Helgarpósturinn - 07.05.1997, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997
4
12
■■
Dagskrarvald tarauibbasns
Fjölmiðlar framleiða efna-
hagslegan, félagslegan og
pólitískan veruleika á hverjum
degi. Blaðamenn mæta ekki að
morgni á vinnustað sinn með
það í huga að endurspegla þau
tíðindi sem gerast yfir daginn.
Ef svo væri mætti búast við að
Bogi Ágústsson, fréttastjóri
Sjónvarpsins, birtist á skjám
landsmanna sum kvöld og
segði: Ekkert markvert gerðist
í dag og því verður í stað frétta
endursýndur þáttur Spaugstof-
unnar frá síðustu viku. Og
Morgunblaðið væri með auðar
síður á tíðindalausum dögum.
Veruleikinn sem fjölmiðlar
birta er beygður undir skipu-
lag og hefðir fjölmiðlanna.
Fréttatíma ljósvakamiðlanna
þarf að fylla og sömuleiðis
fréttasíður dagblaðanna.
Blaðamenn tala um að afla
frétta eða ná í þær. Samband
blaðamanna við hráefnið er að
einhverju leyti sambærilegt
við það sem þekkist í sjó-
mennsku. Sjómenn framleiða
ekki fiskinn, heldur afla þeir
fiskjar eða sækja hann eins og
það heitir á tímum kvótakerfis.
Ekki frekar en sjómenn ráða
blaðamenn hvert skuli róið.
Útgerðarfélag ræður skip-
stjóra og útgáfufélag ritstjóra
til að taka kúrsinn.
Morgunblaðið ákvað í vetur
að umræðan um lífeyrissjóð-
ina væri mikilvæg. Yfirmenn
ritstjórnar hafa ákveðnar
skoðanir á æskilegum breyt-
ingum á lífeyrissjóðakerfinu en
ríkisstjórnin lagði síðvetrar
fram frumvarp um lífeyris-
sjóði. Ritstjórar blaðsins vilja
breyta lífeyrissjóðakerfinu á
þann veg að launafólk velji sér
lífeyrissjóð á einstaklings-
grundvelli sem afnemur í raun
gagnkvæma ábyrgð og skyldur
samtryggingarsjóðanna ann-
ars vegar og launafólks hins
vegar. Þar með væri búið að
eyðileggja lífeyrissjóðafyrir-
komulag sem einhugur er um
að sé afburðagott.
Umfjöllun Morgunblaðsins
var í meginatriðum þríþætt.
Skoðanir ritstjóra komu fram í
leiðurum og Reykjavíkurbréfi,
greinaflokkur um lífeyrismáí
birtist í blaðinu í apríl og á
fréttasíðum mátti reglulega
lesa tíðindi af lífeyrismálum.
Ritstjórar Morgunblaðsins
halda þeirri kennisetningu á
lofti að skoðanir ritstjórnar liti
ekki fréttaskrif blaðsins. Morg-
Dl ;,n IVA ,R
Páll Vilhjálmsson
unblaðið segist starfa í anda
hlutlægrar blaðamennsku þar
sem skoðanir séu aðgreindar
frá fréttadálkum sem birta
staðreyndir mála. En sú hugs-
un rekst illa á þá háttu blaðs-
ins að taka frumkvæðið í mál-
um og koma þeim á dagskrá
opinberrar umræðu.
Blaðamenn búa til fréttir,
það er þeirra starf. En svo
kostulegt sem það er þá er
ekki til nein skilgreining á frétt
sem stéttin er einróma um. Af
þeirri ástæðu hafa stjórnendur
fjölmiðla afar mikið svigrúm til
að ákveða hvað skuli vera í
%
fréttum og hvað ekki og ávallt
haft gild fagleg rök fyrir sjónar-
miðum sínum.
Morgunblaðið var óskamm-
feilið í lífeyrissjóðsumræð-
unni. Þegar blaðið sá fram á að
tapa slagnum með því að rök-
ræðan leiddi í ljós að breyting-
arnar á lífeyriskerfinu myndu
eyðileggja það ákvað blaðið að
herja á sameignarsjóðina fyrir
að vera ólýðræðislegir. Fjór-
dálkafrétt á baksíðu sunnu-
dagsútgáfunnar 20. apríl var
með þessari fyrirsögn: EÐLI-
LEGT AÐ LAUNÞEGAR KJÓSI
STJÓRNIR LÍFEYRISSJÓÐ-
ANNA. Fréttin var viðtal við
Halldór Ásgrímsson, utanrík-
isráðherra og formann Fram-
sóknarflokksins, þar sem hann
sagði lýðræði ábótavant í sam-
eignarsjóðum. Lýðræðið í líf-
eyrissjóðum er allt önnur um-
ræða en breytingar á kerfinu
sjálfu. En Morgunblaðið var
komið í vörn og vildi freista
þess að færa víglínuna.
Framsóknarflokkurinn var
hvergi nálægur þegar atvinnu-
rekendur og verkalýðshreyf-
ingin sömdu um stofnun lífeyr-
issjóðanna á sínum tíma.
Flokkurinn telur ekki að sér
beri að standa vörð um fyrir-
komulag lífeyrissparnaðar sem
almennur einhugur er um að
sé skynsamlegt. Talsmenn
flokksins í lífeyrismálum, Örn
Gústafsson og Baldur Erlings-
son, hafa beinna persónulegra
hagsmuna að gæta eins og
bent hefur verið á í HP.
Morgunblaðið sá banda-
mann í Framsóknarflokknum
og svo mikið taldi blaðið í húfi
að það taldi ekki eftir sér að
ljúga með þögninni. Ekki var
annað að skilja á baksíðufrétt-
inni en að vandamálið með
lýðræðið væri einskorðað við
sameignarsjóði. Tilfellið er að
þeir sem greiða í séreignar-
sjóðina kjósa ekki stjórnir
þeirra heldur hafa umsýsluað-
ilar sjóðanna, sem oftast eru
verðbréfafyr-
ir-
Man Made heitir ný hljómsveit rapparans
Kermit. Með honum er félagi hans úr Black
Grape, rapparinn Carl, aka psycho. Takka-
mennirnir Junior og Bryan eru einnig með
(engin eftirnöfn gefin upp). Þeir sem heyrt hafa
demóupptökur Man Made eru sammála um að
hér sé áhugavert efni á ferð; blanda af rappi,
poppi, rokki, djassi og fönki. Kermit er ennþá á
lyfjameðferð eftir erfið veikindi sem drógu
hann næstum til dauða. Nýverið fór hann að
grúska í spíritisma og hefur lesið mikið, t.d.
Biblíuna og þá sérstaklega lokakaflann, Opin-
berunarbókina.
Það skýrir húð-
flúrið sem
hann ber á
handleggnum,
táknið 666.
„Þetta er í
Biblíunni mað-
ur,“ segir hann.
„Þar segir að
enginn geti
keypt eða selt
án táknsins."
— „I got the
mark man.“
Man Made hef-
ur skrifað upp
á samning hjá
East og West
með tilliti til út-
gáfu í sumar.
Pearl Jam er orðið gróið nafn í rokkheimin-
um. Þeir fara ótroðnar slóðir í útgáfumálum,
veita nánast engin viðtöl og fara ekki í tónleika-
ferðir. Eddie Vedder viðurkennir að þetta hafi
örugglega bitnað mikið á sölu síðustu plötu,
„No code“, og sýni greinilega hvað öll kynning-
arstarfsemi skipti miklu máli.
Árið 1994 munaði
minnstu að hljómsveitin
leystist upp. í kjölfar hinnar miklu velgengni tók
það tíma að ná áttum, jafna þrætur og innbyrð-
is deilumál.
Mark Morrison gaf nýlega út í Bandaríkjun-
um „Return of the Mack“, eitt vinsælasta
lag síðasta árs í Evrópu. Lagið náði í fyrstu viku
í 42. sæti á ameríska smáskífulistanum, albúmið
með sama nafni kom síðan út vestra í mars. 500
þúsund fyrirframpantanir bárust vegna grips-
ins. I heimaland-
| inu, Bretlandi,
; sendi Mark frá
sér singulinn
„Moan and Gro-
an“ í sama mán-
uði hjá WEA.
Hann hlaut fjór-
ar tilnefningar
til bresku tón-
listarverðlaun-
anna á dögun-
um.
Babybird eru
á leiðinni
með nýja smá-
skífu og míní-al-
búm og hafa
staðfest að þeir
komi fram á Gla-
stonbury-hátíð-
inni. Singullinn kom út 5. maí og er endurhljóð-
blöndun lagsins „Too handsome to be home-
less“ af plötunni „Ugly beautiful“. Útsetningin
er líkari því sem heyrist á tónleikum en á breið-
skífunni. Míní-albúmið er væntanlegt í júní og
inniheldur áður óútgefin lög. Fimmta breiðskíf-
an er á útgáfuáætlun fyrir árslok. Sumarið verð-
tæki, tögl og hagldir í stjórnum
þeirra.
Morgunblaðið er blað með
þjóðfélagsdagskrá og beitir
áhrifum sínum til að ná fram
niðurstöðu sem ritstjórar þess
telja æskilega. Dagblað þarf að
hafa annan tilgang en þann að
birta aðsendar greinar og aug-
lýsingar og út frá því sjónar-
miði er eðlilegt að það beiti sér
í þeim málum sem það telur
mikilvæg, s.s. fiskveiðistjórn-
uninni og lífeyrissjóðsmálinu.
Á hinn bóginn er dagskrárvald
Morgunblaðsins í
samfélag-
inu orðið
hættulega V „t
mikið. Rík-
isfjölmiðl-
arnir hafa
enga þjóð-
félagsdag-
skrá og veita
Morgunblað-
inu and-
spyrnu.
Þá er eftir
fjölmiðlasam-
steypan Stöð
fremur sjálfhverf, en að svo
miklu leyti sem samsteypan
hefur almenna þjóðfélagsdag-
skrá er hún ekki mótvægi við
Morgunblaðið.
Sömu þjóðfélagshóparnir
standa að Morgunblaðinu og
DV. Kaupmenn í Reykjavík
eignuðust Morgunblaðið á
þriðja áratugnum og þeir sem
standa að DV/Stöð 2 eru flestir
úr viðskiptalífinu.
Undir þessum kringumstæð-
um eiga félagsleg viðhorf mjög
á brattan að sækja í fjölmiðl-
um. Enginn fjölmiðill lítur á
það sem hlutverk sitt að and-
æfa þjóðfélagsdagskrá Morg-
unblaðsins. í sunnudagsútgáfu
blaðsins um síðustu helgi er
Reykjavíkurbréfið lagt undir
gagnrýni á verkalýðshreyfing-
una. Ósögð forsenda fyrir
gagnrýni blaðsins er að launa-
fólk og forysta verkalýðshreyf-
ingarinnar séu sitthvað. Blaðið
gefur sér að gjá sé staðfest á
milli trúnaðarmanna verka-
lýðshreyfingarinnar og félags-
manna. Að þessum forsendum
gefnum fer Morgunblaðið ham-
förum gegn verkalýðsfélögum,
kennir þau við einokunarfélög
og krefst þess að Alþingi setji
lög gegn frjálsum samningum
aðila vinnumarkaðarins um
rétt félagsmanna verkalýðs-
hreyfingarinnar til vinnu.
Hvergi í Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins vottar fyrir
skilningi á að
barbarísku verðbólguumhverfi
og yfir í sæmilega siðmenntað
efnahagskerfi.
Morgunblaðið leggur í
Reykjavíkurbréfi drög að um-
ræðu um verkalýðshreyfing-
una og aðild launafólks að
verkalýðsfélögum. Ef að líkum
lætur mun enginn stóru fjöl-
miðlanna vera til andsvara fyr-
ir verkalýðshreyfinguna. Tapi
verkalýðshreyfingin slagnum í
Morgunblaðið varð
undir í lífeyrissjóð-
sumræðunni en gafst
ekki upp og setti lýð-
ræðið í lífeyrissjóð-
unum á dagskrá
með baksíðuviðtali
við Halldór Ás-
grímsson utanrík-
isráðherra og for-
mann Framsókn-
arflokksins...
fyrir atbeina verka-
lýðshreyfingarinnar er eitt-
hvað til sem heitir velferðar-
ríki á íslandi. Hvergi í bréfinu
er að finna snefil af virðingu
fyrir þeim sjónarmiðum félags-
legrar samhjálpar sem lágu til
grundvallar stofnun verkalýðs-
félaga fyrr á öldinni. Hvergi er
þess getið að ef ekki væri fyrir
samstöðu og samfélagslega
ábyrgð verkalýðshreyfingar-
innar hefði þjóðarsáttin í byrj-
un áratugarins ekki verið
möguleg. Með þeirri sátt var
íslensku efnahagslífi kippt úr
og tók verkalýðshreyfinguna aftur
til bæna í sunnudagsbréfi um síð-
ustu helgi. Þegar verkalýðshreyf-
ingin er búin að tapa slagnum í
fjölmiðlaumræðunni er aðeins
tímaspurning hvenær hún tapar á
þingi.
fjölmiðlaumræðunni er aðeins
tímaspurning hvenær hún tap-
ar á Alþingi og fær yfir sig lög
sem kippa stoðunum undan
henni.
ur notað til að semja fyrir plötuna og
troða upp á tónlistarhátíðunum Glaston-
bury og Essential í Brighton.
You’re gorgeous, please fuck me er
letrað á Zippo-kveikjara í eigu
Michaels Hutchence, 37 ára
söngvara hinnar áströlsku
sveitar INXS. Kveikjarann
fékk hann frá kærustunni
sinni, Paulu Yates, fyrrv.
eiginkonu Bobs Geldof.
INXS er tvítug grúppa og á
leið í tónleikaferð til að
kynna tólftu stóru plöt-
una, „Elegantly Wasted“.
Hutchence hefur verið
tíður gestur í slúðurdálk-
um dagblaða heimsins!
Hann er fæddur í Sydney
en flutti til Hong Kong árið
1964, þar sem faðir hans var í
tískubransanum. Þegar hann var
12 ára sneri fjölskyldan aftur til
Sydney. Foreídrarnir skildu 1975,
hann fór með móður sinni til Holly-
wood en safnaði sér fyrir farinu til
baka með innbrotum í hús ásamt
öðrum krökkum. Bandið varð til
undir nafninu The Ferriss Brothers
(tveir Ferrissar eru í INXS, bræðurn
ir Tim og Jon). Það var síðan Chris
Murphy, umboðsmaður þeirra til
16 ára, sem bjargaði þeim; sagði
nafnið glatað og INXS varð til.
Fyrstu tvær plöturnar frá 1980 og
‘81 seldust nákvæmlega ekki neitt
en þriðja platan, „Shabooh
Shoobah“, ‘82 kom hlutunum í
gang. „The Swing“ og „Lister like
thieves" bættust við og hámarkið
var „Kick“ árið 1987. Sú plata gerði
INXS um tíma að vinsælustu hljóm-
sveit í heimi.
Björk, Foo Fighters, Pavement,
Radiohead, Patti Smith og
skipuleggjendurnir Beastie Boys
eru meðal þess listafólks sem
setur mark sitt á aðra tón-
leikana til stuðnings barátt-
unni fyrir frjálsu Tíbet. Tón-
leikarnir verða í New York
7. og 8. júní. Á síðasta ári
voru fyrri tónleikarnir í
þágu þessa málstaðar
haldnir í San Francisco, yf-
ir 100.000 áhorfendur söfn-
uðust saman og afrakstur-
inn varð 800.000 dollarar.
Fúgees eru á leið í kvik-
myndabransann. Þau
koma fram í og semja tón-
list við myndina „The harder
they fall“, framhald reggíkvik-
myndar frá 1973, „The harder
they come“.
Bandaríska hljómsveitin Pa-
vement sendi frá sér lagið
„Stereo“ í upphafi ársins. Stóra
platan „Brighton the corners“
kom svo út í febrúar og hlaut
afar jákvæða umfjöllun. Fyrr-
verandi upptökustjóri REM,
Mitch Easter, stjórnaði upptök-
um. Damon Albam hefur nefnt
Pavement sem áhrifavalda á
nýrri plötu Blur, sem á örugglega
eftir að hjálpa Pavement utan
Bandaríkjanna.