Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 12.12.1996, Qupperneq 5

Helgarpósturinn - 12.12.1996, Qupperneq 5
FlMIVmJDAGUR 12. DESEMBER1996 5 RADGRODSUffí TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA Allt verð er með virðisaukaskatti og miðast við staðgreiðslu. Verkalýðshreyfingin er um þessar mundir að setja fram launakröfur fyrir komandi kjarasamninga og leiðtogarnir eru að venju nokkuð kokhraustir. Launakröfur nú tengjast að hluta vinnutímatilskipunum Evrópusambandsins, sem augljóslega munu hafa í för með sér styttri vinnutíma. Fyrirsjáanlegt er að yfirvinnukaupið sem framfleytt hefur svo mörgum fjölskyldum heyri brátt sögunni til og því vilja menn nú hækka dagvinnulaun verulega. Dagsbrún hefur sett fram kröfu um 41% launahækkun. Halldór Björnsson, formaður félagsins, sagði á fundi með verkamönnum að ef atvinnurekendur vildu ekki samþykkja þessa hækkun þegjandi og hljóðalaust yrði krafan hækkuð í 100% og svo blásið til verkfalls... Framundan eru annatímar í þinginu. Fjárlög þarf að sjálf- sögðu að afgreiða fyrir jól og venjan er sú að stjórnarliöar þrýsti á um afgreiðslu mála fyrir jólaleyfi. í fjárlaganefnd þings- ins bregður hins vegar svo við að nefndin hefur ekkert aö gera. Ástæðan er aö allt situr fast í ríkisstjóminni. Um þetta spunn- ust reyndar umræður í þinginu á þriðjudaginn. Svo rammt kveö- ur að atvinnuleysinu í fjárlaganefnd að þar er þessa dagana verið aö ræða atriði í fjárlögum sem venjulega er ekki litið á fyrr en fyrir þriðju og síðustu umræöu. Sumir nefndarmenn hafa jafnvel haft á orði að rétt væri að nota þessa daga til að vera heima og búa til músastiga fyrir jólin. H< V Ikvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins, skrifaði grein T Vikublaðið í síðustu viku þar sem hann opnaði á þann möguleika að ísland yrði ' áfram í NATÓ og tæki að sér ýmsa :T* starfsemi bandarfska hersins á . Miðnesheiði. Heimir er þarna á lík- um slóðum og Bjöm Bjamason menntamálaráðherra, sem stakk upp á íslenskum her fyrir skömmu og fékk í kjölfarið blessun Heímis Steinssonar útvarpsstjóra. Ungir Alþýðubanda- lagsmenn voru ekkert ofsakátir með grein framkvæmdastjór- ans, þótt foringi þeirra, Róbert Marshall, hafi lýst yfir áþekk- um skoðunum um NATÓ og Heimir. Ástæðan er sú að fram- kvæmdastjórinn snuprar ungu mennina fyrir vanþekkingu á sagnfræði í tenglsum við sameiningarumræðu vinstrimanna... Hrafn Jökulsson, ritstjóri Alþýðublaðsins og varaþingmaður, hættir eftir áramót á mál- gagni Alþýðuflokksins. Hrafn er orðaður við starf ritstjóra Mannlífs, eins tímarita Fróðaútgáfunnar, en hann þvertekur fyrir að vera á leiðinni þang- að. Ritstjórinn segist ætla að hefja störf á öðr- um vettvangi en fjölmiðlun. Ekki fyrr en eftir ára- mót verður Ijóst hvaða starf það er... Brögö hafa verið að því að fólk hafi kvartað yfir því bæði við apótek og landlæknisembættið að lúsameöul hafi ekki virk- aö sem skyldi — aðeins drepið lúsina en skiliö nitina eftir sprelllifandi og fjöruga. Eru þess dæmi að fólk hafi fleygt og fryst fatnað og sængurföt um leið og það hefur notað lyfin en án árangurs. Er sagt að lúsin sé ónæm gegn einstökum meðul- um sem á markaði eru. Lyfjafræðingar halda því fram að lyfin hafi ekki verið rétt meðhöndluð en sjálfsagt eru fjölmargir for- eldrar, sem hafa reynt af öllum mætti að losna undan þessu skaðræöisdýri, þeim ekki sammála... Fyrir skömmu gerði fyrirtækið Gallup skoðanakönnun meðal Hafnfirðinga um hvort þeir styddu núverandi meirihluta T bæjarstjórn. Niðurstaðan er án efa fróðleg, en Gallup-menn liggja á henni eins og ormur á gulli. Sjálfsagt klæjar pólitíkusa í fingurna eftir að komast yfir hana... Meðal þeirra höfunda sem voru svo lánsamir aö bækur þeirra voru tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna T ár er Dagný Kristjánsdóttir. Bók hennar Kona verður til var Macintosh Performa 6320/1 20 Óvænt jólagjöfl Innbyggt mótald og mánuður á netinu fylgir með tölvunni Apple Color StyleWriter 1500 er góður en ódýr litaprentari fyrir Macintosh-tölvur. Þessi fullkomni bleksprautuprentari hentar vel fyrir heimili, nám og fyrirtaeki, þar sem þörf er fyrir litaprentun á viðráðanlegu verði. Tekur lítið pláss og er ótrúlega hljóðlátur. Með tölvunni fylgir, tilbúið til notkunar: • Stýrikerfi á íslensku • Ritvinnsla, töflureiknir, gagnagrunnur og teikniforrit, allt saman á tslensku • Handbækur um stýrikerfi ogforrit á íslensku • Ritvöllursem leitar uppi stafsetningarvillur • Málfræðigreining (kennsluforrit í íslenskri málfræði) • Viskubrunnur - spumingaleikurfyrir alla fiölskylduna Macintosh er tolvan - isiensKa er malio Fjöldi landsmanna hefur átt þess kost að nota fslensku á tölvunni sinni. Hvað með þig og bömin þín? Gerðu þá sjálfsögðu kröfu að bömin þín alist upp við íslensku í leik og starfi. Aladdin, Lion King og Toy Story geisladiskar fylgja tölvunni ásamt 10 öðmm spennandi diskum með fjöl- breyttu fræðsluefni, leikjum og kennsluforritum af ýmsum toga. VAZ, O '< 00 i o ■: ■ Color StyleWriter 1500 Apple-umboðið Skipbolti 21 • Sími 511 5111 • http://www.apple.is Varaþingkona Kvennalistans, stjórnmálafræðingurinn Þórunn Svein- bjamardóttir, er nýfarin til fýrrverandi Sovétlýðveldisins Azerbai- djan, þar sem hún mun starfa næsta hálfa árið sem upplýsingafulltrúi al- þjóðasambands Rauða krossins. Þór- unn er enginn nýgræðingur T hjálpar- starfi í þróunarlöndunum, því hún hef- ur einnig verið upplýsingafulltrúi í flóttamannabúðum í Tansaníu. Gamli fjölmiðillinn Ómar Valdimarsson hef- ur og starfað í þessum búðum. Þriðji íslendingurinn sem hefur unnið sem fjölmiðlafulltrúi erlendis er Þórir Guðmundsson, sem er um þessar mundir staddur í fyrrverandi Sovétlýðveldinu Kazakhstan. Tólf Islendingar eru nú staddir erlendis á vegum Rauða kross ís- lands. Starfa íslendingarnir í fyrrverandi lýðveldum Sbvétrikjanna, Júgóslavíu og Afriku. Fyrir utan fjölmiðlafulltrúa eru hjúkrunarfræðingar starfandi á sjúkrahúsum fyrir stríðshrjáða svo og fólk sem vinnur að skipulagningu hjálparstarfs svo sem dreifingu matvæla... Jólakauptíðin stendur sem hæst með tilheyrarndi auglýsingamennsku og sölubrögðum en ekki fer þó allt að ósk- um. Á fimmtudagskvöldið voru auglýstir tón- leikar með Bubba Morthens I Kaffileikhús- inu. Tónleikunum var aflýst á síðustu stundu. Ástæðan: 1 Kaffileikhúsið mætti nánast ekki hræða. Sama kvöld lásu rithöfundar upp úr verkum sínum á Sóloni íslandusi. Þessum bókmenntaviðburði var reyndar ekki aflýst enda mættu þó nokkrir — rithöfundar sem svo lásu upp hver fyrir annan... Það var þó síður en svo að ReykvTkingar sæktu ekki skemmtistaði um síðustu helgi. Straumurinn lá á nektar- dansstaðina Vegas og Óðal. Ljósmyndari HP hefur rekið sig á að myndatökur eru ekki leyfðar innandyra á þessum stöðum. Það er út af fyrir sig kannski skiljanlegt að viðskiptavinirnir, sem a.m.k. sumir eru vel efnaðir karlmenn í góðum Stöðum, hafi ekki sérstakan áhuga á að sjá myndir af sér í blöðum, troðandi peningaseðlum ofan í efnislitlar nærpjötlur fatafell- anna. Það er heldur aldrei að vita hvað eiginkonurnar segðu... tilnefnd T flokki fræðirita. Dagný er vafalaust vel að tilnefningunni komin en það vill á hinn bóginn svo kátlega til aö hún á einmitt sæti í þeirri dómnefnd sem kemur til með að úthluta íslensku bókmenntaverðlaun- unum — í flokki fagurbókmennta... Enhver stærsta uppákoma þessarar bókatíðar veröur í Leikhúskjallar- anum á sunnudagskvöld. Tugir skálda koma þar fram, þar á meðal höfðingjarnir Ólafur Gunnarsson og Guðmundur Andri Thorsson og fjöldi annarra. Það sem vekur þó mesta athygli er að T þessum stóra hópi skálda er Ijóðskáidið Gyrðir El- íasson, sem hingað til hefur forðast fjölmenni eins og heitan eldínn. Stjórnendur samkomunnar eru leik- konurnar Helga Bachmann og Edda Þórarinsdóttir... Iuppsiglingu er óvænt nýársball sem á að halda í Kolaportinu fyrsta kvöld nýs árs. Það er umboðsskrifstofa Eskimo Models, ásamt Alnæ- missamtökunum á íslandi, sem hefur unnið aö undirbúningi skemmtun- arinar, sem virðist ætla að verða hin veglegasta. Margir vilja styrkja góðan málstað, t.d. listamennirnir Tolli og Eiríkur Smith, sem ásamt tugum annarra ætla að gefa verk á uppboð til styrktar Alnæmissamtök- unum. Hljómsveit kvöldsins verður Skárr’ en ekkert með IngvarSig- urðsson leikara fremstan í flokki, veitingahúsið Astró sér um veislu- borð, Filippía Elísdóttir hönnuður stendur fyrir glæsilegri tískusýningu og ef Jarvis Cocker, söngvari Pulp, heimsækir Björk um áramótin er hann ákveðinn I að líta inn í Kolaportið. Miðaverð er áætlaö innan við 3.000 krónur með öllu. Og þótt erfitt sé að sjá það fyrir sér er ætlunin að hafa Kolaportið afar hlýlegt á nýárskvöld.... littp: / /tliis. is/ne lifandi vefur um Internetið, fólkið, fyrirtækin og framþróunina s ur Performa6320 169.900, Performa 6320 er 120 megariða tölva með 12 Mb vinnsluminni, 8x geisladrifi, innbyggðu 28,8 kb mótaldi og 1200 Mb harðdiski.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.