Helgarpósturinn - 06.06.1996, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 06.06.1996, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1996 27 Nú er Evrópumeistaramótið í knattspyrnu að hefjast á Englandi og sparkunnendur kunna sérekki læti aftilhlökkun ogspenningi. Stígur Stefánsson, knattspyrnusagnfræðingur Helgarpóstsins, fullyrðir hins vegar að mót sem þetta hafi ýmsar hættur í för með sér. Ofbeldi og óeirðir fylgja gjarnan mikilvægum knattspyrnuleikjum og tíðni hjónaskilnaða eykst í kjölfar stórmóta. Þess eru dæmi að styrjöld hafi brotist út í kjölfar úrslita í knattspyrnuleik. v Fótboltastríðið að bresta á því fegnastir þegar þota þeirra hóf sig á loft. Nokkur hundruð áhangendur hondúr- aska liðsins voru ekki eins heppnir. Að leik loknum tók við æðis- genginn flótti undan barsmíðum heima- manna. Tveir létust af sárum sínum, fjöldamargir lentu inni á spítala og meira en hundrað og fimmtíu bílar með hondúrískum númerum voru brenndir fyrir utan leikvanginn. Nokkr- um klukkustundum síðar var landamær- um ríkjanna lokað og eftir stigvaxandi spennu réðst her E1 Safvador inn í Evrópskar fótboltabullur eru farnar að fægja hnúa- járnin. Framundan er Evrópu- mótið í fótbolta, bardagi 16 þjóða þar sem drjúpa mun blóð, sviti og tár í þessari röð. Ofbeldi er nefnilega orðið fastur fylgifiskur slíkrar keppni og bresk lögregluyfir- völd eru í því í viðbragðs- stöðu. Sjaldnast hefur bolta- sparkið þó leitt til beinna stríðsátaka en þó fann knatt- spyrnusagnfræðingur Helgar- póstsins dæmi um slíkt. Það var þegar landsleikur milli E1 Salvador og Hondúras leiddi til styrjaldar milli þjóðanna sem stóð yfir í 100 klukku- stundir. Hundruð féllu og þúsundir misstu heimili sín í þeim átökum. Hótelið umknngt Það var fyrir HM í Mexíkó árið 1970 að lið Hondúras og E1 Salvador leiddu saman hesta sína til að skera úr um hvor þjóðanna fengi þátttöku- rétt í lokakeppninni. Fyrsti leikurinn fór fram þann 8. júní 1969 og mættu leikmenn E1 Salvador til Tegucigalpa, höf- uðborgar Hondúras, daginn fyrir leik. Þeir áttu svefnlausa nótt á hóteli í miðborginni. Ástæða þess var sú að heima- menn umkringdu gististaðinn og höfðu háreysti og skipu- lögð ólæti í frammi. Þetta her- bragð var byggt á þeirri ein- földu speki að þreytt og ósof- ið lið gestanna yrði ekki til stórræðanna gegn úthvíldum heimamönnum. Slíkur sál- rænn skæruhernaður er langt í frá að vera óalgengur í Suð- ur-Ameríku. Það heyrir frekar til undantekninga ef einhverj- ir dólgar slá ekki saman ösku- tunnulokum og þeyta bílflaut- ur við dvalarstaði fjandliðs síns. Þessi óíþróttalega fram- koma skilaði árangri í Teguci- galpa því daginn eftir sigraði Hondúras slappa Salvadora með einu marki gegn engu. Framdi sjálfsmorð Gífurlegur áhugi var fyrir leiknum og var hann sýndur í beinni útsendingu í sjónvarp- inu í E1 Salvador. Ung stúlka, Amelia Bolanios, sat fyrir framan skerminn þegar hon- dúríski framherjinn Roberto Cardona braust í gegnum vörn Salvadora og skoraði sig- urmarkið á lokamínútunni. Henni varð svo mikið um að hún rauk á fætur, sótti skammbyssu í skrifborðs- skúffu föður síns, beindi henni að hjartastað og hleypti af. Hún lést samstundis. Dag- inn eftir var henni lýst sem þjóðhetju í helstu fjölmiðlum landsins. Amelia hafði ekki þolað að horfa upp á niður- lægingu ættjarðarinnar og svipti sig því lífi. Útförin var sýnd í beinni útsendingu og horfði þjóðin á þegar líkkist- an, sveipuð þjóðfána lands- ins, var borin til grafar. Her- menn stóðu heiðursvörð og fremst í líkfylgdinni fóru for- seti landsins og ráðherrar úr ríkisstjórn og síðan fylgdi fót- boltalandsliðið, sem sór að harmleiksins yrði hefnt. Styrjöld brýst út Viku síðar lentu liðsmenn Hondúras á flugvellinum í San Salvador. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman og héldu margir á myndum af Ameliu Bolanios, ekki ósvipað því þegar helgimyndum dýrlinga er haldið á loft á kaþólskum tyllidögum. Lýðurinn var svo æstur að knattspyrnumenn- irnir þurftu hervernd til að komast út úr flugstöðinni og voru þeir fiuttir á brynvörð- um bílum á hótel í miðborg- inni. Þá nótt var hver einasta rúða gistihússins brotin og úldnum tómötum og öðrum ávöxtum rigndi inn. Æstur múgurinn hrópaði ókvæðis- orð að landsliðsmönnum Hondúras og viðhafði ljótan munnsöfnuð um mæður þeirra. Það var því þreytulegt lið Hondúras sem gekk irin á völl- inn daginn eftir. Fyrst var þjóðsöngur E1 Salvador leik- inn og því næst var þjóðsöng- ur Hondúras púaður niður. Þá var fáni E1 Salvador dreginn á húni við fagnaðarlæti heima- manna og þar á eftir var fáni Hondúras brenndur. Leik- menn Hondúras áttu erfitt með að einbeita sér eftir þennan aðdraganda og töp- uðu leiknum 3-0. Þeim var ek- ið beint út á flugvöll og voru Hondúras þremur vikum síð- ar. Umheimurinn skarst í leik- inn og eftir þrýsting frá Wash- ington og Samtökum Suður- Ameríkuríkja var her E1 Salva- dor dreginn til baka. Málinu var þó langt í frá lokið, því þriðja leikinn þurfti til að skera úr um hvort landanna hlyti þátttökurétt í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Leik- urinn fór fram í Mexíkó. Stuðningsmönnum liðanna var komið fyrir á gagnstæðum hliðum vallarins og fimm þús- und þungvopnaðir mexíkóskir lögreglumenn stóðu á milli. E1 Salvador vann leikinn 3-2. FótboHi og pölitík Fótbolti er eins konar trúar- brögð víða í Suður-Ameríku og hefur mikil áhrif á pólitískt líf. Glæstir sigrar geta fram- lengt líf ríkisstjórna og hrak- farir inni á vellinum komið þeim frá. Þannig hefur því verið haldið fram að sigur Brasilíu á HM 1970 og sigur Argentínumanna með Marad- ona í broddi fylkingar á HM 1978 hafi styrkt herforingja- stjórnir landanna í sessi. Arg- entína er í raun stjórnlaust land meðan stórleikir fara fram. Núverandi forseti lands- ins, Carlos Menem, hikar ekki við að fresta mikilvægum fundum og loka stjórnarstofn- unum þegar mikið er í húfi á knattspyrnuvellinum. Uffe til í slaginn Ekki eru til sambærileg dæmi frá Evrópu um ris og fall ríkisstjórna í kjölfar Evr- ópuleikja. Þó hafa sumir stjórnmálamenn gert út á fót- boltaatkvæði. Þar nægir að nefna Uffe Elleman Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana. Hann mætti með rauð- hvítan trefil og klapphatt, ein- kennisbúning áhangenda danska landsliðsins, á fund ráðherraráðs ESB. Uffe hafði að auki ferðasjónvarp með- ferðis og fylgdist með sínum mönnum leggja Þjóðverja að velli í úrslitaleik um Evrópu- meistaratitilinn. Önnur und- arleg hegðunarmynstur sem tengjast fótbolta hafa einnig gert vart við sig á meginlandi Evrópu. Þannig skráðu ítölsk lögregluyfirvöld eitt sinn yfir tvö hundruð tilvik þar sem annars friðsamir fjölskyldu- feður höfðu hent sjónvarps- I tækjum sínum út um glugg- jlann eftir tapleik ítalska *' landsliðsins. Hvað geríst á Englandi? Það eru ýmsar spurningar sem vakna vegna þess sem nú er í vændum á Englandi. Mun vafasamt víti á síðustu mínút- um í leik Spánar og Ítalíu stofna samskiptum ríkjanna í hættu? Nú þegar Evrópu- meistaramótið fer í hönd hlýt- ur maður að spyrja hvort gangur mála inni á vellinum geti haft áhrif í víðara sam- hengi. Auðvitað eru engar lík- ur á að stríðsátök fylgi í kjöl- far fótboltaleikja á EM og ólík- legt að þeir hafi önnur meiri- háttar áhrif á samskipti Evr- ópuþjóða. Það væri þó helst ef Englendingar, sem lengi hafa verið dragbítur á Evr- ópusamstarfið, fá harða út- reið. Það yrði ekki beinlínis til að hraða samrunaþróun Evr- ópu ef þýskur dómari dæmdi mark af Englendingum í úr- slitaleik gegn Frökkum. Æsi- fréttablaðinu Sun, sem farið hefur mikinn og andskotast gegn Þjóðverjum að undan- förnu vegna tregðu þeirra til að afnema innflutningsbann á bresku nautakjöti, væri trú- andi til að krefjast þess að stjórnmálatengslum ríkjanna yrði slitið. Deilurnar vegna kjarnorkusprengingar Frakka á Mouraroa og ensku kúarið- unnar yrðu eins og smámunir í samanburði við þetta. Hvað sem stjórnmálafári og ofbeldisverkum líður er eitt víst. Fótbolti stuðlar að stríði inni á heimilum. Tíðni hjóna- skilnaða tekur ætíð kipp í kjölfar stórmóta þegar konur fá sig fullsadda á afskiptaleysi eiginmanna sinna. Hætt er við að ástandið verði með versta móti í sumar, því vart verður Evrópumótinu í knattspyrnu lokið þegar Ólympíuleikarnir í Atlanta bresta á. Það fer ekki milli mála að það er heitt sumar framundan. HUGSKOT Ljósmyndastofa Nethyl 2 Sfmi 587-8044 NÝ ÞJÓNUSTA Framköllun og kópering á 35mm litfilmum. Kynningarverð: 24 mynda kr. 1000 36 mynda kr. 1360 Ný 24 mynda Fuji litfilma innifalin hvernig hljómar þú á brandaralínunni? þú getur bæöi hlegið aö gríni annarra og lesið inn þitt eigið grín! segið gamansögur 904 1030 39.90 mínútan 904 1414 39.90 minútan Brandaralínan NÝ STJÖRNUSPÁ Á HVERJUM DEGI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.