Helgarpósturinn - 12.12.1996, Síða 2

Helgarpósturinn - 12.12.1996, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR12. DE5EMBER1996 V Dýr mundi Súsann í fullri lengd — krefur Apple-umboðiö um 600.000 krónurfyrir 1,13 sekúndur Súsanna Svavarsdóttir, rit- höfundur og blaðamaður, hef- ur stefnt Apple-umboðinu fyrir að birta örstutt myndskeið af sér í tölvuauglýsingu. Krefur hún fyrirtækið um 600.000 krónur en málið verður tekið fyrir í dag, fimmtudag, í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Um síðustu jól auglýsti Apple-umboðið í auglýsinga- tíma sjónvarpsins nýja tölvu, sem var meðal annars með sjónvarpsglugga. í auglýsing- unni voru tíundaðir kostir tölv- unnar og jafnframt sýnt hvern- ig hægt væri að skipta á milli sjónvarpsstöðva með lítilli fyr- irhöfn. Svo óheppilega vildi til fyrir Apple-menn að á einu ör- stuttu myndskeiði sást Sús- önnu bregða fyrir í 1,13 sek- úndur í Dagsljóssþætti. Hún hafði skömmu síðar samband við fyrirtækið og sagði að það hefði birt myndina af sér í leyf- isleysi. Krafðist hún upphaf- lega um 300.000 króna í bætur en fyrirtækið vildi ekki verða við kröfum hennar. Þá stefndi hún fyrirtækinu og krafði það um 600.000 krónur fyrir þessa rúmu sekúndu, sem myndi gera 32 milljónir króna fyrir mínútuna. Þegar blaðamaður bar málið undir Súsönnu vildi hún ekkert kannast við það. „Nei, ég kann- ast ekki við það... hvaðan heyrðirðu þetta?“ Hættulegt ferdahappdrætti - vinningshafar geta tapað stórfé Fyrirtækið GCI beitir uppá- þrengjandi söluaðferðum til að lokka til sín viðskiptavini. Það tjáir þeim að þeir hafi ver- ið dregnir úr potti og hreppt utaniandsferð út í heim. Eina skilyrðið sem fyrirtækið setur er að „vinningshafinn" mæti á rúmlega klukkustundarlanga kynningu. Vonir viðskiptavina um að hljóta utanlandsferð verða að engu þegar þeir mæta á staðinn og gera sér grein fyrir að fyrirtækið er að- eins að bjóða orlofshlutdeild í gististað á Spáni, en bæði Neytendasamtökin og aðilar innan íslenskra ferðaskrifstofa hafa varað við slíkum við- skiptamáta og telja hann vafa- saman, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ingólfur Guð- brandsson hjá Heimsklúbbn- um segir ennfremur undarlegt að slíkt fyrirtæki skuli fá ferða- skrifstofuleyfi, ekki síst í ljósi þess að svipað fyrirtæki hefði Jóhann Gunnar Bergþórsson breiðir úr sér í Hafnarfirði þrátt fyrir gjaldþrot og sektardóm. Viðskiptaveldi Jóhanns G. Bergþórsson í Hafnarfirði Bæjarfulltrúinn og fyrrver- a ' íandi eigandi Hagvirkis- Kletts, Jóhann Gunnar Berg- þórsson, er síður en svo hætt- ur öllum umsvifum í fyrir- tækjarekstri þrátt fyrir um- fangsmikið gjaldþrot í tengsl- um við Hagvirki-Klett. Hann er víða stofnandi eða í stjórn fyr- irtækja sem staðsett eru í Hafnarfirði um leið og hann sit- ur í bæjarráði. Meðal annars er hann stofnandi þriggja hópbif- reiðafyrirtækja sem hafa með Magnús Gunnarsson, oddviti sjálfstæöis- manna Magnús Jón Arnason, bæjarfulltrúí Alþýöu- bandalagsins „Miklar kröfur „Jóhann situr allt í gerðar til sveitar- kringum borðið" höndum skólaakstur bæjarins auk aksturs til og frá Hafnar- firði. Andstæðingar hans í pól- itíkinni telja tengsl hans sem bæjarfulltrúa við einstök fyrir- tæki óeðlileg og meðal annars segir Magnús Jón Árnason, fyrrverandi bæjarstjóri, að hann sitji allt í kringum samn- ingaborðið þegar útdeiling verkefna af hálfu bæjarins er annars vegar. Þá telur flokks- bróðir Jóhanns, Þorgils Óttar Mathiesen, varafulltrúi sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði, að íhuga beri að koma á fót stjórnsýsludómstól, þar sem viðskipti Hagvirkis-Kietts og bæjarfélagsins hafi brotið gegn sveitarstjórnarlögum. Þorgils Óttar telur að bæjarsjóður Hafnarfjarðar muni fyrir vikið tapa um 50 milljónum króna. Ummælum um siðleysi og óhæfi sem bæjarfulltrúi vísa samherjar hans í meirihluta bæjarráðs á bug og Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins, segir að það geti vart talist óeðlilegt að menn eigi smáhlutdeild í fyrir- tækjum þótt þeir séu bæjarfull- trúar. Viðskipti... Hópbílar: Rekstur langferöabif- reiöa auk rekstrar fasteigna og tækja. Hagvagnar: Rekstur almennings- vagna, vörubifreiða og vinnuvéla, lánastarfsemi og rekstur fast- eigna. Hópbilamiöstööin: Tilgangur fé- lagsins er rekstur hópferöabif- reiöa, bílaleiga, skipulagning feröaþjónustu og skyld starfsemi Verkfræöiþjónusta Jóhanns 6. Bergþórssonar: Alhliöa ráögjafar- og tækniþjónusta viö mannvirkja- gerö og skylda starfsemi, lána- starfsemi og rekstur fasteigna. Bensi: Verktakastarfsemi og mannvirkjagerö, véla- og bifreiöa- leiga og skyld starfsemi. Hagtak: Byggingarstarfsemi, kaup og sala fasteigna, landþró- un og lánastarfsemi. og stjórnmál Bæjarfulltrúi Sjálfstæöisflokks- ins í bæjarstjórn í Hafnarfiröi Aöalfulltrúi í bæjarráöi Tæknilegur ráögjafi Hafnarfjarö- arbæjar í Miöbæ Formaöur Framkvæmda- og tækniráös í framkvæmdanefnd um reynslu- sveitarfélög Formaöur Miðbæjarnefndar Stjórnarmaöur í húsfélagi Miö- bæjar í stjórn Atvinnueflíngar hf. í nefnd um íþróttamál (sam starfssamningar) í starfskjaranefnd stjómar manna „Það eru gerðar miklar kröfur til sveitarstjórnar- manna og enn frekar á sfðari tfmum eftir að nýju stjórn- sýslulögin voru tekin í gagn- ið svo að einkahagsmunir bæjarráðsfulltrúa skarist ekki við hagsmunl bæjarfé- lagsins. Það sama á við um Jóhann og alla aðra,“ sagði Magnús Gunnarsson, odd- viti sjálfstæðismanna í Hafn- arfirði. „Það er ekkert óeðlilegt þótt menn starfi hjá fyrir- tækjum sem itafa einhver tengsl við bæjarfélagið en það er óæskilegt ef tengslin eru of mikil.“ „Það er alveg ljóst að í gegnum árin hefur Jóhann Gunnar ekki setíð beggja vegna borðsins heldur allt í kringum það. Ég hef fram til þessa fylgst með stofnun fyr- irtækja hans en er hættur því, enda eru þau orðin fjöi- mörg. Þetta eru fyrirtæki á fyrirtæki ofan sem hann hef- ur stofnað. En miðað við það sem ég hef séð til hans þá kemur það mér ekki á óvart að hann skuli enn vera að stofna ný fyrirtæki. Það er ekkert nýtt að Jóhann Gunn- ar kaupi fyrirtæki til að breiða úr sér og auka velt- una. Það hefur hann gert í gegnum tíðina,“ sagði Magn- ús Jón Árnason, forystu- maður Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði. í rútubflabransann Eftir að fyrir lá að fyrrver- andi fyrirtæki Jóhanns, Hag- virki- Klettur, stefndi í þrot og hann sem forstjóri og stjórnar- maður var dæmdur vegna van- goldinna greiðslna til hins op- inbera hafa flestir aðrir en Hafnfirðingar talið að við- skiptaferli hans væri lokið. En svo er aldeilis ekki því hann tengist að minnsta kosti ófáum fyrirtækjum þar I Hafnarfjarð- arbæ. Einkum hefur Jóhann haslað sér völl ásamt við- skiptaféiögum sínum í lang- ferðabílabransanum og er tengdur þremur fyrirtækjum á þeim vettvangi: Hagvögnum, Hópbílum og Hópbílamiðstöð- inni. í október árið 1991 tóku sveitarfélögin sex á höfuðborg- arsvæðinu tilboði Hagvirkis- Kletts um akstur strætisvagna. Samið var við fyrirtækið um akstur í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Bessastaðahreppi og hraðleið milli þessara sveit- arfélaga og Reykjavíkur. Utan um akstur fyrir sveitarfélögin var svo stofnað fyrirtækið Hag- vagnar og er Jóhann einn stofnenda. í upphafi árs 1992 var svo fyrirtækið Hópbílar stofnað á grunni fyrirtækis sem Pálmi Larsen átti, en hann hafði í fjölmörg ár séð um skólaakstur fyrir Hafnar- fjarðarbæ. Hópbílar fengu fljót- lega umboð fyrir skólaakstur- inn en auk annarra verkefna sá fyrirtækið um rekstur fast- eigna og tækja. Og Jóhann og félagar hafa þar ekki látið stað- ar numið í langferðabílabrans- anum því á þessu ári var stofn- að annað fyrirtæki sem ber nafnið Hópbílamiðstöðin. Auk rekstrar hópferðabíla er til- gangur þess fyrirtækis að reka bílaleigu og skipuieggja ferða- þjónustu. I öllum fyrirtækjun- um er Jóhann skráður annað- hvort stofnandi eða í stjórn auk Gísla Jens Friðrikssonar, en sá hinn sami er fram- kvæmdastjóri bæði Hagvagna og Hópbíla og var áður fram- kvæmdastjóri verktakafyrir- tækisins Fórnarlambsins. Jóhann hefur heldur ekki sagt skilið við mannvirkjagerð og verktakastarfsemi þrátt fyr- ir að hafa lent í umfangsmiklu gjaldþroti og verið ákærður fyrir vanskil á opinberum gjöldum upp á tugi milljóna. Hann tengist ennþá fyrirtækj- um sem bera nöfn eins og Hag- tak og Verkfræðiþjónusta Jó- hanns Gunnars Bergþórssonar og er annaðhvort í stjórn eða meðal stofnenda. í báðum þessum fyrirtækjum hefur hann ennfremur prókúruum- boð ásamt fleirum. Þá er ótaiið verktakafyrirtækið Bensi, þar sem bæði Verkfræðiþjónusta JGB og Hagtak eru skráðir stofnendur. Sitt sýnist hverjum í bæjar- ráði um tengsl Jóhanns Gunn- ars við fyrirtæki í Hafnarfirði en deilurnar eru ekki síst harð- ar í flokki Jóhanns, Sjálfstæðis- flokknum, en þar hafa menn deilt hart og sumir veigra sér ekki við að benda á meintar vafasamar ef ekki ólöglegar greiðslur bæjarstjórnar til Hagvirkis-Kletts á sínum tíma. Því setja margir spurningar- merki við tengsl Jóhanns, sem bæjarfulltrúa, við fjölmörg fyr- irtæki í Hafnarfirði. skilið eftir sig sviðna jörð og nokkrir íslendingar farið flatt á viðskiptum við það. Þá hefur komið í ljós að GCI fer ekki að lögum um evrópska efnahags- svæðið þrátt fyrir að Iög um slíkt liggi fyrir þingum bæði hér á landi sem annars staðar í Evrópu. GCI stundar uppáþrengjandi við- skiptahætti og vafasama sölutækni Regium ekki framfylgt Samkvæmt upplýsingum HP er viðskiptavinum GCI gert að greiða meðal annars inn á kaupverð og umsjónargjald við undirskrift, en það er sam- kvæmt tilskipun Evrópuþings- ins og -ráðsins óheimilt. Til- skipunin, sem er frá 1994, fjall- ar um verndun kaupenda vegna tiltekinna þátta í samn- ingum um kaup á réttindum til að nýta fasteignir á skiptileigu- grunni. Þar segir meðal annars að fyrirframgreiðslur kaup- anda séu óheimilar og hann hafi rétt til að falla frá samn- ingi án þess að tilgreina ástæð- ur innan tíu daga og rétt til að segja samningnum upp innan þriggja mánaða frá því að báð- ir samningsaðilar undirrita hann. Ástæðan fyrir þessari reglugerð er sú að seljendur nota ýmsar söluaðferðir sem oft á tíðum teljast á mörkum þess að vera góðir viðskipta- hættir, eins og segir í reglu- gerðinni. Þá segir að kaupend- ur séu oft fengnir til þess að festa kaup á orlofshlutdeild án nægilegrar ígrundunar. Eins og áður segir er þessum reglum ekki framfylgt í greiðsluskilmálum GCI við ís- lenskan kaupanda, en þar stendur að innborgun skuli innt af hendi við undirritun og hún sé ekki endurkræf. Þegar Terry Bishell, markaðsstjóri GCI hér á landi, var spurður um þetta tiltekna atriði sagði hann að öllum þeim sem hættu við yrði borgað til baka Ingólfur Guöbrandsson hjá Heimsklúbbnum Blekkinga- vefur „Fyrir nokkrum árum starf- aði hér fyrirtæki að nafni Fram- tíðarferðir og lagði stund á svipaða söiumennsku. Ég hef því ekki trú á öðru en GCI sé bara ný útgáfa af Framtíðar- ferðum. Þessi sölumennska gengur meðal annars út á að nota pressu á fólk án þess að það geti gengið úr skugga um að fjármunir þess séu á nokk- urn hátt tryggðir. Ég undrast að samgönguráðuneytið skuli liggja marflatt fyrir slíkri starf- semi, en ég lét það vita á sín- um tíma um Framtíðarferðir. Það félag fékk heldur aldrei leyfi þrátt fyrir að það veifaði um sig blekkingum. Það er því fyllsta ástæða til að vara al- menning við þegar nýtt fyrir- tæki af þessum toga kemur fram á sjónarsviðið.“ F

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.