Helgarpósturinn - 22.08.1996, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 22.08.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST1996 Sjónvarpsáhorfendur vilja sjá bíl- ana æða á brekkurnar með hávaða og látum. Dellukarlar Aðspurður hvað valdi því að íþróttagrein sem þessi hefur náð fótfestu hér á landi segir hann að þar liggi nokkrar ástæður að baki. „Fjórhjóla- drifnir bílar eru ákaflega al- gengir hér á landi. Það má leiða getum að því að þeir séu um 25% af heildarbílaeign landsmanna, enda engin van- þörf á. Fjarlægðir eru miklar á milli staða og samgöngukerfið ekki gott. Þarafleiðandi eru breytingar á jeppum viðbrögð mannsins við aðkallandi þörf. íslendingar eru hins vegar miklir dellukarlar og þurfa að reyna sig og bíla sína við erfið- ustu og oft á tíðum ótrúlegustu aðstæður. Þannig hefur íþróttagreinin þróast í áranna rás,“ sagði Bragi Bragason, framkvæmdastjóri LÍA, að lok- um. „Telja okkur heilalausa" Þeir sem eru kunnugir tor- færukeppnum segja að Sigurð- ur Axelsson hafi svo sannar- lega komið á óvart í Jósefs- dalnum þegar heimsbikarmót- Torfærukeppni verður vinsælli meðal almennings með hverju árinu sem líður. Nú virðist þessi alíslenska íþróttagrein einnig hafa náð fótfestu erlendis og erlendar sjónvarpsstöðvar sýna henni mikinn áhuga... Sigurður Axelsson torfærutröll er öllum stundum í nálægð við bíla: bæði í leik og starfi. Það er allt gefið í botn í keppnum sem þessum. innar. „Nú liggur fyrir samning- ur um þreföldun sýningarefnis næstu tvö árin, en krafa Euro- sport um einkarétt efnisins í Evrópu stendur í okkur.“ Bragi sagði að margt væri í deiglunni, meðal annars samn- ingur við japanska sjónvarps- stöð og jafnvel við amerísku sjónvarpsstöðina ESPN, en hún er nokkurs konar Eurosport Bandaríkjamanna. Hann sagði ennfremur að mikill áhugi væri Fyreta atvinnuíþróttagreinin „í raun kemur þessi áhugi erlendra aðila á þessari ís- lensku íþróttagrein mér ekki á óvart. Torfærukeppni er til- komumikil að sjá og einstakt sjónvarpsefni sem býður upp á mikla spennu fyrir áhorfend- ur. Bílar þeysast upp hrikaleg- ar og brattar brekkur með há- vaða og látum og stundum velta þeir niður og skemmast. ast auðvelt að sannfæra þessa menn um ágæti íþróttagrein- arinnar." Bragi taldi að ef rétt yrði haldið á málum væri ekkert því til fyrirstöðu að torfæran yrði fyrsta atvinnumanna- íþróttin á íslandi. „Ég og fleiri sem að þessari íþróttagrein standa höfum mikla trú á að það takist, því efnið er vinsælt hér á landi og það sama ætti að gerast úti í heimi.“ ið var haldið um síðustu helgi og skaut reyndari ökumönnum ref fyrir rass. Sigurður hefur ver- ið meðal bestu torfæru- ökumanna landsins síð- ustu ár en honum hafði ekki tekist að vinna mót á þessu ári. Verðlaunin voru Sigurði því kær- komin og ef hann sigrar í næstu keppni, sem haldin verður í lok ágúst, telst hann heimsbikarmeistari. „í raun var um svipað mót að ræða, nema nú var ákveðið að kenna keppnina við heimsbikarinn. Nokkrir erlendir keppendur mættu og það fór nú litlum sögum af þeirra árangri. Þeim leist ekkert sérlega vel á þess- ar bröttu og erfiðu brautir. Þeir hristu bara hausinn þegar við brunuðum af stað og sögðu að við hlytum að vera heilalausir að þora þetta. Það þýðir ekkert að vera banginn við þessar brekkur heldur stíga bara fast á bensínið og æða af stað. Og ef eitthvað gerist þá er öryggis gætt í hví- vetna og bílarnir eru sérlega traustir. Keppendur eru þaraf- leiðandi aldrei í neinni hættu. Því er hins vegar ekki að neita að bílarnir beyglast og skemmast mikið. Það hefur meðal annars nokkrum sinn- um kviknað í bílnum mínum, en það var ekkert alvarlegt. Keppnirnar sem haldnar eru í Svíþjóð eru af allt öðrum toga. Brekkurnar eru hærri og und- irlagið þyngra. Hér eru brekk- urnar hins vegar mun brattari og hrikalegri." „Fljúgandi klósett" Bíll Sigurðar er talinn einn vandaðasti bíllinn í torfær- unni, hann er byggður úr rör- um og yfirbyggingin er úr plasti. Fyrir þá sem vilja vita og hafa vit á vélum skal þess getið að torfærutækið er með 400 hestafla Chevy 355-vél. Svokallað „fljúgandi klósett" [flying toilet] prýðir vélina og fæðir hana á meira bensíni en hefðbundnir blöndungar og innspýtingar. Sigurður sagði mikla pen- inga og mikinn tíma fara í áhugamál þetta og það væri al- veg á mörkunum að hann réði við það fjárhagslega. „Það er óhemjudýrt að smíða svona grip og ég held að það hafi far- ið um 5.000 vinnustundir í tor- færutækið. Ætli gripurinn kosti ekki orðið nokkrar millj- ónir. Það er ekki mikið um að bílar gangi kaupum og sölum en það er allt falt fyrir rétta upphæð." Sigurður sagði að hann og aðrir torfærukeppendur biðu spenntir eftir því hvernig við- brögðin verða við sýningu Eurosport á keppnum. „Ef vel tekst til getum við átt von á að erlendir aðilar styrki keppend- ur fjárhagslega, enda í raun ógjörningur að stunda þetta án verulega traustra bakhjarla. Ég geri mér góðar vonir um að sýningarnar beri árangur, enda skilst mér að þessir þætt- ir hafi margsinnis verið endur- sýndir. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist," sagði Sigurð- ur Axelsson, næstum því heimsmethafi í torfæru. -gþ Torfæra þykir allsérstæð íþróttagrein og er eflaust með þeim yngstu sem keppt er í hér á landi. Keppni sérútbú- inna ökutækja í núverandi mynd var fyrst haldin árið 1989 og síðan hefur vegur keppninnar farið vaxandi. Grein þessi hefur notið mikilla vinsælda í íslensku sjónvarpi og jafnframt náð fótfestu á Norðurlöndunum, svo sem í Svíþjóð og Noregi. Vinsældir keppninnar í íslensku sjón- varpi gáfu aðstandendum tor- færunnar tilefni til að kanna hvort áhugi reyndist meðal er- lendra sjónvarpsstöðva og í framhaldi hófst markviss kynning á íþróttagreininni er- lendis. Bragi Bragason, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra akstursíþróttafélaga (LÍA), sagði í samtali við HP að kynning þessi hefði, nú þrem- ur árum síðar, borið talsverð- an árangur. Á síðasta ári náð- ist meðal annars samningur við sjónvarpsstöðina Euro- sport um sýningar á níu þátt- um, sem hver er tíu mínútur að lengd, og hefðu þeir fengið ákaflega góðar viðtökur bæði hjá sjónvarpsáhorfendum sem og forsvarsmönnum stöðvar- meðal erlendra ferðamanna og hefðu fjölmargar fyrirspurnir borist í sumar um væntanlega keppnisdaga. Liður í áframhaldandi kynn- ingu á þessari íþróttagrein var heimsbikarmót torfæruöku- manna sem haldið var í Jósefs- dal um síðustu helgi, þar sem keppt var í sex þrautum á sér- útbúnum jeppum og sérútbún- um götujeppum. Bragi sagði að í raun hefði keppnin verið ákaf- lega þjóðleg. „Við áttum ekki von á neinum útlendingum en svo mættu tveir Svíar og einn Norðmaður ásamt þrjátíu manna hópi til að skoða aðstæður. Annars var það ekkert keppikefli að fá erlenda keppendur svona í fyrsta skipti, held- ur var okkur meira í mun að halda fyrstu heimsbik- arkeppnina áður en ein- hverjir aðrir gerðu það. Tilfellið er að líklega þró- ast íslenska torfæran í al- þjóðlega keppnisgrein og þetta heimsbikarmót er liður í markaðssetningu okkar á þeim vettvangi. Einnig er heimsbikarmót betri söluvara í sjónvarpi en íslenskt bikarmót," sagði Bragi. Þetta lítur því út fyrir að vera hættulegt sport en er það ekki. Ávallt er gætt fyllsta ör- yggis. Það hafa aldrei orðið nein alvarleg slys á keppend- um, sem sýnir hve hættulitlar þessar keppnir eru ef fyllsta öryggis er gætt. Það eru miklir möguleikar í stöðunni ef okkur tekst að ná góðum samningum við þessa aðila. Erfiðasti hjallinn er ávallt að komast í samband við þetta fólk. Það kostar oft mikla fyrirhöfn og frekju af okkar hálfu að ná til þeirra en þegar það er yfirstaðið er oft- samningar í bígerð Stórir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.