Helgarpósturinn - 12.12.1996, Side 8

Helgarpósturinn - 12.12.1996, Side 8
QOTT FÓLK / 8lA 8 FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1996 Gamalt vín á nýjum belgjum Lögmálin sjö um velgengni Höfundur: Deepak Chopra Þýöandi: Gunnar Dal Vöxtur ★ 1/2 Höfundur bókarinnar er sagður Bandaríkjamaður af indversku bergi brotinn. Lög- málin sjö, segir á bókarkápu, hafa verið á metsölulista The New York Times og selst í á þriðju milljón eintaka. Þýðand- inn Gunnar Dal fylgir bókinni úr hlaði með allmiklum for- mála þar sem hann lofar höf- undinn og telur hann einn þeirra er leggi grundvöll að nýrri lífssýn komandi aldar. En ekki er bara um lífssýn að ræða, heldur eru lagðar leiðar- stikur að velgengni með iðkun nýs lífsstíls. Hér er því eins konar vegahandbók á ferðinni, sem á að færa þeim sem rata eftir tilvísan hennar velgengni, vellíðan og farsæld í lífinu. MÍTNkÆÍmiM Gert er úr því að hér í kveri sé á ferðinni eitthvað nýtt og ferskt. Reyndin er þó önnur sýnist mér. Hér er safnað sam- an margskyns brotum aust- rænnar speki í bland við nokk- urn forða af vestrænum rótum. Allt nánast, sem hér er á ferð- inni, má til að mynda tína sam- an og lesa úr guðspekiritum ís- lenskum sem erlendum liðinna áratuga, þó að ýmsu séu hér gefin ný nöfn. Þarna eru þó kunnuglegu hugtökin mörg, sem gefa grunn í kenning- arnar, svo sem alheims- orkan, karmalögmálið og guðdómsneistinn í sálinni svo nokkuð sé tilgreint. Það verður að segjast eins og er að afskaplega lítill ferskleiki er yfir þeim and- Öll viljum við halda í okkar jólahefðir. Láttu okkur aðstoða þig við að senda þínu fólki í útlöndum eitthvað virkilega gott sem minnir þau á jólinh eima. Allar sendingar fara með DHL sem um ræðir, þó að þannig sé auglýst. Bókin er lagleg útlits, á góðu máli sem búast má við af skáldinu Gunnari Dal. Og víst má segja að í lesningunni er sitthvað sem getur haft bæt- andi áhrif á menn ef farið væri BÆKUR eftir og iðkað. Þessi bók er lík- leg til vinsælda hjá mörgum sem kunna þar um sinn telja sig finna nokkur svör í sogandi leit fyrir tilgang lífi sínu og sporum, en slík leit setur mjög svip á samtímann og ófáir sem bjóðast til að svara og seðja. Allt á að verða auðvelt og átakalaust ef þú ferð eftir regl- um kenninganna í þessari bók. En seint held ég að þær nái þeim áhrifum til langframa sem höfundur virðist trúa og segir að unnt sé að ná með notkun lögmálanna: „Með því að nota þetta lögmál... verður þér unnt að skapa þér hvað- eina sem þú vilt, hvenær sem þú vilt. Þú verður áhyggjulaus og glaðsinna..." Ekki amalegt að tarna! Þórleif Ólafsson NÝ SAGNFRÆÐIRIT Veglegar bækur fyrir alla áhugamenn um þjóðleg fræði og sögu þjóðarinnar. ÁLFTANESS SAGA Anna Ólafsdóttir Björnsson NOATUN117, HRINGBRAUT 121, AU8TURVERI, ROFABí 39, KLEIFAR8EL118, LAUGAVEG111 B.HAMRABORG KQP., FURUGRUND HÚP., MOSFELLSBÆ. SAGA NJARÐVÍKUR Kristján Sveinsson HtlWU>-Þ0RU'FSS0N ÞJÓÐSAGA PÓSTSAGA ÍSLANDS 1776-1873 Heimir Þorleifsson Jólapakkatilboð Póstsins Póstur og sími býður viðskiptavinum sínum sérstakt jólapakkatilboð fyrir jólapakkana innanlands. Skilyrði er að sendingin sé send í sérstökum umbúðum (sjá mynd). Þegar þú sendir jólagjafirnar með Póstinum í þessum umbúðum greiðir þú aðeins 310 kr. fyrir pakkann, þyngd hans skiptir ekki máli. Þetta jólapakkatilboð gildir frá 1.-23. desember 1996 og skiptir þá engu hvert þú sendir pakkann hér innanlands. Svo lengi sem hann er í þessum umbúðum kostar sendingin aðeins 310 kr. Umbúðir stærð BJ (23x31x12 cm.) + burðargjald = 310 kr. Má senda hvert sem er innanlands. Umbúðirnar eru til sölu á öllum póst-og símstöðvum. Með því að nota jólapakkatilboð Póstsins hefur þú valið eina fljótlegustu, öruggustu og ódýrustu leiðina til að senda jólagjafirnar í ár. PÓSTUR OG SÍMI Stórfróðleg bókum íslenska siði Merkisdagar í mannsævinni Árni Björnsson Mál og menning ★★★1/2 Eins og fyrri bækur Áma þjóðháttafræðings er þetta rit stórfróðlegt og jafnframt læsi- legt og vel skrifað. Hér er fjall- að um og raktir „ís- lenskir siðir og venjur við hátíðis- og merkis- daga í ævi h v e r s m a n n s “. Heiti kafl- a n n a gefa til k y n n a efnisvalið: Lífið kviknar, fæðing, nafngjöf og skírn, afmæli, ferming, festar og trúlofun, brúðkaup, andlát og útför. Leitað er fanga að fornu og nýju, bæði að bein- hörðum staðreyndum er efni varða, sem og munnmæli birt, sagnir og kímnisögur, orðspor og skáldskapur af ýmsum toga sem höfundur kryddar með fræði sín. Hlýtur óhemjuvinna að liggja að baki heimildaöflun og úrvinnslu við gerð þessarar bókar. Margur mun án efa hafa gagn af ritinu sem uppflettiriti þegar henta þykir og í annan stað yndi af að lesa sleitulaust. Mestallt efni bókarinnar snert- ir að einu eða öðru leyti siði og háttu sem trú og kirkja hafa mótað. Höfundur gefur glögga mynd og nákvæma af uppruna siða og venja merkisdaga, svo sem þekkja má slíkt, og gæðir jafnframt fræðilegu þættina lífi með hvers kyns lýsingum og sögum, oft skoplegum. Rétt eins og Saga daganna er Merk- isdagar á mannsœvinni gagn- merk bók og eiguleg, þrátt fyr- ir að kryddið sem blandað er í fræðin sé að mínum smekk stundum fullsterkt til að hæfa slíku riti. Þórleif Ólafsson FaUegbók um náttúruperlu Þórsmöik—landogsaga Þóröur Tómasson Mál og mynd ★★★ Þórður Tómasson, sem lengst af var safnvörður byggðasafnsins á Skógum, er fyrir löngu orðinn þjóð- kunnur fræðimaður og hefur ritað fjölda bóka og blaðagreina um þjóðleg fræði. í bók þessari er lýsing á náttúru og stað- háttum Þórsmerkur og nágrennis. Einnig er í henni rakin saga Þórsmerkur, búseta, landnýting og friðun. Þá er ritið jafnframt afmælisrit til heiðurs Þórði safnverði 75 ára og fylgir Tabula Gratulatoria fremst í bókinni. Bókin er lit- prentuð og í henni um 300 ljósmyndir margra fremstu myndsmiða þjóðar- innar, teikningar og kort. Þetta er afskap- lega falleg bók og vönduð um eina helstu perlu íslenskr- ar náttúru, á ljósu og kjarngóðu máli eins og Þórði Tómassyni er munntamt og eðli- legt. Þórleif Ólafsson

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.