Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 12.12.1996, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 12.12.1996, Qupperneq 13
FIMIVmiDAGUR 12. DESEMBER1996 13 Enn er ekki vitað hversu góð sjón fæst með nýja „rafeindaauganu". Sumir vísindamenn álíta að „sjón“ á borð við þessa mynd geti verið innan seilingar. Okkur þykir hún ekki skýr en fyrir blindan mann væri þessi sjón stórkostlegur árangur. Dauffir heyra, blindir ffa sýn - tækninýjungar á við svæsnustu kraftaverk! Daufir heyra og blindir fá sýn. Grein sem hefst á þessum orðum hljitur að fjalia um kraftaverk, vera trúarlegs eðlis. Eða hvað? Reyndar ekki. Það eru vísindamenn en ekki guðir eða kraftaverkalæknar sem nú gefa þessa yfirlýsingu. Nýjasta tölvu- og rafeindatækni gagnast mönnum á æ fleiri sviðum og ekki síst innan læknisfræðinnar þar sem leysigeislar og fjar- stýrðir vélskurðlæknar hafa gert flóknar og erfiðar skurðaðgerðir tiltölulega viðráðanleg- ar. Öld tæknikraftaverkanna er á næsta leiti. Nú sjá vísindamenn fram á að geta innan til- tölulega fárra ára gefið blindum sjón og dauf- um heyrn með hjálp örsmárra rafeindatækja sem komið verður fyrir í augum og eyrum og gert lömuðum kleift að hreyfa sig og jafnvel ganga með því að stjórna vöðvunum með tölvustýrð- um rafboðum. Allt byggist þetta á því að tengja tölvubúnað við tauga- frumur iíkamans þannig að boð geti gengið á milli. Raf- eindabúnaðurinn á þannig að brúa bilið milli þeirra taugastöðva sem eru sam- bandslausar sín á milli. Heilinn tengdur myndavél Vísindamönnum hefur þegar tekist að láta blinda skynja ljós með því að senda ijósgeisla á míkróflögur sem komið hefur verið fyrir á net- himnu augans. Þessar fyrstu tilraunir vekja vissar vonir. Enn er löng þróun eftir en framtíðarsýnin gæti verið eitthvað á þessa leið. í stað blinda augans kemur gervi- auga. Nethimna gerviaugans verður samsett úr míkróflög- um sem taka við rafrænum boðum frá örsmárri „mynda- vél“ sem e.t.v. verður komið fyrir í eins konar gleraugum. Míkróflögurnar í „nethimnunni“ senda raf- boðin áfram til þeirra taugafruma sem að öllu eðlilegu hafa það hlutverk að bera boð frá auganu til heilans. Til marks um það hversu flókið þetta við- fangsefni er má nefna að heilbrigð sjóntaug ber boð frá um 1,2 milljónum taugafruma í heilbrigðri nethimnu. Eitt stærsta vandamál- ið sem vísindamennirnir þurfa að glíma við er að koma hverri míkróflögu í gervinethimn- unni fyrir á svo nákvæmlega réttum stað að rafboðin frá henni hitti á nákvæmlega réttar taugafrumur og fari þannig rétta boðleið inn í heilann. Heyrnin lengra komin Vísindin eru komin töluvert lengra áleiðis þegar heyrnin er annars vegar. Nú þegar hef- ur tekist að veita nokkra heyrn með rafeinda- tæki sem komið er fyrir undir húðinni bak við eyrað og sendir rafboð beint til heyrnartaug- arinnar. Til viðbótar þessu rafeindatæki er einskonar heyrnartæki sem þýðir hljóðbylgj- urnar yfir í rafboð og sendir inngrædda raf- eindatækinu. Með þessum búnaði hefur ekki tekist að skapa fulla heyrn en hann veitir þó umtalsverða hjálp. Búnaðurinn hefur verið í notkun frá því undir lok síðasta áratugar og börn sem fædd voru heyrnarlaus hafa með hjálp hans getað lært að tala nokkuð skýrt. Lamaðir munu ganga Algengasta ástæða lömunar er sú að mæn- an hafi skaddast. Þetta þýðir á sem einföld- ustu máli að mænan er ekki lengur fær um að flytja boð frá heilanum til vöðvanna. Taug- arnar sem liggja út frá mænunni og til vöðv- anna eru hins vegar oftast í ágætu lagi og full- færar um að sinna sínu hlutverki, en þeim berast engin boð frá höfðustöðvunum og þar af leiðandi gerist ekki neitt þótt heilinn skipi svo fyrir að hægri fóturinn skuli t.d. færður fram. Sú hugmynd sem vísindamenn vinna nú með er fólgin í því að láta flókinn tölvubúnað bera boð til þeirra vöðva sem ekki eru lengur í „símasam- bandi“ við heilann. Nú er verið að gera tilraunir með tölvubúnað sem komið er fyrir utan á líkamanum, en hugsanlegt er að einhvern tíma komi að því að unnt verði að koma honum fyrir undir húðinni. Grunnhug- myndin byggist á því að með j}ví að ýta á hnapp verði sett af stað þau tauga- boð sem þarf til að fram- kvæma einhverja ákveðna hreyfingu. Þetta ferli tauga- boða er þó óhemju marg- slungið. Tökum sáraeinfalt dæmi úr daglegu lífi: Við tökum vatnsglas og höldum því undir bunu af rennandi vatni þar til það er fullt. Einfaldara getur það varla verið. En...! Skoðum þetta ferli nánar. Hvað er það sem við gerum þegar við látum vatn renna í glas? Við hreyfum höndina að glasinu, höldum öllum fingr- um í réttum stellingum, tökum utan um glas- ið, lyftum því og flytjum það undir vatnsbun- una. Eiginlega mjög einfalt. En svo vandast málið. Þegar vatnið rennur í glasið þyngist það smám saman. Ef við herðum ekki takið fellur glasið úr hendinni áður en það er orðið svo mikið sem hálft af vatni. Við þurfum að herða takið smám saman eftir því sem glasið þyngist. Hver sem af athygli hefur fylgst með barni læra að ganga getur borið vitni um að það er í rauninni óhemju flókin athöfn. Það er ekki nóg að standa uppréttur og færa svo annan fótinn fram fyrir hinn. Það er algeng sjón að sjá börn sem eru að iæra að ganga detta á rassinn. Ástæðan er sú að þau eru ekki búin að átta sig á því að þyngdarpunktur líkamans þarf að færast áfram — ekki bara fæturnir. Þegar svo til viðbótar er hugsað út í allar þær flóknu vöðvahreyfingar sem þarf til þess eins að lyfta fæti og færa hann fram um eitt skref verður auðskilið að það er flókið og erfitt við- fangsefni sem bíður vísindamannanna áður en lamaðir verða færir um að ganga, jafnvel þótt þeir njóti stuðnings af öðru fólki eða hækjum. Afi og Dolli halda í jólaferb d geisladisknum JOLASkRAUT og lenda í ýmsum œvin- týrum. Jólasögur og jólaglens dsamt spJunkuný;um jólalögum Sigurftar Bjólu vió Itexta FriÓriJcs Erlingssonar í fjutningi vaJinJcunnra leikara og söngvara. Örn Arnason, SigurÓur Sigurg'ónsson, Ólafía Hrönn /ónsdóttir og /óhann Siguróarson og margir fJeiri Jcoma fram d disJcnum. Orai U rlxiKJNA il/A M£K og ?8 önnur ljóÓ DavíSs Stefónssonar frd Fagraskógi í mögnuóum fJutningi leikaranna Arnars /ónssonar og Helgu /ónsdóttur. eisladiskurinn Smásögur inniheJdur f- 'imm ólíkar sögur eftir August Strindberg, Ingvar Orre, Vladimir Nabokov, /ohn O Hara og Heinrich Böll í flutningi Jands- ____ Jcunnra leikara. Bj/Sgl|g fj {sJWiHif 'irldin&TríÍH® Tvær skemmi iiegar teiknimyndir á ^ myndbandi sem aÓ sfdlfsögóu eru taJsettar d ísJensJcru. HEIMSkUR OG HEÍMSkARI (Dumb and Dumberj er byggó d persónum úr sam- Mnefndri kvikmynd sem naut mikilla vinsœlda um allan leim og Ghiman j CMask) en þar fer f Laddi á bostum í taJsetningunni |1 og slœr jafnvel þeim frcegustu í | Hollywood út. * VasJ<a bagan um GRÍSÍtíN BADDA (Babe) túiJcuÓ af Margréti Vilhjálmsdóttur eins og í myndinni. Þetta er góó Jcassetta fyrir yngstu börnin, meó sJcemmtiJegri tónJist/óns Ólafssonar. Utgefandi og dreifing: Hl/óÓsetning ehf. Sími 552 9944 Fax 552 9955 Afí OG DokJLÍ, VASÍCÍ GR.ISÍNN BaDDÍ

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.