Helgarpósturinn - 07.05.1997, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ1997
Vaxandi líkur á sameiningu A-flokkanna
hliðareðaspa
tímann
fllþýðuflokks- og Alþýðubandalagsfé-
lögin í Reykjavík héldu sameiginlegan
fund á Hótel Borg þann 1. maí undir
stjóm formannanna, Gests Ásólfssonar
og Rúnars Geirmundssonar.
Horfur á sameiningu A-
flokkanna og e.t.v.
Kvennalista fara vaxandi og
þróunin virðist jafnvei vera
komin lengra en fólk hefur al-
mennt gert sér grein fyrir.
Hnitmiðuð ræða Svavars
Gestssonar á sameiginlegum 1.
maí-fundi A-flokksfélaganna í
Reykjavík markaði þáttaskil í
þróuninni. Svavar sparkaði
öðru helsta ágreiningsefni
flokkanna fimm ár fram í tím-
ann en nefndi hitt „taeknilegt
fyrirkomulagsatriði“. Fram að
þessu hefur Svavar virst treg-
ur í taumi þegar sameiningar-
mál hefur borið á góma en
þessi ummæli hans virðist
mega túlka sem grænt ljós.
Máiefnaágreiningur Alþýðu-
flokksins og Alþýðubandalags-
ins hefur vissulega verið mikill
ailt fram á síðustu ár og stend-
ur auk þess á sögulegum
grunni. Þegar á heildina er litið
má þó ef til vill orða það svo
að þessir flokkar eigi nokkuð
sambærilega framtíðarsýn en
hafi ólíka afstöðu í dægurmál-
um.
Áratugum saman myndaði
afstaðan til bandaríska hersins
í Keflavík þá hyldýpisgjá milii
flokkanna að sameining eða
jafnvel svo náið samstarf sem
kosningabandalag hefði verið
óhugsandi. Á allra síðustu ár-
um hafa tvö stærstu deilumál-
in verið afstaðan tii aðildar fs-
lands að Evrópusambandinu, í
daglegu taii nefnt Evrópumál-
in, og svo afstaðan til gjald-
töku fyrir veiðileyfi. Alþýðu-
flokkurinn hefur barist fyrir
veiðileyfagjaldi alllengi. Aðrir
flokkar hafa tekið afstöðu gegn
því og nefnt það auðlindaskatt.
Það orð hafa þingmenn Al-
þýðubandalagsins, ekki síst
Svavar Gestsson, notað óspart
á undanförnum árum.
„Tæknilegt fyrirkomulags-
atriði"
Svavar vék að báðum þess-
um misklíðarefnum flokkanna í
ræðu sinni á Hótel Borg á
fimmtudaginn í síðustu viku og
sagði: „Evrópumálin verða
ekki til neinnar afgreiðslu fyrr
en eftir 2002; þótt þau séu auð-
vitað á dagskrá. En þau eru
ekki til afgreiðslu í bráð... Um
veiðileyfagjald segi ég það eitt
að ég hef enga nauðsyn séð til
þess að skattleggja sjávarút-
veginn öðru vísi en aðrar
greinar; ég tel að hér sé ekki á
Hverjir skipa frambodslistana?
Pótt enn séu nærri tvö ár til
þingkosninga er þegar far-
ið að ræða skipan framboðs-
lista, a.m.k. í sumum kjördæm-
um. Umræðuefnið er auðvitað
forvitnilegt, sérstaklega ef A-
flokkarnir og jafnvel Kvenna-
listi bjóða fram sameiginlega
lista sem væntanlega yrði
kenndur við jafnaðarstefnu.
Helgarpósturinn hefur kannað
lauslega hvernig framboðslist-
arnir gætu litið út í einstökum
kjördæmum. Þessa uppstill-
ingu ber að sjálfsögðu að taka
með fyrirvara, enda „er þetta
mál sem verður einfaldlega
leyst þegar þar að kemur, — ef
við komumst einhvern tíma
svo langt“, eins og einn við-
mælandi HP orðaði það.
Hér er ekki gert ráð fyrir
þátttöku Kvennalistans en
ætla má að samfylgd Kvenna-
listans hefði einkum áhrif á
uppstillingu í Reykjavík og
Reykjanesi. Kvennalistinn fékk
síðast konur á þing í þessum
kjördæmum. Fylgi listans hef-
ur annars staðar verið mest á
Vestfjörðum og Norðurlandi
eystra og hugsanlegt að
Kvennalistakonur myndu gera
kröfu um a.m.k. vonarsæti
öðru hvoru þessara kjör-
dæma.
Reykjavík
Að meðtöldum Þjóðvaka-
þingmönnunum Jóhönnu Sig-
urðardóttur og Ástu Ragn-
heiði Jóhannesdóttur eiga A-
flokkarnir nú sjö þingmenn í
Reykjavík. Jón Baldvin Hanni-
balsson og Össur Skarphéð-
insson sitja á þingi fyrir Al-
þýðuflokkinn og Alþýðubanda-
lagið fékk þrjá þingmenn,
Svavar Gestsson, Bryndísi
Hlöðversdóttur og ögmund
Jónasson.
Það auðveldar uppstilling-
una í Reykjavík að vísu nokkuð
að Jón Baldvin tekur við sendi-
herrastöðu á næstunni. Ásta
B. Þorsteinsdóttir, sem kemur
inn á þing þegar Jón hættir, er
vissulega varaformaður Al-
þýðuflokksins en kemur þó
tæplega til að blanda sér í slag-
inn um efstu sætin.
Alþýðubandalagið hlaut
mun fleiri atkvæði í Reykjavík
en Alþýðuflokkurinn eins og
raunar oftast eða alltaf undan-
farna áratugi og ætti því vænt-
anlega rétt á fyrsta sætinu.
Þetta gildir raunar um öll kjör-
dæmin nema Reykjanes og
Vestfirði.
E.t.v. mætti hugsa sér að
sameiginlegur listi A-flokkanna
(og Þjóðvaka) liti einhvern
veginn svona út:
1) Svavar Gestsson (Ab), 2)
Össur Skarphéðinsson (A), 3)
Jóhanna Sigurðardóttir (Þ), 4)
Bryndís Hlöðversdóttir (Ab),
Svavar Össur
Jóhanna Biyndís
Við þessa Ásta R-
uppstillingu er
auðvitað hægt að gera marg-
víslegar athugasemdir. Ög-
mundur Jónasson kom t.d. inn
á lista Alþýðubandalagsins
sem óháður fyrir síðustu kosn-
ingar og hefur ekki verið talinn
í hópi fylgjenda sameiningar.
Hugsanlegt er að menn kæmu
sér saman um að hafa konu of-
ar á listanum en í þriðja sæti.
Þjóðvaki hefur heldur ekki
þann styrk að Jóhanna geti á
þeim grundvelli gert kröfu til
sætis ofarlega á listanum.
Þannig mætti lengi halda
áfram.
Þátttaka Kvennalistans
myndi flækja framboðsmálin
nokkuð. Konurnar myndu tæp-
lega láta sér nægja eitt öruggt
sæti á listanum. Vissulega
kæmi líka aukið fylgi með
Kvennalistakonunum en engu
að síður væri Ásta Ragnheiður,
sem hér var sett í sjöunda sæt-
ið, komin í það níunda og yrði
þar með að e.t.v. að láta sér
nægja varaþingmennsku
næsta kjörtímabil.
Sameinaður listi jafnaðar-
manna ætti nokkuð örugglega
að fá sjö þingsæti í Reykjavík
og ef Kvennalistinn væri með
eru níu sæti ekki ólíkleg niður-
staða. Níunda sæti jafnaðar-
manna myndi líka út af fyrir sig
boða önnur þáttaskil í ís-
lenskri stjórnmálasögu. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur alltaf
átt 1. þingmann Reykvíkinga.
Nú kæmi það í hlut Davíðs
Oddssonar að tapa þessu
heiðurssæti og láta sér nægja
að vera 2. þingmaður Reykja-
víkur.
Reykjanes
Ef fara ætti eftir útkomu A-
flokkanna í síðustu kosningum
ætti Alþýðuflokkurinn að eiga
tvö til þrjú efstu sætin í sam-
eiginlegu framboði. Líka má
hugsa sér að Alþýðubandalag-
ið fengi 2. sætið og svo 5. sætið
sem hugsanlega gæti orðið
baráttusæti. Útilokað er að spá
um hvaða Alþýðubandalags-
maður fengi baráttusætið en
Rannveig Guðmundur Ámi
Sigríður Ágúst
með tilliti til að Sigríður Jó-
hannesdóttir, sem tók við af
Ólafí Ragnarí Grímssyni, er af
Suðurnesjum má reikna með
því að 5. sætið félli í hlut ein-
hvers af höfuðborgarsvæðinu.
Hér er líka spurning hvað gert
yrði við Þjóðvakamanninn Ág-
úst Einarsson, sem getið hefur
sér allgott orð á þingi. Sameig-
inlegur framboðslisti gæti litið
einhvern veginn svona út:
1) Rannveig Guðmundsdótt-
ir (A), 2) Guðmundur Árni
Stefánsson (A), 3) Sigríður Jó-
hannesdóttir (Ab), 4) Ágúst
Einarsson (Þ) 5), ?(Ab) 6) Petr-
ína Baldursdóttir (A).
Hér gildir hið sama og í
Reykjavík að þátttaka Kvenna-
listans yrði að líkindum háð
því skilyrði að öruggt þingsæti
byðist. Ef gengið er út frá því
að listinn yrði að öðru leyti
svipaður þessu má gera ráð
fyrir að Ágúst Einarsson væri
kominn í baráttusæti. Listi
jafnaðarmanna ætti að eiga vís
fjögur sæti á Reykjanesi og
jafnvel fimm ef Kvennalistinn
verður með. Sjötta sætið gæti
svo hugsanlega verið í augsýn
með nokkurri fylgissveiflu.
Vesturland
Á Vesturlandi komst Gísli S.
Einarsson inn síðast en Jó-
hann Ársælsson sat eftir þrátt
fyrir fleiri atkvæði. Þeir yrðu
að koma sér saman um hvor
þeirra færi í 2. sæti, sem raun-
ar er baráttusætið, en þó ein-
ungis vegna þess hvernig nýju
kosningalögin meðhöndla upj>
bótarsætin. Talsverðar líkur
ættu að vera á
því að nýr listi
jafnaðarmanna
fengi tvo þing-
menn og ann-
aðhvort sjálf-
stæðismaður-
inn Guðjón
Guðmundsson
eða framsókn-
armaðurinn
Magnús Stefánsson félii.
1) Jóhann Ársælsson (Ab),
2) Gísli S. Einarsson (A).
Vestfirðir
Ýmsar sögusagnir hafa geng-
ið um að Kristinn H. Gunnars-
son muni leita annað ef alvara
verður úr sameiningu eða sam-
starfi við Alþýðuflokkinn. Nú
herma heimildir hins vegar að
Kristinn hafi fullan hug á að
halda áfram þingmennsku í
sameiginlegum þingflokki. Ef
til þess kemur að Kvennalist-
inn taki þátt í sameiginlegu
framboði verður vafalaust
Sighvatur Krístinn H.
þrýst mjög á að Jóna Valgerð-
ur Kristjánsdóttir, sem vann
þingsæti fyrir Kvennalistann
1991, fái 2. sætið á listanum.
1) Sighvatur Björgvinsson
(A), 2) Kristinn H. Gunnarsson
(Ab).
Norðurland vestra
Ragnar Amalds hefur lýst
yfir að hann fari ekki aftur í
framboð. Fylgismunur A-flokk-
anna í þessu kjördæmi er slík-
ur að enginn vafi leikur á því
að 1. sætið tilheyrir Alþýðu-
bandalaginu. Þar börðust síð-
x & 1 3 f n a n 1 e 9 „
sœtir sofar
Húsgagnalagerinn • Smiöjuvegi 9 • sími 564 1475
Jóhann