Helgarpósturinn - 06.06.1996, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 06.06.1996, Blaðsíða 12
12 FlMIVmJDAGUR 6. JÚNÍ1996 Hann er umdeildur fyrir skoðanir sínar en hefur komið víða við í viðskiptum þó að tvær síðustu tilraunir hans til að reka fyrirtæki hafi runnið útí sandinn. Hilmar Kristjánsson fluttist til íslands ásamt fjölskyldu sinni fyrir 4 árum. Hér spjallar hann um viðskiptaferil sinn við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Bingóferðir lækn mig af flugdelluni Hilmar Kristjánsson hefur mikið verið í fréttum undanfarið vegna fyrirtækisins Bingóferða sem bauð íslendingum hagstætt flug til Kaup- mannahafnar fyrir tilstilli dönsku ferðaskrifstofunn- ar Wihlborg rejser. Það fór hins vegar forgörðum, eins og fólk hefur fengið að kynnast af fréttum und- anfarið, og ber ekki öllum saman um hvað olli. „Við ætluðum aldrei að reka söluskrifstofu hér,“ sagði Hilmar en samgönguráðu- neytið setti það sem skil- yrði og fjárhagslega setti það strik í reikninginn.“ Hilmar er mikill ævintýra- maður á sviði viðskipta og var til dæmis umfangsmik- ill í blaðaútgáfu á sjötta áratugnum og í byrjun þess sjöunda en fluttist síðan til Suður-Afríku og stofnaði þar fjölskyldu og rak nokkur fyrirtæki ásamt því að vera ólaun- aður ræðismaður íslands í 25 ár. „Við settum inn nauðsynleg- ar tryggingar, eins og ráðuneyt- ið krafðist, vegna þess að þeir viðurkenna ekki lögmæti danskra ferðaskrifstofa,“ segir Hilmar þegar við höfðum sest niður á skrifstofu hans í fyrir- tækinu Kvótamarkaðnum við Bíldshöfða. „Reglur um sölu á farmiðum eru afar mismunandi milli landa og þegar við gátum sannað að við mættum Ienda á íslandi — sem gekk nú ekki átakalaust — var komið með þá röksemd á móti að við mættum ekki setja farþega af hér eða taka þá með nema þeir keyptu farmiðana hérna og þá gátum við ekki annað en opnað sölu- skrifstofu. Við reiknuðum dæm- ið þannig að við gætum fengið farþega á leiðina London-Kaup- mannahöfn og til baka með millilendingu á íslandi og það hefði þurft lengri tíma til að koma þessum áætlunum í fram- kvæmd. En það var allt komið á suðupunkt hérna heima svo við ákváðum að hætta við þetta áð- ur en verr færi.“ Harmar óþægindin En finnurðu ekki til ábyrgð- ar gagnvart farþegunum sem urðu strandaglópar? Finnst þér sú röksemd réttmcet að danska ferðaskrifstofan beri þar ábyrgð? „Jú, vissulega, en það var bú- ið að leggja fram tryggingar hérna heima og samkvæmt ís- Ienskum lögum eiga þær trygg- ingar að vera fyrir þá farþega sem verða strandaglópar svo og ógreidda miða, hvað sem það nú þýðir. Danska ferða- skrifstofan er aðili að einhverj- um sameiginlegum trygginga- sjóði þar í landi og ég þekki ekki hvernig það gengur fyrir sig, en sjálfsagt eiga þeir þá að dekka þá farmiða sem seldir voru þar. Eg held að allir sem greiddu sín fargjöld fái endurgreitt eftir þessum leiðum, en ég harma samt þau óþægindi sem hafa hlotist af þessu. Það er þó bót í máli að margir sem fögnuðu þessari samkeppni þegar fyrir- tækið fór af stað hafa hringt í mig og látið í ljós vonbrigði sín yfir þessum málalokum. I þeim hópi er líka fólk sem hafði óþægindi af þessu. Fólk vill eðlilega að það sé samkeppni í þessum geira. Það er nefnilega svo að þegar fleiri hafa efni á að kaupa þjónustuna þá stækkar líka hópurinn og ég held að í þeim hópi sem ætlaði að eiga viðskipti við okkur hafi verið margir sem annars hefðu ekki ákveðið að fljúga á þessari leið. Til dæmis fólk sem býr í Skand- inavíu en vildi nota tækifærið til að heimsækja ættingja sína á ódýran hátt.“ En hefurðu ekkert nýtt á prjónunum? „Neeeei, ætli ég taki það ekki bara rólega í smátíma," segir Hilmar og brosir, en hann situr þó langt í frá auðum höndum heldur rekur Kvótamarkaðinn ásamt syni sínum. Hilmar hóf viðskiptaferil sinn i blaðaútgáfu og var aðeins nítján ára þegar hann hleypti af stað tímaritinu Flugmálum. „Eg var í Verslunarskólanum og gekk með ólæknandi flugd- ellu og lagði fyrir mig svifflug í frístundum. Tímaritið Flugmál gekk vel og kom út í mörg ár og að því komu margir ungir en síðar merkir menn.“ Ertu enn með ólœknandi flugdellu? „Nei, ég held að Bingóferðir hafi læknað mig af flugdell- unni.“ Fjórfaldaði upplagið Hvað er það skemmtileg- asta sem þú hefur fengist við um œvina? „Það var þegar ég keypti tímaritið Vikuna, sem var þá í miklum erfiðleikum. Ég man að upplagið var 2.500 eintök og hvert og eitt kostaði fimm krón- ur. Ég prentaði tíu þúsund ein- tök af fyrsta tölublaðinu eftir að ég tók við og það seldist upp á nokkrum klukkutímum. Prent- smiðjan Edda prentaði kápuna en það kom upp sú staða að fyr- irtækið átti ekki nægan farva og við vorum á hlaupum út um all- an bæ til að útvega hann. En blaðið óx og óx, enda var önd- vegis ritstjórn á blaðinu og allt annað starfsfólk líka fyrsta flokks. Skömmu seinna var ég farinn að gefa út tímaritið Úrval og Landbúnaðarblaðið, sem dreift var með Vikunni á öll sveitaheimili á landinu. Þá keypti ég einnig prentsmiðjuna Hilmi hf., en það fyrirtæki er rekið enn þann dag í dag þó að það sé með öðru sniði, enda aðrir eigendur." En árið 1962 byrjarðu svo með dagblaðið Mynd? „Já, þetta var fyrsta óháða dagblaðið og átti að verða síð- degisblað en mislukkaðist, þó að vel tækist til á flestum svið- um og úrvalsblaðamenn stæðu að baki mér. Prentvélarnar ollu okkur erfiðleikum og síðan skall á prentaraverkfall meðan við vorum enn að byrja og það kálaði blaðinu. Mynd hafði þrátt fyrir allt mikil áhrif á blaðamennsku á íslandi. Ég dró mig út úr blaðaútgáfu skömmu seinna, en pabbi minn keypti minn hluta í fyrirtækinu. Arið 1964 fluttist ég síðan til Suður- Afríku til að njóta þess að vera í frjálsu efnahagskerfi og þar eyddi ég 28 árum af ævinni. Fyrst þegar ég kom þangað keypti ég hjúkrunarkonumiðl- un.“ Kalvínistar og ritskoðun Það gengu þá þœr trölla- sögur á íslandi að þetta vœri þjónusta með vœndiskonur. Þetta var eitthvert algerlega óþekkt fyrirbœri og fólk átti erfitt með að skilja tilgang- inn... „Já, ég hló mikið að þeim sögum, enda greinilegt að sögumennirnir þekktu ekki til í Suður-Afríku, því þar mátti ekki einu sinni selja blöð eins og Playboy. Yfirhöfuð var mjög ströng ritskoðun á öllu efni meðan fyrri stjórn var við völd. Búarnir eru strangtrúaðir kal- vínistar og það það labbaði sig enginn inn í Iandið og fór að reka vændismiðlun fyrir opn- um tjöldum. Enda var mitt fyr- irtæki undir ströngu eftirliti eins og önnur fyrirtæki þarna. Þetta var mjög lítið fyrirtæki þegar ég tók við en það er hörgull á hjúkrunarkonum í landinu og við auglýstum í blöðum bæði í Ástralíu, á Nýja- Sjálandi og Bretlandi og á þess- um árum voru um 5.000 hjúkr- unarkonur starfandi á mínum vegum. Hjúkrunarkonumiðlun- in er enn til og sú stærsta þar- lendis.“ Villtasta Afríka Nú varstu ungur pipar- sveinn í góðum efnum, hvern- ig varðirðu tíma þínum? „Ég átti flugvél og flaug henni um nágrannaríkin. Það var ógleymanlegt að fljúga inn í miðja Botswana í villtustu Afr- íku, en þangað liggja engir veg- ir. Við vorum oft nokkrir sam- an og það var gaman að sjá þennan kúltúr hjá svertingjun- um, sem er byggður á svo allt öðrum grundvelli en við þekkj- um að maður spyr sig hvor leiðin sé sú rétta. Eg keypti svo annað fyrirtæki, sem var útgáfa á dagbókum, og í kringum það byggði ég litla prentsmiðju, en við gáfum út um 400.000 þús- und dagbækur á ári. Það fyrir- tæki rak ég í samtals fimmtán ár þar til ég seldi og keypti gluggaverksmiðju, en síðustu árin í landinu rak ég hana og verslun til hliðar. Yfirgnæfandi meirihluti glugga í Suður-Afríku er stálgluggar og við framleidd- um fyrir 1.800 til 2.000 hús á ári, sem er álíka mikið og er byggt á íslandi." ■e I .1 I „Það er hroðalegt að halda sig vera með réttu lausnirnar en mistakast og valda fólki tjóni,“ segir Hilmar meðal annars í viðtalinu. „Kjör fólks á íslandi eru sérlega léleg og svertingjarnir sem unnu í gluggaverksmiðj- unni hjá mér höfðu betri afkomu en verkamenn á íslandi. Þeir höfðu ekki sömu krónutölu en kaupmáttur þeirra var mun meiri.“ Hvernig kynntistu konunni þinni? „Það vill þannig til að konan sem seldi mér miðlunina er systir konunnar minnar og hún kynnti okkur. Við eigum fjögur börn og sú elsta var að gifta sig um daginn úti í Ameríku. Hin búa á Islandi. Konan mín er af Búaættum og börnin okkar fóru í afríkanska skóla og við bjuggum lengst af í Jóhannes- arborg og síðar í Alberton, sem er rétt fyrir utan borgina." Nú varstu mjög hlynntur stjórnarfarinu í Suður-Afr- íku á tíma hvítu minnihluta- stjórnarinnar, ekki satt? „Mér finnst margir á Vestur- löndum ekki hafa skilið hvað Búarnir voru að reyna að gera. Þeir stjórnuðust ekki af mann- vonsku í gerðum sínum, enda er þetta strangtrúað fólk sem vitnar endalaust í Biblíuna og trúir að það sé að gera rétt. Svertingjar í Suður-Afríku til- heyra sjö ættbálkum sem allir hafa sitt eigið tungumál og hat- ast sín á milli. Þar af eru Súlúar og Xosar langstærstu bálkarn- ir. Súlúmenn eru herská þjóð sem vill meira sjálfræði til handa ættbálkasamfélögunum en Xosarnir eru ættbálkur Mandela, sem vill sameina þjóðina undir eina stjórn. Tvö síðustu ár hafa 14.000 þúsund manns fallið í bardaga milli Xosa og Súlúa. Súlúmenn hafa sinn eigin kóng og hjá þeim er fjölkvæni, þeir ætla ekki að breyta neinu í sínu samfélagi. Þegar ég var með gluggaverk- smiðjuna hafði ég bara Súlú- menn í vinnu vegna þess að ef að einhver annar bættist í hóp- inn hvarf hann næsta dag. Þetta vandamál er enn óleyst. Búarnir voru búnir að skipta landinu upp og hjálpa þeim að koma sér fyrir sem vildu fara.“ Þetta voru mestmegnis nauðungaflutningar fólks til þessara svokölluðu heima- héraða? „Það var bara lítill hluti af þessu öllu, sem var blásinn upp á Vesturlöndum. Búarnir litu á þá sem útlendinga og fólk var ánægt í sínum heimahéruð- um og snöggtum hamingjusam- ara en þeir sem fluttust rétt- indalausir í einhvern hunda- kofa til að geta unnið í borg- inni.“ En dugðu þá launin rétt til að borga yfir þá hundakofa? „Til dæmis eru tekjurnar í námunum svo miklar á þeirra mælikvarða að þeir streymdu alls staðar að úr Afríku til að vinna. Og þetta er frumstætt fólk. Það þurfti að kenna því að tjá sig á einu tungumáli sem all- ir í námunni skildu. Það þurfti að kenna því að nota skóflu og alla einfalda hluti sem við telj- um sjálfsagða. Eftirvænting svertingjanna var svo mikil að þeir héldu að þeir myndu fá hús og bíla um leið og þeirra menn héldu um stjórnartaum- ana. Sumir höfðu sagt við kon- ur sem unnu sem vinnukonur á heimilum hvítra að þær fengju húsin þar sem þær ynnu um leið og svertingjar kæmust til valda. Á einu heimili kom vinnukonan að frúnni þar sem hún var að mála og sagði móðguð: „Heyrðu. ertu að mála herbergið grænt. Ég vil ekki að það sé grænt þegar ég tek við því.“ Nú eru komnar reglur um að það þurfi að ráða níu svarta starfsmenn að fyrirtækjum fyr- ir hvern hvítan, algerlega án til- lits til þess hvað þeir kunna til verka. Þetta bakar ekkert nema vandræði að mínum dómi. Meðan Búarnir réðu gátu svert- ingjar heldur ekki flust til borg- arinnar nema geta sýnt fram á að þeir hefðu vinnu og hús- næði. Svertingjarnir hafa nú af- numið þessar reglur og fólk streymir inn í borgirnar og þar geisar glæpaalda sem aldrei fyrr. Það eru framin fimmtíu morð á dag í Jóhannesarborg einni. Það hefur ekki tekist að hafa lýðræðisríki í neinu sjálf- stæðu landi í Afríku." Já, nú erum við komin langt út í pólitík, en hana œtluðum við reyndar alls ekki að rœða... „Já, það er enginn samþykk- ur mér í pólitík á íslandi, hvorki hægri- né vinstrimenn.“ En þú ákvaðst að selja allt þitt og flytja heim til ís- lands? „Já, við fluttum heim til Is- lands í desember 1992. Ég verð að segja að það er þúsund sinnum verra að vera í bissniss á íslandi en í Suður-Afríku og það er jafnvel skárra að eiga við svertingjana! Það er allt bannað á íslandi nema þú getir sannað annað.“ Krónan og kaupmátturinn Sonur þinn byrjaði með Kvótamarkaðinn áður en þú komst til landsins en þú fórst afstað með ansi nýstárleg bí- la-uppboð... „Já, ég byrjaði með bílaupp- boðið Krónu, en fyrirmyndin virkar mjög vel í Suður-Áfríku. Fólk selur á uppboðum og fær þannig borgað út í hönd.“ Nema hér á enginn reiðu- fé... „Já, ég fann út úr því og það var dýr reynsla. Við höfðum reyndar gert ráðstafanir til að vera með lánastarfsemi til hlið- ar við uppboðsmarkaðinn, en það kerfi var ekki komið í gagn- ið þegar við fórum af stað. Það var kannski hlekkurinn sem vantaði.“ Þið hélduð mörg uppboð og selduð ekki einn einasta bíl! „Upphaflega var fyrirtækið bannað með tilvísun í lög frá árinu 1692, en þegar ég hafði farið nokkra hringi milli lög- reglustjóra, sýslumanns og ráðuneyta tókst mér loks að koma mönnum í skilning um að þetta væri heimilt sam- kvæmt lögum frá 1992. Það fengust loksins öll tilskilin leyfi þegar fyrirtækið var að hætta. Á Islandi hafa opinberir aðilar einfaldlega skapað fjandsam- legt umhverfi gagnvart við- skiptum." Hefur þetta verið leiðinleg- asta tímabilið á ferli þínum? „Já, og það erfiðasta. Það er hroðalegt að halda sig vera með réttu lausnirnar en mis- takast pg valda fólki tjóni. Kjör fólks á íslandi eru sérlega léieg og svertingjarnir sem unnu í gluggaverksmiðjunni hjá mér höfðu betri afkomu en verka- menn á íslandi. Þeir höfðu ekki sömu krónutölu en kaupmátt- ur þeirra var mun rneiri."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.