Helgarpósturinn - 22.08.1996, Síða 21

Helgarpósturinn - 22.08.1996, Síða 21
FIMMTUDAGUR 22. AGUST1996 21 rosalega mikið fyrir að tala og geri mikið af því að kjafta við kúnnana. Það kemur misflatt upp á þá. Ég hef reyndar aldrei unnið við þetta áður.“ Hvernig finnst þér viðmót gesta? „Það er ofsalega misjafnt. Sumt fólk er mjög kurteist, sérstaklega konur og stelpur, en hjá karlmönnum fer það eftir persónuleika þeirra og hversu mikið þeir eru búnir að fá sér í glas“. Hvað meinarðu? „Til dæmis þegar maður kemur með vísanótur og biður þá að skrifa undir spyrja þeir oft hvort ég vilji ekki fá símanúmerið hjá þeim. Þetta á að vera voða fyndið en er alls ekki snið- ugt. Maður kreistir samt fram smá- hlátur.“ Verðurðu fyrir kynferðislegri áreitni? „Maður tekur þetta ekki alvarlega. Flestir eru voðalega kurteisir en inn á milli eru nokkrir alveg óþolandi. Það eru alltaf svartir sauðir með athuga- semdir eins og „áttu kærasta?", „viltu koma út að borða með mér“ og svo framvegis. Maður Iærir bara að taka ekki mark á því.“ Er borin virðing fyrir starfinu? „Já, af vinnufélögum og flestum kúnnum, en inn á milli eru alveg glat- aðir gaurar sem eru ekkert fyndnir þótt þeir haldi sig vera það.“ Gripið um afturendann „Það er ofsalega óþægilegt þegar menn halda að þeir séu voðalega fyndnir og taka utan um mann, þá taka þeir einmitt utan um afturend- ann á manni og segja: Sestu hjá okkur elskan. Þeir sitja og ég stend, þannig „Já, ef það er eitthvað sem telst til óhreininda þá þarf ég að hreinsa það upp, jafnvel þvag og þvíumlíkt." Drepið í sígarettu á hendinni á mér Finnst þér þú njóta virðingar í starfi? „Nei, ekki get ég sagt það, ég er náttúrulega ekki neinn vaktstjóri eða neitt svoleiðis. Maður ber auðvitað virðingu sjálfur fyrir því sem maður gerir; ef staðurinn væri drulluskítugur þá myndi enginn koma, svo einfalt er það.“ En finnst þér kúnnarnir bera virðingu fyrir þér? „Ég er nú eiginlega ekkert að pæla í því. Feerðu ekki að heyra meinlegar athugasemdir frá kúnnum ogslíkt? „í rauninni hef ég verið böggaður þvílíkt; það hefur verið drepið í sígar- ettu á hendinni á mér og fólk þurrkar af sér óhreinindi í mig. Eg er gólftuska á fótum, þannig séð. En ég segi að ef maður pælir of mikið í þessu þá er maður bara í tómu rugli.“ Er þetta vel borgað „Já, nokkuð, það fer þó auðvitað eft- ir stöðum." Eftirsóknarvert? Vera kann að sá ljómi sem hefur leikið um starf á skemmtistöðum sé nú farinn að dofna talsvert. Kannski verður þetta greinarkorn til þess að ofurmáta ókurteisir íslendingar taki örlítið meira tillit til starfsfólks veit- inga- og skemmtistaða — ég held þó varla. Gangandi gólftuskur Sú starfsstétt sem hvað minnstrar virðingar nýtur á skemmtistöðum er glasabörn. Til að forðast allan mis- skilning skal tekið fram að um er að ræða starfsstétt en ekki hóp fólks sem kom í heiminn fyrir tilstilli læknavís- indanna. HP þótti tilhlýðilegt að fræð- ast um starfið hjá einu víðförlasta glasabarni samtímans, Alfreð Rafn Ingólfssyni, 19 ára myndlistarnema í FB. Alfreð hefur víða haft tekjur af þessari vinnu. Hann hefur unnið á Kaffibarnum, Kaffi Óliver, Astró og nú á Brennslunni. „Ég er búinn að vera glasabarn í um tvö ár. Starfið felst í því að skipta um öskubakka á borðum, sjá til þess að borðin séu hrein, taka tóm glös og flöskur. Þetta er hálfgert gólftusku- starf, en það er náttúrulega um að gera að skemmta sér í vinnunni, ann- ars deyr maður úr leiðindum.“ Eru það semsagt þú og þínir lík- ar sem lenda í því að hreinsa upp œlu og annan viðbjóð? að þessi vinahót eru mjög hvimleið.“ Hefurðu gaman af þessu? „Nei, það hef ég ekki, en það lenda allar stelpur í þessu og barþjónarnir lenda líka í einhverjum daður- drósum." Telurðu að útlit hafi mikið að gera með hvort fólk fœr vinnu í þessum bransa? „Ég veit það ekki, en ef ég væri at- vinnurekandi myndi ég hiklaust velja fólk sem væri ágætlega útlítandi með eitthvað í hausnum frekar en beib og birnbó." svona fólki.“ Hefur það komið fyrir að þú haf- ir fengið árninningu fyrir að hleypa ekki inn kúnna? „Nei, ég sinni bara mínu starfi eins vel og ég get.“ Grípa um afturendann EÍín Hrönn Jónasdóttir, 20 ára nemi, vinnur í salnum, eins og það heitir, á Kaffibrennslunni. / hverju felst starfið? „Starfið felst í að taka niður pantan- ir hjá kúnnanum, fara með þær til bar- þjónsins, fara svo með drykkina til kúnnans og rukka. Svo hjálpar maður glasabörnunum ef þau hafa ekki und- an.“ Hefurðu gaman afþessu? „Já, mér líkar mjög vel, því ég er Kristján Kristjánsson: Enga sieikipinha takk - stattu úti.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.