Helgarpósturinn - 12.12.1996, Side 23

Helgarpósturinn - 12.12.1996, Side 23
FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1996 23 Ekki missa Ekki bara móðganir heldur barsmíðar ■ Radíuskvöld veröur í Loftkast- alanum á föstudagskvöld og aö sögn Steins Ármanns Magnús- sonar, Radíusbróður og Akra- nesmóðgara, veröa þeir vinirnir meö algerlega nýtt efni sem þeir ætla aö hella yfir sýningar- gesti. „Viö höfum ekki haldiö Radíuskvöld mjög lengi og höf- um undanfarið veriö aö vinna nýtt efni,“ segir hann. „Þaö hafa verið ákveðnar sviptingar eftir aö viö skemmtum hjá KSÍ og við höfum ekki skemmt neitt mikið eftir það. En okkur lang- aði að þrófa aö koma fram í Loftkastalanum og á okkar eigin forsend- um. Það er ekkert mjög gaman aö skemmta á einhverj- um árshátíðum eða lokahófum þar sem fólk kemur ekkert sérstaklega til aö hlusta á mann. Þar þýðir ekkert annaö en að fara með gamanvísur og eftirherm- ur." Ætliö þiö aö móðga einhvern sér- staklega á þessari skemmtun? „Við leggjum auðvitað aldrei af stað með það fyrir aug- um að móöga ein- hvern, en þarna erum við á okkar eigin forsendum og ætlum að brydda á þeirri nýlundu að láta okkur ekki nægja að taka ein- hvern þekktan og svívirða hann munnlega heldur fá hann upp á svið til okkar og lúberja hann. — Neinei, þetta var þara smá- grín.“ Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecilli Sunt Áhugafrímúrarareglan Inferno 5 hefur nú sent frá sér hljómdisk með leiðbeiningum í andlegri tækni I sjö þreþum. Þessi tækni er stundum kölluð svart jóga á Austurlönd- um og sumir hafa kallað þetta vél- ræna ímyndun, sem þó er umdeilt. Hljómdiskurinn nefnist því langa, torskilda nafni Angeli Daemon- iaque Omnigena Imþecilli Sunt og að sögn liðs- manna reglunnar mun alheim- urinn opnast undir lokuðum augnlokum ef hlustað er á diskinn. kvöld verður haldinn kynn- ingarfundur og útgáfutónleik- ar á skemmtistaðnum Tetriz í Fischersundi og hefjast her- legheitin klukkan ellefu. Myndlist í jólaönnum jólaerlinum framundan er gott að slaka svolítið á og því ekki að fara á myndlistarsýn- ingu? Föstudaginn þrettánda, á morgun, hefst sýning í Listasafni íslands á úrvali ol- íumálverka og vatnslitamynda eftir einn virtasta listmálara Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. desember 1996 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 12. útdráttur 4. flokki 1994 - 5. útdráttur 2. flokki 1995 - 3. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 13. desember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. ZZh HÚSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900 Islands, Hafnfirðinginn Eirík Smith. Myndirnar eru frá afst- rakt- expressjóníska tímabilinu hans (hvað sem það nú þýðir) og verða sýndar alla virka daga frá ellefu til fimm. Sýningunni lýkur 2. febrúar á næsta ári jrannig aö þið þurfið sosum ekki að flýta ykkur. Valdimar með blús Leikarinn og trúbadorinn Valdi- mar Örn Flygenring skemmtir gestum Blúsbarsins á föstu- dagskvöldið og á laugardags- kvöldið verður hann á Gullöld- inni viö Hverafold. Valdimar er nýkominn og alkominn til lands- ins frá LAI Ameríku þar sem hann dvaldi ásamt fjölskyldu sinni t hálft ár. Honum leist illa á lífið í Kaliforníusólinni, en vinnan var ekki upp á marga fiska. Hann lék í nokkrum sjón- varpsþáttum í erótísku mynda- syrpunni Red shoes diaries. „Ég fór ekki neitt úr fötunum í þessum þáttum enda lék ég vonda karlinn," segir Valdimar. „Mér stóð nú til boða að leika í kvikmynd eftir Sal- man nokkurn King sem gerði m.a. handritið að er- ótísku kvikmyndinni Níu og hálf vika. Ég las handritið og leist ekkert á það. Það var öllu grófara en í Níu og hálfri viku. Það var gaman að prófa að vera úti en það var ekkert spennandi fyrir mig sem leikara. Það tekur ef til vill fimm ár að komast meö litlu tána þarna inn og I fyrsta lagi nennti ég ekki að standa í því. í ööru lagi var það að sjá börnin mín verða bandarisk ekki beint draumurinn." Valdimar er þegar kom- inn á fullt í leiklistinni, en eftir áramót leikur hann í leikriti Tennessees Willi- ams Köttur á heitu tinþaki. „Hér fær maður tækifæri til að taka þátt í svona yndis- legum sviðsverkum og svo er maöur að fara til Amer- íku og berjast við villidýr í mörg ár til að leika sendi- bílstjóra I tvær sekúndur I einhverjum þriðja flokks sjónvarpsmyndaflokki! Ég er mjög ánægður með að vera kominn heim og get ekki með orðum lýst þeirri ánægju aö fá að spila lög mín og annarra fyrir Is- lendinga og fá aö taka þátt í Tennessee Williams í Þjóðleikhúsinu." Löglegt en smekklaust í kvöld verður hið árlega Smekkleysukvöld haldið í Þjóð- leikhúskjallaranum og verður margt um dýrðir, enda Smekk- leysa tíu ára á þessu ári. „Við höfum verið að dæla út rusli í tíu ár og munum gera það í að minnsta kosti tíu ár í viöbót," segir Einar Örn Benediktsson, fyrrverandi póstbifreiðastjóri, uppgjafa Sykurmoli og smekk- laus maður. Meðal þeirra sem skemmta eru hljómsveitirnar Kolrassa krókríðandi, Stuna, Fræbbblarnir- Glott og Brim. Eins munu þau Bragi skáld Ólafsson, Gunnar fyrrv. ritstjóri Smári Eg- ilsson og Ijóðskáldið Dúsa lesa upp úr nýjum verkum sínum. Annar Tvíhöfðans, Jón Gnarr, verður sérlegur kynnir og staðarhaldari. Fyrsta íslenska al- vörurappið Tímamótaviðburður varð í íslenskri tónlistarsögu nú fyrir stuttu en þá kom fyrsta ísienska rapþþiat- an út. Rapphljómsveitin með arabíska nafninu, Quarashi, á heiðurinn af þessari þlötu sem nefn- ist Switchstance. „Viðbrögðin hafa verið mjög góð, salan gengur vel og lögin á plötunni er spiluð á útvarpsstöðvum þannig að við erum mjög sátt- ir,“ segir Sölvi H. Blöndal, aðal- sprauta hljómsveitarinnar og trommuleikari hljómsveitarinnar Stjörnukisa. „Þetta er nú bara forsmekkurinn að því sem koma skal, en við erum að vinna að stórri plötu þessa dag- ana. Hún kemur líklega út í vor." Útgáfutónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Tetriz viö Fi- schersund á laugardagskvöldið og verður gleðin við völd. Tón- leikarnir hefjast klukkan tíu og kostar aðeins krónur fimm hundruð inn. Sálin um víðan völl Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns, sem ekkert hefur heyrst frá síöan í ágúst, kemur saman um miðjan desember og leikur á nokkrum jóladansæfingum fyrir landsmenn yfir hátíðirnar. Meðlimir sveitarinnar eru dreifð- ir um heiminn og því ekki á hverjum degi sem landsmönn- um gefst kostur á aö sjá og heyra Sálina á sviöi. Þeir tón- leikar sem fyrirhugaðir eru í jólaorlofinu eru eftirfarandi: Föstudagur 13. des. Miðgaröur, Skagafiröi; laugardagur 14. des. Borg í Grímsnesi; föstu- dagur 20. des. Sjallinn, Akur- eyri; laugardagur 21. des. Staþ- inn, Njarðvík; 25. des. Góladag- ur) Vestmannaeyjar (eftir mið- nætti); 26. des. (annarí jólum) Hótel Selfossj laugardagur 28. des. Sjallinn, ísafiröi. Einnig er hægt að nálgast upp- lýsingar á heimasíðum Sálarinn- ar og Stefáns Hilmarssonar á Internetinu. Heimasíða Sálar- innar fær brátt nýja slóö: www. mmedia.is/salin. Slóð Stefáns er: www.mmedia.is/stefanhilm- ars. □□ fara hvert um hdgha? Bakstur, bækur, heimsóknir og enski boltinn „Þarf maður ekki að lifa villtu félagslífi til að svara þessu?“ segir Hrafn Jökulsson ritstjóri. „Ég ætla að baka svo sem eins og fimm tegundir af smákökum um helgina. Við vorum nú langt komin með þetta hjónin, en ég er því miður búinn að ganga mjög mikið á smákökubirgðirnar og þarf því að end- urnýja þær. Vonandi endist nýi skammturinn fram að jólum. Á meðan kökurnar bakast í ofn- inum ætla ég að glugga í nokkrar bækur. Ég er að lesa bók Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar um Benjamín H.J. Eiríksson. Ákaflega skemmtileg bók. Síðan ætla ég að lesa svolítið í ljóðasafninu hans Sigurðar Pálssonar og síðast en ekki síst ætla ég að lesa bókina Astfangnar flugvélar eftir Kormák Bragason, sem virðist vera nýjasta súrrealistaskáldið okkar. Að þessu frá- töldu ætla ég mér að rækta fjölskylduböndin með heimsóknum. Svo væri ég vís með að líta upp úr Kormáki á ensku knattspyrn- una ef leikurinn er góður.“ Bajlettsýning sonardætra „Ég ætla að fara að horfa á sonardætur mínar tvær taka þátt í ballettsýningu suður í Hafnarfirði," segir Heimir Steinsson, fráfarandi útvarpsstjóri og tilvonandi þjóðgarðsvörður. „Stelpurnar eru fimm ára og níu ára gamlar og ég hlakka mikið til að sjá þær dansa. Svo getur verið að ég skjótist austur fyrir fjall, á Þingvelli." Maltviskí sem jólaglögg „Ég verð að vinna alla helgina," segir Sig- mundur Emir Rúnarsson, varafréttastjóri Stöðvar tvö. „Á laugardagskvöld ætla ég að bjóða góðu fólki heim til mín í sérlagað jóla- glögg, sem á ekkert skylt við skandinavískar uppgötvanir. Ég býð upp á sérstakt maltviskí sem ég læt útbúa handa mér austur í sveit- um. Á sunnudagskvöld verð ég sennilega að pakka inn einhverjum af þeim ótal jólagjöfum sem ég þykist ætla að gefa landsmönnum." Er ekki hættulegt að vera að dreypa á sérlöguðu jólaglöggi á laugardagskvöld og mæta síðan snemma í vinnuna? „Þetta er náttúrlega svo snobbaður klúbbur að hann skyrpir meirihlutanum út úr sér. Höfum þetta innan stórra gæsalappa." Þið kíkið ekki í bæinn eftir jólaglöggið? „Ég bý úti á landi, í Grafarvoginum, þannig að ég held mig heima." Vinnan ogfjölskyldan „Ég ætla mér að vinna um helgina og svo vera í faðmi fjölskyld- unnar þess á milli,“ segir Tómas Á. Tómasson veitingamaður. „Ég sé ekki fram á að það verði nein sérstök tilbreyting hjá mér þessa helgi en ég er nokkuð sáttur við þessi áform.“ í London „Ég er að fara til London um helgina og ætla að viðra mig aðeins þar,“ segir leikarinn og söngvarinn Egill Ólafsson. „Ég ætla að ræða þarna við gott fólk, en kalla má þetta við- skiptaferð. Eg var nú samt að hugsa um að sjá leikrit sem heitir að mig minnir Art, en Albert Finney leikur í því. Þetta er verk sem á að fara að setja upp í Þjóðleikhúsinu og mig langar að kíkja á það. Svo var ég eijjinlega búinn að lofa sjálfum mér því að sjá Irana dansandi, berj- andi, syngjandi og flautandi í Riverdance. Hluti af þeirri sýningu var á Júróvisjón-opnuninni í hittifyrra og var hel- víti magnað.“ spurt... Ef þú fengir að ferðast í tíma og rúmi, hvert myndirðu þá fara? Þórhallur Sigurðs- son (Laddi) „Já... í tíma og rúmi," segir Laddi og hugsar sig um. „Ég myndi vilja kíkja til himnaríkis og skoða mig um. Einn daginn fer maður þangaö og það væri gaman aö kíkja á þaö áður. Skjót- ast þangað og sjá hvað framundan er. Ef það væri ekki í lagi þá myndi ég reyna að komast eitthvað annað." En helduröu aö þú komist til himna þegar þú deyrö? „Ég er alveg klár á því."

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.