Helgarpósturinn - 06.06.1996, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 06.06.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 6. JUNI1996 WMHt Sá mildi frekar en sá mjúki Bmatur Tómatar fyrir blóðheita íslendinga Tími smárétt- pisawim ~i anna er að áf~ ~| renna upp. Fram- undan er endalaust af skemmtilegum sumarpartíum og H andvökunótt þann 29. júní, eins og gefur að skilja. í teitum sem þessum er hætt við að garnirnar fari að æpa upp úr miðnætti —jafnvel þótt menn hafi hlaðið í sig grillmat fyrr um kvöldið og kannski ein- mitt þess vegna. Til að einfalda málið er gott að grípa til léttra smárétta og hafa þá tilbúna áð- ur en partíið hefst. Þar sem nú er tími hríðfallandi verðs á ís- lenskum tómötum er ekki úr vegi að halda sig við smárétti úr tómötum, sem eru þar að auki firnagóðir. Ég reyndar el þá von í brjósti að ef tómatuppskeran heldur áfram að vera jafngóð og und- anfarin ár taki íslendingar — sem eru manna duglegastir við að taka upp siði erlendra þjóða — upp þann sið ítala að efna tii tómatakasts einu sinni á ári. Ég man nú ekki nákvæm- lega hvar á Ítalíu þessi íþrótta- viðburður fer fram, en mér segir svo hugur að það hljóti að vera á Suður-Ítalíu þar sem hjartað slær hraðar og menn eru frekar til í að sleppa fram af sér beislinu. Uppi á íslandi gæti tómatakast einmitt verið útrás fyrir blóðheita en bælda íslendinga. Ég set þessar uppskriftir fram nú svo veisluhaldarar geti æft sig áður en andvöku- nóttin mikla skellur á. Ég á svo örugglega eftir að bæta nokkr- um smáréttum við á næstu vik- um. Stórir fylltir tómatar Fjórir (eða fleiri) myndarleg- ir og vel þroskaðir tómatar 50 g heilhveiti 2 vorlaukar, smátt saxaðir 3 kramin hvítlauksrif 1 kúrbítur (zucchini), smátt saxaður 2 msk. fínt söxuð fersk stein- selja 2 msk. fínt söxuð fersk mynta 1 msk. ólífuolía, jómfrúarol- ían basii Forhitið ofninn í 180°. Setjið hveitið í skál sem þolir hita og hellið í smávegis af sjóðheitu vatni. Byrgið og látið standa í tíumínútur. Á meðan skerið þið sneið of- an af tómatinum og skafið út maukið með skeið. Setjið um það bil helming mauksins í sigti svo vökvinn leki af. Bland- ið svo saman þurrkuðu tómat- mauki, kúrbít, hvítlauk, stein- selju, myntu og olíu og hrærið vel saman. Sigtið þá heilhveit- ið og blandið saman við ásamt salti og pipar (sletta af balsam- ico-ediki, ef þið eigið það til, fer líka vel við). Setjið maukið strctx ofan í tómatana aftur. Fallegt fyrir augað er að skera í tómatana rendur með beittum hníf. Setjið tómatlokin ofan á og hitið í ofni í tíu mínútur. Berið fram. Þessir tómatar eru reyndar jafn góðir heitir og kaldir, en það verður samt að hita þá áð- ur en þeir eru frambornir svo bragðið njóti sín. Litlir fylltir tómatar 15 litlir tómatar (þeim er allt- af hægt að fjölga eða fækka) 50 g þorskhrogn (helst reykt ef þau fást) 2 sneiðar hvítt brauð (skorp- an fjarlægð) 1 hvítlauksgeiri safi úr einni sítrónu 1/2 dl jómfrúarólífuolía 2 msk. jógúrt 1/2 tsk. paprikuduft 1/2 lítill rifinn laukur slatti af sneiddum svörtum ólífum. Bleytið brauðið í dálitlu vatni og myljið í matvinnsluvél og setjið þorskhrognin einnig út í. Bætið við hvítlauk, sítr- ónusafa, olífuolíu, jógúrt og papriku á meðan vélin er í gangi. Bætið við meiri olíu eða sítrónusafa ef með þarf vegna bragðs eða þykktar. Látið loks laukinn út í. Skerið efsta hlutann af tóm- ötunum og hreinsið að innan eins og tómatana að ofan. Aus- ið síðan maukinu í tómatana og leggið flís af svartri ólífu of- an á. Berið fram. Eftirskrift: Ekki henda af- ganginum af maukinu. Það er til margs brúklegt, t.d. í góða tómatsósu. Skál! Guðnín Kristjánsdóttir ín vikunnar Tían í ríkinu Eins og ég hef einhvern tíma greint frá er ekki mikið um eðalhvítvín í „sístembúlaginu", eöa hvítvín sem fær meira en miðlungseinkunn frá hendi smakkara. Eina hvftvínstegund er þar þó aö finna sem ber af öllum og fær hvorki meira né minna en fullt hús stiga hjá helsta vínsérfræðingi okkar ís- lendinga, Einari Thoroddsen. Það er franskt frá Bordeaux og heitir Chateau Lafaurie Peyragu- ey árgerð 1990. Það lyktar af fínni eik og er þrungiö hunangi en samt ferskt. Þetta er ein af fáum víntegundum sem passa meö gráðosti og þykir vínið að auki frábært með gæsalifur. Þó er einn galli á gjöf Njarðar: Þetta stórkostlega hvít- vín er ekki fyrir hvers manns buddu, — kostar litlar 4.210 krónur. GK Þó að hann sé mörgum að góðu kunnur, einkum í seinni tíð vegna sívaxandi vinsælda svokallaðs „- svetts“ (sweat), þarf ekki að vera að allir þekki hann á þessari mynd. Nonni Ragnarsson heitir hann og er listamaður. * Astæða þess að Nonni brá sér í kvenmannsgervi er öðrum þræði sú að hann á svo mikið af fötum að hann gat ekki gert upp á milli þeirra. „Hin ástæðan fyrir því að ég klæði mig svona upp er sú að ég er orð- inn hundleiður á því að fólk sé í sífellu að kyngreina sig. Við eigum bara að tala um vinstri og hægri; um að sameina jing og jang. Þetta er heilinn í okkur sjálfum, ekki enhverjum öðrum. Mér finnst hræðilegt þegar karlmenn koma og segja: Ég er að takast á við konuna í mér! Það er kynferðislegt. Ég kýs heldur að vera mildi maðurinn en sá mjúki. Ekki kyngreindu indíánar fólk; þeir segja þeir-við, sem merkir að við erum öll jöfn, þurfum ekki að vera að skorða okkur í karlkyn eða kvenkyn. Það er út í hött, enda verður maður að takast á við bæði elementin í sjáifum sér.“ Um hvað snýst annars svett? „Um að fólk hittist og hreinsi sig andlega og líkam- lega með ákveðnum aðferðum. Með þessari hreinsum finnur maður hvernig jörðin tekur utan um mann. Móðir jörð er nefnilega eins og léleg húsmóðir; maður hendir öllum skítnum og hún skilar öllu hreinu til baka. — Síðan biðjum við fyrir öðrum; bæði þeim sem okkur eru kærir og svo hinum sem standa okkur fjær, og syngjum orkulag. í fjórða skiptið tökum við til og hreinsum hugann í þriðja sinn, hreinsum líkamann, biðjum fyrir okkur sjálfum og lokum að fyrir því að styrkur og úthald verði eitt. Aðalatriðið er að gráta, því hvert tár er sem demantur fyrir andann." Nú eru liðin fimm ár síðan svettið barst hingað til lands, er fyrirbœrið komið til að vera? „Já, vegna þess að fólk elskar þetta. Meira að segja þeir sem kvarta mest yfir svettinu koma nýjastir út. Þótt sumum henti ekki að kasta af sér skítnum sér eng- inn eftir því að hafa látið hafa sig út í þetta. Til marks um auknar vinsældir svettsins fórum við á einum og hálfum mánuði, frá janúar fram í mars, með áttatíu manns í svett, þar af fimmtíu nýja.“ Hvað erframundan? „Við ætlum upp í Mosfellsdal, þar sem svettið byrj- aði, og vera þar í júní, þar á meðal ætlum við í Jóns- messusvett. Annars vil ég benda forvitnu fólki á að þeir sem upplifa kvöl í svetti hafa komið með sitt böl sjálfir: Ef einhverjum finnst svettið hryllingur er hann að lýsa sjálfum sér.“ Þið hafið blandað dansi saman við svettið, í hvaða tilgangi? ,,“To go native." Að fá fólk til þess að dansa fyrir svettið hefur reynst frábærlega. Fólk losar um hömlur og er síður hrætt við að gera sig að fíflum." - gk • • Ogmundur á Horninu Veitingastaöurinn Hornið er senni- lega elsti pizzustaður á íslandi. Staður- inn var opnaöur fyrir 18 árum og i dag er hann klassískur italskur staður og býöur upp á margt fleira en flatbökur. Kokkurinn Öymundur Albcrtsson starfar ötullega á Horninu við aö fæöa svanga munna. Hann segir aö staöur- inn sé þægilegur og rólegur. „Fyrir ut- an pizzur bjóöum viö til dæmis upp á fiskrétti eins og rækjur og smokkfisk með súrsætri sósu, hrísgrjónum og grænmetl," segir Ögmundur. „Af kjöt- réttum má nefna nautapiparsteik meö grænum plpar og sveppum og létt- stelkt lamb meö hvitlauk og dööium. Viö erum ennfremur meö mikiö af pastaréttum eins og Spaghetti orient- ale meö rækjum og grænmeti, chili og sterku kryddi sem Pottagaldrar sérlaga fyrir okkur. Vinsælasti pastarétturinn hjá okkur núna er þó Tagiiatelle pesca- tore meö hörpuskel, kræklingi og rækj- um f tómat. Viö erum einnig meö Ijúf- fenga eftirrétti eins og Tiramisu, italska ostaköku." Aö lokum báöum viö Ögmund aö gefa lesendum uppskriftina aö pesca- tore-sösunni: Svisslð lauk, rauðlauk og blaðlauk. Siðan eru hörpuskel og kræklingur svLssuð og muukuðum tómötum bætt út I með hvítlauk og basil og kryddl frá Pottagöldrum sem heitlr Eftirlætl hafmeyjunnar, auk salts og plpars. Að slðustu er rækjurn bætt út f og borið fram mcð tagllatellc. heitt Tómarlömb í víöasta skilningi þess orös. Tískufómarlömb, iþróttafórnar- lömb, fórnarlömb ýmissa nautna... Samt til dæmis ekkl þelr sem eta sér tll óbóta og fitna og fitna heldur fórngr- lömb sem boröa mikiö en hafa sarnt einhverja tilfinningu fyrir þvl þegar kom- iö er nóg. Þaö er nefnilega jafn vont aö vera mjög saddur og aö vera mjög svangur. Aö vera sífellt aö springa flokkast frekar undir sjálfseyðingarhvöt en nautn. Nautnabelgir hafa nefnilega ekki síður nautn af aö hlaupa og hreyfa sig. Trimma af sér hverja fitu- örðu (maniusjúklingar er kannski rétt- ari lýsing). Nautnabelgir hafa nautn af öllu sem gefur lifinu gildi: af skemmti- legu fólki Oafnvel lika leiðinlegu), af þvi aö stunda kynlif hvar og hvenær sem er, aö drekka vín, sitja á kaffihúsum, keyra bila, glápa I búöarglugga, lesa, horfa á hafið... kalt Að verða bensíniaus á umferðar- Ijósum í hádeginu á súlríkum mánu- degi eftir aösópsmikla og erfiöa menn- ingardjammhelgi. Þetta meö mánu- daga... alit er betra en aö veröa bens- ínlaus á mánudegi. Þriöjudagur heföi veriö skárri. Meira aö segia sunnu- dagsmorgunn. Allt er betra en hádegið á mánudegi þegar meira og minna öil þjóöln er blá í framan af andleysi og þungt rigningarský vofir yfir höfði hvers og eins (þrátt fyrir sólríkan dag). Eng- inn réttir manni hjálparhönd. Allir liggja á flautunni og senda manni illt auga. Muniö bara aö setja alltaf bensin á bíl- inn f helgarlok. ... dauðunum á Mokka og snaga- sýningunni í Gallerí Greip sem eru þær forvitnilegustu í bæn- um um þessar mundir. ... listaklúbhi Loftkastalans fyrir þá sem vilja eitthvaö léttara en hina formlegu Listahátíð en vilja samt vera meö. .,. glanstímarítunum þau hlifa andlitlnu svo helvíti vel f sóllnni. ... karlfatafellum þeir eru nú aftur aö koma inn úr kuldanum. Þaö er ekki hægt aö senda bara karlana á Vegas. Konur veröa aö fá eitthvaö fyrir sinn snúð. ________Kókkurinn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.