Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 12.12.1996, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 12.12.1996, Qupperneq 16
16 RMMTUDAGUR12. DESEMBER1996 T getur aJlt! helícíð ég sé bara ágætiskokk- ur, að minnsta kosti hrósa maður- inn minn og börnin mér mikið fyrir mat inn sem ég bý til, segir Brynja Gunn- arsdóttir þjónn, tveggja barna móð- ir og eiginkona metsölusöngvar- ans í ár og mörg önnur ár; Bubba Morthens. Eftir nokkrar vangaveltur og smáþrýsting frá blaðamanni ákvað Brynja að upplýsa leyndarmál; innihald gómsætrar uppskriftar sem haldið hefur verið vandlega leyndri innan ákveðins vinahóps í mörg ár. En þar sem svo margir hafi þeg- ar bragðað á réttin- um sé nú tími til kominn að leyfa fleirum að njóta: „Ég smakkaði þenn- an rétt fyrst hjá vinafólki _ mínu, Þóru og Ámunda, fyrir mörgum árum. Okkur hjónunum fannst hann svo góður að við borð- uðum okkur til skammar," segir Brynja og upplýsir að það sama hafi hent alla þá sem hún svo hafi boð- ið til þessa ein- staka málsverð- ar. „Þó að mér finnist ég hafa orðið mér til s k a m m a r finnst mér aft- ur á móti mjög gaman að sjá mat hjá Brynju Gunnarsdóttur fólk háma í sig mat sem ég bý til. Þá veit maður að því þykir maturinn góður.“ Brynja segir það tvímæla- lausan kost við þennan kjúk- lingarétt að hann sé að mestu hægt að búa til daginn áður. Þannig verði matarveislan sjálf ekkert mál. Brynja lætur ekki þar við sitja heldur lumar líka á upp- skrift að ekta gamaldags amer- ískri gulrótarköku sem hún bakaði í tilefni afmælisins síns síðasta sunnudag. Maður etur peningana sína Annars segist Brynja ekki fyrir það að elda flókinn mat. „Áður fyrr henti ég bara ein- hverju í pott og án þess að ég smakkaði nokkuð heppnaðist maturinn yfirleitt vel. Nú er ég hins vegar farin að notast við matreiðslubækur, ekki þó til þess að fást við flóknari mat- reiðslu heldur þvert á móti heilla mig mest uppskriftir að einhverju hollu og einföldu þar sem undirbúningur tekur helst ekki meira en fimm tii tíu mín- útur. En þar sem ég er svo snögg tekur það mig ekki nema fimm mínútur sem aðra tekur tíu mínútur. Ég lít til dæmis alltaf fyrst á undirbúningstíma áður en ég tek ákvörðun." Eftir að Brynja fór að glugga í matreiðslubækur notar hún æ oftar ferskar kryddjurtir á kostnað þurrkaðra. Kryddjurt- irnar ræktar hún þó ekki sjálf, Amerísk gulrótar- kaka 2 bollar sykur 1 bolli olía 2 egg 2 tsk. vanillusykur > Þetta er hrært vel saman og út í þetta er svo hrært: 2 1/2 bolli hveiti 2 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 1 tsk. kanill Þá er eftirfarandi bætt við: 2 bollar rifnar gulrætur 1/2 bolli rúsínur 1/2 bolli saxaðar valhnetur 1 lítil dós maukaður ananas (án safa) Bakað í 40-50 mínútur viö 175". Passar í hálfa ofn- skúffu. Ostakrem 227 g rjómaostur 6 msk. smjör 2 tsk. vanillusykur 2 1/2 boili flórsykur Alþjódlegt lamb - á diskinn minn Iikið er ég ósammála Jó- hönnu Kristjónsdóttur sem í síðasta tölublaði HP hafði á orði að hún fylltist fremur ógleði en gleði yfir hermikrákuhætti íslendinga í matargerð og nefndi þar sem dæmi dönsku hlaðborðin. Jafn litlaus og bragðdauf og íslensk matargerð er fagna ég öllum góðum matarsiðum sem ber- ast upp að íslandsströndum, en þetta er auðvitað bara spurning um smekk. Þar sem ég vii hafa minn mat bragðmik- inn og hef gaman af að láta kitla bragðlaukana með ein- hverju óvæntu er ekki von að mér líki vel sá íslenski; moð- soðin ýsa, þorramatur og svo framvegis. Ég er þó alls ekki að segja að allt skuli fengið að ut- an. Góðar uppskriftir og það sem upp á þær vantar er auð- vitað vel þegið en hráefnið má gjarnan vera íslenskt. Okkar lofaða lambakjöt, sem við stát- um af að sé nánast hrein villi- bráð, má færa í margan bún- ing. Það er til dæmis allt mor- andi í góðum indverskum lambakjötsuppskriftum. Silfur hafsins, síldin; ekki veit ég bet- ur en hún fari jafn vel á ís- lensku sem dönsku hlaðborði, enda þótt af henni kunni að vera austurrískt bragð. Það sem ég á við er að ég fagna því að íslenskt hráefni fái að klæðast sem alþjóðlegustum bún- ingi, svosem eins og lambakjöt, ber (t.d. til víngerðar) og fiskur. Alís- lenskt matarhugvit var að minnsta kosti vel og lengi ekki upp á marga fiska. Það var ekki fyrr en samskipti okkar við umheim- inn fóru að aukast að ráði að hér fór að færast líf í innlenda matargerð og meira að segja þá íslensku um leið. Ég er nefnilega sammála þeim sem halda því fram að íslensk menning sé aldrei blómlegri en þegar fólkið er í sem nánustum tengslum við umheiminn, en dafni hins vegar ekki í einangr- un. Það er því við hæfi hér að birta uppskrift að íslensku lambi með alþjóðlegu ívafi sem hægt er að sneiða niður eins og roastbeef, í örþunnar sneið- ar, og bera fram til dæmis með kaldri piparrótarsósu eða pip- arrótarrjómasósu sem saman- sett er úr ferskri niðurrifinni Roast-lamb 80 ml sítrónusafi, nýkreistur 2 tsk. salt 5 hvítlauksgeirar, kramdir 2 tsk. engifer, saxaö 1 tsk. timían 1 tsk. rósmarín 2 msk. svört piparkorn, nýmulin 3 rauö chilipiparaldin 5 msk. ólífuolía piparrót, þeyttum rjóma, smá- sykri og sítrónusafa. Biðjið um úrbeinað lamba- læri og fáið það þannig að það sé í einni stórri sneið; útlítandi eins og fiðrildi. Leggið kjötið í allri sinni dýrð niður og þerrið eftir megni. Stingið göt í kjötið með hníf á nokkrum stöðum. Blandið saman í skál sítrónu- safa, salti, hvítlauk, engifer, timían og rósmaríni og dreifið helmingnum af blöndunni vel yfir aðra hlið kjötsins og troðið vel í götin. Snúið kjötstykkinu við og makið yfir restinni af blöndunni. Leggið kjötið sam- an og setjið í skál ásamt safa þess og passið að öll krydd- blandan fylgi með. Hyljið og látið marinerast í ísskáp yfir nótt. Takið út þrem- ur til fjórum klukku- stundum áður en þið eld- ið kjötið og breiðið úr því á ný. Saxið chilipiparinn ör- smátt og myljið pipar- kornin í kvörn eða mortéli. Mjög sniðugt er að nota gamla kaffikvörn til að mala krydd ef þið eigið hana til. Stráið helmingnum af pipar- kryddinu yfir aðra hliðina og nuddið vel inn í kjötið. Gerið sama við hina hliðina og notist einnig við helming ólífuolíunn- ar. Látið kjötið ná stofuhita. Forhitið ofninn í 250", en til að elda kjötið þannig að það verði miðíungssteikt þarf það að vera í ofni í þrjú korter eða klukkutíma. Setjið kjötið í ofnskúffu og snúið því þannig að olíuhliðin snúi upp. Steikið í 20 til 30 mín- útur. (20 mín. er fremur hrátt, 30 mín. er meðalsteikt). Snúið þá kjötstykkinu við og makið á það afganginum af ólífuoliunni. Bakið jafnlengi. Kjöt þetta er best skorið í örþunnar sneiðar. Guðrún Kristjánsdóttir þar sem einungis loftgluggi sé í eldhúsinu hennar. „En þar sem ég bý nánast í Hagkaup er lítið mál fyrir mig að nota krydd- jurtaborðið niðri.“ Eyðið þið miklu í mat? „Já,“ segir Brynja óhikað. „Fullur ísskápur er bara eitt- hvað sem maður ólst upp við. Eiginlega má segja að maður eti peningana sína. Samt reyni ég að spara. Þegar ég reyni að vera skynsöm bý ég til matseð- il fram í tímann og fer í Bónus. Alltaf eyði ég samt rosalegu í mat. Ég er líka dugleg að bjóða fólki í mat og hef gaman af.“ Bubbi gamaldags Brynja segist elda á hverjum degi — og Bubbi stundum — nema eitthvað sérstakt komi upp á, þá sé iðulega grjóna- grautur eða eitthvað þvíumlíkt á boðstólum enda verði ekki hjá því komist að elda ofan í tvö börn. „Bubbi vill sitt líka,“ segir Brynja. „Hann er mjög gamaldags og vill helst fá sitt lambalæri eða lambahrygg einu sinni í viku. Vinkonur mín- ar eru því farnar að segja að mömmumaturinn minn slái öll- um mömmumat við.“ Hryggurinn og lærið er þó ekki svo gamaldags að það sé borið fram með brúnuðum og sultu. Aðalsérkenni Brynju er svokölluð galdrasósa. „Galdur- inn við mína sósu er sá að ég nota mikið af rjóma og rósa- pipar. Rósapiparinn er það eina sem er frábrugðið en virk- ar alltaf þannig að fólk verður voða hrifið, nú og svo geri ég mikið pasta, baka oft brauð... Þú bara getur allt! „Já, að minnsta kosti sagði sonur minn það í barnaafmæli á dögunum. Það þurfti að skrúfa einhvern bíl í sundur, margir voru búnir að reyna og ekkert gekk. Þá segir Hörður sonur minn, sex ára: Láttu mömmu gera þetta, mamma getur allt! Ég var mjög ánægð þegar hann sagði þetta og vel að merkja: Ég gat skrúfað bíl- inn í sundur.“ -GK Drauma kjúklingur 2 kjúklingar, hlutaöir niöur 1 hvítlauksrif, saxaö fínt 1/4 bolli óreganó salt og pipar 1/2 bolli rauövínsedik 1/2 bolli ólífuolía 1 bolli ferskjur án steina 1/2 bolli grænar ólífur 1/2 bolli kapers, svolítill safi 6 lárviöarlauf 1 bolli púöursykur 1 bolli þurrt hvítvín 1/4 bolli steinselja Setjið í stóra skál allt nema púðursykur, hvítvín og stein- selju og marinerið yfir nótt í ísskáp. Raðið í ofnskúffu í einfalda röð, setjið púðursykur yfir alla bitana og slettið smáhvít- víni yfir. Bakað í 50-60 mínút- ur. Opnið ofninn og vætið kjúklinginn öðru hverju. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 - 25. útdráttur 22. útdráttur 21. útdráttur ■ 19. útdráttur ' 14. útdráttur 10. útdráttur 7. útdráttur 6. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér aö ofan birt í Degi-Tímanum þriðjudaginn 10. desember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Zxh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVfK • SÍMI 569 6900

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.