kenndar okkar. En auðvitað
voru þeir allir smáir og ákaflega
breyskir við hliðina á Jesú. Eins
og til dæmis Pétur postuli, sem
afneitaði Jesú þrisvar en varð
samt fyrsti biskupinn í Róm að
því er talið er. Ef Guð gat fyrir-
gefið Júdasi og einnig Jesú —
sem ég efast nú reyndar ekki
um þar sem hann dó fyrir synd-
ir mannanna, einnig Júdasar —
þá er ég ekki of góður til þess.
Eg vorkenni honum miklu frem-
ur en að mér sé í nöp við hann.
Ég veit síðan ekki hvort ég
hefði brugðist öðruvísi við en
Júdas, enda stóð hann í þeirri
meiningu að hann væri að gera
rétt. Þetta kemur vel Mjós í bók-
inni Sonur reiðinnar eftir Hans
Kirk, sem fjallar að mörgu leyti
um sögu Júdasar. Hann var
gramur út í Jesúm vegna þess
hversu tregur hann var til að
heimfæra hugsjónir sínar um
frelsi, jafnrétti og bræðralag
upp á þjóðfélagið. Júdas hélt í
einlægni að hann væri að vinna
málstaðnum gagn þegar hann
Allir menn eru vondir
Gunnari Þorsteinssyni finnst
ekki mikið til iðrunar Júdasar
koma: „Allir menn eru í eðli
sínu vondir og allir finna til sál-
arkvala þegar þeir eru í ein-
semd sinni og standa frammi
fyrir verkum sínum. Lögmál
Guðs er það sterkt að fólk veit
þegar það er að gera rangt. Það
líður engum vel sem lifir í rang-
indum. Þeir sem lifa í synd
þurfa að deyfa samviskuna með
áfengi og fíkn. Iðrunin er kvöl
sem brýst gjarnan út í reiði —
en hún er víma. Hugarkvölin
víkur aldrei frá mönnum nema
þeir séu vitinu firrtir. Júdas
gjörði iðrun. Hann vildi skila
fénu til æðstuprestanna en þeir
neituðu að veita honum þá náð-
arþjónustu að taka við pening-
unum í þeim skilningi að það
væri til yfirbótar. Júdas var síð-
an svo áttavilltur að hann fór út
og hengdi sig. Hann setti sjálfan
sig á berangur því hann leit
ekki til Drottins í iðrun sinni. En
þá þegar var Kristur upprisinn
og nýi sáttmálinn orðinn að
veruleika. Það hefði Júdas átt
að vita sem postuli.“
Blóðreitur Júdasar
„Júdas henti hins vegar pen-
ingunum inn í musterið og hélt
á braut. Æðstuprestarnir ráð-
guðust um hvað gera skyldi við
aurinn og komust að þeirri nið-
urstöðu að þetta væru blóð-
peningar og gætu af þeim sök-
um ekki farið í Guðskistuna
heldur skyldi kaupa fyrir þá
Blóðreit, þar sem hægt væri að
jarðsetja útlendinga, og varð
það legstaður Júdasar. Nafnið
Júdas er nú aflagt meðal krist-
inna manna en var algengt á
þessum tíma og er enn meðal
gyðinga."
„Já, kannski fær Júdasarnafn-
ið uppreisn æru eins og til
dæmis nafnið Mörður er aftur
farið að koma fyrir, en áður
þótti það ekki par fínt að skíra í
höfuðið á Merði Valgarðssyni,"
sagði Davíð Þór. „Það er athygl-
isvert að Ísraelsríki klofnaði
fljótlega í tvennt eftir þetta og
annar hluti þess varð Júdaríki
eða Júdasaríki. Júdamenn voru
síðan sigraðir og leiddir til Bab-
ýlon ogdreifðust þaðan um alla
heimsbyggðina, en orðið júði er
einmitt dregið af orðinu juda.“
„Júdas er áberandi sem læri-
sveinn, því það er meira tekið
til þess sem er illt og það þykir
athyglisverðara en hitt. Það er
til dæmis alltaf verið að segja
fréttir af vondum verkum en
það góða þykir ekki frásagnar-
vert,“ sagði Pétur Þorsteins-
son. Og kannski er það ekki svo
fjarri þeirri kenningu Nýja testa-
mentisins þar sem segir að Guð
gleðjist meira yfir einum rang-
látum sem gjörir iðrun en níu-
tíu og níu réttlátum. Og þó.
„Þegar Júdas sneri sér til prestanna og vildi skila peningun-
um sögðu þeir honum að stinga þeim upp í rassgatið á sér,
en að sjálfsögðu átti Júdas fyrirgefningu Guðs vísa ef hann
hefði snúið sér til hans og breytt lífi sínu til hins betra,“
sagði séra Pétur Þorsteinsson. „Hann fór hins vegar öðru-
vísi að hlutunum eins og við vitum.“
Pöntunarsími allan sólarhringinn:
Sími 462-5588
Póstsendum vörulista
hvert á land sem er!
Fatalisti, kr. 600
Blaðalisti, kr. 900
Vídeólisti, kr. 900
Tækjalisti, kr. 900
Sendingarkostnaður
innifalinn
Hcokkurinn
pn, 4
GyHi Bjöm Hvannberg
*
Aveitingastaönum Við Tjöm-
ina starfar kokkur aö nafni
Gylfi Björn Hvannberg. Viö
spuröum hann hvernig staöurinn
væri?
„Þetta er heimilislegur lítill fisk-
veitingastaöur, — í raun bara
venjuieg gamaldags ibúð sem
breytt hefur veriö í veitingastaö.
Viö bjóöum aöallega upp á fisk, en
þó er einnig fuglakjöt og lambakjöt
á matseðlinum. Viö erum meö
breytilegan matseöil og nú bjóöum
viö til dæmis upp á búra, humar-
steiktan steinbft með eptum, engi-
fer og rauölauk og heilsteiktan sól-
kola. Einnig má nefna rjómasoöna
reyk-ýsu meö grænpipar og
sítrónulaufi og ostbakaöa ýsu meö
svörtum ólífum og timían. Af fugli
er helst aö teija skarfabringu með
villisveppasósu og melónusalati.
Hjá okkur er ennþá mest aö
gera um helgar en virku dagamar
sækja þó mikiö í sig veöriö. Við fá-
um mikiö af feröamönnum og höf-
um orðiö varir viö mikiö af Amerik-
önum undanfariö, enda telja feröa-
menn fisk vera íslenskan mat. Viö
þurfum þó aö sækja mikiö til ann-
arra landa til aö fýlla á matseöil-
inn, enda ekki til neitt sem heitir
íslenskt eldhús.“
A0 lokum er hér uppskrift að
ofnbakaöri ýsu með svörtum ólíf-
um og timian. „ Ýsan er pensluð
meö hvrtlauk, tlmían og rösapip-
ar, ristuö á grillí og ostur settur
ofan ð. í sósuna eru svo notaöar
ólífur, rösapipar og tómatar."
HUGSKOT
Ljósmyndastofa
Nethyl 2 Súni 587-8044
NÝ ÞJÓNUSTA
Framköllun og kópering á
35mm litfilmum.
Kynningarverð:
24 mynda kr. 1000
36myndakr. 1360
Ný 24 mynda Fuji-
litfilma innifalin